Þjóðviljinn - 07.03.1958, Qupperneq 6
«)
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 7. marz 1958
PIÓÐVILJINN
ÚtRefandi: Samelninerarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. - BitstJórar
Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. - Fréttárítstjóri: Jón
Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Guðmundur Vigfússon,
ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs-
ingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar, prent-
smiðja: Skólavörðustíg 19. — Siml: 17-5f»0 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á
mán. i Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50
Prent8miffja ÞJóðviljans
Alþýðublaðið og Iðja
A lþýðublaðið birti í fyrradag
forustugrein um kosning-
arnar í verkalýðsfélögunum og
þó einkum i Iðju, félagi verk-
smiðjufólks. Er greinin öðrum
þræði árás á afstöðu Fram-
sóknarmanna í verlcalýðsfélög-
unum að veita ekki íhaldinu
stuðning í viðleitni þess við
að leggja undir sig stjómir
félaganna og síðan yfirstjóm
heildarsamtakanna, en það er
■\utanlega markmið íhaldsins
með brölti þess í verkalýðs-
samtökunum. Með þeim hætti
á svo að eyðileggja núverandi
samvimiu verkalýðssamtak-
anna og ríkisstjórnarinnar,
svipta ve”T"ilýðinn áhrifum á
löggjafarvaiu.'" og fram-
kvæmdavaldið 0$,' ríkisstjórn-
ina þeim grundvelli sem til-
vera hennar hvílir á.
Tlj’tla hefði mátt að Alþýðu-
blaðið bæri í brjósti þá
blygðunarsemi fyrir hönd
flokks síns að láta gleymsk-
una fremur geyma smán hans
í sambandi við kosningarnar
í verkalýðsfélögunum en að
verða til að minna á hana að
fyrra bragði. En þessu er ekki
fyrir að fara hjá þeim Al-
þýðuflokksmönnum. 1 stað
þess að skammast sín og biðja
alla heiðarlega vinstri menn
afsökunar á framferði sínu
hælast þessir ógæfumenn um
og þykjast þess umkomnir að
tala við vinstri sinnað fólk
í hrokatón! Afrek þessara ó-
gæfumanna er að hafa nú
tryggt völd íhaldsins í Tré-
smiðafélagi Reykjavíkur a.m.
k. um eins árs skeið. Á at-
kvæðum hægri krata hefur
það án efa oltið að íhaldið hélt
félaginu með 8 atkvæða meiri-
hluta.
Alþýðublaðið á bágt með að
^kilja þá afstöðu Fram-
sóknarmanna í Iðju og Tré-
sroiðafélaginu að láta ekki
bafa sig til að hlaða undir í-
haldið en hafa í þess stað
samstarf við Alþýðubanda-
lagsfólk og annað vinstri sinn-
að fólk í félögunum. Kveður
Alþýðublaðið Alþýðuflokkinn
„einnig aðila að þessu máli“
og er það vissulega rétt að
svo miklu leyti sem leyfar
hans hafa þrótt til. Hans fáu
hræður í Trésmiðafélaginu
bera nú ábvreð á íhaldsstjóm-
inni þar. í Iðju er hins veg-
ar svo komið að íhaldið þarf
greinilega ekki á hægri kröt-
um að halda. Þakkað veri
hundflatri þjónustu hægri
manna við atvinnurekenda-
flokkinn! Alþýðublaðið verður
að reyna að skilja að ejund
þessara mahna er svo áberandi
og átakanleg að varla tekur
því að telja þá fullgilda að-
ila að kosningaátökum i þess-
«m félögum. Þeir eru þar í
algeru þjónustuhlutverki fylg-
isskorts og umkomuleysis og
verða að sætta sig við- aigera
Þjóðleikhúsið
minnihlutaaðstöðu. Barátta
vinstri manna beinist því af
eðlilegum ástæðum gegn þeim
sem aflið leggja til, íhaldinu,
en ekki þessum aumu fylgis-
sveinum þess, sem allir vor-
kenna og fyrirlíta.
í grein Alþýðublaðsins er
minnizt á úrslit Iðjukosn-
inganna í fyrra. Þá var það
tvímælalaust að hægri kratar
afhentu íhaldinu félagið, því
ótrúlegt er annað en þeir hafi
ráðið þeim 26 atkvæðum sem
munaði á listunum. Hitt er
svo rangt að fyrrverandi
stjórn hafi fallið á frammi-
stöðu sinni í kjaramálum fé-
lagsins, því óumdeilanlegt er,
að kjör iðnverkafólks eru
hennar verk og ekki annarra.
Hinn róttæki og félagsvani
kjarni í Iðju gerði félagið að
því stéttarlega vígi sem það
var þegar íhaldið tók við. Iðja
var aldrei eftirbátur annarra
verkalýðsfélaga í baráttunni
fyrir kauphækkun eða öðrum
kjarabótum verkafólks. Og
sÍ2Ít situr á Alþýðublaðinu að
vera með slíkar ásakanir,
sama sneplinum sem Iét hala
sig til að bera fram kröfuna
um að Iðja yrði lögð niður
þegar hún stóð I éinni örlaga-
ríkustu og erfiðustu kjarabar-
áttu sem liáð hefur verið I
sögu félagsins.
Tjá heldur Alþýðublaðið því
*■ fram áð ,,andstæðingar“
fyrrverandi félagsstjórnar
hafi verið sviftir félagsrétti í
Iðju! Sjálft veit blaðið að það
fer með vísvitandi ósannindi
og algerlega tilefnislaus. Eða
hvemig í ósköpunum áttu þeir
þá aö ná yfirráðum í félag-
inu S sínar hendur, eins og
raunin varð á í fyrra, ef þeir
voru félagsréttindalausir?
Svona blekkingar eru of gegn-
sæar til þess að nokkur taki
mark á þeim.
17ða á þetta e.t.v. að leiða at-
hyglina frá þeirri stað-
reynd, að núverandi stjórn
Iðju hefur orðið uppvis að
stórfelldri fölsun á kjörskrá
félagsins í þeim tilgangi að
tryggja völd sín? Veit Al-
þýðublaðið ekki að f jöldi fólks
var nú tekin út af kjörskrá
Iðju vegna þess að unnt var
að sanna fyrir kosninguna að
fæðingardagur og ár hafði
verið vísvitandi falsað til þess
að tryggja viðkomandi kosn-
ingarétt í félaginu?
A lþýðublaðið talar um að
■**■ Framsókn sé á hættulegri
braut með því að samfylkja
ekfki með íhaldinu í Iðju! Sú
braut er Framsókn áreiðan-
lega ekki hettuleg, nema síð-
ur sé. En hvað um ritjumar
af Alþýðuflokknum? Telur
Alþýðublaðið e. t. v. að þær
eigi engan metnað og enga
sjálfstæða tilveru lengur ? Þær
Litli kofinn
eftir André Roussin
Leikstjóri: Benedikt Árnason
Það mua ekki ofmælt að
André Roussin sé eitt vinsæl-
ast tízkuskáld í París um
þessar mundir, hlátursleikir
hans eru sýndir bæði oft og
víða. Þó má með ólíkindum
telja að nokkurt þjóðleikhús
annað en það íslenzka hafi
sýnt „Litla kofann“ eða áþekk
verk hins bragðvísa kunnáttu-
manns, en ástæðna tæpast
langt að leita. Það hefur verið
fremur hart í ári hjá leikhús-
inu þrátt fyrir almenna vel-
gengni, og allmikið tómahljóð
í fjárhirzlunni, en í annan
stað telur leikhúsið það auð-
vitað lieilaga köllun sína að
koma fólki til að hlæja. En
því í ósköpunum má ekki
velia ’gamanleiki sem hafa
nokkuð skáldskapargildi — á
þeim er varla neinn skortur í
Frakklandi og öðrum helztu
menningarlöndum. Til dæmis
mætti spyrja hversvegna eng-
inn hinna snjöllu og góðkunnu
háðleikja Marcels Aymé sé
sýndur á landi hér.
„Litli kofinn“ her auðþekkt
franskt ættarmót, en efnið er
ærið mjóslegið og svo marg-
þvælt og gamalkunnugt að
það vekur furðu að endast
skuli höfundinum í þrjá heila
þætti; en kunnátta hans í iðn-
inni lætur ekki að sér hæða.
Tveir karlmenn og ein kona
bjargast úr skipbroti upp á
fallega og frjósama eyðieyju
í Suðurhöfum — eiginmaður-
inn, eiginkonan og elskhug-
inn, með öðrum orðum þrí-
hymingurinn frægi. I fásinni
þessu gefst vesaling's friðlin-
um ekkert færi til ásta, hann
getur ekki unað ástandinu
lengur og tekur það til
bragðs, að segja eiginmannin-
um frá öllu saman. Ög viti
menn, hann tekur fréttum
þessum með furðulegu jafnað-
argeði og stóískri ró, og felst
áður en varir á tillögu elsk-
hugans: þeir deila blátt áfram
með sér ástum hinnar fögru
og greiðviknu konu, sofa hjá
konu vinar síns. Róbert virðist
sjálfkjörinn í hlutverk eigin-
mannsins, skapgóður, hóglífur
og gamansamur eins og hann
á að vera. Og þegar hann
þakkar forsjóninni fyrir
björgun konu sinnar og sættir
sig þannig. við orðjnn- -hlut,
tekst Róhert að verða mann-
legur og hlægilegur í senn
með næstum einstæðum hætti,
sameina ósvikna viðkvæmni
og safarika kímni. Hlutverk
Rúriks er varla eins skemmti-
legt í eðli sínu, bar sem frið-
illinn er oftast rnuglyndur,
óánægður og óstyrkur á taug-
um, en leikaranum tekst að
gera hann mjög skoplegan og
bráðlifandi, orðsvörin eru
þróttmikil og fyndin og hitta
beint í mark.
Þóru Friðriksdóttur verður
að vonum ekki eins mikið úr
sínu hlutverki og þeim félög-
um, en hún er eiginkonau
Leikendurnir fjórir: Rúrik Haraldsson, Róbert Arnfinnsson,
Þóra Friðriksdóttir og Jóhann Pálsson.
virðast hafa verið endanlega
afhentar íhaldinu til notkun-
ar og ráðstöfunar. Og Alþýðu-
blaðið virðist vera hið ánægð-
asta og enga ástæðu telja til
að ugga um þá „braut“ sem
hægri kratar feta, þótt hún
liggi beint til pólitískrar tor-
tímingar, eins og bæjarstjórn-
arkosningarnar sönnuðu bezt.
A lþýðublaðið segir að lokum
■^ að Alþýðuflokkurinn vilji
fá úr því skorið hvort Fram-
sókn ætli áfram að neita að
styðja erindreka íhaldsins í
verkalýðsfélögunum. Það er
mikið hvað moldin getur rokið
mikið i logninu! Þykist nú AI-
þýðublaðið í öllu sínu um-
komuleysi og eymd hafa efni
á að tala í slíkum tón við líf-
gjafa sinn úr síðustu Alþing-
iskosningum? Eða eru hægri
kratar kannski komnir það
langt í samningum sínum \ið
íhaldjð að öruggt sé að það
taki við ómaganum o,g fram-
fleyti honum í næstu kosning-
um? Er það kannski engin
tilviljun að í sama tölublaði
Alþýðublaðsins og Helgi Sæm. |
er látinn hrósa samvinmmni
við íhaldið en snuora Fram-
sókn, sendir Bjarni Ben.
einkavin sinn Jón P. Emils
•fram á ritvöllinn með nýja
grein um kjördæmamálið ? Við
bíðum og siáiim hvað setur.
henni sína vikuna hvor í stóra
kofanum. Þessi ráðabreytni
hefur þó allt önnur áhrif en
ætla máetti — eiginmaðurinn
gerist ástfanginn og sæll eins
og nýtrúiofaður unglingur og
gengur í endumýjun lífdag-
anna, en elskhuginn fyllist
beizkri afbrýði; hamskipti
þessi em eitt helzta hláturs-
efni leiksins. Loks er þriðja
ástmanninum teflt fram á
sviðið með nokkuð óvæntum
hætti, en lengra verður sagan
ekki rakin, enda þarflaust
með öllu.
Tilgangi leikhússins var
náð, áhorfendur hlógu oft og
hjartanlega og klöppuðu ó-
spart fyrir fyndnum tilsvör-
um og kátlegum atvikum;
vinsældir „Litla kofans“ þarf
ekki að efa. Sýningin er borin
uppi af tveimur ungum,
snjöllum og jafnvígum leikur-
um, Róbert Arnfinnssyni og
Rúrik Haraldssyni, eiginmann-
inum og elskhuganum. Báðir
hafa hlutverkin í öllu á sínu
valdi, túlka þau hiklaust og
frjálslega, gæða létta en frem-
ur tiibreytingarsnauða kímni
höfundarins ósviknu fjöri og
þrótti; ágætan samleik þeirra
er ánægja að sjá og heyra.
Báðir leika af mikilli smekk-
vísi, hið franska ástargaman
verður aldrei gróft eða klúrt
i höndum þeirra, leikur-
inn getur áreiðanlega ekki
hneykslað nokkra sál. Báðir
bera greinilega svip stéttar
sinnar og stöðu, en náungar
þessir em efnaðir kaupsýslu-
menn — elskhuginn virðist
fagra, þrætueplið í leiknum.
Framsögnin er of blæbrigða-
snauð til þess að kímnin njóti
sín til fulls eða lýst verði til
hlítar eðli þessarar ástheitu
óvenjulegu konu sem kann að
smeygja sér úr hverjum
va'nda, sigra í hverri raun.
En Þóra er skýr í máli og
leikur af sýnilegum áhuga og
þrótti, og hún er það sem
mest er um vert: fríð og
girnileg ung kona, eftirlæti
karlmanna. Loks er Jóhantt
Pálsson skipskokkurinn danski
sem klæðist gervi „villi-
manns“ og leikur óþvrmilega
á þá félaga. Jóhann reyndist
vandanum vaxinn, ungur og
spengilegur og fer vel með
hin fáu tilsvör sín, taiar
skemmtilega hina bjöguðu ís-
lenzku.
Leikstjóri er Benedikt
Árnason og „Litli kofinn"
frumraun hans i sviðsetningu
í Þjóðleikhúsinu, og gott Lil
þess að vita er ungum og
efnilegum mönnum gefast tæki-
færi til að reyna krafta sína.
Hann vinnur verk sitt af á-
huga og lagni, leggur áherzlu
á fiör og hraða, gætir þess eftir
ir föngum að hvergi verði dauð
ir kaflar í leiknum, og er
oft skemmtilega hugkvæmur.
Smávægileg tæknileg mistök
urðu á frumsýningu og verða
að sjálfsögðu ekki oftar, en
betur þarf að búa um hnútana
þegar villimaðurinn svonefndi
bindur keppinauta sína við
sigluna, það atriði varð ekki
nógu eðlilegt né sannfærandi.
1 upphafi hvers þáttar leikur
raunar ekkert hafa aðhafzt í Guðmundur Steingrímsson á
sex ár annað en daðra við Framhalö á 11. síðu.