Þjóðviljinn - 12.10.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.10.1957, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. október 1957 VIUINN ÓtKefandi: Sameininscarflokkur alþýðu — Sósiallstaflokkurinn. - RltstJórar: Magnús KJartansson (áb), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón BJamason. — Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóliannsson. — Auglýa- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- ♦miðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 25 & feán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.ÖO. Prentsmlðja Þjóðviljano. Árangur st j órnarsamstar f sins j jölnir, blað sósíalista á Siglufiiði gerir nýlega að umræðuefni samstarf vinstri flokkanna um ríkisstjórn landsins. Blaðið minnir fyrst á að stjórnin hafi setið að völdum í rúmt ár, eða rúm- lega fjórðung kjcrtímabils. Eftir svo skamman tíma sé auðvitað ekki hægt að fella neinn endanlegan dóm um verk ríkisstjórnarinnar og efndir hennar á málefnasamn- ingi og kosningafyrirheitum stjórnarflokkanna. Bendir blaðið á að sá dómur verði ekki uppkveðinn af neinni sanngirni fyrr en í lok kjör- timabilsins. Samt sem áður sé fróðlegt að athuga hvernig stjórnin hafi staðið í ístaðinu þann tíma, sem liðinn sé ,af starfstíma hennar og gera sér grein fyrir því hvernig ástatt væri, ef ekki hefði ver- ið mynduð vinstri stjórn en íhaídið farið með völdin. Um þetta segir síðan í Mjölni: "fhaldið hefur gert mikið hróp að stjórninni vegna gjaldeyrisástandsins. Sann- leikurinn er sá, að gjaldeyr- isstaðan er nú betri en hún var á sama tíma í fyrra, verzlunarjöfnuðurinn hag- stæðari og gjaldeyrisfram- leiðslan meiri en nokkru sinni fyrr. Samt hefur stjómin þurft að greiða stórar upp- hæðir til greiðslu á skuldum sem íhaldið var búið að stofna til áður en það fór frá völd- um. Stjórnin hefur gert ráð- stafanir til öflunar nýrra atvinnutækja, stórra vélbáta og togara, auk smærri skipa. Togarakaup höfðu engin átt sér stað í rúmlega tvö kjör- tímabil á undan, en þá fór íhaldið með stjórn atvinnu- málanna. — Sett hefur verið ný og stórmerk húsnæðislög- gjöf, sern gera má ráð fyrir að hafi hinn heillavænlegasta árangur, þegar áhrifa hennar fer að gæta að ráði. — Vinnu- friður hefur. haldizt í landinu. íhaldið hefur taiað mikið urn verkföll, sem átt hafi sér stað undanfarið. Sannleikurinn er sá, að einungis sex félög með 5—600 meðlimi hafa gert verkföll síðan stjórnin tók við völdum, af um 160 félög- um með ca. 30 þúsund með- limi, sem eru í Alþýðusam- bandi íslands. ^iotinn hefur gengið óslitið á veiðar. En í tíð íhalds- ins tíðkaðist það, að hann lægi við landfestar vikum og mánuðu.m saman vegna þess að íhaldið þurfti stöðugt að troða ilisakir við útgerðina og alla, sem að henni stóðu. Afstýrt hefur verið gegnis- lækkun. Ef íhaldið hefði set- ið við völd áfram, væri búið að lækka gengið um 50—60% og skerða með því kjör al- mennings enn meira en gert var með stóru gengislækkun- inni 1950. Komið hefur verið á verðlagseftirliti með þeim árangri, að flestar helztu nauðsynjar almennings hafa haldizt óbreyttar í verði, enda hefur vísitala sáralítið breytzt í tíð núverandi stjórnar. Afnumin hefur verið einok- unaraðstaða íhaldsins í bönkunum og yfir fiskútflutn- ingnum. — Atvinnuleysis- tryggingum hefur verið kom- ið á. Atvinna hefur verið eins mikil og undanfarin ár, og þó raunar meiri, því vinnuaflinu hefur verið beint að íslenzk- um atvinnuvegum, meira en mörg undanfarin ár, en í tíð íhaldsins voru þúsundir manna látnar vinna hjá Am- eríkumönnum. Sú tala hefur lækkað ofan í eitt til tvö hundruð manns í tíð núver- andi stjórnar. ff-uessi ríkisstjóm verður auð- *■ vitað, eins og allar aðrar stjómir, dæmd af verkum sín- um, þegar stjórnartímabili hennar lýkur. Standi hún ekki við þau loforð sem hún hefur gefið, verður það henni til á- fellis, en efni hún þau full- komlega eða geri betur en hún hefur lofað, verður það henni til aukins álits og sæmdarauka. En ennþá er of snemmt að kveða upp endan- legan dóm, og stjórnarsinnar hafa enga ástæðu til að vera óánægðir með störf stjórnar- innar og munu almennt gera sér Ijóst, hve lítið mark er takandi á áróðri íhaldsins. — Vinstri menn og stjórnarsinn- ar munu svara þeim áróðri með því að þjappa sér fast- ar saman en áður, og auð- velda með því stjórninni að framkvæma stefnu sína“. Alþýða manna um allt land og aðrir Stuðningsmenn stjórnarinnar og stefhu henn- ar munu í öllum meginatrið- um sammála þessum ummæl um hins siglfirzka verkalýðs- blaðs. Með kosningasigri A1 þýðubandalagsins og tilkomu núverandi ríkisstjórnar urðu alger þáttaskil í íslenzkum stjórnmálum. Harðdræg og afturhaldssöm árásarstefna á lífskjör almennings beið ósig- ur fj’rir framsókn og sam- starfsvilja alþýðu- og fram- leiðslustéttanna. Þrátt fyrir illa aðkomu og margháttaða erfiðleika hefur ríkisstjórn vinstri flokkanna auðnazt að koma mörgu nytsömu í verk og stefnt er að lausn annarra verkefna. Það er von allra þeirra sem styðja stjórnina og stefnu hennar að gengið verði að lausn þeirra af þeirri fram- sýni, dirfsku og stórhug að störf hennar marki djúp og heillarík spor í þiróun ís- lenzkra efnahagsmála og stjórnmála um langa fram- tíð. Stutt bréf til Halldórs Halldórs- sonar prófessors Kæri garnli kennari. Þú ert einn þeirra, sem stjórna Móðurmálssjóði Bjöms Jónssonar. Á 111. af- mæli hans veittuð þið Bjama Benediktssyni aðalritstjóra Morgunblaðsins verðlaun úr sjóðnum fyrir „vandað mál og góðan stil“. Þess er ekki getið að þú hafir gert ágrein- ing um þessa ákvörðun. Og þareð ég hef löngum trúað þér betur öðrum mönnum flestum um mál og stíl, lang- ar mig að senda þér fáeinar línur. Þegar stjóm Móðurmáls- sjóðs veitti Karli ísfeld blaða- manni þessi verðlaun fyrstum manna, var víst ekki ástæða til að vefengja réttdæmi henn- ar. Og þegar Helgi Sæmunds- son ritstjóri hlaut verðlaunin í fyrra, máttu allir vel við una. En þegar Bjami Bene- diktsson aðalritstjóri hlýtur þau í haust, þá er ástæða til að vefengja réttdæmi ykkar — þá má enginn vel við una. Nafni minn við Morgunblaðið skrifar sem sé hvorki vandað mál né góðan stíl. Hann skrif- ar flatt mál, þar sem engin setning rís ahnarri hærra; að lesa ritsmíðar hans er áþekkt því að horfa á Dauðahafið í logni. Hann skrifar karakter- lausan stíl, þar sem aldrei bregður fyrir listgripum af neinu tagi. Mál hans er nef- laust, stíll hans augnalaus. Allt sem hann skrifar er kauðalegt og lágkúrulegt. Þetta er eðlilegt, eins og’ mað- urinn er í pottinn búinn: sneyddur ímyndunarafli, liug- myndalaus, snýst alla ævina múlbundinn kringum tvær eða þrjár utanaðlærðar kennisetn- ingar. Hann er svo lélegur rit- höfundur að hami getur ekki einu sinni skrifað ærlega á- deilugrein, heldur nauðar hann og nuddar, þvargar og þras- ar •— þrotlaust og þindar- laust. Bjami Benediktsson er samskonar ritsnillingur og kötturinn á sjöstj”rnunni. Við hvert einasta blað á íslandi starfa menn, sem rita vand- aðra mál og betri stíl; jafn- vel á Morgunblaðinu em of- jarlar hans á öðm hverju strái. Þið lesið vitaskuld milli lín- anna í reg'ugerð sjóðsins, að blaðamönnum við tiltekin blöð megi ekki veita verðlaun. Samt er mér hulin ráðgáta, hversvegna þið tölduð ykkur þurfa að veita þessum manni verðlaunin í þetta sinn. Þið gangið að sjálfsögðu framhjá Þjóðviljanum; en þið gátuð til dæmis litið inn á Tímanum, þar sem vinna átta menn mál- snjallari og stílleiknari en að- alritstjóri Moi’gunblaðsins. Jón Helgason er sexfalt betri rithöfundur en Bjami Bene- diktsson. Svavar Hjaltested stendur honum jafnfætis. Ég er ekki lengur blaðá- Samlíkingin sem Hannibal Valdimarsson gerði á við- brögðum húsfreyjunnar í Bolungavík þegar verkalýðsfé- lagið var stofnað þar fyrir aldarfjórðimgi síðan og í- haldsins í Reykjavík þegar tekið var fram fyrir hendur þess við ólöglega niðurjöfnun útsvara hefur farið heldur betur í fínar taugar Stak- steina-liöfundar Morgunblaðs- ins í fyrradag. Má heita að Hannibal sé helgaður allur þessi eindálkur Bjarna Bene- diktssonar og ein§ og að lík- um lætur ekki vandaðar kveðjurnar. Það sem lesendur táka fyrst eftir er málefnaleg uppgjöf Mbl. Ekki einu einasta atriði í grein Hannibals er reynt að svara. Viðbrögð Mbl. birtast einungis í margtuggnum fúk- yrðum um ráðherrann og per- sónulegu narti. Þetta sýnir að Mbl. er ljóst orðið að málstaður íhaldsins í útsvarsmálinu er slíkur að hann er óverjandi. Það á.eng- in r",k til stuðnings utsvars- hneylcsli flokksbræðra sinna og verður því að láta sér nægja fúkyrðaausturinn. Hitt leynir sér ekki að Mbl. er yfir sig hrifið af fram- taki hinnar skapmiklu íhalds- húsfreyju í Bolungavík, sem sá og skildi að ekki „d.ugði að stappa“ heldur „varð að arga“ þegar málstaður vinn- andi stétta og rísandi verka- lýðshreyfingar var fluttur þar vestra fyrir 25 ámm. Segir Mbl. sem rétt er að Vestfirö- ingar séu prúðir og góðir hlustendur á mannfundum og „að eitthvað meira en lítið hljóti að hafa verið bogið við málfmtning Hannibals í Bol- ungavík fyrst ein af liúsfreyj- um staðarins ha.fi hvatt til slíkra aðgcrða gagnvart hon- um“. Auðvitað var meira en lítið „bogið við“ þann boð- skap í þá daga í liugum sann- trúaðra íhaldsmanna að verkalýðurinn í þorpi eins og Bolungavík skyldi búa við sömu kjör og stéttarsystkini hans á ísafirði. Það var upp- reisn gegn máttarvöldum staðarins sem réttmætt var að „arga“ niður úr því að þau hljóð sem framleidd voru með fótunum dugðu ekki til. Þessi undantekning í Bolunga- vík sýnir aðeins til hvaða ráða íhaldið grípur þegar rök- in þrjóta og viðbrögð þess í útsvarmálinu eru sönnun þess að enn stendur það á óbreyttu menningarstigi. Mbl. virðist ekki skilja sam- •líkinguna lijá H.V. og fjöl- yrðir um að „fokið sé í flest skjól“ fyrir ráðherranum þeg- ar viðbrögð húsfreyjunnar í Bolungavík séu dregin fram í umræðum um útsvarshneyksl- ið. Engum sem las grein ráð- herrans kemur til hugar þessi skilningur gáfnaljósa Mbl. í grein sinni benti H.V. aðeins á hinn andlega skyldleika að- sópsmikillar íhaldshúsfreyju vestra sem vildi láta „ars:a“ maður og kvarta ekki yfir ó- réttinum í nafni þeirrar stétt- ar. Eg er ekki heldur að ráðast á nafna minn. Hann ber þann ósigur í sjálfum sér, að hon- um er ekki of gott að fá svona verðlaun — ef þau verða honum til gleði; ég þarf ekki að liðsinna þeim norn- um, sem skópu aðalritstjóra Morgunblaðsins örlög. En lærifaðir og stórmeistari okk- ar beggja, Sigurður Guð- mundsson, kenndi okkur forð- um að unna íslenzkri tungu um aðra hluti fram; og ég get ekki orða bundizt um þá óvirðingu, sem henni er gerð með ráðstofun ykkar. Ætla prófessorar í tungu Egils og bókmenntum Snorra að fara að hampa lágkúrunni, liefja máttvana mál upp til skýj- anna, skipa kollóttum stíl í öndvegi? Þú varst mér góð- ur kennari, og þú ert hálærð- ur maður í íslenzkri tungu. En verk þitt nú — og allra þeirra, sern stóðu að þessari veitingu — ber svip af þeirri geðlausu ómennsku sern markað hefur íslenzkt þjóð- félag um skeið, þeirri ó- mennsku sem hampar vesal- dómnum hvenær sem færi gefst. Þið hafið svipt ykkur fullu trausti góðra manna. Það er ein lítil hlið á þessu máli enn í viðbót. Oflof er háð, sagði Snorri. Þið hafið gert nafna minn á Morgun- blaðinu broslegan með þessari verðlaunaveitingu. Skátastelp- urnar í Hafnarfirði eru fam- ar að hlæja. Þinn einlægur Bjarni Benedilctsson frá Ilofteigi á málstað verkalýðsins og í- haldsins í Reykjavík, og þá ekki sízt Gunnars Thoroddsen, sem gafst upp á að verja at- hæfi sitt og samherja sinna með rökum eða lagatilvitnun- um en greip til þessa gamal- kunna ráðs að stappa og arga í Holstein og á síðum Morg- unblaðsins. Og svo talar Mbl. enn einu sinni um að H.V. hafi ,,flúið“ Vestfirði og annað í svipuðum dúr! Þetta er orðið of marg- tuggið slúður, Moggi sæll, til þess að nokkur taki á því mark. Það hefur fyrr slreð á íslandi að menn hafi flutzt milli byggðarlaga Og flutn- ingur Hannibals Valdimars- sonar var ekki dularfyllri eða „flóttalegri“ en það að hann var kvaddur tíl ábyrgðar- mesta trúnaðarstarfs íslenzkr- ar verkalýðshreyfingar, kjör- inn forscti Alþýðusambands Islands. Slík trúnaðarstaða útheimti að sjáifsögðu búsetu í Reykjavík, engin leið var að gegna henni með því að eiga lieima í fjarlægum lanasfjcrð- ungi. Annars er rétt að minna Mbl. á það af þessu tilefni, að fátíöar'munu þær vinsæld- ir og það traust sem Hanni- bal Valdimarsson liafði áunn- ið sér meðal vestfirzkrar verkalýðsstéttar eftir langa og fórnfúsa baráttu í hennar þágu. Það traust ávann H. V. sér fyrir óvenju skelegga framgöngu í hagsmunamálum Fr-amhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.