Þjóðviljinn - 07.03.1958, Page 11

Þjóðviljinn - 07.03.1958, Page 11
Föstudagur 7. marz 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (11 ERNEST GANN: Sýður á keipum .•••o®«oo©í>siS(»»6u>»«oeois*» 56. dagur. snögglega og hann hafði komið. „Af hverju, errnn við að fara á dýraveiðar eða hvað.“ „Di eru alltaf mörg sæljón undan Petro skaga, Brúnó. Þegar maður er að draga upp fallegan lax, kemur sæljón syndandi og bítur hann sundur í miðju. Ví verðum að skjóta þau, annars steia þau öllu út úr höndunmn á olrkur. Ef torfan er mjög þétt, þá höfum við Carl nóg að gera og þú gætir hjálpað mikið með því að skjóta sæljónin öðru hverju.“ . „Nújá. Já, það hlýt ég að geta.“ „Það er riffill undir dýnunni í kojunni minni og pakki af skotum við höfðalagið. Líttu á það snöggvast.“ Hamil breytti um stefnu, tók langan sveig, svo að laxa- línurnar flæktust ekki, fór síðan út úr stýrishúsinu og stóð um stund á framþiljum. Það var margt'senrhann langaði til að hugsa um, og meðan Carl var afturá að fylgjast með línunum, var ágætt tækifæri til að gera áætlun um næstu daga. Það þurfti að hugsa um ísinn í lestinni á Taage •— hann var þegar orðinn fjögurra daga, og þar sem hann hafði ekki tekið nema tonn upphaflega, var hæpið að hann entist út vikuna. Þess vegna yrði bezt að fara í höfn á föstudaginn, afferma bátinn þá ef einhver afli yrði, taka aftiir ís, ká'nnski tvö eða þrjú tonn í það skipti og leggja aðaláherzluna á næstu vil/a. Nú var kominn miðvikudagur og Taage hafði ekki nema einn dag í viðbót til að reyna gæfuna. Það var ómögulegt að segja, en ef heppnin yrði ekki með þeim, var ólíklegt að afli þeirra yrði nema tonn, og Hamil Linder þurfti ekki að setja sig á háan hest yfir slíku. Með hverju ári virtist laxinn koma í smærri stíl. Hann minntist þess þegar hægt var að stíma út Gullna hliðið, öruggur um bað að koma heim aftur með tonn eftir daginn. En þá var verðið svo iágt — var það sjö eða átta sent pundið? — svo lágt að sjómaður varð að hafa sig allan við til að hafa rétt í sig og á. Þá voru engar talstöðvar, engin vélgeng spil. I þá daga lagði maður hendurnar í bleyti í saltvatn í klukkutíma á dag í tvo mánuði áður en vertíðin byrjaöi, til aö heröa þær áöur en slagurinn hófst. Svo var dregið allan daginn, og vöðvum mannsins einum var beitt gegn laxinum. Hvern einasta þeirra þurfti að draga með handafli og það kom fyrir að loknu dags- verki að hendurnar voru orðnar svo stirðar og krepptar að þær voru eins og tættar klær og það var með mestu herkjum og kvölum að hægt var að rétta úr þeim aftur. Nú á dögum var allt auðveldara, þótt leiðin á miðin væri lengri, og þannig jafnaðist þetta kannski upp. Nú voru sitt hvoru megin viö tollgrýfjuna sex málmásar sem vélin í Taage sneri. Hægt var að stjórna hverjum þeirra með því að kippa i og ýta á handföng og á hverjum ás voru að minnsta kosti hundrað og fimmtíu faðmar af stálvír. Vírarnir lágu yfir spólur sem héngu úr sperrum í skutnum og síðan gegnum postulínseinangrara með sterk- ari vírum. Hamel snéri sér við, hallaði sér upp að stýrishúsinu og virti fyrir sér veiðafæri Taage. Það var óhemju mikil- vægt að þau væru í fullkomnu lagi, annars yrði allt í vandræðum þegar laxinn færf að segjaj til sín fyrir alvöru. Og meðan Taage skreið hægt yfir sjóinn, mynduðu vírarnir sem teygðust aftur úr straumnum fíngert myn- stur sem bar við bláan himininn. Straurarnir voru festir þannig við borðstokkinn á Taage að það stóð á sama hvað báturinn valt, þeir snertu ekki yfirborð sjávar. Endar stauranna voni svo sem fimmtán fet yfir vatns- borðinu óg úr þeim lágu línurnar langt afturfyrir kjöl- far. Taage. Hamel virti fyrir sér Montarabelgina, upp-! blásnu gúmmí flotholtin, sem kornu í veg fyrir að línurnar flæktust saman, og komst að þeirri niðurstöðu að þeir. væru enn of nærri bátnum. “Carl” hrópaði hann, “gefðu línunum þrjá fjóra faðma í viðbót”. I trollgryfjunni veifaði Carl hendinni og tók í handföngin á spilinu. Ásarnir snérust og Montarabelg- j irnir fjarlægöust þangaö til Carl tók aftur í handföng-! in. Carl spuröi meö bendingum og Hamil kinkaöi kolli til samþykkis. Hamil þótti margt undarlegt í fari Carls. Það var aldrei hægt að reikna hann út. Hann kunni að taka ó- sigri. Það var ekki á alira færi að koma aftur í bezta skapi, hafandi beðið ósigur í slagsmálum við minni mann. Pilturinn hafði einn góðan kost. Hann hafði aldrei tekið sjálfan sig of alvarlega. Auðvitað gat það líka verið veiklyndi. Kærulaus kom sjaldan stórvirkjmn í fram- kvæmd. Þegar maður Iiorfði á Carl og Brúnó saman, var erfitt að trúa því að þessi slagsmál hefðu nokkum tíma átt sér stað. Strax næsta dag höfðu beir unnið saman í skipakvínni. Þeir höfðu meira að segja hent gam- an að sárum sínum og helzt leit út fyrir það að Brúnó hefði heppnazt áform sitt, ef þetta var tilgangur hans. Á allan hátt var Carl meðfærilegrf en áður. Hann virtist hafa fengið nýjan áhuga á Taage, og meira að segja á.föður sínum, sem var enn undarlegra. I fyrsta skipti síðan Carl kom úr hernum var Eægt að~Iíta á hann sem félaga. öðru máii gegndi um það, hversu lengi það stæði, Það væri ósanngjarnt að segja Brúnó að fara í land núna, fyrst hann virtist hafa svo mikinn áhuga á að vera um borð. Vegna þess að laxveiðar voru eiginlega tveggja manna verk, var eiginlega engin skynsamleg ástæða til að hafa hann um borð, en hann hafði lagt hart að sér og hafði gert allt til þess að veita hjálp sína. Það var ekki hægt að stugga við manni sem var svona heillaður af sjónum og öllu sem að honiun laut. Brúnó var að verða ágætis hjálparmaður. Hann var duglegur þessi Brúnó, með alskýrustu náungum sem Hamil hafði unnið með. Það var ekki hægt að skilja hann eftir á bryggjunni, þegar hann vildi allt fyrir þig gera — þegar hann bað ekki um annað en fá að vera með þér. Það var erfitt að átta sig á þessum Brúnó, og eitthvað var dularfullt við þessi viðskipti hans. En það var alltaf uppfullt af dularfullum mönnum í báta- flotanum. Þeir komu aldrei með neinar skýringar á liðinni ævi, vegna þess að það tíðkaðist ekki að spyrja spurninga, og þeir töluðu aldrei um sjálfa sig. Margir þeirra voru afbragðs sjómenn. Ef Brúnó kærði sig ekki um að tala um sjálfan sig, þá var bezt af öllu að taka hann eins og hann var. Hamil skimaði eftir lífi við sjóndeildarhringinn. Þar voru engir fuglar, engir hvalir, ekki einu sinni bátur. Engar hnýsur stungu sér upp úr sjónum. Hafið var öldungis líf- Litli kofinn Framha)d af 6. síðu einhverskonar negrabumhnr og vafalaust af góðri kunn- áttu, en hljómlist þessi á varla heima á þessum stað að mínum dómi. Ætlun leik- stjórans er .auðvelt að skilja, hann vill skapa nokkra fjöl- breytni og lengja sýninguna ofuriítið um leið. — Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar eru ein- hver þau skrautlegustu og litsterlrustu sem sézt hafa á sviði Þjóðleikhússins, stór- vaxinn hitabeltisgróður í öll- um regnbogans litum. Sviðs- mynd þessi fellur vel að efn- inu, enda vandað verk og vel unnið í hvívetna. Um þýðingu Bjarna Guð- mundssonar er margt gott að segja. Á einstaka stað hefur þýðandinn skotið inn athuga- semdum frá eigin brjósti, enda öllum velkomið í grin- leik eins og þessum, en oftast er fyndni þessi íslenzkuleg 1 meira lagi. Bjarna hefur sýjii- lega langað til að staðfæra leikinn, og væri það í raun og veru nokkur goðgá að breyta þeim félögum hreinlega í ís- lenzka kaupsýslumenn á skemmtiferðalagi kringum hnöttinn? Á.Hj. Fecííöi!! — Snysting Geng í hús og gef megrun- arnudd, andlitsböð, hand- snyrtingu og litun. U'plýsingar frá kl. 10---12 og *kl. 1—2. Birgitta Engiibertz fegrunarsérfræðingur , sími 19736. Úfhreí 3/3 Þioövsljann inu ljósari lit heppnast því að- eins að gamli liturinn sé fyrst lýstur með bleikiefni. Ef efnið fyrir litun hefur sterkan gulan, bláan, grænan, rauðan eða brúnan lit má lita. ru'.í dökkgulara, grænt, brúnt, rautt eða svart; bmtfc dökkbiárra, fjólublátt eða dökkgrænt; Ultl Sólin flettir venjulega ofanaf öllum ágöllum á fatnaði, gluggatjöldum og öðru slíku á heimilinu. Oft langar mann því að hressa upp á útlitið á þessu og lita efnin sjálfur. Það er líka hægt, en það þarf að gera á réttan hátt. Frá „Hemmenes forsknings- institut" í Sviþjóð er fyrir nokkru kominn nýr pési sem í eru margs konar heilræði fyi*- ir húsmóður sem litar heima. Þar stendur að gera verði sér ljóst að upprunalegur litur efn- isins hafi áhrif á nýja litinn og það verði að hafa í huga við litaval. Mynstrað eða röndótt efni er ekki hægt að gera einlitt. Það verður ævinlega mynstrað, nema notaðir séu mjög dökldr litir. Tilraunir til að gefa efn- g-..**nt dkkgrænna, blágrænt, dökkbrúnt eða svart; rai'! t dökkrauðara, fjólurautt, dckkbrúnt eða svart og brúní dökkbrúnna eða svart. Efni í mjög Ijósum lit má lita í næstum hvaða litbrigði sem er, en að sjálfsögðu ekki ljósara en það áður var. Mjög sterka rauða, brúna eða rauðgula liti getur verið nauðsynlegt að setja áður í litarbað í d"kkbláum eða svart- bláum lit, áður en hægt er að fá þá fallega svarta. Pr.TT'” k morgun er síðasti söiudagur í 3. flokki. Athugið, að til áramóta eru eítir 10198 vinningai á samtals kr. 13.245.000.00

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.