Þjóðviljinn - 02.03.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1958, Blaðsíða 4
'&) — ÞJÓÐVILJINN Suunudagur 2. marz 1958 1. Stefán, 19 ára, landsliðsfl. 2. Ólafur, 19 ára, landsliðsfl. 3. Bragi, sigraði í 2. flokld. 4. Jón, 10 ára og kominn í fyrsta flokk. Einkennandi fyrir líðandi stund í skákheiminum eru þeir sigrar, sem kornungir menn, oft unglingar, vinna. Nærtækt er dæmið frá ný- loknu Skákþingi Reykjavíkur. Sjálfur Reýkjavíkurmeistar- inn Ingi R. kembir ekki hær- urnar með tuttugu'ár að baki sér, og er þetta þó í fjórða skiptið sem hann hlýtur þenn- an virðulega titil. 1 öðru sæti á mótinu kemur Stefán Briem, tæplega tvítug- ur menntaskólapiltur, sem vann þrjá nafntogaða meist- ara í síðustu umferðum móts- ins. Verðum við að leita aftur til Friðriks Ólafssonar og Guðmundar Pálmasonar til að finna dæmi svo óvænts slcák- afreks. 1 þriðja sæti kemur svo Ólafur Magnússon, aðeins 18 ára að aldri, sem tryggði sér þriðja sætið með því að vinna Jón Þorsteinsson í síðustu umferð. (Þeir eru jafnir að vinningum, en Öalfur vann á stigum). Var Ólafur að vísu þekktari skákmaður en Stefán en þó verðvy ekki annað sagt, en hann kæmi einnig skemmti- lega á óvart. Jónas Þorvalds- son, sextán ára, lenti að vísu neðar í mótinu, ea sýndi vax- andi/skákþroska og vann sér m eistaraf lokkgré ttindi. Ekki hef ég gert aldurs- rannsóknir á skákmönnum í neðri flokkunum á mótinu, en í öðrum flokki var áreiðan- lega margt ungra efnilegra skákmanna auk þess sem sér- stakur unglingaflokkur tefldi svo sem verið hefur upp á síðkastið. Eg get ekki látið ÞATTÖR — Ritstjóri: Sveinn Kristinsson Ei æskan vill réttei : T’i'' ' 1 >: S - * ~ 'r i - ; • þér örvcindi hönd... Tilviínun í Eyrbyggja sögu — Um Þórólf mostrar- skegg — Botnar — Dálítið ljóðabréf. 5. hjá líða að minnast á einn keppandann í öðrum flokki, sem er nú orðinn fyrsta flokks maður þegar þetta er ritað, Jón Hálfdánarson, en hann er aðeins 10 ára að aldri. Ei’ áreiðanlega yngsti skákmað- ur ,sem unnið hefur sig upp í fyrsta flokk hérlendis. Jón hefur, þrátt fyrir lág- an aldur, furðulegri tækni yf- ir að ráða og haldi svo fram sem horfir er ekki vafi á, að þar eignumst við mikinn skák- meistara. Þegar við höfum svo í huga að við munum nú í þann veg- inn að eignast fyrsta stór- meistarann, rúmlega tvítugan að aldri, þá þurfum við vissu- lega ekki að kvarta yfir þvi að æskan sé ekki með í leikn- um hvað skákina snertir. Sama verður upp á ten- ingnum ef við gerum okkur heimsborgaralega og skyggn- umst vítt of veröld alla. *. Fjórtán ára unglingur, iBobby Fischer, er nýorðinn skákméistari Bandaríkjanna, fyrir ofan Reslievsky, Bisguer, Lómbardy og aðra viður- kennda meistara. Hlaut hann 101,/ vinning af 13 mögulegum og tapaði engri skák. Það fylgir þessari kynja- fregn, að þessi unglingur sé þegar orðinn lærðasti skák- maður Bandaríkjanna og ligg- ur við að mann svimi við til- liugsunina um það hvað verða kynni, ef hann liugsaði sér til langskólagöngu, á umgetnu sviði! Þeir Panno, nýkrýndur skákmeistari Ameríku og Tal sem vann skákmeistaratitil Sovétríkjanna í annað sinn í röð nú fyrir skemmstu mega að vísu heita öldungar miðað við áðurnefnt undrabarn, þar sem þeir menn báðir losa tuttugu árin, en verða þó báð- ir að teljast lifandi og sígild tákn hins þroskamikla ný- græðings, sem skotið hefur upp rótum á akri skákarinn- ar upp á síðkastíð. Þannig mætti lengi telja. Það mætti virðast einkenni- legt að eftir því sem skákin sætir meiri rannsóknum og byrjunartepríur hennar lengj- ast og gildna, þá skuli þeir skákmenn verða æ fleiri og fleiri sem ná toppstyrkleika um eða innan við tvítugs- aldur. 1 fljótu bragði fynnd- ist manni að þróunin ætti að stefna í öfuga átt, að eldri maðurinn með þykkari teoríu- doðrantinn ætti að standa stöðugt betur og betur að vigi samanborið við unglinginn. Skýringin mun vera sú að teoríukunnátta í sjálfri sér færir engan mann nær riyinu lokamarki og eykur raunvecu,- lega ekki skákstyrkleika manns nema að því leyti sem hún veitir honum rýmri sýn innan liinnar endalausu víð- lendu skákarinnar. En til.þess að mönnum veit- ist slík sýn þurfa þeir ekki að stúdera skákteoríur í áratugi heldur nægir þeim haldgóð þekking á tiltölulega fáum skákbyrjunum. Capablanca sagði einhverntíma, að nægi- legt væri að kunna eina til tvær skákbyrjanir, ef menn skildu eðli þeirra og undir- stöðu, því þá mætti heimfæra þá þekkingu á allar aðrar byrjanir. Þótt orð þessi séu mælt af steigurlæti ofurmenn- isins, sem taldi sér flesta vegi færa á skákborðinu, þá er sjálfsagt mikill sannleikur í þeim fólginn. Skákteoríu þýðir ekki að læra sem þurran utanbókarlærdóm, heldur verða menn að komast í tákn- rænt samband við anda við- komandi byrjunar. Hitt er annað mál, að fæstir ungir menn leggja út á skák- brautina fyrir alvöru nú til dags nema hafa einhverja nasasjón af sirka 10—20 byrj- unum og kunna sumar þeirra allvel. Vaxandi viðgangur skákteoríunnar neyðir æ fleiri unga menn til að sökkva sér niður í skákbyrjanir, fjrrst auðvitað í þeim tilgangi að auka þekkingu sína, en um leið færir það þeim innsýn í skákina sem þeir eru á Ingi R. Jóhannsson skákineistari Reykjavíkur 1958 margan hátt næmari fyrir og geta betur notfært sér en menn sem hafa náð hærri aldri, þótt langskólaðri séu í teoríunni. Þannig verður skákteorian liinum ungu mönnum lykill- inn að auknum þroska og styður þá þróun sem ég gat um áðan: Vaxandi séákstyrk- leika yngri kynslóðarinnár um allan heim. Hér kemur svo stutt og skemmtileg skák úr öðrum flokki. Sigurvegarinn, sem lét mér skákina í té, gerði það með því skilyrði að ég birti ekki nöfn keppenda. Varð ég að ganga að þeim hörðu kostum. Spánskur leikur. 1, e4 e5 2. Rf3 Re6 3. Bbf> a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 b5 6. Bb3 Be7 7. I)e2 d6 8. a4 Hb8 9. axb5 axb5 10. h3 0—0 11. Rc3 Bb7 Skeipmtileg peðsfórn, sem hvítur átti að hafna og leika t.d. 12. Rd5 Framhald á 11. síðu HÉR-ER FYRST lítil tilvitn- un í Eyrbyggja sögu; segir fyrst frá því, er Björn austræni, Ketilsson flatnefs, flýði sendi- menn Haralds konungs hár- fagra, er sendir voru honum til höfuðs, og leitaði á náðir Þórólfs Mostraskeggs. „Björn fór, þar til er hann kom í ey þá, er Mostr heitir ok liggr fyrir Sunnhörðalandi, ok þar tók við honum sá rnaðr, er Hrólfr hét, Örnólfs sonr fiskreka. Þar var Björn um vetrinn á laun“. Og á- fram: „Ilrólfr var höfðingi mikill ok inn mesti rausnar- maðr. Hann varðveitti þar í eyjunni Þórshof ok var mik- ili vinr Þórs, ok af því var hann Þórólfr kallaðr. Hann var niikill maðr ok sterkr, fríðr sýnum ok hafði skegg mikit. Því var hann kallaðr Mostraskegg. Hann var göfg- astr maðr í eyjunni". Þá höf- um við fengið að vita nokkur deili á Þóróifi Mostraskegg, og er þá bezt að tíunda botn- ana, sem komnir eru við fyrripartinn, sem hljóðaði um Þórólf þennan: Fyriipartur: „Það var nosturþrifinn karl Þórólfur Mostraskeggur". Botnar: 1. „Gráðaost né annað snarl át sá lostaseggur“. 2. Andans þorsta ónýtt snarl engra kosti leggur. 3. Girndarþorsta ferlegt fall fær oft lostaseggur. (Hér er sem sé gengið út frá framburðinum kall'). 4. Kviðsvið, ost og annað snarl át sá lostaseggur. (Þennan botn kallar höf- undurinn hraðbakaðan og segir að hann sé ortur á konudaginn). Þá var kostur þeigi snarl: þorskur, ostur, steggur. 6. Nú af ostru, hranna hjarl heimtar kosti seggur. Eg held, að botnarnir við þennan fyrripart séu ekki orðnir fleiri, en einn lesenda sendi póstinum þetta ágæta bréf í stað botns: BÆJARPÓSTUR sæll. Það var svo kátlegur vísuparturimi sem einhver sendi þér um daginn um Þórólf Mostra- skegg, það er einsog hann vilji ekki týnast. Og stund- ,ym þegar ég hef verið að rauia lítinn krákícá í svefri, hefur liann slæðzt með. Ég gat þó ckki botnað hann, því þetta er einsog síðasta orð eða niðurstaða, og ekki þætti mér ólíklegt að höf. ætti heila rímu um karlinn. En þetta raulaðist framanvið hjá mér og máttu gera við það hvað þú villt: Vestur í Þórsnesþingi hvar þegnar fóru að gleði veizlur stórar voru — og þar virðugur mórall réði. Bóndinn ítur innir þrátt: Ef að þrýtur kviður, út að skíta í skerið lágt skuluð flýta yður. Mörgum rosta móður svall, margur brosti seggur. — Það var nosturþrifinn kali Þórólfur Mostraskeggur. H.B.B. (MIÐVÍSAN trúi ég að eigi við það, að Þórólfur bóndi vildi ekki láta saurga völl- inn „hvárki í heiftarblóði, ok eigi skyldi þar álfrek gauga, ok var haft til þess sker eitt, er Dritsker var kallat“. Að ganga álfreka þýðir lield ég að ganga örna sinna). Botnarnir við vísuhelmingiim um Helga Sæm og ljóðkökuna verða að bíða næsta pósts, og vonandi dreymir Helga eitt- hvað fallegt þangað til. Hús í smíðum sem er innau lögsaguarumdæmis Reykjavíkur, brtma- tryggjum við með hiuum liagkvæmustu skilyrðum. MKnmrrEYds csnMCMJE Sambandshúsinu — Simi 17080.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.