Þjóðviljinn - 04.02.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.02.1958, Blaðsíða 9
% ÍÞRÓTTIR HITSTJORI; FRlMANN HELGASOft 16mennvaldirtil fsrar á laftlei! Fara utan eítir þrjár vikur Á sunnudaginn var gekk Handknattleikssamband Is- la.nds frá því hvaða leikmenn og fararstjórn fer til heims- meistarakeppninnar í Austur- Þýzkalandi um næstu mánaða- mót. Úrtökunefndin hafði val- ið liðið, en í henni eru þeir Sigurður Norðdahl og piimgr Jónsson. Val þetta hefur sjálf- sagt verið erfitt því margir leikmenn eru það jafnir að erf- itt er að gera upp á milli þeirra. Fljótt á litið virðist valið þó vera nokkuð nærri sanni. Þó virðist manni sem Hörður Felixson hefði átt að vera með í þessum hóp en hann hefur verið stoð og stytta liðs síns um langt skeið og ekki síður í vetur en í annan tíma, þar sem hann hefur lengri æf- ingu en nokkru sinni, vegna utanfarar KR í haust. Það er líka vafasamt að fara ekki með fleiri en tvo markmenn þegar tillit er tekið til þess að út fara tvö lið og tveir menn í viðbót. Vonandi kemur ekki til þiess að þetta skapi vand- ræði. Annars er hópurinn þann- ig skipaður: Birgir Björnsson FH, Berg- þór Jóns'son FH, Einar Sigurðs- son FH, Guðjón Ólafsson KR, Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR, Hermann Sumarliðason ÍR, Hörður Jcnsson FH, Karl Bene- diktsson Fram, Karl Jóhanns- son KR, Þórir Þorsteinsson KR, Valur Benediktsson Val, Krist- inn Karlsson Ármann, Ragnar Jónsson FH, Reynir Ólafsson KR, Sverrir Jónsson FH og Kristófer Magnússon FH. Fararstjórar verða: Árni26. febrúar. Árnason fonnaður HSl og Ás- björn Sigurjónsson úr stjórn sambandsins. Sigurður Nordahl fer sem fulltrúi landsliðsnefndar og Hallsteinn Hinriksson sem aðal- þjálfari liðsins. Karl Benedikts- son og Kristinn Karlsson eru varafararstjórar og Kristinn sérstakur fulltrúi HKRR, Val liðsins erlendis annast: Hallsteinn, Sigurður og fyrir- liði liðsins Birgir Björnsson, en varamaður hans er Karl Jó- hannsson. Áætlað er að farið verði héð- an 24. febrúar og flogið um London til Dússeldorf og það- an til Magdeburg, en fyrsti leikurinn verður við Ungverja Handknattleiksmótið: vanns Vat 29:17 í meistaraflokki, iukar komu á óvart í þriðja flokki Aðalleikur kvöldsins var milli FH og Vals í meistarafl. og lauk með auðveldum sigri Hafnfirðinga. Hafa Hafnfirð- ingar ef til vill aldrei verið sterkari en þeir eru nú og var það hraði þeirra sem gerði Vals- mönnum erfiðast fyrir, og svo var vörnin sterk, og reyndist Val það erfitt verk að komast í gegnum hana. Valsliðið er ekki sérlega stei'kt að þessu sinni var með nokkra unga menn og lítt reynda og svo eru þeir ekki í eins góðri þjálf- un og Hafnfirðingar eru, að Val Benediktssyni undanskild- um, en hann og Geir Hjartar- son eru beztu menn Valsliðsins. Vafalaust eiga þessir ungu Valsmenn eftir að þroskast og verða meiri heild, en til þess verða þeir að leggja hart að sér, og skapa sér örugga und- irstöðu sem nefna má grunn- þjálfun, hana hafa Hafnfirð- 'Í'" V ^ < Ármann J. Lárusson Ármann J. Lárusson vann Skjaldarglímu Ármanns Skjaldarglíma Ármanns var háð í Hálogalandi á sunnudag- inn var og komu 12 menn til glímunnar en 11 luku henni, og voru keppendur austan und- an Eyjafjöllum og vestan af Snæíellsnesi. Var allmargt manna sem horfði á þessa afmælisglímu, en í ár eru liðin 50 ár síðan fyrsta Skjaldarglíman fór fram, sem þá var raunar kölluð Ár- mannsglíman, en það var 1908 og varð Hallgrímur Benedikts- son fyrsti skjaldarhafi. Verður síðar vikið að glimu þessari. — Úrslit í glímunni urðu þessi: 1. Ármann J. Lárusson, UMFR 10 vinninga. 2. Kristján H. Lárusson, UMFR 8 vinninga. 3. Ólafur Guðlaugsson Umf. Dagsbrún 8 vinninga. 4. Kristján Andrésson, Ár- manni 7 vinninga. Kristján og Ólafur urðu að glíma um þriðja sætið, þar sem þeir höfðu jöfn stig að glim- unni lokinni. ingar og komast því léttara út úr leikjunum og með betri ár- angur. Þetta skilja handknatt- leiksmenn yfirleitt ekki og því fer sem fer, þeir ná ekki þeim árangri sem þeir annars gætu. Leikur þessi var ekki sérlega ,,spennandi“, til þess voru yfii'- burðir FH of miklir. Lið þeirra er mjög samstillt og einstak- lingar þeirra mjög sterkir og má þar nefna Ragnar, Einar, Birgir og Kristófer og koma margir aðrir þar ekki langt á eftir. Leikurinn var yfirleitt prúðmannlega leikinn. Þó má Ólafur Thorlacíus vera á verði með of harðan leik og tók dómarinn réttilega hart á því. Það er ekki gróði fyrir hand- knattleikinn sem íþrótt ef harka og ruddalegur leikur á að fá að leggjast hér í land. Eftir þessum fyrsta leik Hafnfirðinga í íslandsmóti þessu virðist sem erfitt muni að taka af þeim titilinn að þessu sinni. Þó er ekki full- komlega að marka þennan leik þar sem lið Vals er ekki eins sterkt og oft áður. Frímann Gunnlaugsson var dómari og dæmdi yfirleitt vel. S. fl.: FH — Haukar 9:8 og Víkingur — KR 8:4. 1 þriðjaflokki fcru fram tveir leikir og komu úrslitin í báðum nokkuð á óvart. Voru það B- lið sem áttust við. Lið Hauk- anna virtist mun sterkara en það sem lék á laugardaginn, og í skránni er kallað A-lið og bendir til þess að félagið hafi mikla ,,breidd“ af ungum mönnum. *Það sem þó vakti mesta at- hygli var það að þessir ungu Haukar léku- ekki alveg eins og allir gera. Þeir virðast hafa tileinkað sér svolítið aðra leik- tækni en almennt gerist, enda var það svo að hinir mikið stærri og skotharðari FH-ingar áttu fullt í fangi með hina yfir- leitt smávöxnu Hauka. Og þó FH sigraði á síðustu mínútunni þá var leikur Hauka frá sjón- armiði leikandi leiks með trufl- andi sýndarleik og leikni, mun betri. Það er einmitt þetta sem þessir litlu Haukar sýndu sem ungir drengir ættu að tileinka sér mikið meir í æfingum sín- um, án þess að gleyma því að æfa skotin. Þetta er oft mjög jákvætt í leik og svo verður Framhald á 11. síðu. Þriðjudagur 4. febrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Aðsend vísa — Hættuleg horn — Kyndilmessa —■ Merkisdagar. ÞAÐ virðast því miður „hafa lamast póstsamgöngur“ víða að undanfömu, eins og eitt blað komst einu sinni að orði. Eftirfarandi vísa, send utan af landi, er sýnilega ort fyr- ir bæjarstjórnarkosningamar, en barst mér ekki í hendur fyrr en í gær. Þótt vísan sé of seint á ferðinni til þess að ráðleggingar hennar komi að gagni í bæjarstjórnarkosning- um núna, þá verður kosið oft- ar, og þær eiga alltaf við. Til athugunar við kjörborðið. „Láttu falla um sjálfa sig svarta auðvaldshrekki. Kjóstu aldrei yfir þig okur, brask né hlekki“. Þess skal getið, að á þeim stað, sem vísan kom frá, voru úrslit kosninganna íhaldinu í óhag. — Alþýðublaðið hefur tekið upp umferðaþátt, og var ein fyrirsögn í þættinum um daginn þessi: Hættuleg hom. Þátturinn var á sömu opnu og Hannes á hominu, en sum skrif Hannesar að und- anförnu hafa verið á þá leið, að ekki er ólíklegt, að það homið hafi reynzt Alþýðu- flokknum býsna hættulegt. Á sunnudaginn var Kyndilmessa, en hún er einn þeirra merkis- daga, sem gamla fólkið mið- aði við til að spá um veðrið marga næstu daga. I bók sinni: Loftin blá, kemst Páll Bergþórsson svo að orði í kaflanum: Mun þá verða mjög gott ár: „Ekki virðist nokkur skynsamleg ástæða til að taka fremur mark á þessum dög- um en öðrum. Vindarnir á hinu órólega Atlanzhafi eru óstýrlátari en svo, að þeir hagi ferðum sínum eftir því, í Þjóðvinafélagsalmanakinu stendur, að þennan eða hinn daginn sé Pálsmessa, kyndil- messa, riddaradagur eða boð- unardagur Mariu, svo að eitt- hvað sé nefnt af merkisdög- um þessum“. Síðar í kaflan- um telur Páll upp merkis- dagana og eru þar m.a. yfir tuttugu „messur“, ætla ég að telja þær upp til gamans: Vincentíumessa, Pálsmessa, Kyndilmessa, MatthíasmeSsa, Pétursmessa, tveggjapostula- messa, Úrbansmessa, Jóns- messa, Þingmaríumessa, Mar- grétarmessa, Jakobsmessa, Lárentíusmessa, Maríumessa fyrri, Bartolomeusmessa, Eigi díusmessa, Krossmessa, Kross- messa á hausti, Allraheilagra- messa, Mikjálsmessa, Gallús- messa, Marteinsmessa, Tómas- armessa. Þið getið fundið í al- manakinu, hvaða veðurspár eru tengdar þessum dögum. Gömul vísa segir þannig um kyndilmessu: „Ef í heiði sólin sezt (sumir: sést) á sjálfa kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest maður upp frá þessu“. Sjálfsagt kannast mörg ykkar við orðtakið: öskudagur á 18 bræður, en mig minnir, að það sé undir hælinn lagt hvemig viðrar næstu daga á eftir öskudeginum. En hvað sem um þessa „merkisdaga má segja, þá voru margir gömlu mennirnir ótrúlega veður- glöggir, og gömlu konumar reiknuðu veðurfarið út eftir því hvernig gigtin í mjöðm- inni. hagaði sér hverju sinni. tJTSALA Mikil verðlækkun. Fyrir telpur: Pils frá kr. 70.00. Skokkar frá kr. 125.00. Blússur kr. 50.00. Peysur fi'á kr. 17.00. KÁPUR allt að hálfvirði — ÚLPUR hálfvirði. Fyiir dömur: Blússur frá kr. 45.00 Brjóstahaldarar á hálfviiði. Mjög ódýr sokkabandabelti. Flauelspils kr. 170.00, Fyrir drengi: Buxur kr. 39.00. Peysur kr. 15.00. ÚLPUR frá kr. 185.00. — Mikil verðlækkuun á dömutöskum, kr. 49.00 og 79.00. Nylonsokkar, kr. '25.00. Hagkvæm kaup. Laugaveg 33.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.