Þjóðviljinn - 11.10.1957, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.10.1957, Blaðsíða 12
1 reistur í Sunnudaginn 15. sept. sl. var afhjúpaður í Þrastaskógi minnisvarö’i um Aðalstein Sigmundsson. Á sambandsþingi Ungmanna- félags Islands, var samþykkt að láta gera þennan varða og kosin nefnd til að sjá um fram- kvæmdir. í nefndinni áttu sæti: Ingimar Jóhannesson fulltrúi, Sig. Greipsson skólastjóri Sveinn Sæmundsson lögregluþj., Axel Jónsson sundlaugav. og Ólafur Ág. Ólafsson bóndi. Leitað var til hinna ýmsu ungmennafélaga landsins um frjáls fjárframlög. Var vel brugðizt við svo á skömmum tima safnaðist það fé er þurfti. Nefndin leitaði til Ríkharðar Jónssonar með gerð varðans og réði hann útliti hans og lögun. Minnisvarðinn er hár stuðla- bergsstrangur sem greiptur er niður á milli smærri stuðla- bergssteina. 1 drangann er felld vangamynd úr eir gerð af myndhöggvaranum Rrkharði. Alla sína vinnu gaf Ríkharð' ur- til minningar um sinn látna vin. Um uppsetningu varðans sáu, Þórður Pálsson og Mar teinn Gislason. Við afhjúpunina flutti aðalræðuna Séra Eiríkur J. Eiríksson, minntist hann Aðalsteins, athafna hans og hugsjóna. Einnig talaði Ingi- mar Jóhannesson sem lýsti varðanum, en Þórður Pálsson 18. þing F.F.S.I. Átjánda þing FFSÍ var sett hér í bænum í gær. Fulltrúar voru mættir frá flestum sam- bandsfélögum víðsvegar af landinu. Forseti sambandsins, Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, setti þing- ið með ræðu og bauð fulltrúa velkomna. Minntist hann látinna íélaga og risu fulltrúar úr sæt- um í virðingarskyni. Þá minnt- ist forsetinn í ræðu sinni 20 á'r.a afmælis félagsins, drap á helztu viðburði í sögu samtak- anna. Eitt félag sótti um inn- töku í sambandið: Félag bryta. Mörg mál er varða öryggi sjó- fþrenda liggíja fyrir þingiinu, en það mun standa fram yfir næstu hélgi. Afhenti í gær tmnaðarbréf Stefán Jóhann Stefánsson af- henti Danakonungi í gær trún- aðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Danmörku. (Frétt frá utanríkisráðuneytinu). s Þjóðviljann vantar fólk til að bera blaðið í: HLÍÐUNUM og NORÐURMÝRI Afgr. sími 17-500. þakkaði f.h. ættingja Aðal- steins heitins. Frú Jóhanna Sigmundsdóttir, systir Aðal- steins afhjúpaði varðann. Á annað hundrað manns var viðstatt atliöfnina í Þrasta- skógi, þar á meðal menntamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason og frú hans. Á eftir bauð Ung- mannafélag Islands til sameig- inlegrar kaffidrykkju, í Hótel Selfoss. Voru þar fluttar marg- ar ræður og einnig kvæði. Voru þar raktir atburðir liðinna daga og rifjaðar upp minningar um samstarf við hinn látna fé- laga, Aðalst.ein Sigmundsson. Minnisvarði Aðalsteins Sig- mundssonar í Þrastaskógi Fjölskylda þjöðanna „Fjölskylda þjóðanna", hin alþjóðlega ljósmyndasýn- ing, sem nú stendur yfir í iðnskólanum við Vitastíg, hef- ur verið framlengd um einn dag vegna óvenju mikillar aðsóknar. í tilkynnþigu frá sýningar- nefndinni segir; að sýningin verði opin hér þíjr til kl. 6 síð- degis, sunnudaginn, 13. október, í stað kl. 10 kvöldið áður, eins og upphaflega var ákveðið. Ekki verður unnt, að fram- lengja sýninguna um lengri tíma, þar eð mánudaginn, 14. október, hefst kennsla í þeim kennslustofum Iðnskólans, þar sem sýningin er haldin. Enda þótt tími verði naumur til þess að taka sýninguna nið- ur, hefur sýningarnefndin á- kveðið, að hún verði framlengd um þennan tíma, þar eð aðsókn að henni hefur verið gifurleg, svo að með einsdæmum er. — Kringum 30 þúsund manns hafa nú séð sýninguna. Margir sýn- ingargestir hafa látið þess get- ið, að þeir hafi hug á að sjá sýninguna aftur um þessa helgi. Sýningin er yfirleitt talin einstæður menningarviðburð- ur. Héðan verður sý;úngin send til Danmerkur, og verður hún opnuð í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. mömnuiiiii Föstudagur 11. október 1957 — 22. árgangur — 229. tölublað. Frumvarp til ijárlaga 1958 lagt fram Tekjur áætlaðar nokkru lægri en á gild- andi íjárlögum en útgjöld á ýmsum Fjárlagafmmvarpið fyrir 1958 var lagt fram í gær, á fyrsta fundi þingsins. Eru heildartekjur 31 milljón króna lægri en á gildandi fjár- lögum, en hedldarútgjöld um 41,5 millj. kr. hærri. Nemur hækkunin um 5%. Um helming- ur af henni, eða 20,9 milljónlr er aukin fjárveiting til niður- greiðslu á vöruverði. Hinn helm- ingurinn af hækkuninni er í mörgum ljðum, mest lögboðin út- gjöld, og vegna vísitöluhækk- unar. Vegna vísitöluhækkunar er áætlað 8—9 milljónir kr. og stærstu liðir hækkunarinnar aðrjr eru til kennslumála- 9.9 millj., og til tryggingarmáLa 5,3 milljónir. Fjárveiting til fjárfestinga er lækkuð frá gildandi fjárlögum, en nemur samanlagt mjög svip- aðri fjárhæð og í frumvarpinu til fjárlaga fyrir 1957. Á meðan fjárlagafrumvarpið var í prentun tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að greiða niður þá verðhækkun, sem fram átti að koma á landbúnaðarafurðum í haust, a. m. k. fyrst um sinn á meðan athugað væri hvaða ráð- stafanir verða gerðar í efna- hagsmálunum. Útgjöld í þessu skyni eru ekki með í fjárlaga- frumvarpinu. Eins og frumvarpið er lagt fyrir eru á rekstraryfirliti kr. 9.421.583 rekstrarafgangur, og niðurstöðutölurnar kr.777.923.000 en á sjóðsyfirlitj er greiðslu- halli er nemur kr. 71.455.676 og niðurstöðutölur 851.828.676 kr. Við afgreiðslu frumvarpsins á Alþingj mun að sjálfsögðu tekin itil athugunar jafnt tekjuhlið sem gjaldahlið fjárlaganna. Bandaríkjastgórn gagnrýnd fyrir tvöfeldni og ráðleysi Henni sagt aS reyn ! nú aS koma sér niSur á hvort hún vilji samninga eSa ekki Bandaríkjastjórn er harölega gagnrýnd fyrir tvískinn- ung sinn og ráðleysi gagnvart tilboöi Sovétríkjanna um samninga til aö tryggja alþjóðlegt eftirlit með flug- skeytum og gervitunglum. Laugavegur tún: 4 árekstrar Skýrslur lögreglunnar í R- vík um árekstra 1956 bera með sér eftirfarandi: Gatnamót Laugavegs og Höfðatúns — 4 árekstrar. ; Þrír árekstrar urðu af völd- um hifreiða, sem koma suður Höfðatún og aka inn á Lauga- veg, án þess að virða aðal- brautarrétt þeirrar götu og l rekast á bifreiðar, sem aka austur Laugaveg. Einn árekstur varð með þeim hætti, að bifreið, sem ók suður Höfðatún og beið eftir umferð- arrétti inn á Laugaveg, rann afturábak og á næstu bifreið fyrir aftan. Ökumenn minnist þessa, er þér akið á þessum slóðum. Þessi gagnrýni kemur ekki hvað sízt fram í brezkum blöð- um. Times í London segir að tími sé til kominn að Banda- ríkjastjóm ráði það við sig hvernig taka skuli hinu sovézka boði og segði skýrt og skorin- ort hvað hún ætlist fyrir í þessu máli. Ekkert sé „þvælu- legr.a en þær yfirlýsingar sem talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Washington, Dulles utan- ríkisráðherra sjálfur og síðast Eisenhower forseti gáfu hver af öðrum síðustu 36 stundirnar“. Margfalt betra Times heldur áfram: „Að sjálfsögðu eiga vesturveldin ekki að halda því fram, að samkomulag um eftirlit með hlutum úti í geimnum hljóti nauðsynlega og óhjákvæmilega að vera þáttur í samkomulagi um allsherjar afvopnun. Það má vera að svo sé, en það væri margfalt betra að fallast Framhald á 5. síðu- Fyrsta bókauppboð haustsins er í dag 1 Fyrsta bókauppboö haustsins hefst kl. 5 síðdegis í dag. Oft hefur veriö um auðugri garö að gresja hjá Sigurði Benediktssyni, en þó eru á uppboðinu nokkrar ágætar og ýmsar fágætar bækur. Ævimiiuiingar Fyrir ævisagnasafnara eru þarna töluvert af ýmsum bók- um: Æfiminningar Halldórs Bjarnasonar próíasts að Sauða- nesi, Stutt æfiágrip Ólafs Sí- vertsens prófasts, Æfiminning- ar Ólafs Péturssonar danne- brogsmanns, Æfiminningar sr. Guttorms Pálssonar prófasts, Æfimimiingar Guttorms Vig- fússonar alþm., Æfisaga Jóns Þorkelssonar I.—IH. Bækur „í verði“ Töluvert er þama ljóðabóka, eitthvað af leikritum, útfarar- minningar. Nokkrar bókanna eru vanar að komast „í verð“ á hverju uppboði svo sem Is- landslýsing Þorvaldar Thorodd- sens, íslenzk fomrit, Isl.-dönsk orðabók Sigfúsar Blöndals, frumútgáfa, o. fl. Hagalín „í verð“ ? Eitthvað er fágætra pésa t.d. „Vasa-over fyrir Bændur og EinfalLdninga" útg. i Khöfn 1782, ennfremur „Krukksspá”, en líklegt má .telja, að „Nokkur orð um sagnaskáldskap", útg. á Seyðisfirði 1923, eftir Guð- mund G. Hagalín sé cinn allra vandíengnasti pésinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.