Þjóðviljinn - 09.03.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.03.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVHJINN — Sunnudagur 9. marz 1958 Sigurður málari Framhald af 3. síðu Hættulegur maður Þrátt fyrir óslökkvandi á- huga fyrir framfara- og menn- ingarmálum — eða máski ein- mitt þess vegna — var Sigurði málara ekki sýnt um að afla sér almenningsvinsælda. Margir fyrirmanna landsins munu hafa talið hann hálfgerða landeyðu og jafnvel hættulegan mann, því hann hallmælti stjórnarvöld- unum alltaf og formælti herra- þjóðinni. Dönum, af hjarta. líann verðskuldar ekkert Sigurður málari undirbjó, á- samt S’gfúsi Eymundsen, þjóð- hátíðina 1874, og sá Sigurður alveg um skreytingar, og þótti mjög ' vel fakast. Svo vel að konungur mun hafa viljað sæma hann eitthvað á þióðhá- tíðinni fvrir það starf, en mælt er að Hilmar Finsen hafi komið í veg fyrir það og sagt við konung: Sá maður verð- skuldar ekkert. Mmi kominn til að meta he.nn. Sigurður vann að undirbún- ingi þjóðhátíðarinnar sárveikur, — og dó í mánuðinum eftir að hún var haldin, 7. september 1874. Hann var langt á undan samtíð sinni; örlög hans að vera snauður maður, misskilinn af flestum nema örfáum nánum vinum. Áhugamál hans og verkefnin sem leysa þurfti í menningaimálum voru svo mörg, að minna liggur eftir hann en orðið hefði, ef hann hefði getað einbeitt sér að einu verkefni. Hann studdi mj”g leikstarfsemina. málaði leik- tjöld leiðbeindi og hvatti. Merkasta starf hans er þó í sambandi við Þjóðminjasafnið. Við fráfall hans, eftir 11 ára starf, hafði safnið eignazt um 1000 gripi, þ.á.m. marga merk- ustu gripi þess í dag. Hann lifði það að hafa bjargað ómet- anlegum þjóðlegum menningar- verðmætum frá glötun, og að safnið var orðið stofnun, sem öruggt var að mvndi lifa. Sigurður málari var misskil- inn af samtíð sinni, og of lengi hefur verið hljótt um menn- íngarstarf hans. Menningarsýn- in<Tin ? Bogasalnum mun áorka því að hann verði almennara metinn að verðleikum. i J-B. r Ostjórn Framhald af 12. síðu. saman. Hvað þá ef nú ætti að bíða enn lengur, til þess að sjá hvort ekki minnkaði rennsli upp úr holunni. Reynslutími 1 ár? Ekki er hægt að segja að sama sinnuleysis hafi gætt, að því er varðar Fúlulækjarholuna, því þar hefur verið hafizt handa ura virkjun holunnar og verður reynslutími þeirrar holu varla nema eitt ár, þótt skrýtið sé til frásagnar, eftir skýringar hita- veitustjóra. En það er sannast að segja, að þær framkvæmdir ganga eins grátlega seint og framast má verða. Til þess að koma þessu vatni Njarðvíkingar stoína verzlunaríélag Njarðvíkingar hyggjast stofna verzlunarfélag annað kvöld í samkomuhúsinu. Nokkrir áhugamenn í Ytri- Njarðvík í máli þessu héldu fund 26. f.m. og ræddu þar verzlunarmál hreppsins, en þar þarf mikil breyting á að verða ef viðunanlegt á að teljast. Niðurstaðan af umræðum þessa fundar varð sú að boða til almenns fundar og stofna félag er stæði að byggingu á verzlunarhúsi. Stofnfundur fé- lags þessa verður haldinn annað kvöld (mánudag) 10. marz í samkomuhúsi Njarðvíkur og hefst hann kl. 8,30. Talið er að samningum Vest- ur-Þýzkalands og Sovétríkj- anna í Moskva um viðskipti og önnur skyld mál muni ljúka í þessum mánuði. Ósamið er enn um ýms smáatriði, en ekki búizt við að samkomulag strandi á þeim. íhaldsins í gagn þurfti að gera lítið dælu- hús og leggja um 900 m langa leiðslu. 460 þús. kr. sóun á 4 mánuðum! Þegar athugað er að markaður er fyrir allt þetta vatn, um 1300 teningsmetrar á hverjum sólar- hring, vetrarmánuðina fjóra, og hver teningsmetri skilar 3,00 krónum, er ekki of sagt að leggja hefði átt alla áherzlu á að koma því í gagn sem fyrst Á fjórum mánuðum hefði sala á þessu vatni skilað um 460 þús- undum króna, eða hátt í kostn- aðinn við virkjunina, Nú mundu auðvitað færð þau rök, þessu til afsökunar, að unnið hefði verið að þessu verki af mestu kost- gæfni og að verkinu hafi miðað vel áfram, en slík rök fá ekki staðizt, þau mundu vera biekk- ing ein, eins og allir sjá, sem snef.l þekkja til verka. Hvað vakir íyrir ráða- mönnunum? ■ ■**- 1 Þegar hitaveitan var lögð á Sauðárkróki, var ekki hafizt handa um verkið fyrr en í maí- byrjun og öllu verkinu var lok- ið.þar með teng ngu heimtauga, skömmu eft r næstu áramót. Þó voru þar lagðar al’s um 5500 m af leiðslum í götum, dæluhús reist og inntaksþró, og’ var hér um margfalt verk að ræða mið- að við það að leiða vatnið úr Fúlulækjarholunni til bæjarins. Þegar allt þetta er hugle.tt, verð- ur manni á að spyrja, hvað vaki fyrir þeim mönnum, sem þessum málum stjórna. Er það með vilja gert, að fara þannig með verð- mæti almennings, eða er það heimska þeirra? Hvorugu þessu er þó t.l að dreifa. Hér er á ferð- inni hið alkunna sleifarlag, sem þrífst svo prýðilega undir hand- arjaðri íhaldsins. 5KAKÞATTPR— Framhald af 4. síðu láta frumkvæðið ganga sér úr greipum, þótt rás atburðanna geri þær góðu fyrirætlanir að engu). 8. — Da5 9. e3 Bd7 10. Kbl h6 Mii Engilbsrls Framhald af 12. síðu. ember 1957. „Nýjar einsmanns- og samsýningar“ eftir Stuart Preston. „Tveir norrænir listamenn, norski myndhöggvarinn Ornulf Bast og íslenzki listmálarjnn Jón Engilberts, opnuðu fyrir nokkr- um dögum sýningu í Passeroit Gallery. Ef hinni niðrandi merk- ingu í orðinu sætur væri sleppt, myndi það'eiga vel vjð bronz- styttur Basts. Þær eru gerðar í 'anda Maillo og Despiau og út- færðar af aðdáanlegrí’ ' við1' kvæmni. Hinar þungbúnu landslags- myndir Engilberts — bátar í fjöru og sjómenn undir dimm- búnum og ógnandi himni — má rekja tjl áhrifa frá Rouault, vegna hinna ákveðnu og skýru drátta, og Munch, vegna dapur- leikans, jafnvel sorgarinnar, sem í þeim felst. Þær vekja ekki gleði, en það er sannleiksblær yfir þeim.“ Art News, desember, 1957. „New Yorkbúum gefst nú í fyrsta sinn kostur á að kynnast verkum Jóns Engilberts og Ornulfs Basts. Engilberts er bú- settur í heimalandi sínu, íslandi, og er hann þekktastur á Norður- löndum. Hann málar þungbúnar, drungalegar og ógnandi sjávar- og landslagsmyndir, stundum með fólki. Það er tign yfir beztu myndum hans, táknrænir undir- tónar í litum hans og harka og hrjúfleiki koma fram í túlkun hans.“ Deiðrétting. j Ranghermt var í blaðinu í gær að Verkstjórafélag Reykjavíkur hefði keypt húsið nr. 5 við Skipholt. Félagið hef- ur keypt húsið nr. 3 við sömu götu. „Svo leið vi'ka“, hélt Ríkarður áfram og var nú sýnu rólegri, „og við urðum einskis varir. Þá var það að drengirnir tilkynntu okkur, að þeir hefðu séð skip úti við sjóndeildarhringinn. Við vorum ennþá fimm mílur undan eyjunni. Eg gaf þegar skipun um að fara undir sjávarborð. Við vissum að við máttum eiga von á sprengingunni á hverri stundu, en ég áleit að við værum ekki í neinni hættu. Eg var ákveðinn í að hafa gott samband við drengina. Stuttu síðar sá ég skip- ið í sjónaukanum. Ritstjóri: Sveinn Kristinsson 11. cxd5 exd5 12. Rd4 ----- (Hinn eð’ilegi leikur 12. Bd3 gekk ekki vegna 12. — 0—0—0 en þá væri hvítur neyddur til að drepa á f6, sem mundi aftur leiða til þess að svarti biskup- inn setti bæði á drottninguna og riddarann á c3. Byrjunarkerfi hvíts er þannig nokkuð ábóta- vant). 12.----- 8—0 (Hótar nú biskupnum). 13 Bxf6 Bxf6 14. Dh5 Rxd4 15. exd4 BeG 16. f4 IlacS 17. f5 ----- (Pillsbury ætlar sér ekki af og hyggst nú væntanlega svara Bd7 með framrás peðanna á g og h línunni ásamt með Bd3. Réttara var þó að leika Bd3' strax. Nú hristir Lasker ó,- venjusnjaPa og viðamikla leik- fléttu fram úr erminni). ,17.---------- Hxc3! (Ef nú 18. bxc3 Dxc3 19. fxe6 kæmi Db4t 20 Kc2 (Ef 20. Kal kæmi 20 — — Hc8 þótandi Bxd4t og Hc2 o. s. frv.) 20. — — Hc8t 21. Kd3, Dxd4t 22. Ke2 Hc2t 23. Kf3 Hf2t 24. Kg3 De3t 25. Df3 Be5t 26. Kg4 h5f og svartur vinnur). 18. fxe6 ----- (Þetta er bezti úrkostur hvíts. Hvernig skyldi Lasker nú hugsa sér að framfylgja sókninni?). Svart: Lasker AÖCOEFOH ABCOEFGH Hvítt: Pillbury 18. ----- Ila3!! (Furðulegur leikur! Hvítur er neyddur til að þiggja hrókinn vegna hótunarinnar á a2). 19. exflf Hxf7 20. bxa3 Db6f 21. Bb5 ----- (Guðsmaðurinn verður að ganga í dauðann til að fram- lengja líf sóknarbarna sinna. Eftir 21. Kal Bxd4f 22. Hxd4 Dxd4t 23. Kbl De4f 24. Kcl Hf2 o. s. frv. ynni svartur auð- veldlega). 21. -----Dxb5t 22. Kal IIc7 (Hótar máti í þriðja leik með Hclf! o s. frv.) 23. Hd2 Hc4 24. Hhdl Hc3 25. Df5 ----- (Hyggst svara 25.--------Hxa8 með 26. Dc8t Kf7 27. Hb2 o. s. frv.). 25. ------------ Dc4 26. Kb2 ÍIxa3! (Svarti hrókurinn fcr að dæml hins látna „kollega“ síns og fórnar sér á nákvæmlega sama stað). 27. De8t Kh7 28. Kxa3 ----------- (Nú verður hvitur óverjandi mát. En eftir 28 Kbl Bxd4 29. Df5t g6 30. Df7t Bg7 31. Dxb7 ITa4 o. s. frv. ynni svartur léttj,- lega). 28. — Dc3t 29. Ka4 b5t 30. Kxb5 Dc4t 31. Ka5 Bd8t 32. Db6 Bxb6 mát. Þar með er leikfléttan, sem hófst í 17. leik fullgerð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.