Þjóðviljinn - 03.04.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.04.1958, Blaðsíða 6
6) — tfjÖéVTfcJÍNÍÍ — Pitómtudágiir 3. ájiríl 1958 - Þióðviliinn ÚtBefandl: Samelnlngarflokkur aiþýSu - Sósiallstaflokkurlnn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). - Préttarltstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Ouðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sígurjón Jóhannsson. - Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent- smlðja: Skólavörðustíg 19. — Síml: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 4 món. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50 Prentsmiðja ÞJóðviljans. J Stöðvunarstefnan fársælust A ndstöðuflokkar Alþýðu- -í*- bandalagsins, og þá ekki sízt þeir tveir flokkar sena það á nú sanwinnu við um ríkis- stjórn, hafa mjög reynt að koma því inn hjá almenningi að það sé eitthvert trúar- eða stefnuskráratriði þess að við- halda núverandi uppbótarkerfi. Jafnvel mœtti ætla af skrif- um blaða þessara flokka að millifærs’a fjármuna yfir til framleiðslunnar sé beinlínis uppfinning Alþýðubandalags- ins. etta á sér enga stoð í veru- leikanum. Það voru þeir flokkar sem stóðu að ríkis- stjórn 1951 sem fyrstir fóru þessa leið. Til hennar var gripið eftir að gengislækkun- in 1950 hafði sýnt að hún var engin lækning á erfiðleikum efnahagslífsins heldur olli þvért á móti nýjum og aukn- um vandkvæðum. íhaldið og Framsókn stóðu að gengislækk- uninni 1950 og þeir tóku einn- ig upp bátagjaldeyriskerfið og bættu við með toll'aálögunum miklu í ársbyrjun 1956. Hitt er svo ekkert leyndarmál að Al- þýðubandaiagið og verkalýðs- samtökin hafa ekki hikað við að taka millifærsluleiðina fram yfir iækkun krónunnar og þá framar öðru haft í huga hagsmuni alþýðunnar. Þýðir þetta að sjálfsögðu ekki að þessum aðilum séu ekki ljósir ágaliar þessa fyrirkomuiags, En ekki hefur enn verið bent á aðra leið sem unnt væri að fara á þann hátt að þeim tekjulægstu og fátækustu væri sýnd nauðsynleg hlífisemi. Samhliða því að núverandi ríkisstjóm hefur hingað til fýlgt millifærsluleiðinni hef- ur hún iagt áherzlu á að stöðva kapphlaupið milli verð- lags og kaupgjalds. Árangur- inn hefur orðið vonum betri þegar þess er gæt't hvemig komið var þegar ihaldið hrökklaðist frá völdum og að það hefur í stjórnarandstöð- unni sýnt fádæma ábyrgðar- leysi og skort á þjóðhollustu. Vísitalan hefur ekki hækkað nema um 5 stig í tíð núver- andi stjórnar en hækkun henn- ar nam 25 stigum siðustu 15 mánuðina sem Ólafur •• Thórs lét þjóðarskútuna reka fyrir' sjó og vindi. Þetta hefur þýtt að hægt hefur verið að halda millifærslunni í miklu meiri skefjum en áður. Þarf t.d. nú ekki að afla nema örlítils brots af því sem venja hefur verið til stuðnings við útveginn, og eingöngu til að.mæta nauðsyn- legri hækkun á kaupi sjó- manna og nokkmm uppbótum vegna óvenjulegs aflabrests á árinu. A Iþýðubandalagið er enn þeirrar skoðunar að stöðv- unarleiðin sé farsælust fyrir íslenzka alþýðu og atvinnulíf þjóðarinnar. Verðbólguþróun í- haldstímabilsins með fylgjum sínum: gengislækkun, báta- gjaldeyri og stórfelldum tolla- álögum sem sífellt sköpuðu nýjan og aukinn vanda leiddi sí- fellt til vaxandi ófamaðar. Þjóð- in hefur reynslu af hvoru- tveggja og þekkir muninn á glundroða ko|Hateypuitímabils(- ins og því farsæla jafnvægi sem fylgt hefur framkvæmd » stöðvunarstefnunnar. Þeir sem vilja brjóta niður varnargarð stöðvunarstefnunnar taka því á sig mikla ábyrgð. Með þeim verknaði væri stofnað til nýrr- ar verðbólguöldu og harðra á- taka á vinnumarkaðinum sem sízt yrði til að treysta efna- hagskerfið. Aðalíundur í SAMVINNUTRYGGINGA og | LÍFTRYGGINGAFÉLAGSINS ANDVÖKU verður háidinn i Sambandshúsinu í Reykjavík mánudaginn 5. maí n.k. og hefst kl. 2 e.h. r Stjórnir tryggingarfélaganna Aðalf undur 1 FASTEIGNALÁNAFÉLAGS SAMVINNUMANNA ^ . verður haldinn í Sambandshúsinu í Reykjavik -h mánudaginn 5. maí n.k. að loknum aðalfundi Samvinnutrygginga og Andvöku. — Stjómih Freysteinn Þorbergsson: Skákeinvígi Smisloffs og Botvimiiks 4. skák 13. marz. Eins og í 2. skákinni opnar Botvinnik með drottningar- peðinu, en nú svarar Smisloff með einni af uppáhaldsvömum sinum, Griinfelds-vöm, og vel- ur síðan kerfi sem kennt hef- ur verið við hann sjálfan. Hef- ur hann oft beitt því áður með góðum árangri. 1 10. leik víkur Botvinnik út af venjulegustu leiðum, en það er þó einkum 11. leikur hans sem orkar tvímælis. Smisloff er hér öllum hnútum kunnugur og tekst eftir hvassa miðborðssprengingu að ná greinilegu forskoti, sem eftir skemmtilegar sviptingar breytist í peðsvinning. Eftir allmikil uppskipti fer skákin í bið með nokkrum vinningslíkum fyrir Smisloff. Biðskákin 14. marz. Smisloff vinnur annað peð, en jafnframt koma upp tafl- lok með mislitúm biskupum. Botvinnik verst af nákvæmni, og Smisloff, sem ekki ætíð finnur hin bitrustu vopnin, verður að lokum að sætta sig við þau súru úrslit, að hann getur ekki unnið með kóng, biskupi og peði á móti kóngi Botvinniks einum, þótt peðið sé ekki á rönd borðsins. Sjaldgæf og skemmtileg loka- staða. Staðan er 3^2 'Vz fyrir Bot- vinnik. 4. skákin. Hvítt: Botvinnik Svart: Smisloff 1. d4 . Rf6 2. c4 S6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0—0 7. e4 Bg4 Fyrsti leikurinn í varnarkerfi Smisloffs, sem einkennist þó öllu fremur af næsta leik svarts. 8. Be3 Rfd7 9. Be2 Rb6 10. Dc5 Venjulegast er 10. Db3. 10. --------------- c6 11. Hdl Nýjung Botvinniks, sem reyn- ist ekki vel. Venjuiegt er 11. 0—0. 11. ------------- R8d7 12. Da5 e5 13. d5 Ef 13. Rxe5 gæti framhaldið orðið 13. — Bxe2 14. Kxe2 Rxe5 15. dxe5 Ðh4! og svart- ur fær sókn fyrir peðið. 13. cxd5 14. Rxd5 Rxd5 15. Dxd5 Be6 16. Dd2 Rf6 17. Dbt a5 18. Db5 Eftir 18. Dxb7 Db8 19. Dxb8 Hfxb8 fengi svartur peðið aft- ur í betri stöðu. 18. — De8 19. Rd2 Dxb5 20. Bxb5 Bxa2 21. Ke2 Ekki dugar 21. b3 Hfc8 22. Hal Hc3 23. Hxa2? vegna 23. — Hclf. 21. — — — Be6 22. f3 Hfc8 23. Hcl Re8 24. Bd3 Rd6 25. Hxc8 Hxc8 26. Hal Ha8 27. Bb6 a4 28. Rbl! Djúphugsaður varnarleikur. Það er annars undántekning að það borgi sig að gefa and- stæðingnum kost á biskupa- parinu í opinni stöðu. 28. — Rc4 29. Bxc4 Bxc4f 30. Kel Bf8 31. RaS Bb3 32. Hcl Ha6 33. Be3 Hc6 34. Hxc6 bxc6 35. Kd2 f5 36. Kc3 fxe4 37. fxe4 Kf7 38. Rc4 Ke6 39. Ba7 Hér kom sterklega til greina 39. Ra5 Ba2 40. Kc2. 39. Ba2 40. Bb8 Bli6 Nú fór skákin í bið. Lokin eru mjög vandtefld. Hér fylgja skýringar Túlushar, en þeim er vart að treysta að fullu, enda gerðar í flýti. 41. Bc7 Peðið á e5 er eitrað sökum manntáps. 41. Bbl 42. Rd2 Bxd2 43. Kxd2 Bxe4 44. g3 Kd5 Betra vár 44. - - g5. 45. Kc3 Bg2 46. h4 Bf3 47. BbS c5 48. Bc7 Bc4 49. Bb8 Bbl 50. Bc7 e4 51. Bf4 Bd3 52. Be3 c4 53. Bf4 Ke6 54. Kd2 Kf5 55. Bd6 Kg4? Skyssa. Nauðsynlegt var 55. — h5! (Túlush). 56. Ke3 Bbl 57. Be5 c3 58. Bxc3 Kxg3 59. Bf6 Kg4 60. Be7 KÍ5 Betri horfúr gaf 60. — og síðan g5. h6 61. Bg5 Ke5 62. Bh6 Bc2 63. Bg5 Bb3 64. Bh6 Bd5 65. Bg5 Kf5 66. Bh6 Kg4 67. Bg5 Kg3 68. Bd8 Kg2 ' • 4 69. Be7 Kfl 70. Bb4 h6 71. Bf8 g5 - i 72. h5! g4 73. Bxh6 g3 74. Bf4 g2 75. Bh2 Bf7 76. Kxe4 Bxh5 77. Itd3 glD 78. Bxgl Kxgl 79. Kc2 Bg6t 80. Kc3 Bf7 81. Kc2 82. b4 Jafntefli. Ba2 Eftir 82. — axb3 e. p. 83. Kb2 verður kóngurinn ekki unninn sökum sjálfheldu svarta bisk- upsins. Tonlcikar í Melaskóla ,,Kámmermúsikklúbburinn“ efndi til annars tónleikakvölds síns á þessu ári í samkomu- sal Melaskólans síðastliðinn sunnudag. Á efnisskránni voru tvö verk eftir Vínarmeistar- ana miklu Beethoven og Schu- bert, hvort um sig fagurt verk og markað sérkennum höfund- ar síns. Hið fyrra var Són- ata í A-dúr (op. 69) fyrir kné- fiðlu og píanó, ein af fimm sónötum, er Beethoven samdi fyrir þau tvö hljóðfæri. Són- ötuna fluttu þeir Einar Vig- fússon og Jón Nordal. Þessir tveir snj"llu hljóðfæraleikarar sköpuðu hér ágæta heild góðs og nákvæms samleiks, — Ein- ar með sinn næma knéfiðlutón og skilningsríka flutning, Jón með sinn fallega áslátt og tón- vísa, , kunnáttusamlega píanó- leik. Yfir þessari glæsilegu són- ötu Beethovens er að vísu bjart og heiðríkt, en þó skipt- ast þar á skin og skuggar, og jafnvel ekki laust við, að fyrir bregði undirtóni óhugn- aðar, eins og í öðrum þætti. Tónverk Schuberts, þríleikur í B-dúr (op. 99), er hins veg- ar ljúfur söngur frá upphafi til enda, oftast glaður, stund- um ofurlitið angurvær, streymandi beint frá hjarta- rótum tónskáldsins góða. Hér voru þeir Einar Vigfússon og Jón Nordal einnig að verki og tókst sízt miður .en hið fyrra sinnið, en nú hafði Ingvar Jónasson bætzt í hópinn með fiðlu sína, og gerði hann einnig sínu hlutverki góð skil, svo að hlustendum gaf að heyra ánægjulegan samleik þeirra þremenninga. í hljómleikasalnum voru flest sætin skipuð, og var listamönnunum ágætlega fagn- að. B. F. Lausar stöður Staða vélritara, bókara og fulltrúa hjá lands- símanum eru láusar til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist póst- og símamálastjóminni fyrir 1. maí 1958. Póst- og símamálastjómin, 1. apríl 1958. .. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.