Alþýðublaðið - 12.09.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.09.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐOBLAÐIÐ Rafmagnsleiðslur. Straumnum hefir þegar verið hleypt á götuæðarnar og meno ættu ekki að draga lengur að láta okkur leggja rafleiðslur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í t(ma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hitl & Ljös. Laugaveg 20 B. Sfmi 830. Nýjar kartöflur, danskar, mjög góðar fást hjá Johs. Hansens Enke. ————F——1 .. ,■ 11 ■■■ " ", ; Björnsbakarí, Vallarstr. 4. H.f. Versl. „Hlíf« Hvorfisíj, 58 A Sirius sætsaft, þykk og Ijúffeng á 65 aur. l/4 líter. Kraftmikil soya. — Sósulitur. Orðsending. Frá deginum < dag, fást brauð og kökur úr BjÖPHSbak&VÍÍ •...— í rojólkurbúðinni á Laugaveg 10. --— Skóhlífa* og gúmmístíg- vélaviðgerðir eru ávalt beztar á gúmmívinnustofu Reykjavíkur á Laugaveg 76 Alþýðamenn verzla að öðru jöfnu við þá sem auglýsa ( blaði þeirra, þess vegna er bezt. að auglýsa ( Alþýðublaðinu. Olíulampar af öllum tegundum. Johs. Hansens Enke. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Ólafar Friðriksson.. Prentsmiðjan Qutenberg. Ivan Turgeniew: Æskuminningar. hvltan klut um hálsinn. Litla andlitið hans hvarf svo að undir miklu silfurlituðu hári, sem reis beint upp frá enninu en flaxaðist svo f einskonar toppum niður á gagnaugun og gerði það að verkum að manni varð á að líkja honum við hænu og það því fremur, sem undir þessu gráa hári var varla hægt að sjá annað en mjög hvast nef og kringlótt, gul augu. „Lovfsa er fljótari en eg; eg get ekkert hlaupið,B hélt gamli maðurinn áfram á ítölsku, og lifti um leið stuttu fótUnum sfnum, sem voru orðnir honum tiltölulega ónýtir sökum fótaveikinnar, — „en hérna kem eg með vatn.“ Með mögru, bognu fingrunum hélt hann utan um langa flösku. „En Emil getur dáið á meðanl' — sagði unga stúlk- an og rétti út hendina í áttina til Sanins. — „Æi, herra minnl Getið þér ómöglega hjálpað okkur?" — „Það verður að taka honum blóð, — þetta er hjarta- slag," sagði gamli maðurinn, Pantaleone. Þótt Sanin vissi ekki stakt orð í læknisfræði, þá hafði hann þó hugmynd um það, að fjórtán ára drengir gætu tæpast fengið slag. „Það er yfirlið, en ekki slag," sagði hann og snéri sér að Pantaleone, — „hafið þér ekki tvo bnrsta?" Gamli maðurinn leit upp. „Hvað viljið þér?" „Bursta, bursta" endurtók Sanin fyrst á þýzku og svo á frönsku — „Bursta," sagði hann enn og bar hendina til eins og hann væri að bursta fötin sín. Loks skildi gamli maðurinn. „Já, burstal Spazzette! Jú auðvitað höfum við bursta." „Sækið þér þá og svo skulum við klæða hann úr föt- unum og bursta hann. . . .* „Gott. . . . Benonel En eigum við svo ekki að hella vatni yfir höfuðið á honum?" „Nei —, ekki fyr en á eftir. Yerið þér nú fljótir að »á í burstana.8 Pantaleone setti flöskuna á gólfið, þaut út úr stofunni og kom aftur hér, um bil strax með tvo bursta, hár- bursta og fatabursta. Lftill hrokkinhærður hundur elti hann, dillaði rófunni í sffellu og glápti forvitnislega á gamla manninn, ungu stúlkuna og Sanin eins og hann vildi fá að vita, hvernig stæði á öllum þessum gaura- gangi. Sanin klæddi drenginn úr jakkanum f snatri, hnepti kragann frá honum braut upp skyrtuermarnar og tók til að bursta hann á brjóstin'u og handleggjunum eins fast og hann gat. Pantaleone burstaði buxurnar og skóna með hárbustanum af jafnmiklum ákaía. Unga stúlkan hafði kropið niður hjá legubekknum, gripið tpeð báðum höndum utan um höfuðið á bróður slnum og starði framan f hann án þess að depla aug- unum eitt einasta sinn. Sanin burstaði f mesta ákafa, en gat þó ekki stilt sig um að líta á ungu stúkuna. „Guð minn góðurl Hvað hún er fallegl" III. Nefið á henni var nokkuð stórt, en svo fallega lagað svo lítið bogið eins og á erni. Ákaflega fíngert hár, hér um bil ósýnilegt, varpaði örlitlum skugga á efri vörina; aftur á móti var hörundsliturinn eins hvítur og hreinn eins og fllabein eða injallahvítt raf. Hárið var bylgjað og sami gljáinn á þvf eins og á Judith Alloris í Palazzo Pitti. Og augun dökkgrá með svartri rönd utan um augasteininn — þau voru svo hrífandi, svo tignarlegur glampi í þeim — jafnvel núna, þrátt fyrir hræðsluna og hrygðina, sem mátti lesa út úr þeim. . . . Sanin varð á að hugsa um þetta dýrðlega land, sem hann var rétt kominn frá. . .. En hann hafði ekki einu sinni þar séð neitt sem jafnast gat á við þetta I Unga stúlkan andaði stutt og óreglulega, það var

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.