Þjóðviljinn - 22.12.1957, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1957, Síða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. desember 1957 ÓÐVUJÍNH Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýöu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmuntjur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- emiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í ReykJavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr- 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. ^ .■■■■ ■ ----------------------------------------------------------------------------------------J Friðun kjördags — eyðilegging Reykjavíkur! gkkí mun langt þar til menn lesa með undrun og kímni um gauragang vopnabræðranna Gunnars Thoroddsens og Bjama Benediktssonar vegna þeirra breytinga varðandi frið- un kjördagsins, er Alþingi af- greiddj sem lög nú í vikunni. Þar gengu öfgar og æsingaáróð- ur svo úr hófi, að úr varð skop eitt, þegar hæst lét. Lesendur Morgunblaðsins rak í roga- stanz, er þeir sáu flennt yfir alla forsíðu blaðs síns með rosaletri þá heitstrengingu borgarstjóra, að ekki skyldu vondir menn fá frið til að eyði- ieggja Reykjavík. Ekki er ó- 'líkiegt að hinir herskáustu hafi rénnt augum í flýti yfir þessa voðafrélt, mikið hlaut við að l’ggja, fyrst hinn værukæri borgarstjóri brýndi fylgismenn sína svo ákaflega. Hvar áttu herskáir stormsveitarmenn Heimdallar að fylkja sér í götu- vígin gegn aðsteðjandi óvinum böfuðborgarinnar? Og skyldu menn ekki hafa orðið svolítið fegnir, svolítið skömmustulegir og svolítið hláturmildir er þeir sáu að hættan á eyðileggingu Reykjavíkur, sem hin tröll- aukna fyrirsögn gaf í skyn, var dálítið orðum aukin! flaráttan á Alþíngi gegn í- ** mynduðum hættum af þess- ari eðlilegu kosningalagabreyt- ingu varð raunar hin spaugi- legasta. í efri deild réðst Gunn- ar Thoroddsen fram fyrstur og síðan hver af öðrum, meðan nokkur ihaldsþingmaður var eftir. Og hættan var máluð stór og svört. Reykjavík var í bættu. Lýðræðisskipulagið á fslandi var í hættu. Frelsið var í hættu. Frjálsar kosningar voru í hættu. Það var verið að vega að kosningaréttinum, helgasta rétti hvers sannborins fslendings. Þannig töluðu í- haldsmennirnir í efri deild og þeir töiuðu hátt og þeir töluðu lengi og héldu margir ræður. Og mesta hættan virtist fólgin í þvi að kjörstöðum skyldi loka klukkan ellefu að kvöldi. Um það var þruglað k’ukkustund- um saman. Og því ákvæði átti alveg sérstaklega að vera beint gegn Sjálfstæðisflokknum. IJáll Zóphoniasson benti í- haldinu á, að því aðeins gætu íhaldsþingmenn haldið þessu fram að þeir teldu að Sjálfstæðisflokkurinn ætti hlut- fallslega mest af þeim kjós- endum, sem væru með Öllu skoðanalausir og áhugalausir og þyrfti að draga á kjörstað um eða eftir miðnætti, er kosning hefði staðið allan dag- inn. Ekki er Reykvíkingum ó- kunnugt hvemig ákvæði kosn- ingalaga hafa verið rangtúlkuð og misnotuð til þess að halda opnum kjördeildum fram eft- ir nóttu, og láta kosningasmala vaða inn í hús og drifa fólk upp úr rúmum og svefni á kjörstað. Þessum ófögnuði er nú lokið. Með því að loka kjör- stöðum kl. 11 að kvöldi, yrði kosningu lokið fyrir miðnætti, þó þeir kjósi að sjálfsögðu sem komnir eru á kjörstað kl. 11. Þegar íhaldsþingmönnum var bent á, að hvergi á Norður- löndum mun tiðkast að láta kosningar standa lengur en til kl. 9 að kvöldi, var ekki um annað að gera en hörfa frá „einræðis“- og „kúgunar“- áróðrinum varðandi þetta at- riði, og tóku þeir þann kost. Það sem mestum æsingnum olli í efrideild, var orðið „algert aukaatriði11 þegar til neðri deildar kom, þá var annað orð- ið „langsamlega aðalatriðið“. /\g það sem þá var orðið ” „langsamlega aðalatriðið11 í endalausu þvargi íhaldsþing- manna, var það atriði að banna umboðsmönnum flokka að fylgjast með því inni í kjör- fundarstofu, hverjir kjósenda hefðu kosið og senda þá vitn- eskju samstundis til kosninga- skrifstofu úti i bæ. Þetta ein- kennilega fyrirkomulag mun ó- þekkt annarsstaðar en á ís- landi, og er raunar furðulegt að það skuli hafa viðgengizt tim þessa. I hverri ræðunni eftir aðra hótuðu þeir Bjarni Bene- diktsson, Jóhann Hafstein og fleiri íhaldsmenn því, að fram- vegis skyldu kosningasmalar þeirra valda kjósendum meira ónæði en hingað til, nú skyldu þeir ónáða fólk hvort sem það væri búíð að kjósa eða ekki. Hingað til hefðu þeir einir verið ónáðaðir, sem eftir áttu að; kjósa. Því yrði breyt- ingin ekki til þess að auka frið heldur til þess að efla ó- frið. T þessari röksemdafærslu er þverbrestur. Möguleiki flokkanna til aðhalds, sem auð- veldlega getur orðið að þving- un, liggur einmitt í því að kosningasmali veit fyrir víst að hlutaðeigandi maður er ekki búinn að kjósa. Láti kjósandi ekki undan, vilji ekki fara á kjörstað, er hægt að reyna að finna annan kunnugri, atvinnu- rekanda eða háttsettan flokks- foringja, sem Iagt getur betur að kjósandanum. Nú, eftir laga- breytinguna gerbreytist þessi aðstaða til að leggja að mönn- um og jafnvel þvinga til að <*>- Efnilegiir sonsir Teikning eítir Bidstrup Skáldapáttur Ritstjóri: Sveinbjörn Beinteinsson.. fara á kjörstað. Hér eftir get- ur hver einasti maður, sem losna vill við ágengan og ó- velkominn kosningasmala, sagt iað hann sé búinn að kjósa, og smalinn getur ekki vitað hvort það er rétt eða rangt. Einmitt með því að afnema eftirlit flokkanna í kjörfundarstofunni er stórlega torveldað iað flokk- ar geti beitt menn óþægilegu aðhaldi og þvingun á kjördag. Thaldið hefur fundið það nú þegar, að almennt er þess- um kosningalagabreytingum vel tekið, fólk skilur og metur þá viðleitni sem í þeim felst tií að friða kjördaginn. Helzt er fundið að, að þær gangi of skammt, íslendingar ættu að fj'lgja þvi fordæmi að banna með öllu opinberan áróður á kjördag, með því móti yrðu kosningar mun virðulegri og viðkunnanlegri en nú vill oft verða. Víst er um það, að lengi verður brosað að Gunn- ari Thoroddsen og Bjarna Bene- diktssyni fyrir þá fullyrðingu, að smábreytingum þeim, sem gerðar hafa verið í þá átt að friða kjördaginn, sé ætlað að eyðileggja Reykjavík! Ofarlega í Borgarfirði, inni við heiðar sjálfar, býr elzta skáld héraðsins: Halldór Helga- son á Ásbjamarstöðum. Hall- dór er fæddur 19. september 1874. Bóndinn aldraði hefur alla ævi átt heima á þessum næst efsta bæ í Stafholtstung- um, og er nú seztur í helgan stein, þrotinn iað kröftum en heldur enn skýrri hugsun. Halldór varð snemma þekktur fyrir ljóðagerð, og að ég held einna fyrst og mest fyrir kvæði sem birtist í Búnaðarritinu á yngri árum hans. Kvæði þetta var mjög vinsælt þar sem menn kunnu að meta góð ljóð og manngildi. Eftir Halldór hafa komið út tvær Ijóðabækur: Uppsprettur 1925, Stolnar stundir 1950. Hall- dór á mikið safn öprentaðra kvæða. Hver sem kynnir sér ljóða- gerð Halldórs í sex áratuga safni, mun undrast hvað hann heldur óskertu frjálslyndi æsk- unnar og víðsýni. Halldór hef- ur ort allt til þessa og trúir enn á manndóm og hugsjónir. Ég tek hér upp nokkrar stök* ur og ljóð eftir Halldór: T V E I R Einn er að plægja seigan svör®» sér í haginn vinna, opna fræi eldi í jörð, — ekki nægir minna. Hinn er að flýja og hraða sér heim að nýjum torgnm: huga að því, sem aðhafst er uppi í skýjaborgum. T Ó N R O F Gegnum íslenzkt aldarfar er sú reynsla fengin: Þar sem engin vísa var vantaði tón í strenginn. S K Ó L I Lífið kaus að kenna þér kurteislega siði; — þó að slíkt I sjálfu sér sjaldan kæmi að liði. VERKBANN Af mér pennann tíminn tók, taldi hann litt til bjargar; vantar því í vísnabók vísur harla margai'. — S T A K A Ásjá þína oft ég kaus Framhald á 10.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.