Þjóðviljinn - 15.03.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 15. marz 1958
Einvígið Smi$Ioíi~Botvinnik
Freysteinn Þorbergsson,
sem er lesendum Þjóðviljans
að góðu kunnur síðan hann
hafði á hendi ritstjórn skák-
þáttar blaðsins, stundar nú
nám í Moskva. Hefur hann
sent blaðinu eftirfarandi frá-
sögn af fyrstu einvígisskák
þeirra Smisloffs og Botvinn-
iks um heimsmeistaratign-
ina, en síðan mun hann á
sama hátt lýsa skákunum
sem á eftir koma.
P
Hið 24-skáka einvígi um
heimsmeistaratitilinn í skák
milli heimsmeistarans Vassily
Smisloffs og áskoranda hans,
fyrrverandi heimsmeistara
Mikails Botvinniks, var hátíð-
lega opnað í hljómleikasal
gistihússins Sovetskaja í
Moskvu 2, marz s.l. Viðstadd-
ir voru, auk keppenda sjálfra,
aðaldómari einvígisins sænski
stórmeistarinn Gideon Stáhl-
berg, aðstoðardómari Harry
Golombek Bretland, aðstoðar-
maður Smisloffs stórmeistar-
inn Igor Bondarevsky, aðstoð-
armaður Botvinniks meistari
Grigor Goldberg, og ýmsir af
forystumönnum sovézkra
skákmála, auk áhorfenda.
Meðal ræðumanna var vara-
formaður alþjóðaskáksam-
bandsins, V. Ragosin, er las
bréf frá formanni þess, Sví-
ans Folke Rogard. Stáhlberg
lýsti reglum einvígisins, sem
eru að mestu óbreyttar frá
síðasta einvígi. Smisloff nægir
jafntefii, eða 12 vinningar, til
þess að halda kórónunni, þar
sem Botvinnik hinsvegar verð-
ur að ná a.m.k. l21/2 vinning
til þess að tryggja sér heims-
meistaratignina á nýjan leik.
Síðan var dregið um lit; í
fyrstu skákinni og kom það í
hlut Smisloffs að stjórna
hvítu mönnunum.
Er nokkur tíu ára börn
höfðu fært keppendum og
dómurum blóm og flutt þeim
heillaóskir á rússnesku og
ensku, var hlýtt á konsert
sovézkra listamanna.
ast snemma biskupaparið, en
til þess að geta fært sér það
í nyt, þarf hann að geta opn-
að línur og framkallað veilur
í stöðu andstæðingsins. Fyrsta
verkefni hans er að tefja
hrókun hjá Botvinnik, en þeg-
ar Botvinnik hrókár, hefur
Smisloff beinar liernaðarað-
gerðir með hótun á svörtu
drottninguna í því skyni að
framkalla veikingu, en svar
Botvinniks er sterkara heldur
en Smisloff hafði séð fyrir.
Svarta drottningin tekur sér
stöðu á miðju borði með
djarfri þátttöku í orustunni.
Framhleypinn hvítur biskup
er skorinn af frá meginhern-
um. Smisloff verður að sóa
dýrmætum tíma til þess að
koma honum aftur í skjól. Á
meðan nær Botvinnik frum-
kvæðinu í sínar hendur.
Heimsmeistarinn er í vanda
og notar mikinn umhugsunar-
tíma. Eftir 18 leiki hefur hann
eytt 2 st. og 10 mín. Á því
aðeins 20 mín. eftir til þess
að leika næstu 22 leikjum.
Botvinnik á eftir 59 mín. og
hefur nú náð slíku valdi á
stöðunni, að hægt er að spá
úrslitum honum í hag. Hann
getur jafnvel unnið peð, ef
hann kærir sig um, en hann
velur þá leið að bæta enn
stöðu manna sinna.
Leikir Smisloffs eru nú
farnir að markast af tíma-
þröng. Þannig er 26. leikur
hans aðeins tímasóandi vind-
högg, en verkefni hans er ekki
létt. Botvinnik teflir af þeirri
skerpu og viljafestu sem
hefndarhugurinn hefur blásið
honum í brjóst.
Smisloff á nú aðeins fimm
mínútur eftir fyrir 13 leiki.
Áhorfendur eru farnir að
hvísla. „Botvinnik vinnur“.
Þetta er að verða hraðskák.
Með aðeins tvær mínútur fyr-
ir fimm leiki, er heimsmeist-
arinn nú farinn að ókyrrast.
Ýmist verður honum litið á
malandi skákúrið, eða tafl-
borðið, þar sem menn hans
eru nú í yfirvofandi hættu.
Pískur áhorfenda er nú orðið
svo hávært, að nauðsynlegt er
að gefa ljósmerki með beiðni
um næði fyrir keppendur. Að-
eins Botvinnik heldur ró sinni
og fær sér nú hressingu.
Smisloff ákveður að undir-
búa gagnsókn. Hann gefur
peð • og síðan annað, það var
orðið vonlaust að halda stöð-
unni.
Með tveggja peða liðsyfir-
burði leikur Botvinnik bið-
leiknum, eftir lófatakið, sem
ekki var lengur haldið í
skefjum, er keppendur höfðu
lokið hinum tilskyldu 40
leikjum dagsins.
Þrátt fyrir komandi gagn-
sókn hvíts, er ljóst að staðan
er unnin hjá svörtum. Áfram-
haldið verður því aðeins
spurning um tækni og tíma.
Biðskákin 5. marz
Botvinnik tekur broddinn úr
sókn andstæðingsins með upp-
skiptum og leggur síðan til
upphlaups með frípeð sín.
Hirðir ekki um þótt hann tapi
öðru þeirra peða sem liann
áður hafði unnið.
Þegar heimsmeistarinn hef-
ur fullvissað sig um að engin
tök eru á því að ná þráskák,
gefst hann upp.
Staðan er 1:0 Botvinnik í
hag.
1. skákin
1. e4 cfi 2. RcS d5 3. Rf3 Bg4
4. h3 Bxf3 5. Bxf3 Rf6 6. d3
9. 0—0 Bg7 10. Bf4 Db6 11.
Habl 0—0 12. Bc7 Dd4 13.
Bf3 e5 11. Bd6 Hfe8 15. Ba3
dxe4 16. dxe4 b5 17. Hfdl
Db6 18. b3 Rc5 19. Bel Dc7
20. Be3 Re6 21. a4 a6 22. b4
Had8 23. Be2 De7 24. axbð
axb5 25. Hxd8 Hxd8 26. Bb6
Ha8 27. 13 Ha3 28. Del Bh6
29. Bfl Rd4 30. Bc5 De6 31.
Bd3 Rd7 32. Bxd4 exd4 33.
Re2 Be3f 34. Khl Re5 35.
Dfl Dd6 36. f4 Rxd3 37.
cxd3 Hxd3 38. Df3 Hd2 39
lífl Dxb4 40. e5 Dc4 41. Rg3
I þessari stöðu fór skákin í
bið.
41. — Hc2 42. f5 Hcl 43. e6
fxe6 44. fx!::6 Hxflf 45. Rxfl
hxg6 46. Df6 b4 47. Kh2 g5
48. Rxe3 dxe3 49. Ðxg5t Kf7
50. Dxe3 b3 51. De5 c5 52.
Dc7t Kg6 53. Db8 Kf5 54.
DfBt Ke4 55. Df6 D(15 56.
DfSt Kd4 57. Ddlt Ke5 58.
De2t Kd6 59. Da6t Ke7 60.
Da7t Kf6 61. Dh7 De5t 62.
e7 7. Be2 Rbd7 8. Dg3 g6-" Khl 1)2 og Smisioff gafst upp.
" Ríóbar
• • If.V’ ;>t.K Slfji' :•>!»'! fi" .
Keflavíkurílugvelli
HEITIJR M.VIIiR — SMURT BRAUÐ — KAFFI
ÖL — GOSDRYKKIR
Opið frá kl. 7 f.h. til 11 e.h.
Byggingarsamvinnufélag
. lögrnglumanna
í Reykjavík, hefur til sölu tvær íbúðir sem byggðar
eru á vegum þess. Er önnur við Tómasarhaga, en
hin við Bogahlíð. Þeir félagsmenn, sem neyta vilja
forkaupsréttar, hafi samband við stjórn félagsins
fyrir 23. þ.m. — Stjórnin.
Opiia aftur
vefnaðarverzlun mína — Langholtsvegi 19.
Smisíoff og Botuinnik tefla fyrstu skákina.
Sögulesíurinn í úívarpinu — Um tónlistina —
Siníóníur eða létt lög — Músikkin sé betur
flokkuð og kynnt
1. skák 4. marz
Eins og vænta mátti opnar
Smisloff með kóngspeði. Skák-
menn víðsvegar um heim hafa
með eftirvæntingu beðið þess
hvernig Botvinnik mundi nú
snúast við þessum leik, þar
sem hann hefur á síðustu ár-
um oftar en einu sinni orðið
að þola algert hrun í uppá-
haldsvörnum sínum, franskri
v.örn, sem hann beitir nú í
óvænta svar hans, Caro Cann
vörn, sem hann beytir nú í
fyrsta sinn á sínum langa
skákferli, bendir í þá átt, að
hann hyggist nú ætla að nota
þá baráttuaðferð, að leitast
við að ná jafntefli með svörtu,
en tefla til vinnings þegar
hann leikur hvítu mönnunum,
þvi eins og kunnugt er ein-
kennast flestar leiðir Caro
Cann varnar af traustum
varnargarði, en litlu svigrúmi
til athafna fyrir svartan.
Svartur verður því oftast að
sætta sig við jafntefli, þótt
hann tefli vel, nema hvítur
ofrevni sig á því að reyna að
brióta niður virkismúra and-
stæðingsins.
Einnig Smisloff velur rólega
uppbyggingu. Honum áskotn-
S J ÓMANNSKONA skrifar:
„Mig langar fyrst og fremst
til að þakka Ríkisútvarpinu
fyrir sögulesturinn í útvarp-
inu núna, en ef unnt væri,
kysi ég og fleiri, að sögurn-
ar væru lesnar fleiri kvöld
í viku. En svo er það tón-
listin. Þessar sífelldu sinfón-
íur á næstum öllum tímum,
og fleira þess háttar, sem ég
kann vart að nefna, þótt það
sé allt rækilega kynnt. Mér
og ýmsum sem ég hef átt tal
við, finnst allt of mikið af
þess háttar hljómlist, að henni
ólastaðri. Ef maður á að njóta
hennar, verður maður að geta
hlustað með athygli í ró og
næði, en til þess gefst sjald-
an tækifæri við dagleg störf.
Væri því ekki betra að skipta
tímanum þannig, að til kl.
15—15]/2 yrðu leiknar sin-
fóníur og önnur æðri tón-
list, en frá kl. 151/;-—16 yrðu
lög eftir íslenzka höfunda
leikin eða sungin, og eftir
miðdegisfréttir kæmu dægur-
lög og dansmúsikk. Og þau
finnst mér að ætti að kynna
eins og önnur lög; ekki kalla
þau bara „syrpu af dægur-
lögum“. Margir hafa einna
mesta ánægju af norrænum,
léttum lögum og ljóðum, og
svo auðvitað íslenzkum dans-
og dægurlögum, hvort sem
þau eru leikin eða sungin. Mér
t.d. finnst mjög skemmtileg
lögin og ljóðin eftir Jenna
Jóns; einihg textar eftir
Kristján frá Djúpalæk, Þor-
stein Sveinsson o. fi. Já, hvers
vegna fáum við aldrei að
heyra Hljóðakletta eftir
Freymóð, lagið, sem Erla Þor-
steinsdóttir syngur svo yndis-
iega? Mér finnst nærri óþol-
andi þessi væmni, erlendi
„mjálmsöngur", sem aukizt
hefur svo mjög að undanförnu
og einnig frekjulegi negra-
söngurinn. En fyrir þá sök,
að þessu er blandað saman
við aðra fremur skemmtilega
músikk, neyðist maður til
að hlusta í von um fleira af
betra taginu. Væri ekki hægt
að flokka lögin betur og
kynna hvað fyrir sig? Með
því móti gæfist fólki kostur
á að velja og hafna.“
Ég ætla mér ekki þá dul að
taka upp faglegar umræður um
tónlist hér í póstinum, en ég
vil vinsamlegast benda bréf-
ritara á, að það eru a.m.k.
3—4 fastir dægurlagaþættir
í vikudagskrá útvarpsins, þess
utan er meira og minna leik-
ið af slíkum lögum á degi
hverjum, og á laugardags- og
sunnudagskvöldum er útvarp-
að dansmúsikk. Þetta virðist
mér í fljótu bragði vera tals-
verður skerfur af léttri tón-
list, og þeir hlustendur, sem
yndi/ hafa af sinfóníum og
annarri slíkri tónlist, eiga
vissulega heimtingu á sínum
skerf líka. En sjálfsagt
mætti kynna og flokka mús-
ikkina betur, svo að hlust-
endur hefðu liennar betri not.
— Undir bréfinu, sem birtist
í miðvikudagspóstinum stóð
G. Ö., en átti að vera G. O.,
og er h'utaðeigandi beðinn af-
sökunnar á misrituninni.
— Þessir tveir botnar bárust
norðan úr landi alveg nýlega:
(Fyrripartur:
Það var nosturþrifiim karl,
Þórólfur Mostrarskeggur).
Botn:
Mata-rkostur mikið snarl,
mygluð ostra og dreggur.
(Fyrripartur;
„Hefur þú boðið Helga Sæm
heila köku í ljóðum?“)
Botn:
Komið, skoðið hvort er slæm
köld, með sköku úr bjóðum.