Þjóðviljinn - 13.10.1957, Page 3
Sunnudagur 13. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Róbert Abraham Ottós-
son, hljómsveitarstjóri, er
fyrirnokkru kominn heim
eftir alllanga dvöl erlend-
is. Vorið 1956 sótti hann
hina árlegu tónlistarhátíð
í Praha (Prag), Tékkó-
slóvakíu, en þaðan hélt
hann til Berlínar og réðst
um haustið sem annar
fastur stjórnandi að einni
af beztu sinfóníuhljóm-
sveitum í austurhluta
borgarinnar. Stjórnaði
hann mörgum tónleikum
hljómsveitarinnar þá um
veturinn.
Fréttir af Berlínarför
Róberts A. Ottóssonar hafa til
þessa verið harla fáséðar í
íslenzkum blöðum og því lagði
fréttamaður Þjóðviljans leið
sína heim til hans einn dag-
inn fyrir skömmu. Leysti Ró-
bert fúslega úr öllum spurn-
ingum.
Vorhátíðin í Prag
— Hvenaír fóruð þér
; .utan Róbert'?
I — 1 maí 1956 var mér
boðið á Vorhátíðina svonefndu
í Pra,g, en hún stóð yfir frá
12. maí til 4. júní. Tékkar
efna til tónlistarhátíðar þess-
arar árlega og bjóða þangað
að jafnaði fjölmörgum erlend-
um tónlistarmönnum, hljóm-
sveitarstjórum, einleikurum og
söngfólki. Þarna var ég ein-
göngu áheyrandi, hlýddi á
' tónleika og var viðstaddur
óperusýningar, og hafði
reyndar ekki tíma til margs
annars.
f Tónlistarhátíð þessi var í
einu orði sagt stórmerkileg.
Þarna komu fram margir af-
burða listamenn, og má til
dæmis nefna fransk-belgíska
hljómsveitarstjórann André
Cluytens, sem vakti sérstaka
hrifningu mína, og ítalann
Antonie Pedrotti, svo einhver
nöfn séu nefnd. í samkeppni
fiðluleikara tóku líka þátt
glæsilegir listamenn. Það hlýt-
ur að vekja athygli þtíirra
sem Idusta á leik sinfóníu-
hljómsveita í Tékkóslóvakíu,
hversu hlutur strokhljóðfær-
anna í þeim er einstaklega
góður. Er engu líkarta en
Tékkinn sé fæddur með fiðl-
una. í þessu sambandi get ég
ekki stillt rnig um annað en
minnast á einstæða tónleika,
sem ég hlýddi á þarna í Prag,
en þá lck 3S manna liljóm-
sveit án stjórnanda (The
Prague Chamber Orchestra)
verk eftir W. A. Mozart. Svo
vel tókust þessir tónleikar,
að ég hef ekki áður né síðar
heyrt betri Mozarttúlkun.
Annars bar mikið á flutn-
ingi verka Mozarts á Vor-
hátíðinni að þessu sinni, enda
þess minnzt um allan heim í
fyrra að þá, 27. janúar, voru
liðin tvö hundruð ár frá fæð-
ingu hins mikla meistara. I
sambandi við hátíðina í Prag
var þar haldið sérstakt
Mozart-þing. x
Óperur voru sýndar daglega
tneðan á hátíðinni stóð og
þótti mér mest koma til sýn-
ingar á Seldu brúðurinni eftir
Smetana.
Hljómsveitarstjóm
í Austur-Berlín
— Og svo var förinni
heitið til Berlínar ?
-—Já, frá Prag lá leiðin til
fæðingarborgar minnar, Ber-
línar, því að þar ætlaði ég
að grúska í bókum á Ríkis-
bókasafninu. Þar í borginni
starfar, eins og kunnugt er,
Hermann Hildebrandt hljóm-
sveitarstjóri, sem komið hef-
ur tvívegis hingað til lands og
er bráðlega væntanlegur
þriðja sinni til að stjórna
Sinfóníuhljómsveit Islands á
tvennum tónleikum. 'lann
spurði mig hvort ég vikii ekki
dveljast um kyrrt í borginni
einn vetur og jafnvel lengur
og ráðast sem annar stjóm-
andi að hljómsveit sinni. Á-
stæðan til þess að ég fékk
þetta tilboð var sú, að Hilde-
brandt bauð mér, er hann var
hér síðast, að koma til Berlín-
an og stjóma þar hljómsveit-
inni á einum Mozarttónleikum.
Ég tók boðinu og stjómaði
einum tónleikum hljómsveitar-
innar á árinu 1955. Þóttu þeir
taka.st. vel og nú vildi Hilde-
brandt.fá mig tjl lengra starfs.
að hljómsveit sinni í Austur-
Berlín.
Hljómsveit' sú sem hén um
ræðir er Stádtisches Berliner
Sinfonie Orchester, sem end-
urstofnuð var eftir lok síð-
asta stríðs og Hermann Hilde-
brandt hefur byggt upp síðan
og verið aðalstjórnandi. Þetta
er nú talin ein af beztu hljóm-
sveitum Berlínarborgar.
Starfið skipulagt með
góðum fyrirvara
— Hvemig er störf-
um hljómsveitarinnar háttað í
stórum dráttum?
Róbert Abraliam Ottósson stjórnar Stádtisches Berliner Sinfonie Orchester á æskulýðstónleik-
um í Austur-Berlín.
fyrirmyndar, ekki hvað sízt á
sviði nútímatónlistar.
Frá hljómleikaskrá vetrar-
ins er gengið að fullu strax
vorið áður. T. d. var búið að
gefa út vandaða skrá fyrir
veturinn • eða starfsárið 1956
—57 í ágúst 1956, er ég kom
aftur til Berlínar, og var þar
hægt að finna upplýsingar um
alla tónleika sem halda átti
þá um veturinn, hvenær og
hvar þeir yrðu haldnir, hver
stjómaði, hverjir væru ein-
leikarar eða söngvarar, hvaða
arinnar íslenzku og að gjarn-
an mætti skipuleggja starf
hennar nokkru lengra fram
í tímann en gert hefur verið
hingað tii. En þó að margt
standi til bóta í starfsemi
Sinfóníuhljómsveitar Islands,
er mest um vert að hún er
til, við höfum hér hljómsveit
og það er fyrir mestu.
Stadtisches Berliner Sinfon-
ie Orchester hefur nú til um-
ráða ágætt húsnæði í mið-
hluta Austur-Berlínar. Þar
eru salarkynni til æfinga og
Míðkz
omsveitar-
stjóri
Hljómsveitin sem lék án stjórnanda og vakíi mikla athygli
á Vorhátíðinni í Praha.
— Eins og aðrar sinfóníu-
hljómsveitir í Austur-Þýzka-
landi er Stadtisches Betdincr
Sinfonie Orchester rekin af
opinberum aðilum. Fastráðnir
ihljóðfæraleikarar í hljómsveit-
inni eru um 75 talsins, auk
þeirra sem kvaddir em til
eftir því sem þörf gerist
hverju simii við flutning ein-
stakra tónverka. Hildebrandt
er eins og fym segir aðal-
stjórnandi hljómsveitarinnar.
Hann gengur frá hljómleika-
skrá, velur verkefni til flutn-
ings og hefur í því efni alger-
lega óbundnar hendur. Þykir
verkefnaval hans mjög til
verk yrðu flutt o. s. frv. Auk
þess hafði skráin að geyma
ýmislegt annað efni til þæg-
inda og fróðleiks fyrir vænt-
anlega áheyrendur, t. d. kynn-
ingu á tónverkum og höfund-
um þeirra, upplýsingar um
yerð aðgöngumiða, sætaskipan
í tónleikasal o. fl. Eru slík
vinnubrögð, þar sem heildar-
áætlun um vetrarstarfið ligg-
ur fyrir löngu áður en það
hefst, að sjálfsögðu til mikill-
ar fyrirmyndar og hagræðis-
auka fyrir alla aðila, tónlist-
armenn sem áheyrendur. I
þessu sambandi verður manni
hugsað til sinfóníuhljómsveit-
jafnframt skrifstofur og
vinnustofur hljómsveitarstjór-
anna. Almenna tónleika held-
ur hljómsveitin í ýmsum
hljómleikasölum í borginni,
aðallega þö tveimur, og skóla-
tónleika í skólum, þar sem
aðstæður eru fyrir hendi. Á
flestum tónleikanna koma
fram einleikarar með hljóm-
sveitinni og þeir hafa verið
víða að, t. d. frá Vestur-
Þýzkalandi, Hollandi og Italíu
svo dæmi séu nefnd.
Aðsókn að tónleikum hljóm-
sveitarinnar hefur yfirleitt
verið mjög góð.
Sarp.skipti austurs
og vesturs
!
— Hvað um sam-
skipti austurs og vesturs á
þessu sviði?
— Margir eru þeirrar skoð-
unar, að enginn samgangur
sé á milli austur- og vestur-
hluta Beriinar, þar sé járn-
tjaldi skotið á milli og öllum
öðrum en þeim, sem sér-
staka heimild hafi, bannað
að fara yfir svæðamörkin.
Þetta er misskilningur; sam-
skipti íbúanna í austur- og
vesturhluta borgarinnar eru
mikil og ekki hvað sízt á
tónlistarsviðinu. I báðum
borgarhlutunum eru. starfandi
ágætar sinfóníuhljómsveitir
og eru tónleikar þeirra sóttir
af íbúum beggja megin mark-
anna. í austurhlutanum eru
auk Stadtisches Berliner Sin-
fonie Orchester: tvær óperu-
hljómsveitir (Ríkisóperunnar
og Komische Oper), ein óper-
ettuhljómsveit (Metropolthe-
ater) og tvær stórar útvarps-
hljómsveiiir (Rundfunk-Sin-
fonie-Orchester, Grosses
Rundfunk-Orchester) — svo
þær helztu séu taldar —, og
við þær staría ýmsir fram-
úrskarandi listamenn. •
Að sjálfsögðu gista Berlín
oft kunnir, erlendir tónlistar-
menn og koma þar fram á
tónleikum. Á meðan ég dvald-
ist ytra héldu t. d. feðgarnir
Davíð og Igor Oistrak, hinir
heimskunnu sovézku fiðluleik-
arar, tónieika í Austur-Bcrlín,
og lögðu þá margir leið sína
austur yfir svæðarnörkin. Af
frægurn mönnum, sem komu
á sama tímabili til Vestur-
Berlínar má geta tónskáld-
anna frægu, Paul Hindemiths
og Igor títravinskys.
Fyrst farið er að minnast
á samskipti íbúanna í Austur-
og Vestur-Berlín á sviði tón-
listar má geta þess, að Her-
mann Hildebrandt hljóm-
sveitarstjóri er búsettur í
vesturhluta borgarinnhr, þó
að „lögheimili" Stádtisches
Berliner Sinfonie Orchester sé
Austur-Berlín. Eins búa all-
margir hljómsveitarmanna á
vestursvæðinu. Fá þessir menn
allir nokkurn hluta launa
sinna greiddan í vestur-þýzk-
um mörkum.
Almennir tónleikar
og skólatónleikar
— Hvað stjómuðuð
þér mörgum tónleikum í Ber-
lín?
Framhald é 10. siðu
ui li-' i í !,• 5il í I f
n