Þjóðviljinn - 19.03.1958, Síða 10

Þjóðviljinn - 19.03.1958, Síða 10
lö) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. marz 1958 Ólga í Frakklandi Framhald af 1. síðu um- geta einstakir þ'ngmerin ekki borið fram frumvörp, sem fela' í sér aukin ríkisútgjöld eða hækkaða skatta. Ekki er lengur hægt að steypa ríkisstjórn með einfaldri atkvæðagreiðslu um vantraust. Þeir sem bera fram vantrauststillögu á stjórnina verða að kunngjöra stefnuskrá sem komi í stað stefnuskrár! þeirrar stjórnar sem að völdum1 situr og þingmönnum leyfist ekki lengur að vera fjarverandi | þegar slíkár atkvæðagreiðslur j fara fram. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir að stjórnin hafi frjáls- | ari hendur um að rjúfa þing og ! til nýrra kosninga. ; Tillagan var samþykkt með ■22^ atkvæðum gegn 196. Frétta- menn segja að sigur stjórnar- innar. í atkvæðagreiðslunni megi mikið þakka ótta stjómmála- manna aimennt við stjórnar- kreppu á þeim ólgutímum, sem nú eru í Frakklandi. Það var aðeins einn liður frumvarpsins um stjómarskrár- breytingu sem samþykktur var í gær. Búizt er við að Gaillard muni krefjast trausts við at- kvæðagreiðslur um aðra hluta frumvarpsins. Forstjéraskipti Framhald af 3. síðu. svo að tryggingastofn félagsins er nú tæplega 90 milljónir. Síðan hann tó'k við stjórn Sam- vinnutryggingá hafa iðgjalda- tekjur félagsins aukizt úr 22 í 47 milljónir króna og það orð’ð stærsta tryggingafélag landsins. Ásgeir Magnússon er 36 ára gamall, fæddur í Vík í Mýr- dal, sonur hjónanna Magnúsar Jónssonar húsasmíðameistara og Halldóru Ásmundsdóttur. Hann er lögfræðingur að menntun, starfaði um hrið sem aðalbókari Olíufélagsins, varð síðan fulltrúi forstjóra SlS, veitti forstöðu Samvinnuspari- sjóðnum og nú síðast skrif- stofu Sambandsins í Kaup- mannahöfn. Athngasemd Laugardaginn 8. marz s. 1. birti „Þjóðviljinn" nokkur um- mæli um Rímnaþátt útvarps- ins og spýr, hver ráðið hafi vali vísna i þættinum og þá um le’ð. á hvers ábyrgð sleppt hafi verið niðurlagsvísu Guð- mundar Röðvarssonar um Sig- urð Breiðfjörð Er þar og spurt, hvort. TJtvarpið hafi amazt við vísunni í hlutleysis- skini. Það skal upplýst hér, að ÍTtvarpið hefur aldrei hlutast til um efnisval þáttarins og bera stjóraendur hans alla á- byrgð á þættinum. Hins skal um leið getið nð úr rimum lengri vísnaflokk um verður tímans vegna að velja, oo verða allir höfundar jafnt fyrir þm. Þátturihri æskir bess að þirrfa engan að særa, en um val vísna má víst lengi deila. Með þökk fyrir birtinguna, Stjórnendur þáttarins. r P6LSKAR V ð R U R: Vefnaðarvörur frá Cetebe, Lodz. — Gúmmí- og striga- skófatnaður frá Skorimpex, Lodz. — íþróttavörur frá Varimex, Varsjá. — L«V> föng frá Coopexim, VaiT>já. — Plast- og skrautvörur frá Prodimex, Varsjá. — Papp- írsvörur frá Paged, Varsjá. —Leðurvörur frá Skorim- pex, Lodz. íslenzk-erlenda verzlunarfélagið h.f. Garðastræti 2. — Sími 15333. Frænka Charleys sýnd á Akranesi Frá fréttaritara Þjóöviljans á Akranesi. Leikfélag Akraness hefur að undanförnu sýnt skop- ieikinn „Frænka Charleys“. Þýðandi Brynjólfur Kúld. Lcikstjóri Gunnar R. Hansen. Sýningum mun vera um það bil að Ijúka. Hér mun leikurinn ekki verða sýndur aftur, en ver- ið getur að farið verði upp um sveitir með leikinn ef færð batn- ar. Stjórn Leikfélags Akraness skipa nú: Þórður Hjálmarsson formaður, Upphöf tveggja þingfrétta á 3. síðu blaðsins í gær rugluð- ust, og hafa lesendur vonandi ekki ruglað saman Veðurstof- unni og jarðakaupum Eyrar- bakka og Raufarhafnar, þó svona tækist til. Körfuknattleikur Framhald af 9. síðu. sér færi og urðu fyrir því ó- happi að missa Lárus útaf í nokkrar mín. sökum meiðsla, á þýðingarmiklum tíma í seinni hálfleik. Beztir í ÍR-liðinu voru Lárus, Helgi Jóh. og Steinþór, sem var þeirra stighæstur (13 i st.). KFR-B:KR 43:28 (23:27) KFR kom mjög á óvart með ágætum, líflegum samleik og góðum skotum og sýndi, að það var engin goðgá að senda þá til keppni. Þeir tóku þegar í upphafi leikinn í sínar hend- | ur og höfðu mikla yfirburði í fyrrihálfleik. KR-ingar sóttu á í seinni hálfleik, sem fór 21:20 þeim i vil, en þó var sigri KFR aldrei ógnað. KR- ingum tókst illa að skapa sér i færi gegn hinum kviku KFR- ingum. Beztur var Gunnar. I liði KFR átti Ágúst Óskars- son mjög góðan leik, skoraði 22 st. ennfremur Ágúst Þór, sem lék nú sinn fyrsta leik i mótinu og átti mestan þátt í sigrinum. Ennfremur lék Grétar vel og reyndar Hörður sem var mjög jákvæður í vörninni. Á föstudaginn heldur mótið áfram. Verkfall Framhald af 1. síðu Þetta er víðtækasta verkfall bæj- arstarfsmanna . í Þýzkalandi síð- an 1920. Verkfallið á morgun nær ekki til þeirra er starfa að heilbrigðismálum, né heldur til lögreglumanna og slökkviliðs- manna. Jóhannes Gunnarsson, Guðmund- ur Kr. Ólafsson, Ásgerður Gísla- dóttir og Bjarnfríður Leósdóttir. Leikfélag Akraness skorar á ungt fólk á Akranesi, sem á- huga hefur fyrir leiklist, að ganga í leikfélagið. Bryiija Framhald af 12. síðu. eða maka sinna, verði veitt út- svarsívilnun á tekjur allt að 12 þús. kr. I fyrra samþ. niður- jöfnunarnefnd að leggja ekki útsvar á tekjur giftra kvenna, sem víð frarriléiðsiústorf vinna, allt að 8 þús. kr. Var þeirri upphæð þó skipt þannig að meirihluti upphæðarinnar var fyrir síldai*vinnu en minnihlut- inn fyrir hraðfrystihúsvinnu' eingöngu. Nú vilja konurnar ekki láta skipta þessu eftir starfsgreinum. Sysigjandð páskar Framhald af 12. síðu. ar leikur. Leiktjöld málaði Loth- ar Grund. Fyrsta skemmtunin verður næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 23.15 í Austurbæjarbíói. í fyrravetur urðu skemmtanir Syngjandi páska samtals 12 hér í bænum, en þá var einnig farið á Suðurnes, til Selfoss og Akur- eyrar og ui’ðu 'sjfemmtanir alls 20 talsins. Nú mun einnig fyrir- hugað að láta nágrannabyggð- irnar njóta góðs af. Söngfólkið var spurt nokkuð um framtíðarfyrirætlanir þess og sögðust söngkonurnar helzt hafa í hyggju að fara og læra sænsku, í von um að fá hér sönghlutverk. Söngfólkið hefur mikinn áhuga fyrir að koma hér upp fastri óperustarfsemi, og telja að það mætti takast. Var því máli hreyft á Alþingi í fyrra og menntamálaráðherra skrifað um málið. Ennfremur skrifaði Fé- lag ísl. einsöngvara fjárveiting- arnefnd, en þar hefur málið leg- ið í salti síðan. Niðurstaðan mun helzt hafa orðið sú, að við hefð- um ekki efni á fastri óperu enn sem komið er. Söngvararnir telja það hins- vegar mjög miður farið, ef fengið er söngfólk erlendis frá, 1 iandi, í vitahúsinu, voru menn á vakt. Þeir sáu til ferða skipsins og þeim var þegar ljóst að skipshöfn- in þyrfti á aðstoð að halda. Þórður sjóari gekk inn til þeirra. Þótt hann hefði um árabil alið aldur sinn á þurru landi, þá verkaði hafið alltaf á liann sem segull á járn. „Það er skip í nauðum statt“, sagði maður við hann, ,,svo virðist sem nú sé eitthvað að gera handa björgunarsveitinni.“ Þórður horfði á skip- ið gegnum sjónaukann. „VaSkleg áhöfn“, muldraði hann, „en svo virðist sem áhöfnin sé með öllu bjarg- arlaus.“ sem ekki er snjallara en íslenzk- ir söngvarar sem fáanlegir væru í hlutverkin, og telja að ekki eigi að ráða til óperuflutnings hjá Þjóðleikhúsinu aðra en heimskunna söngvara. Sé gengið fram hjá íslenzkum söngvurum hlýtur það að leiða til þess að þeir íslenzkir söngv- arar sem þess eiga kost flytjist úr iandi og ráði sig til starfa hjá erlendum söngleikahúsum. í félagi einsöngvara eru um 30 manns. Stjórn skipa: Bjarni Bjarnason fqrmaður, Kristinn Hallsson gjaldkeri, Hermann Guðmundsson ritari og Óskar Norðmann varaformaður. — Nánar verður sagt frá fyr- irhugaðri skemmtun Syngjandi páska síðar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.