Þjóðviljinn - 26.11.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.11.1957, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. nóvember 1957 Romanoff og Júlía Magnús Jónsson 70 óra Framhald af 7. síðu. Þórðardóttir er glæsileg og sannfærandi sendiherrafrú og fatast hvergi tökin, og ber ekki síður en Rúrik hin amerísku sérkenni. Fulltrúar Sovétríkjanna, Val- ur Gíslason og Inga Þórðar- dóttir, eru líka ýmsum kost- um búin og segja margt svo skoplega og hressilega að hitt- ir í mark, samvalin og gervi- leg hjón; gagnkvæmum ákær- um og játningum þeirra er á- nægja að kynnast. Valur lýsir vel einlægri föðurást sendi- herrans og er ef til vill bezt- ur þegar hann byrstir sig og lætur verulega til sin taka, og hrifning frúarinnar af franska hattinum er lifandi og sönn. Sjálfa elskendurna leika þau Benedikt Árnason og Bryndis Pétursdóttir, og eiga raunar ekki hægt um vik, hlutverkin eru lítt skopleg og orðin sem þeim eru lögð í munn næsta- hversdagsleg og lítt girnileg til fróðleiks; en þau eru bæði ástfangin, ung og fríð, og. bregðast ekki skyldu sinni. Leikur Bryndís- ar er að vísu ekki ríkur að blæbrigðum, en jafnan inni- legur og fallegur; framsögn Benedikts ekki nógu sveigjan- leg og viðfeldin og dregur noklcuð úr sannfæringarkraft- inum í orðum hins drengilega liðsforingja. Talsmaður skáldsins og orðflest hlutverk í leiknum er hershöfðinginn svonefndi, hann er um leið forseti lýð- veldisins þennan dag. Róbert Arnfinnsson lýsir honum á mjög hugþekkan hátt, bros- milt sólskin fylgir honum hvar sem hann fer. Hjarta- gæzka, hugarró og hjálpfýsi skína af svip hans og orðum, samningalipurð hans og út- sjónarsemi verða ekki í efa dregin, tungutakið er mjúkt, þægilegt og skýrt. En vera má að Róbert geri hershöfðingja þennan að óþarflega fáguðu glæsimenni, það sakaði varla þó að hann væri ofurlítið skringilegri eða hjákátlegri i sjón og raun. — Þegar þess er minnzt að Ustinov samdi hlutverk hins símasandi góð- mennis handa sjálfum sér, gegnir nokkurri furðu hversu fátækleg fyndnin er í rauninni í orðræðum hans. Hermejipirnir þáðir, Baldvin Halldórsson og Bessi Bjarna- son, gera vissulega skyldu sína, skýrir og broslegir í máli og snarir í hreyfingum. Ágæt- ur er erkibiskupinn í meðför- um Indriða Waage, aldargam- all að minnsta kosti, heyrnar- sljór og svo átakanlega hrör- legur og titrandi að engan myndi undra þótt hann yrði bókstaflega að dufti fyrir augum hans. Helgi Skúla- son leikur sovézkan bílstjóra og njósnara og síðar munk, ímynd sjálfrar þjáningarinn- ar; iðrun hans, grátur og afturhvarf í faðm kirkjunnar eru kátbrosleg og lifandi í meðförum leikarans. Brúðkaup austurs og vest- urs er skáldinu ærið áhuga- mál, ein brúðhjón nægja honum auðvitað ekki. Hinir elskendurnir eru rússneskur kvenskipstjóri og ungur kæli- skápaburgeis f rá Chicago, Herdís Þorvaldsdóttir og Klemenz Jónsson. Gervi Her- dísar er ef til vill ekki vel við hæfi, en hún lýsir snerpu, dugnaði og áhuga hins hátt- setta liðsforingja skýrt og skörulega, og verður einlæg- lega ástfangin við fyrstu sýn. Klemenz er ekki óskemmtileg- ur í hlutverki elskhugans, en ber ekl:i í neinu svip ættlands síns eða þjóðfélagsstöðu, hann er góðlátlegur íslenzkur smá- borgari, en alls ekki forrikur Ameríkani og iþróttaunnandi eins og hann á að vera. Sigurður Grímsson þýddi leikinn, og viðast hvar á lip- urt og gott mál. Um sumt er ég honum ekki samdóma, en hef raunar ekki lesið leik- ritið á frummálinu. Söngtext- arnir eru ágætir eins og vænta má. Sýningin vann auðsæilega mikla hylli áhorfenda, þeir klöppuðu óspart fyrir hverju fyndnu tilsvari og kátlegu og óvæntu atviki. Leikendunum var vel fagnað í lokin og leik- stjóranum þó mest, en Walt- er Hudd mælti nokkur orð að skilnaði, þakkaði samstarfs- Framhald af 7. síðu. höfðingjatímabilið svonefnda. Eg vildi óska, að honum auðnaðist að njóta enn langra lífdaga heill heilsu og hann ' settist við og semdi persónu- legá sögu samtíðar sinnar í komið eins við kvikuna í þjóð- lífi okkar, starfað eins heilir í andrá líðandi stundar og hann. Hér á ég við Magnús Jónsson prófessor, sem fyllir sjöunda áratug sinn í dag. „Mér líður bezt, þegar ég fæ arida Sturlú Þórðarsonar; og ag gjtja ótruflaður við skriftir annarra ágætra manna. Hann hefur vasast í svo mörgu, að slíkt rit frá hans hendi yrði girnilegt til fróðleiks. Björn Þorsteinsson. ic Uomo universale, það var manngildishugsjón endurreisn- artímans. Maðurinn áttj að vera alhliða að mennt og jafn- vígur til flestra hluta, vísinda, lista, stjórnmála, hermennsku og háttprýði. Enginn einn þátt- ur mátti bera aðra ofurliði, og þó mátti fjölhæfnin ekki skyggja ó neinn. í rauninni eru slikar mann- gerðir fátíðar, en koma helzt fram á tímum þjóðemislegra vakninga. Þá eru dyrnar opn- aðar í allar áttir, þjóðlífið hrópar á athygli og starfsorku manna frá öllum hliðum. Það er líkt og vorleysing, þegar alljr lækir suða og öll vötn vilja fram. Þannig var nítjánda öldin íslenzka, enda ól hún af sér marga frábæra og fjölhæfa menn. Okkar öld er hinsvegar allt önnur. Þjóðfélagið hefur náð því stígi, að geta léyft sér að beina menntun manna inn á þröng og afmörkuð spor, — við sjálft liggur, að fjöl- menntun sé nú kennd til and- legrar losaramennsku. Sameind mannlífsins hefur líkt og klofn- að í frumstofna sina;,_ menn í óhkum greinum eru óðum að komast úr kallfæri hver við annan. Því er það undarleg reynsla að kynnast manni, sem er holdtekin andstæða þessa, manni, sem yndi sér eflaust betur á málþingi með Battista Alberti eða Francesco Sforza en mehntamönnum 20. aldar. Og þó hafa fáir menn núlifandi eða standa við léreft mitt og mála“, heyrði ég hann eitt sinn segja. En honum voru ekki ætluð þau grið, enda efast ég um að hann hefði unað þe.im til lengdar. Þegar menntun manns stendur róturn út um allan jarðveg þjóðlífsins, fer ekki hjá því að limið teygi sig víða. Lítið þjóðfélag leitar á slíka menn, mergsýgur starfs- þrek þeirra, svo furðulegt er, að nokkur stund sé eftir skil- in handa þeim sjálfum. Eldleg- um anda sem Magnúsi er sízt gefið að sitja utan við. Hann vill sjálfur móta hlutina, hamra hin glóandi járn dag- anna, — og fáir Islendingar hafa nokkru sinni haft fleiri járn í eldi en hann. Kennimað- ur í prédikunarstól, leiðarahöf- undur pólitísks málgagns, ræðuskörungur í þingsölum, ritstjóri bókmenntarits, há- skólarektor og ráðherra. Mað- ur, sem er formaður fjárhags- ráðs og skrifar ævisögu Hall- gríms Péturssonar, sem er í senn formaður dagskrárstjórn- ar útvarpsins og landsbanka- ráðs, en vinnst þó tím| til að standa andspænis náttúrunni róum huga og festa litróf henn- ar á léreft sín, við hvað annað er slíkum rnanni .að líkja en manngildishugsjón renaissans- ins? Ekki vantar hann heldur ytri reisn til að standast þann ‘ kvarða: fimur í orðsvörum, víg- ur á erlendar tungur og veizlu- maður flestum betri. Og arn- arsvipurinn er eins og mótaður eftir minnispeningum Sforz- anna. Þó er það ekki þetta, sem ég mun lengst minnast, er ég hugsa til Magnúsar Jónssonar. Ilitt mun seiglífara, sem er ut- an við allar upphefðir, — sí- vökul forvitn.i, skarpur og klókur skilningur og kímni- gáfa, sem eys jafnt af brunn- um hugvits og minnis. Að sitja með Magnúsi er að komast í snertingu við húman- Ismann e;ns og hann hefur gerzt mestur hér á landi. Ilanri er einn síðasti nítjándu aldar maðurinn, einn síðastur af þeim stóru. Það er einlæg afmælisósk mín, að honum gefist nú loks það tóm til eigin starfa, sem umbrotamikið þjóðiíf vildi ekki veita, og honum endist til þess heilbrigði og harhingja. Björn Th. Bjorassoii. mönnum öllum og lýsti á- nægju sinni yfir dvölinni á landi hér. Mér er ljúft og skylt að þakka honum mikið og giftudrjúgt starf í þágu íslenzkrar leiklistar. Á. Hj. ★ ★ Nauðsynleg bók á hverju heimili Dönsk-íslenzk orðabók stærsta íslenzk orðabok af erlendu máli bókin er 1066 bls,, hefur að geyma yfir 50 þús. uppsláttarorð að stofni til bók Freysteins Gunnarssonar skólastjóra, en aukin og endurskoðuð af Ágústi Sigurðssyni, cand mag, dr. Ola Widding og Freysteini Gunnarssyni, skólastjóra. Bundin í lallegt band. — Verð kr. 340.00. Kjörbækur Isaioldar Kj örskrá Kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga í Keflavíkur- kaupstað er fram fara hér 26. jan. 1958, liggur frammi í skrifstofu bæjarins, Hafnargötu 12, Keflavík frá 26. nóv. til 23. des. næstkomandi að báðum dögum meðtöldum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu sendar í bæj- arskrifstofuna eigi síðar en 5. jan. n.k. Keflavíkurkaupstað 25. nóv. 1957 BÆJARSTJÓRINN Inniskór Barna og unglingainniskór úr flóka og flaueli nýkomnir. — Stærðir 22 til 33. Verð frá kr. 29.10. Skóverzlunin HECT0R h.f. Laugavegi 11 — Laugavegi 81 Kj örskrá til hreppsnefndarkosninga í Njarðvikurhreppi, er fram eiga að fara hinn 26. janúar 1958, liggur frammi almenningi, til sýnis á skrifstofu hreppsins að Þórustíg 3, Ytri-Njarðvík, frá 26. nóv. til 23. des. n.k. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til sveitar- stjóra eigi síðar en ð. janúar n.k. 25. nóvember 1957, Sveitarstjóriun í jNjarðvLkurhreppi. .:í;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.