Þjóðviljinn - 22.12.1957, Side 9
Sunnudagur 22. desember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Saga Akraness
Mannaferðir og mannamál
Ólafur B. Björnsson:
Saga Akraness, 1. bindi,
íyrstu jarðir á Skaga,
í jávarútvegurinn, fyrri
■faluti, Prentverk Akra-
ness h.f. 1957.
Ólafur B. Björnsson Mið-
teigi á Akranesi hefur á und-
ani'ömum árum safnað og
ritað run bj-ggð og búskap-
arhætti á Akranesi. Nú er
komið út frá hans hendi 1.
bindi af sögu Akraness, mikil
bók og vönduð bæði að efni
og frágangi. Þetta rit Ólafs
skipar virðulegan sess meðal
íslenzkra héraðasagna.
3£ins og titill bókarinnar
bei' með sér, fjallar hún um
Jantinám og sjávarútveg á
Akranesi.
Fyrstu aldir íslandsbyggðar
er mjög hljótt um þennan
stað, þar sem nú stendur einn
af mestu athafnabæjum lands-
ins. En Ólafur hefur þraut-
kannað heimildir og fjallar
um þær af skynsamlegu viti.
Jörðin var upphaflega ein og
hét Skagi, hún er ekki land-
námsjörð, en byggist senni-
lega snemma úr landi Ytri-
Hólms. Því næst rekur hann
eigendur jarðarinnar frá því
á 37. öld, og skiptingu henn-
ar, gerir grein fyrir hjáleigum
og tómthúsum og ábúendum
þeirra. I þessum kafla er mik-
ii mannfræði og margskonar
annar fróðleikur um lifnaðar-
hætti fólks og aldarfar. Ég er
litill ættfræðingur og ókunnug-
ur því efni, sem hér um ræðir,
en Ólafur virðist hvarvetna
vimia verk sitt af alúð og
natni. Þó er erfitt að sigla
fyrír öll sker. „Bátsendaflóð-
ið“ varð t.d. nóttina milli 8.
og 9. janúar 1799, en ekki
degi og ári fyrr eins og segir
á bls. 136 í bók Ólafs.
Megirunál bókarinnar fjall-
ar um sjávarútveginn. Af
•honum fara fáar spgur á
Akranesi eins og víðast ann-
ars staðar allt fram á 17. öld.
Al't um það bendir Ólafur á
me5 gildum rökum, að Akra-
nes hafi orðið útróðrarstöð
snemma á öldum, og má full-
víst telja, að þar sé allmikil
verstoð jægar á 14. öld.
Heimildamagn verður fyrst
allfj'lskrúðugt um byggð og
búskaparhætti á Akranesi, er
Brynjólfúr biskup Sveinsson
tebur að efla þar útgerð í
umboði biskupsstólsins. Um
það umstang biskups ritar
Ólafur greinargóðan kafla.
Næst staldrar hann við um
1700 og rekur heimildir jarða-
bókar og manntals frá 1703,
lýsjr meðal annars útgerð
hins margfræga Skagamanns
Jóns Hreggviðssonar, en hana
stundaði hann ,,í óþakklæti og
betalingsleysi". Eftir það
verður frásögn hans fyllri,
því að nú glæðast heimildir
að miklum mun.
ölafur lýsir ýtarlega báta-
eign Skagamanna, aflabrögð-
urn, miðum, veiðiaðferðum, og
fléítar inn í frásagnir sínar
allmikla persónusögu. Ég
þekki Ólaf ekki persónulega, en
mér kæmi elcki á óvart, að
hann sé bjartsýnn maður og
lífsglaður, a.m.k. dvalur hann
lítt við slysfarir og hrakn-
inga, minnugur þess, að sigur-
vegarar móta lífsins sögu.
Róðrarbátaútvegur Skaga-
manna lilaut söguleg endalok.
Þeir hættu að lokum að draga
fisk úr sjó, en fengu í þess
stað fullfermi á báta sína af
úrgangsfiski úr brezkum tog-
urum, sem hömuðust á flóan-
um. En þá er liðið að alda-
mótmn 1900 og ný öld i nánd.
Kaflinn: Þegar ,,Jón boli‘
fiskaði fyrir Akurnesinga —
hlýtur að verða ófróðum
mönnum allhugstæður. Einnig
er kaflinn: Vakandi menn fyr-
ir þörfum samfélagsins — all-
merkilegur. Þar greinir m.a.
frá svonefndu Æfingafélagi,
er stofnað var á Akranesi 8.
janúar 1882 og fjallaði um
bætta fiskverkun, vitabygg-
ingu, 'sundkennslu, vátrygg-
ingasjóð báta, sjóðstofnun til
þess að styrkja unga menn
til náms og m.fl.; þar kom
m.a. til umræðu friðun Faxa-
flóa.
Og skútuöld hefst á Akra-
nesi eins og annars staðar
við Faxaflóa. Þá ber nokkr-
um sinnum til Akraness fransk-
an barón, son fransks sendi-
herra í Perú og dóttur banda-
rísks öldungadeildarmanns.
Hann ætlar að hefja stórút-
gerð með togurum, en varð
gjaldþrota og skaut sig, og
Akurnesingar héldu áfram að
dorga á skútum; plássið;
tæmdist nær af karlmönnum
á vertiðum, en „enginn mað-
ur fórst af skipum Akurnes-
inga úti í rúmsjó, og ekkert
skip þeirra fórst, aðeins tveir
menn fórust af Birninum á
Reykjavíkurhöfn á leið frá
borði eða um borð, og var
talið, að Bakkus hafi valdið
því tjóni“. — Og vélbátar
koma til sögunnar og að lok-
um togarar. Akranes er með
tápmestu athafnabæjum á
landi voru, og það er gleði,
stolt og sigurfögnuður, sem
lýsir sér í bók Ólafs Björns-
sonar. Hann greinir allýtar-
lega frá umsvifum athafna-
mannsins Haralds Böðvars-
sonar, því að af einstökum
mönnum hefur hann lagt
drýgst af mörkum til þess að
gera Akranes að þeirri at-
hafnamiðstöð, sem það er í
dag.
En Ölafur er hóflátur og
hlutlægur í lofi og lasti, og
persónusaga hans spennir yfir
vítt svið. Fáum mun þykja
hann taka of djúpt í árinni,
þegar hann segir: „Þótt ým-
islegt eigum við íslendingar
Bretum að þakka, t.d. á
stríðstímum fyrr og síðar,
hafa þeir stundum leikið okk-
ur mjög grátt og ekki eins
og ærukærum mönnum og
frjálslyndri stórþjóð sæmir,
er lítilmagni á í hlut. Þannig
var það t.d. í stríðinu 1914—
1918, svo og í landhelgismál-
um okkar fyrr og siðar“. —
„Þá var engin reisn á Reykja-
vík, og Bretinn jók ekki bú-
sældina", og þeirri staðhæf-
ingu til áréttingar birtir hann
„Algjört lej'ndarmál, nefndar-
álit frá sjávarútvegsnefnd
bæjarstjórnar Reykjavíkur"
frá 9. jan. 1918. Það er all-
merkilegt skjal, sem gott er
að fá birt, og svo er um fjöl-
margt í bók Ólafs Bj 'rnsson-
ar. Hann hefur leitað viða
fanga í skjölum og einkabréf-
um og á miklar þakkir skilið
fyrir verk sitt. Ritið er vand-
að að frágangi, skreytt fjöl-
mörgum myndum og er út-
gefanda og höfundi til sóma.
Björn Þorsteinsson
Stefán Jónsson- Ólí frá
Skuld. — 247 blaðsíður. —
Isafoldarprentsmiðja h.f.
1957.
Óli frá Skuld verður aðeins
10 ára í sögulok; en bókin
sem ber nafn hans, er þó eng-
in barnabók. Óli frá Skuld
er djúphugsað skáldverk há-
þroskaðs listamanns, ritað
stíl sem leynir margslungnum
Stefán Jónsson
töfrum undir sléttum einfald-
leik. Höfundi eru raunar
mannlýsingarnar og sálarlíf-
ið fyrir mestu, en undir yfir-
borði sögunnar rennur fram
hljóðlátur undistraumur: virð.
um mennina eins og þeir eru,
unnum þeim eins og þeir eru
af guði gerðir. Sálin er kjör-
svið Stefáns Jónssonar;
mannhygðin er aðal hans.
Drengurinn á margvíslega
aðild að þeim atburðum, sem
verða í sögunni. En hugur
hans er ekki síður spegill
þeirra tíðinda, sem gerast með
öðru fólki — einkanlega for-
eldrum hans. Það eru ekki
ævinlega stór tíðindi í sjálfum
sér, en sál drengsins er magn-
ari þeirra: þau eru mikil í
muna hans. Og hér er komið
að mergnum málsins: það eru
ekki hinir ytri atburðir sjálf-
ir, sem skapa spennu sögunn-
ar, heldur bergmál þeirra í
hjörtunum. Stefán Jónsson er
íslenzkur Tsékoff á þann veg,
að mælskan og fyrirgangur-
Magnús Björnsson á Syðra-
líóli: Mannaferðir og forn-
ar slóðir. — 290 blaðsíður.
—Bókaforlag Odds Björns-
soiuir 1957.
I þessari bók segir einkum af
nokkrum Húnvetningum, sem
uppi voru á 18. og 19. öld.
Fyrst er löng frásögn um
séra Eggert Ólafsson Brím á
Höskuldsstöðum, mikinn hæfi-
leikamann sem lenti á rangri
hillu og varð of lítið úr gáf-
um sínum. Þá segir af tveim-
ur ferðum sem höfundur fór
ungur og urðu honum minnis-
stæðar; siðan er þáttur um
óskólagenginn snilldarkennara
í Húnaþingi á fyrri öld, og
þá um son hans: mælskugarp
og atkvæðaskáld sem féll frá
áður en hann mætti rætast.
Og þannig áfram allt til bók-
arloka; og segir allra síðast
af konu, sem krækti sér í 23
árum yngri mann og rak hann
til langdvalar í svefnskála
vinnupilta, þegar hann var
búinn að sá á öðrum stað
inn skiptir ekki máli í verk-
um hans, heldur hin hljóða
bifan brjóstsins; hann flyt-
ur sína fjallræðu í hálfsögðu
orði, eitt niðurbælt andvarp
er þruma hans. Engum ís-
lenzkum höfundi tekst eins
vel og Stefáni Jónssyni að
túlka sálarlíf persóna sinna ör-
fáum orðum, gæða þær miklu
lífi af smáum hreyfingum,
skapa átök með friðsamlegum
aðferðum. Tvær persónur
standa við glugga, líta hvor á
aðra til skiptis, tifa fingr-
unum, finna ekki orðin' — og
Stefán Jónsson býr á svip-
stundu til áhrifamikið drama
um hjörtu sem vegast á,
þarfnast hvors annars, hrinda
hvort öðru frá sér. Hann er
meistari þeirrar aðferðar að
segja mikinn mannlegan sann-
leik með litlum orðum, setja
stóran leik á þröngt svið. Óli
frá Skuld leiðir listfengi hans
glöggt í ljós; kannski hefur
hann aldrei ritað ágætara
verk. Eg fullyrði, að Stefán
Jónsson sé eitt af afbragðs-
skáldum íslenzku þjóðarinnar.
Að svo mæltu læt ég í ljós
óánægju yfir tveimur mis-
fellum í útgáfunni. Önnur er
kápumyndin, sem Halldór
Pétursson mun hafa teiknað
— fullkomin lygimynd, ennþá
ein sönnun þess að sá maður
er í rauninni ævinlega að
teikna tryppi á fjalli. Hin
misfellan birtist í prófarka-
lestrinum. Hann er svoleiðis,
að sögnin að skammta verður
skalmmta; hann er ennfrem-
ur svoleiðis að lýsingarorðið
leiðinlegur verður leilðlinlegur
— með fjórum 1-um. Hvað
segir fyrir slíkum vinnubrögð-
um?
Tsékoff átti lengi erfitt
uppdráttar; eyru manna voru
vön gjallandi lúðurhljómum
og heyrðu ekki þessa mildu
lágtóna af hjartastrengjunum.
Það gildir svipað lögmál um
Stefán Jónsson; sumir halda
enn að Saga.n af Gutta sé
mesta verk hans. Það er mál
til komið, að við gerumst al-
mennilega læs á skáldskap
þessa snilldannanns.
B.B.
— og iðraðist hún þess aldrei.
Magnús á Syðra-Hóli hefur.
skrifað margt um dagana og
sumt af því birzt á prenti;
en Mannaferðir mun vera
fyrsta bókin, sem hann hefur
einn gert. Þar er skemmst af
að segja, að þessi húnvetnski
bóndi er í senn góður fræði-
maður’ og prýðilegur rithöf-
undur. Hann segir einkar ljóst
og skipulega frá, skrifar á-
gætt mál og snurðulausan
stíl; honum er sérlega lagið
að lýsa fólki, og hann gæt-
ir þess jafnan að tapa ekki
s':guþræðinum í útúrdúrum og
smámunum. Hann er sömu-
leiðis sneyddur mærð og
mælgi, hugsar karlmannlega
og skrifar af þrótti. Bók
hans er tvímælalaust eitthvert
hið bezta safn ,,þjóðlegs“ fróð-
leiks, sem hér hefur birzt um
skeið.
Hf'fundurinn er einnig býsna
hlutlaus gagnvart persónum
sínum og lætur flest f júka, sem
máli skiptir — hvort sem það
er heiðursefni eða hneysusök.
Einmitt þessvegna verða frá-
sagnir lians fjölskrúðugar og
skemmtilegar; og þótt það sé
ljótt til afspurnar, þá skil ég
ekki í öðru en mörgum verði
dillað við allt það ástabrall
sem segir af í bókinni. Og
það má svo sem ljúka þessu
fljótaskrifi með sögunni af
því, er þau Jón Kurfur og
Þórunn fylgikona hans gistu
að Fjalli og húsfreýja 'spurði,
hvort ekki mætti búa um þau
í einni sæng. „Og það held
ég“, sagði Jón. „Við erum
v"n að hírast saman heima“.
Er Þórunn vissi þessa ráða-
gerð lét hún sér fátt um finn-
ast, sló á sig vandlætingu
og möglaði og þóttist ekki
vilja ganga til sængur hjá
karlinum. Jón háttaði, og er
Þórunn sýndi ekki á sér neitt
snið að fara ofan undir hjá
lionum, varð honum að orði:
„Og hvernig getur þú látið
manneskja. Eins og þú ert þó
eiginleg í greninu“.
Þórarinn Gr. Víkingur:
Mannamál. 10 þættir. —
171 blaðsíða. — Bókaútgáf-
an Norðri 1957.
Þórarinn Víkingur segir í
upphafi bókar sinnar sögu
Sólborgar þeirrar, sem taldist
fylgja Einari Benediktssyni
skáldi um skeið; en að lokum
breyttu andatrúarmenn henni
í hamingjusama eilífðarveru.
Síðar koma sagnir af huldu-
fólki og sjóskrýmslum; hann
greinir frá vist sinni í Reykja-
vík 1918, ferðalagi á Þing-
vallafund vorið eftir, frá villu
sinni og annarra í vondum
veðrum. Og það eru þættir
um tvo bændur í Kelduhverfi.
Höfundur hefur til að bera
fremur liðlega frásagnargáfu,
og nýtur hún sín einna bezt
í þættinum Á heljarsióðum;
huldusagan um Mjólkurkönn-
una er sömuleiðis áferðar-
snotur. En á hinn bóginn eru
frásagnarefni hans ekki ævin-
lega merkileg; kaflinn um áð-
urnefnda Reykjavíkur-dvöl er
til dæmis liégóminn einber.
Frásögninni af Sólborgu spill-
ir hann stórum með mærðar-
blöndnum Eftirmála; ef Sól-
skinsdagar í sveit eiga að vera
skáldskapur, þá kemur hann
að minnsta kosti ekki fram á
réttum tíma.
Framhald á 15. síðu
Speglanir hugans