Þjóðviljinn - 25.01.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25. janúar 195S
ÐVIUINN
jtKeíandl: Samelnlngarfloklcur alþýOu — Sósiallstaflokkurlnn. - Rltstjórar
jlaarnús Kjartansson (áb.), Slgurður Ouðmundsson. — Préttarltstjóri: Jón
öjarnaaon - Blaðamenn: Ásmunóur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon,
ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýa-
ngastjórl: Ouðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar, prent-
«mlðja: Skólavörðustíg 19. — Síml: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 A
nán í Reykjavík ok nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr- 1.50
Prentsmlðja ÞJóðvlljana.
Einbeitlni og dómgreind
gegn öskri Morgunblaðsins
fj rosiegt er að sjá Morgun-
" blaðið í öngvum sínum
vegna lygaþvæ'u íhaldsins um
kosr.ingalagabreytinguna i vet-
ur. Nú birtir það daglega marg-
ar upphrópanir til að lýsa það
ósannindi sem Morgunblaðið
hamraði á dag eftir dag um
þessa iagasetningu, sýnilega
dauðhrætt um að einhverjir
Reykvíkingar hafi tekið alvar-
.ega og trúað áróðursþvælunni
: vetur. Þess vegna vinnur nú
Bjarni Ben það til að lýsa
Morgunblaðið ómerkt að full-
yrðingum þsss um kosninga-
'.agabreyUnguna, en íhaldið
jttast auðsjáanlega að Morg-
unblaðið og Vísir hafi ruglað
íólk svo að af verði alvarleg
hindrun fyrir kosningasmala í-
haldsins á morgun.
f^egar rætt var um þá breyt-
*■ ingu á kosningalögunum
að banna að umboðsmenn
ilokkanna gætu sent út úr
Kjörfundarstofu á kosninga-
skrifstofu jafnóðum upplýs-
;ngar um hvern einasta mann
sem kýs, ætlaði íhaldið alveg
að umhverfast. Bjarni Ben„
Jóhann Hafstein og >aðrir í-
naldsiegátar hótuöu því í um-
■æðunum á Aiþingi hvað eftir
annað, að á kosningadaginn 26.
ianúar yrði magnaður að kjós-
endum í Reykjavík meiri ó-
friður en nokkru sinní fyrr.
Kosningasmalar skyldu sendir
í hvert einasta hús og engir
látnir hafa fiið, hvorki þeir
sem búnir væru að kjósa eða
hinir sem eftir væru. Eftir er
hlutur reykvískra kjósenda, og
hafa þeir á morgun aðstöðu til
að svará ófriðarhótunum í-
haldsins, — með því að losa í-
naidið við það sport að stjóma
Reykjavíkurbæ á þann þokka-
lega hátt, sem rífjaður hefur
verið upp nú undanfamar vik-
ur.
Cula siðferðið" hefur sett
mark sitt á íhaldið í þess-
tari kosningabaráttu og ýms-
um fylgismönnum Sjálfstæðis-
fiokksins er farið að blöskra.
í síðustu útgáfum lygaáróðurs-
ins í formi gulu sögunnar er
þeirri rúsínu bætt við að Ein-
ari Oigeirssyni hafi ekki þólt
nógu langt gengið á hag hús-
eigenda og viljað eitthvað enn
hroðalegra í þeirra garð en
Titstjórum Morgunblaðsins og
Vísis hafi upphugsazt í gulu
sögunum fram á síðasta dag!
Hverjum skyídi slíkur áróður
ætlaður? Ein lygin tuggin og
jórtruð eftir fyrirmyndum
nazista dag eftir dag, og svo
bara annarri bætt vfð, jafn
tilhæfulausri, þegar hin ber
ekki tilætlaðan árangur, Skyldi
slíkum áróðri ætlað að efla
dómgreindarhugsun kjósenda,
sem Gunnar Thoroddsen var
að augtýsa efLr? Ritst-jóri Vis-
is kvartar sárlega undan því
í gær, að tvö blöð í bænum
hafi ekki tekið upp aðferð
íhaldsblaðanna og látið allar
rökræður víkja fyrir einu
dómgreindarlausu áróðurs-
öskri. Hersteinn Vísisritstjóri
fræðir lesendur á því að í-
haldsblöðin hafi framleitt
xneiri hávaða í kosningabar-
áttunni. Vel má það vera satt,
en hávaði hefur aidrei þótt
merki styrkleika og öryggis.
enda munu íhaldsblöðin ekki
megna að framleiða svo mik-
inn hávaða, að hin þunga og-
rökfasta ádeila af hálfu Al-
þýðubandalagsins á misferli
bæjarstjórnaríhaldsins heyrist
ekki og hafi sín óhrif.
¥?inmitt við það er íhaldið í
Reykjavík logandi hrætt
um þessar kosningar: Að sarg-
andi hávaði og gatslitinn á-
róður sé hættur að hafa þau
tilætluðu áhrif að æra fólk og
trufla dómgreind þess, svo að
það láti énn hafa sig til að
kjósa íhaldið yfir sig. íhaldinu
í Reykjavík hefur þótt óvenju
þungt fyrir fæti í þessari
kosningabaráttu, það óttast ró
og æsingaleysi fólksins. Ekkert
kemur íhialdínu ver en að fólk-
ið: láti dómgreind ráða og
gangi fumlaust og skýrt hugs-
aiidi að kjörborðinu á morgun.
Þar er auðunnið það þjóðþrifa-
verk að losa Reykjavík við
óstjórn og glundroða íhaldsins.
Það er ekkert hávaðaverk að
setja blýantskross á kjörseðil,
en gangi nógu margir Reykvík-
ingar til þess verks með skýrri
hugsun og ótruflaðir af öskur-
kór íhaldsins, geta þeir unnið
höfuðborginni og þjóðarheild-
inni hið þarfasta verk.
A ndstæðingar íhaldsins í
■*■• Reykjavik óttast það mest
við þessar kosningar, að þús-
undir1 atkvæða einlægra vinstri
manna og íhaldsandstæðinga
fari til ónýtis. Þau hljóta að
verða að engu á lista Þjóðvam-
arflokksins sem engum kemur
að. Þau geta farið til ónýtis á
iista Aiþýðuflokksjns, sem tal-
ið ,ýr líklegt að missi annan
sinn mann. Þau geta farið til
ónýtis á lista Framsóknar-
fiokksins, sem talið er liklegt
að fái talsvert meira en þarf
til. að fá einn mann kjörinn,
en er yoniaus um tvo. Lang-
mest.ar iikur eru ti! þess að
atkyæði . íhaldsandstæðinga
notist bezt með því að kjósa
G-listanh, iísta Alþýðubanda-
lagsins. íhaldinu er ijóst að
það er í mestri hættu ef Al-
þýðubandalagið vinnur stóran
kosnirjgasigur. Því ríður á
miklu að heiðariegir íhaldsand-
stæðingar verji vel atkvæði
sínu, og varist að láta það
falla dautt niður.
Bréíi svaraö
Kæri herra borgarstjóri!
Þakka lijartanlega bréfið
yðar, sem mér barst í dag.
Eg er talsvert stoltur af því
að vera orðinn bréfavinur eina
borgarstjórans á íslandi, og
veit að ekki eiga allir þvílíku
láni að fagna. Ekki spillir það
heldur ánægjunni að þér eruð
rétt laglegur bréfritari af
borgarstjóra að vera og líMið
fremur læsilega rithönd —
þótt bugðan á f-inu yðar beri
samkvæmt rithandarfræðum
vitni vissum breyskleik, sem
bæjarstjórnarfulltrúar þekkja
af persónulegri reynslu, en
aðrir bæjarbúar af sorglegri
afspurn. Þessvegna verður
þeim stundum að brosa, þegar
þér setjið upp mestan tignar-
svip á almannafæri.
Eg hrökk annars illilega
við, þegar mér barst bréf yð-
ar i hendur. Það rann upp
fyrir mér i sama bili, að fyr-
ir réttum fjórum árum skrif-
iiðúð þér mér einnig ágætt
bz-éf — sem ég lét undir höf-
uð leggjast að svara. Nú ótt-
ast ég að þér skrifið mér
kannski aldrei framar, ef ég
læt þessu bréfi ósvarað; og
þar sem mér er metnaðarmál
að halda góðu sambandi við
yður, hef ég afráðið að taka
mér penna í hönd — og bið
yður fyrirfram að taka vilj-
ami fyrir verkið.
'Bréf yðar snýst að sjálf-
sögðu um það mál, sem nú
er efst á baugi í borginni yð-
ar: bæjarstjórnarkosningarn-
ar á morgim. Eg dirfist ekki
að brjóta ,upp á nýjum um-
ræðuefnum við yður, svona
tiginn mann; og þvi drep ég á
nokkur atriði, sem mér finnst
sérstaklega athyglisverð í
bréfi yðar.
Þér segið: „Sjálfstæðismenn,
sem stjórnað hafa Reykjavík
undanfarin ár, hafa reynt að
auka framfarir á flestum
sviðum og að bæta lífskjör
fólksins". Setningin er betur
orðuð en yður grunar sjálfan,
og hún bregður skæru ljósi
jTir hæversku yðar í þessari
kosninganna orðahríð. Þér
segið nefnilega einungis að
Sjálfstæðismenn hafi reynt að
auka framfarimar; þér full-
yrðið ekki að ]>eim hafi tekizt
það. Og málflutningur yðar er
alveg laukréttur. Sjálfstæðis-
menn ,,reyndu“ til dæmis
um hrið að afla fjár til Sogs-
virkjunarinnar nýju, en þeim
tókst það ekki. Sjálfstæðis-
menn hafa líka ,,reynt“ að
leggja hitaveitu í Hlíðar-
hverfið, en þeim -hefur ekki
ennþá tekizt það. Sjálfstæðis-
menn hafa sömuleiðis „reynt“
að útrýma bröggunum, en
þeim hefur heldur ekki tek-
izt það — þvert á móti:
braggarnir hafa ,,útrýmt“
nokkrum tugum Sjálfstæðis-
manna; þeir kváðu ætla að
kjósa G-listann núna. Þið haf-
ið svo sem „reynt“ sitthvað
fleira, en lánazt miður. Eg
nefni til dæmis sundlaugina í
Vesturbænum, sem hann Bir-
gir hyrjaði á í sumar. Þó
stakk hann fyrir svo stónun
hnaus á mjmdínni í Morgun-
blaðinu að sundlaugin væri
komin, ef honum hefði lukk-
azt að losa hann. Það skal
þó tekið fram að ég hef gam-
afl. af sýndarmcnnsku, þegar
ekki eru önnur skemmtiatriði
á boðstólum.
Þið hafið „reynt“ að auka
framfarir „á flestum sviðum,“
segið þér. Orðin benda til
þess, að þið hafið látið ein-
hver svið afskiptalaus. Nú
nefnið þér að vísu ekki þessi
vanræktu svið ykkar Sjálf-
stæðismanna, enda er það eitt
ærið afrek að viðurkenna til-
vist þeirra; en ég skal nefna
fáein þeirra, svo eftirmaður
yðar geti gengið beint að
þeim. Þið hafið þá ekkt reynt
að auka framfarir í vatnsmál-
,Mér hefur sýnzt að þér séuð
orðinn pínulítið þreyttur“
um bæjarins, þannig að bæði
Landakotshæðin og Klepps-
holtið kváðu vera nærfellt
vatnslaus frá 9.30 á morgn-
ana til 23.45 á lnröldin; og
þegar fína fólkið yðar var
búið að að koma sér upp sér-
stakri Snobhill á einum stað
í borginni, þá gerðist sá ör-
lögþrungni harmleikur í lúks-
usvillum hamingjunnar að
ekki var unnt að hleypa niður
í skelplötuklósettunum eftir
hádegi. Og svona mun þessu
eimiig háttað í upphæðum
Morgunblaðshallarinnar, sem
þér enið þó sjálfur vanda-
bundinn með þeim hætti að
ekki gleymist meðan húsið
stendur. Þið hafið heldur ekki
reynt að koma upp verka-
mannahúsi við iiöfnina; þið
hafið ekki reynt að skipu-
leggja úthverfin; þið hafið
ekki reynt að byggja leigu-
húsnæði handa einstæðum
mæðrum, eða stofna dag-
heimiii í þágu útivinnandi
lrvenna. En biðskýlin hans
Björgvins vega að sönnu
þungt núna í frostunum, og
fögur eru sólarlögin í Háuhlíð
hiuna réttlátu.
Þér segið: „Við höfum
gert okkar bezta........“ Nú
stendur þessi setning raunar^
í dálítið óljósu sambandi,*"
þannig að ég veit ekki ná-!
kvæmlega hvað þér hafið í
huga. En ætli það séu ekki
framkvæmdir bæjarins sem
enn vaka fyrir yður; og þegar
þess er gætt að peningurinn
er afl þeiri'a hluta sem gera
skal, þá skiijast orð yðar á-
gæta vel. Þið hafið sem sé
hækkað útsvarið mitt um
131% síðastliðin 4 ár. Þið haf-
ið líka tæmt vatmsveitusjóðinn
og rafveitusjóðinn og húsa-
tryggingasjóðinn og ráðhús-
sjóðinn og skipulagssjóðinn
og lífeyrissjóðnum og að lok-
um sjálfan framkvæmdasjóð-
inn — og hvað. þeir nú allir
heita. Þegar ég bjó á hita-
veitusvæðinu, þá hélt ég í ein-
feldni minni að hitaveitugjald-
ið mitt yrði notað ttl að láta
bróðir minn í Skjólunum fá
hitaveitu. En þegar ég frétti
að þið væruð famir að reisa
hús yfir sjálfa ykkur fyrir
hitaveitupeningana mína, þá
fór ég hið snarasta inn í
Teiga til að losna við hita-
veitugjaldið, en bróðir minn
fékk sér hitaveitu á Sauðár-
króki. Og nú er hitaveitu-
sjóðurinn líka tómur. Þess-
vegna má það vissulega til
sanns vegar færa, að þið
Sjálfstæðismenn háfið gert
ykkar hezta; og énginn hefði
gert betur. Og þegar þér seg-
ið ennfremur að það sé „yð-
ar að dæma um“ hvernig störf
yðar „hafi tekizt“, þá er það
einnig hverju orðí sannara.
Að sjálfsögðu verður sá dóm-
ur felldur.
Þér beinið að lokum þeim
eindregnu tilmæluöi til mín
að ég neyti atkvæðisréttar
míns, og látið þess jafnframt
getið að listi Sjálfstæðis-
manna sé D-listi. Eg vil trúa
yður fyrir því, og bið yður
að láta það ekki fara lengra,
að ég er staðráðinn að neyta
nefnds réttar — eins og ég
lief ævinlega gert síðan ég
fékk hann. Eg kaus í fyrsta
sinn sumarið 1946; og með
þvi ég er kominn af aiþýðu-
fólki og allir s"gðu að C-list-
inn væri listi a'þýðunnar þá
krossaði ég við hann. Sama
varð uppi á teiúngnum í .kosn-
ingunum 1949, 1950, 1953 og
1954. En 1956 sögðu allir að
G-listinn væri listi alþýðunn-
ar, og þá kaus ég hann. Nú
heyri ég enn alla segja, að
G-listinn sé listi alþýðunnar;
og þessvegna verð ég að kjósa
hann í annað sinn. Listi Sjálf-
stæðismanna er altso D-listi,
en listi fólksins er sem sagt
G-listi. Finnst yður þetta
ekki nægilega skýrt? Er ekki
anzans ári þægilegt að hafa
svona hreinar og beinar línur,
kæri borgarstjóri ?
Svo þakka ég yður áftur
fyrir bréfið og kveð yður með
virktum. Mér hefur sýnzt á
nýlegum myndum af yður, að
þér séuð orðinn pínuiítið
þreyttur. Það er vitaskuld
annað en gaman að herasvona
föðurlega ábyrgð á okkur öil-
um og standa í endalausum
veizluhöldum fram á rauða-
nætur, þvert ofan í vilja sinn.
Því óska ég þess af Iieilu
hjarta, að þér fáið nu eitt-
hvert rólegt og friðsælt starf
utan við alfaraveg þjóðlífsins
frá og með næstu mánaðamót-
um. Vantar ekki kennara við
Réttarholtsskólann nýja?,
Yðar einlægur
Bjarni Benediktsson.
Samt við eigum
atkvæði
Alltaf malar íhaldi,
aUsnægtir þess gamla kvörn;
samt við eigum atkvæði
ambátta og þræla börn.
DogG
Amerísku auðvaldi
íiialdið gaf listann D,
en þeir sem unna íslandi
allir niunu kjósa G.