Þjóðviljinn - 03.04.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.04.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 »« Afli Þorlákshafnarbáta betri en í fyrra Þorlákshöfn. Prá fréttaritara Þjóðviljans. Frá 1. jan. til 31. marz hafa Þorlákshafnarbátarnir aflað samtals 2449 lesta. Á sama tíma í fyrra v.ar afli þeirra 2148 lestir. Klængur er aflahæstur með 407 lestir. Skipstjóri á Klæng er Guð- á Eyrarbakka, en þrír bræður mundur Friðriksson frá Hrauni j hans eru skipstjórar á öðr- um Þorlákshafnarbátum. Afli Þorlákshafnarbátanna er Dagsbrúnarmenn héldu árshátíð sína í Iðnó s.l. Iaugar- dagskvöld. Guðmundur J. Guðmundsson setti hátíðina með stnttu ávarpi. Árni Jónsson söng íslenzk ættjarðarlög og var ákaft fagnað, Fritz Weiss- happel !ék undir. Brynjólfur Jóhannesson leikari Ias kafla úr Islandsklukkunni og Gullna lilið- inu, og ætluðu áheyrendur ekki að sleppa honum aftur. Karl Guðmundsson leikari flutti gam- anþætti en Gestur Þorgrímsson lék á sekkjapípu, balalæka og gítar — án þess þó að hafa neitt þeirra, hljóðfæra! Meðan skemmtiatriðin fóru fram sátu menn við kaffidrykkju, en síðan hófst dan?i af miklu fjöri. — Á myndinni sjáið þið við kaffiborðið nokkra af stofnendum og forráðamönnum Dagsbrúnar — hinn hluti myndarinnar þarf ekki skýringar við. Slálfstæ^isílokkurmn hefur ekkert 5 vmmm r a b' Flugvél frá brezka flugfélag- inu B.O.A.C. af gerðinni Bristol Britannia hafði stutta viðkomu á Keflavikurfluvelli í gærdag. Var flugvélin í reynsluferð á leiðinni frá London yfir Norð- ur-Atlanzhaf til Bandaríkj- anna. Bristol Britannia-flugvél þessi: Klængur íslejfur Gissur Þorlákur Friðrik Sigurðsson F.axi Viktoría Jón Vídalín 407 lestir 344 lestir 329 lestir 318 lcstir 284 lestir 280 lestir 250 lestir 238 lestir. in er sem kunnugt er ein_,gf nýjustu og stærstu farþega- flugvélum sem smíðaðar eru í Bretlandi. að leggia nema nöldrið ★ Einhver aumlegasta frammistaða sem þekkzt hefur hjá nokkrum stjórn- málaflokki er sú frammi- staðn Sjálfstœðisflokksins í efnahagsmálum, að hafa þar enga stefnu og ekkert til mólcmna að leggja, ekk- ert vema nöldur og orða- skak. ir Morgunblaðið gortar oft af því að Sjálfstæðis- flokkurinn sé stærsti flokk- ur þjóðarinnar og að baki honum standi nær helm- ingur landsmanna. En get- ur það verið að þessi helm- ingur lavdsmanna sætti sig við að þessi stóri flokk- ur hafi ekkert til þýðing- armestu vandamála þjóð- arinnar að leggja. -k Ut af ummælum Morguvblaðsins um að taka þurfi uvp nýja stefnu í efnakagsmálunum leyfir Þjóðviljinn sér að leggja fyrir blaðið nokkrar spurn- ingar og væntir skýrra svdra: Evaða leið aðhyllist Morguvblaðið til lausnar á efnahagsmálunum? Er það með qengislœkk- un eðn á móti? Ef Morgunblaðið er á móti gevqislœkkun, hvaða leið bevdir það þá á? Hvað myndi Sjálfstœðis- flokkurinn gera til lausn- ar á efnahagsmálunum ef hann mætti ráða? Er það kannski álit Morgunblaðsins, að það sem greitt er nú til út- flutningsframleiðslunnar sé of mikið? Ef blaðið telur þessar greiðslur ekki of miklar, hvernig vill það þá afla tekna til þeirra? J©n i<risfjiénsson Sveit Skíðaráðs Keykjavíkur vann sveitakeppnina í svigi í gær hófst skíðamót íslands meff keppni í 15 km göngu í tveim aldursflokkum og sveitakeppni 1 svigi. Báru Þingeyingar sigur af hólmi í göngunni en Reyk- víkingar í svigkeppninni. Glerdýrin, eftir Tennessee Williams verða sýnd í Iðnó á annan j páskum. Þetta verður allra síðasta sýning. „Síðasta sýningm^ átti að vera fyrir nokkrum dögum, en aðsókn var það mikll að ákveðið var að sýna leikinn einu sinnj enn. — Myndin sýnír atriði úr Glerdýrunum, talið frá vinstri: Kristín Anna Þórar- insdóttir, Helga Valtýsdóttir, Gísli Halldórsson. I gær kl. 1 e. h. var skiða- landsmótið sett af Gísla' Hall- dórssyni form. ÍBR, en síðan hófst keppnin í 15 km göngunni. íslandsmeistari varð hinn kunni göngugarpur Jón Krstjánsson, og Framhald á 9. síðu Flóra, Tómstundabiiðin og sambýli í Austurstræti 8 í ffÓOM Leikurinn Friíða og dýrið hefur verið mjög vinsæll lijá ungu kynslóðinni. Hér sjáið þið Iitla fólkið hraða sér upp tröppur Þjóðleikhússins til þess að sjá leikinn. Næsta sýnng er í dag, og er það næst síðasta sýning leiksins. Þríbýli er nú orðiö í blómaverzluninni Flóru í hinu gamla húsi ísafoldar í Austurstræti. Auk Flóru er þar nú Tómstundabúðin og Orlof. Tómstundabúðin er mjög vin- sæl meðal yngri borgaranna, en þar fá þeir allskonar vörur til tómstundastarfa — einnig hinir eldri fá þar margskonar föndur- efni við sitt hæfi. Mjög miklar breylingar hafa verið gerðar á húsnæðinu: rutt nður veggjum og öðrum hindr- unum er áður skiptu húsnæðinu í lokuð herbergi og deildir. Tómstundabúðin hefur kapp- kostað að ná sem beztum tengsl- um við þekktustu fyrirtæki á þessu sviði, bæði austanhafs og vestan, en þó alveg sérstaklega í Þýzkalandi og Danmörku, þar sem nú starfa iang fullkomnustu fyrirtæki í framleiðslu tóm- stundavarnings og leikfanga. í gegnum þessi sambönd eru nú útvegaðar vörur sem aldrei hafa áður verið á boðstólum hérlend- is. Má þar telja Mosaik tii myndgerðar en sú iðja hefur mjög rutt sér til rúms erlendis, Schweitzerbast sem notað er við skerma-, körfu- og. diskagerð auk margra annarra hluta. Þá verða einnig fáaniegár ýmiskon- ar grindur t. d. fyrir lampa- skermar, körfur o. fl. Ennfremur er nú mikið úrvai diesel og rafmágshreyfla fyrir smátæki og leikföng, svo sem báta, bíla og flugmodel, hefir lengi verið skort.ur á þessum tækjum. Taisverðpr hiuti af vörum verzlunarinnar er innlendur, svo sem tréleikfong og flugrnodel. Þessar vörur eru flestar fram- leiddar hjá Flugmó h.f., sem um 17 ár,a skeið hefir eitt inn- lendra framleíðslufyrirtáekja sérhæft sig á sviðj tómstunda- varnings. Forráðamenn Tómstundabúð- arinnar gjöra sér ljósa grein fyrir uppeldisgildi föndursins og munu því kappkosta að sjó fyrir þörfum almennings á því sviði. Ekki er því að neita að örðug- leikar eru margir á útvegun gjaldeyris til innkaupa þessara en valdhafa sýna mjög góðan skilning á málinu og greiða því væntanlega úr vandkvæðunúm eftir beztu getu á hverjum tíma. Sérþekking á vörur og vinnu- aðferðum er tryggð með því að framkvæmdastjórn verzlunar- innar verður í höndum Þórhall- ar Fiiippussonar. Flára skiptir um svip Kin þekkta blómaverzlun Flóra sem er næst elzta blómaverzlun- in hér ó landi og verður 26 ára í vor, hefir nú skipt um eigend- ur. Verður hún framvegis rekin af hiutafélaginu Flóra undir stjórn Helga Filipussonar hins þekkti svifflugmanns. Blómabúðin er eftir breyting- una mjög skemmtileg, mun opn- ari og bjartari en fyrr. Þegar komið er inn í búðina er sem viðskiptavinurinn sé staddur í suðrænum blómagarði þvi veggir verzlunarinnar eru í líkingu við útveggi garðhúsa með þakskeggi og gluggum. Síð- an er allt fagurlega skreytt með grænum plöntum og marglitum Framhald á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.