Þjóðviljinn - 09.03.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.03.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. marz 1958 — ÞJÓÐVILJlNN (9 i % ÍÞRÓTTIR ftnSTJORJ FRIMANN HELCASOH Félagsmál II. Al gerast félagi Þegar maður gengur í íþrótta- félag, á bvaða aldri sem hann er, og hvort það er karl eða kona, mun þaö ekki talið til stórvið- burða. Það kemur í þann flokk atriða í starfi og tilveru félag- amia, sem heyrir til hins hversdagslega. Þetta er þó ekki þýðingarminna en það, að á því veltur, hvort félagið heldur á- fram að vera til. Sjálft orðið fé- lag bindur í sér, að svo og svo margir menn verða að standa saman tii. þess að það geti lifað, meniT vurða ■ að-hafa-áhngíU'fyrir, því að gerast félagar, og áhuginn getur oft vaknað végna áhrifa frá öðrum. En hvað sem því líður, þá er innganga manns í félag grundvallaratriði fyrir tilveru félagsins. Sé það tilfellið sem flestir munu sammála um, þá er það mjög merkilegt atvik þegar menn gerast félagar í íþróttafélagi. Miklu merkilegra en menn yfir- leitt gera sér grein fyrir. í fyrsta lagi vegna félagsheildarinnar og íþróttahreyfingarinnar í heild. í öðru lagi mun það snerta hinn unga dreng eða ungu stúlku yfir- leitt meira en almennt er gert ráð fyrir. í mörgum tiifellum er þetta beinlínis stór dagur í lífi þeirra Fiest eru þau full eftir- væntingar um hvað bíði þeirra á þgss.wm ný ja stað. í huga þeirra lifir vitundin um það, að í félag- inu sé að finna iðandi líf og skemmtilegan leik og félagslíf, ogað því leita flestir á þessum aldri. Hátíðieg athöfn Sé það staðreynd að um mikla eftirvæntingu sé að ræða í huga þgssa fólks, er það gengur í fé- lagið, þó hlýtur það að hafa mikla þýðingu fyrir hið unga fólk, hvaða viðtökur það fær, og hver fyrstu kynni eru af þessu nýja félagi þeirra eða heimili, eins og mætti kalla það. Það algenga mun vera að menn séu skrifaðir inn eins og það er kallað aí jafnvel Pétri og Páii úr félaginu. Þd'tta getur átt sér stað hvar sem er, úti á götu, í heimahúsum, í kringum æfinga- svæðin eða húsin. í flestum til- fellum er laust við það að um hátíðlega athöfn sé að ræða, þar sem hinu ungi maður finnur til þess að hann hafi raunverulega gengið í félagið. Honum er sagt að á þessum og þessum tíma sé æfing á þessum stað og það er oftast eina „kvitt- unin“ fyrir þessu alvarlega skrefi sem tekið var. Ef hægt væri að gera á þessu mikla breytingu, mundi það hafa mikla þýðingu fyrir hvert eitt félag og iþróttahreyfinguna í heild. Ef hægt væri að gera þetta að hátíðlegri stund þar sem ungi maðurinn (og raunar sama á hvaða ■ a-idr-i hann er) yrði þess fullkomlega var að hann hefði stigið þetta spor, mundi hann persónulega bindast því fastar og persónulegar en með hinni venjulegu aðferð. Mörg félög hafa orðið samastað fyrir starf- semi sína, þar sem möguleiki ér að veita þessu unga fólki mót- töku þegar það vill ganga í fé- lagið. Ábyrgir menn úr félaginu, einhver úr stjórninni og þó allra helzt unglingaleiðtoginn væru þar staddir og tækju á móti hverjum einstökum og byði þá velkomna. Þeir segðu þessum ný- liðum örlítið frá félaginu sem þeir væru nú orðnir félagar í, skýrðu frá venjum og helztu regl- um. Segðu þeim frá því sem það hefði upp á að bjóða og ennfrem- ur ræddu þeir við þá um þau verkefni sem biðu þeirra. Hverjum manni væri svo af- hent félagsskírteini sem sannaði það fylliiega að hann væri skráð- ur félagi og það undirritað af ábyrgum manni úr félaginu. Hvermaður verður líka að hafa Meistaramót Bandaríkjanna f frjálsum íþróttum innanhúss fór fram fyrir nokkru í New York. Það kom mjög á óvart að Pól- verjinn Oryval vann alla keppi- nauta sína sem margir voru þó sérfræðingar í hlaupum innan- hússbrauta á 1000 jördum; tími hans var 2.14.4 Júgóslavinn Mugosa vann 3 milna hlaupið og kom það ekki á óvart, þar sem Bandaríkjamenn eiga ekki góða langhlaupara; tími hans var 13.54.2. Þriðji meistaratitillinn sem fór til Evrópu var í míluhlaupinu, en það vann írinn Ron Delaney sem um þessar mundir stundar nám með sér lög félagsins, sem í gildi! eru á hverjum tíma. Á stöðum þar sem félögin hafa ekki samastað sem gengið er im daglega eiga félagsfundir að geta annazt þetta nokkuð. Ef íþrótta- félögin tækju upp fyrirkomulág sem væi i í þessa átt, ætti félags I vitund og ábyrgð einstaklinganna' að þroskast, en á því sviði er I veila í íþróttastarfinu, sem .veró’- ur að reyna að uppræta( ef kostur | er. í félögum sem hafa unglinga innan vébanda sinna er þetta eitt af verkefnum unglingaleiðtoga félagsins að annast. Það merki- lega er að í fjölda félaga er ung- iingaleiðtogi ekki til, og’ það sjálfsagt af því að álitið er að hans sé ekki þörf, en um ung- lingaleiðtoga verður rabbað síð- ar. Hér skal ítrekað fyrir félögum að veita nýju fólki móttöku með hátíðlegum blæ, við þurfum að vinna hylli þess strax og fá það til að haía trú á félaginu og finna traust þess, og á þann hátt fá það til starfa fyrir g'ott málefni. í Bandaríkj-unum. Yar þetta 21 míluhlaupið í röð sem hann hafði unnið innanhúss á hjnum ágæta tíma: 4.03.7, aðeins 1/10 frá meti Gunnars Nilsen. Hann vann Rozsavölgyi frá Ungverjalandi í löngum og hörðuin endaspretti. Tími Rozsavölgyi varð 4,05,5. Árangur í hástökki varð 2.02 m og var það Wiat sem það stökk. Bragg og Gutowski stukku 4,57 í stangarstökki. O. Brien varpaði kúlu 18,32 metra. 60 jarda hlupu þejr Ed Collymoore og Ira Murc- hison á 6,2 sek. og 60 jarda grindahlaup vann Johns á 7.1 sek. UTSALA Gólfdreglar, mismunandi gallaðir dreglar úr brun- anum verða seldír á mánudag og þriðjudag. Opnað kl. 9 f.Ii. Gólfteppagerðin h.i Skálatúni 51. (húsí Sjóklæðagerðar íslands). Svefnherbergishusgögn fyrirliggjandi — Nýjar gerðir. Hósgagnaverzlunin BÍRKÍ Laugavegi 7 — Sími 17558. Þfzk vöflujárn nýkomin raítækjadeild, RON/ Skólavörðustíg 6. — Sími 1-64-41. (Framhald). Wr Evrópumenn bandarískir meisfarar í frjálsíþróffum Börnin í Glanmbæ. Ávarp til Hafnfirðinga Eins og öllum Hafnfirðing- ur eða þriðjudaginn 11. marz um er kunnugt, mynduðu likn. ar- og barnaverndarfélögin í bænum með sér samtök á s.l. ári í þeim tilgangi að kaupa hús og starfrækja sumardvalr arheimili fyrir hafnfirzk börn, á aldrinum 6—8 ára. Með góð- um og öflugum stuðningi bæj- arbúa og bæjaryfirvalda, var myndaður bamahehnilissjóð- ur, og tilnefndu fyrrnefnd fé- lög og barnavemdarnefnd full- trúa í stjórn sjóðsins. Fjár- söfnun gekk þá svo vel, að keypt var húseignin Glaum- bær í landi Öttarsstaða, hús- ið stækkað verulega og marg- vísleg tæld keypt innan húss og utan. Barnaheimili var sett á stofn og það rekið með á- gætum árangri. Dvöldu í Glaumbæ s.l. sumar 25 börn lengri eða skemmri tíma. — Ekki tókst þó vegna fjá.r- skorts að ljúka viðbyggingu hússins, og ennfremur er nauðsynlegt að setja miðstöð í húsið, og ýmislegt fleira þarf að gera, svo að starf- semin á sumri komanda kom- ist í eðlilegt horf. Allt þetta kostar mikla peninga. Þess vegna liefur stjóm baraa- heimilissjóðs ákveðið að hafa ■fjáröflunardag þann 12. marz n.k. Hefur hún valið tiþ þessa fæðingardag Theodórs heit- ins Mathiesens, læknis. Verða þann dag seld merki til ágóða. fyrir bara«heimilið í Glaum- bæ, kaffisala í Alþýðuhúsinu frá kl. 3 til miðnættis, og ennfremur verður iþá um kvöldið fjölbreytt kvöidvaka í Alþýðuhúsinu, sem kennar- ar og nemendur úr Flensborg- arskólanum sjá um. Loks verða svo vandaðar barna- skemmtanir á laugardaginn kemur, 15. marz í báðum kvikmyndahúsum bæjarius. Það er von stjómar barna- lieirnílissjóðsins, að bæjárbú- ar miimist barnanna og starf- seminnar í Glaumbæ á mið- vikudaginn kemur, 12. marz, með því að kaupa merki dags- ins, dreklca síðdegiskaffið í Alþýðuliúsinu og f jölmenna á kvöldvökuna og í kvöldkaff- ið. Þá eru foreldrar beðnir um að leyfa börnunum að selja merki þennan dag og að lofa þeim að sækja barna- skemmtanirnar á laugard. 15. marz, en til þeirra hefur verið vandað sérstaklega. Hús. mæður, sem hafa hug á að gefa kökur og kaffi, eru vin- samlegast beðnar að senda það í Alþýðuhúsið daginn áð- kl. 3—7. Það væri mikill sómi fyrir Hafnfirðinga að minnast hins baragóða, vinsæla læknis og ágæta mannvinar, Theodórs heitins Mathiesens, með því að styrkja barnaheimilissjóð- inn 12. marz og stuðla þannig að því, að myndarlegt og traust barnaheimili verði starfrækt á þeim stað, er hann sjálfur valdi að bústað og vann við að fegra og bæta, meðan heilsa og kraftar ent- ust. Hafnfirðingar. Leggið gull í lófa framtiðarinnar. Eflið barnaheimilissjóðinn svo að liann megi sem bezt þjóna hlutverki sínu, að skapa hafn- firzkum bömum öruggan og traustan samastað á sumrin — og árið um kring, þegar nauðsyn krefur. Stjórn barna- heimilissjóðs tekur á móti gjöfum 12. marz. Margt smátt gerir eitt stórt. Ólafur Einarsson, héraðsiækn- ir, Vilbergur Júlíusson, kemi- ari, Hjörleifur Gunnarsson, forstjóri, Jóhann Þorsteins- son, kennari, Sólveig Eyjólfs- dóttir, frú, Þórunn Helgadótt- ir, bæjarfulltrúi, Sigríður Sæ- land, ljósmóðir, BjÖrney Hall- grímsdóttir, frú, Ingibjörg Jónsdóttir, frú, Kristinn J. Magnússon, málarameistari. Trillubátavélarnar hafa farið sigurför um heim all- an. Framleiddar í stærðunum l-y2 til 165 hestöfl. LOFTKÆLÐÍÖR, VATNSKÆLÐAB.: Leitið upplýsinga, skrifið, hringið eða lieimsækið skrifstofu vora í Reykja- vík. Einkaumboð á íslandi: VéSar & skip faf. Hafnarhvoli — Reykjavík — Sími 18140.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.