Þjóðviljinn - 27.04.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.04.1958, Blaðsíða 12
Sumamætliin FcrSaskxiSsðsía ríkism: E! B3 5 ufanlandsferSír 4 skemmfíferSaskip Ferðaskrifstofa ríkisins hefur undirbúið og skipulagt fjölmsrgar feröir á næsta sumri. Veröa margar eins til þriggja daga helgarferðir, nokkrar utanlandsferðir og sérstakar feröir fyrir erlenda feröalanga, en 4 skemmti- ferð'askip kcma hingaö í sumar, eitt þeirra tvisvar. Ferðir innanlands Ferðaskrifstofa ríkisins og Bifreiðast'ð íslands hafa á- kveðið að hafa samvinnu um innanlandsferðir á þessu sumri. Hefur verið ákveðið að efna til fjölda lengri og skemmri ferða. Helgarferðir verða farnar til eftirfarandi staða: Etnsdagsferðir 1. Þingvellir — Sogsfo.isar — Skálho'.t — Geysir — Gull- j foss — Brúarhlöð — Hreppar — Selfoss — Hveragerði — Reykjavík. Alla sunnudaga eft- ir 15. júní. 2. Þingvellir — Uxahryggir (eða Kaldidalur — Borgar- fjörður — Hvalfjörður — . Reykjavík. 3. Suðurnes. 4. Þjcrásdalur. 5. Kleifarvatn — Krísuvík — Selvogur — Hveragerði. 6. Sögustaðir Njálu. Tveggja daga ferðir <— laugard. og sunnud. 1. Þórsmerkurferð. 2. Landmannalaugar. 3. Borgarfjörður (Surtshell- ir). Þriggja daga ferðir 1. Þórsmörk. 2. . Landmannalaugar. 3. Skaftafellssýsla. 4. Ssæfellsnes. Orlofsferðir Ákveðið er að efna til tveggja ferða til Norður- og Austur- lands. Ferðazt verður í bifreið- am og flugvél. Þá eru áætlaðar ferðir um óbyggðir, og verður sagt frá þeim síðar. Með hliðsjón af komu er- Sendra ferðamanna hefur Ferða- skrifstofa ríkisins ákveðið eft- írtaldar ferðir: Miðvikudaga: Bæjarferð og nágrenni. Fimmtudaga: Ferð til Þing- valla og Hveragerðis. F "studaga. Gullfoss og Geys- ir. Laugardaga: Krisuvík og Kleifarvatn. Þá hafa verið gerðar áætl- anir fyrir erlenda ferðamanna- •hópa og einstaklinga um byggð- ir og cbyggðir landsins. Skeinmtiíerðaskip Ákveðið er að hingað komi eftirtalin skemmtiferðaskip: 4.—5. júlí Gripsholm. 7. júlí Bergensfjord. 9. júlí Garonía. 18.—19. júlí Aríadne. 10.—11. ágúst Ariadne. og ferðast á hestum til baka. Fyrri hópurinn sem ferðaðist á hestum tekur þar við bifreið- inni og skoðar sig um þar eystra og ekur síðan til R.eykja- víkur. Áhugi fyrir ferðalögum á hest- um vex sf'ðugt og bendir ! allt til þess að næg þátttaka verði í þessum ferðum. Verður | sennilega efnt til fleiri ferða í , ágústmánuði. | Utanlandsíerðir I Eins og undanfarin ár hyggst 1 • Ferðaskrifstofa nkisins gefa almenningi kost á hagkvæm- um utrnlandsferðum og hafa verið gerðar áaétlanir um eftir- taldar ferðir; ef nauðsynleg gjaldeyrisleyfi fást. Þýzkaland — Sviss — Italía — Frakkland. Flogið verður 17. maí suður til Kölnar og vinnst þannig meiri tími til dvalar á fögrum og merkum HVÖOVMJINII Sunnudagur 27. apríl 1958 — 23. árgangur — 95. tölublað. Forsætisráðherra uppreisnar- manna slapp nauðuglega Her Jakartastjórnar tók bæinn Solok, þar sem uppreisnarstjórnin sat Stjórn Indónesíu í Jakarta tilkynnti í gær, aö her- sveitir hennar heföu tekiö herskildi bæinn Solok í fjalla- héruöuntun á Vestur-Súmötru, en bar hefur stjóm upp- reisnarmanna haft aösetur undanfariö. Pompei, ítalski bærinn er eitt sinn grófst í vikri, hefur nú verið grafinn upp og steinrunnir íbúarnir komið í ljós, eins og þeir voru staddir þegar vikurinn gróf þá lifandi. HúsvarðarstarfiS í Verkamanua- skýlinu laust til umsóknar Bjarni Kristjánsson veitinga- maður í Verkamannaskýlinu hefur sagt starfi sínu lausu. Bæjarráð hefur-auglýst starfið laust til umsóknar og er um- sóknarfrestur til 30. þ.m. Kvenféiag Kvenfélag sósíalista held- ur fund á morgun 28. þ. m. kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. | Dagskrá: 1. Einar Olgeirsson tal- ar um stjórnmál. 2. Rætt um 1. maí. 3. Félagsmál. Kaffi. Félagskonur! Mætið vel og etundvíslega. — Stjórnin. Miðnætursólarflug í sambandi við komur er- lendra ferðamanna verður efnt til miðnætursólarflugs frá seinni hluta júnímánaðar fram í miðjan júlí. 1 hyrjun ágúat er ákveðið að efna til liestaferðalags um Fjallabaksleið. Til þess að gera ferðalögin ódýr og hagkvæm, er gert ráð fyrir 2 ferðamanna- hópum, 20—25 manns í hvor- um. Fyrri hópurinn fer á hest- um um Landmannalaugar, Fjallabaksveg að Búlandi. Verður þá annar hópur þar fyrir, sem ferðast hefur með bifreið um A-Skaftafellssýslu, Btirtflutniiiger Að undanförnu hefur bærinn sagt upp leigu á ýmsum garð- löndum, einkum vegna fyrir- hugaðra byggingaframkvæmda í Kringlumýrarhverfi. Eftir helgina verður af hálfu bæjar- ins hafizt handa um að flytja þau garðskýli burt af þessum niðurF'gðu garðlöndum, sem eigendur hafa ekki fjarlægt sjálfir. Jöklarannsóknafélag íslands heldur aðalfund í Tjarnarcafé (niðri) þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. — Sýnd verður litmyn.d Magnúsar Jóhannssonar frá Vatnajökli og litskuggamyndir frá s.l. sumri. — Kaffibolli og rabb. Félagar mega taka með sér gesti. stöðum. Ferðin tekur 32 daga og verður ékið suður Rínardal um Heidelberg til Sviss og síðan suður Italíu til Rómar, Napolí og Kaprí. Þaðan verð ur lialdið um Rivíera og norð iir Frakkland til Parísar og flogið þaðan til Reýkjavíkur Utanlandsferðir eru ráðgerð ar 5 m.a. til ítalíu og verður sagt frá þeim síðar. Hörpuleikar á tónleikum ut varpshljómsveit- ariimar Brahms ílutt í háskólan- um á morgun Hljómsveit Ríkisútvarpsins heldur tónleika í hátíðasal Há- skólans í kvöld. Illjómsveitar- stjóri verður Hans-Joachim Wunderlich og einleikari með hljómsveitinni Káthe Ulrich, hörpuleikari, sem starfa mun með hljómsveitinni nú fyrst um sinn. Er þetta í fyrsta skipti sem hörpuleikari er ráð- inn hingað til lands að leika með íslenzkri hljómsveit. Ungfrú Káthe Ulrich er fædd 17. júni 1911. Hún hefur starf- að við Regenburgar-óperuna í Niirnberg, við Ríkisleikhúsið í Berlín og Schillerleikhúsið. Ennfremur hefur hún komið fram í útvarpi og leikið með kammerhljómsveit Berlínatr. Sjafruddin forsætisráðherra uppreisnarstjómarinnar og nokkrir aðrir forystumenn upp- reisnarmanna, m. a. þrir aðrir ráðherrar, voru staddir í bæn- um, er stjómarherinn réðist á hann. Allmikil skothríð var í bænum og slapp SjafruddLn mjög nauð- uglega. Þrír af fylgdarmönnum hans féllu í viðureisninni og aðr- ir þrír særðust, Forsætisráðherr- anum og þeim sem eftir lifðu af fylgdarliði hans tókst að flýja ti! fjalla í norðurátt. Þeir hröð- uðu sér mjög á flóttanum og skildu eftir marga miki’væga Nýr fulltrui Guðmundur Ágústsson í Vestmannaeyjum, sem starfað hefur við afgreiðslu Flugfélags Islands þar frá því félagið hóf þangað áætlunarfulg, 1948, hefur nú verið ráðinn fulltrúi félagsins þar og hefur tekið við stjórn skrifstofu F.í. á staðn- um. Til aðstoðar Guðmundi, hef- ur verið ráðinn Steinar Júlíus- son, sem einnig er Vestmanna- eyingur. hlud, bæði skotfæri og þýðingar- mikil skjöl. sem Jakartastjórn þykir mikill fengur að. Uppreimarmenn hafa nú að- eins tvo bæi efíir á valdi sínu á Súmötru, Bukkirtmggi, þar. sem stjóm þeirra sat fyrst og Baus- ouga, en þangað munu uppreisn- armenn nú fiytja aðalbækisiöð'v- nr sínar. Jakartastjórn segir að þess. sé okki lan"t að bíða að báðir þess- ir bæir verði teknir herskildi, bar sem hersvetir hennar sæki nú hratt tii þeirra. Sextug á Borghildur Einarsdóttir frá Eskifirði er 60 ára á morgun. Hún dvelst þá á heimili sonar aíns að Hjarðarhaga 38. Þjóð- viljinn sendir henni beztu árn- íðaróskir. Mikojan ræðir við Adenðuer Anastas Mikojan, varaforsæt- isráðherra Sovétríkjanna, kom í fyrradag til Vestur-Þýzkalands til að undirrita þar samninga um verzlunarviðskipti milli landanna og um skipti á ræðis- mönnum. Samningar þessir voru annars gerðir í Moskvu fyrr í þessum mánuði. Saminingamir voru undirrit- aðir í Bonn í gær, og eru þeir til þriggja ára, og er gert ráð fyrir að viðskipti landanna tvö- fa'dist á næstu árum. Bússar ætla að koma sér upp verzlunar- skrifstofu í Köln með um 50 manna starfsliði. Þetta er í fyrsfa sinn sem sov- ézkur ráðherrk . heimsækir Vest- ur-Þýzkaland. í gær hélt Mikojan ræðu í veizlu sem haldin var til að fagna samningunum. Þá sagði hann m. a. að Rússar myndu ajdrei beita kjamorkuvopnum 'gegn Þjóðverjum, ef þeir fé'lust á að búa ekki her sinn siíkum vopnum. Mikojan átti í gær einkaviðtal við Adenauer kanzlara, en ekk- ert hefur verið látið uppi um. viðræðuefni þeirra. KBSgjl Margt nýrra bóka hefur nú bætzt við á sænsku bókasýning- una, og fer nú að verða hver siðastur að sjá hana, því hún verður aðeins opin til mánaðar- mót.a. Meðal bóka sem komið hafa síðustu dagana eni sændkar út- gáfur á bókum Gunnar Gunn- arssonar. Sýningin er í bogasal Þjóð- minjasafnsins, opin kl. 1—10, aðgangur ókey »is. Stjóm Japáns . mótmælir Japanska stjómin hefur sent brezku stjórninni mótmæli vegna tilrauna þsirra með kjarnavopn, sem brezka stjórnin gettar að láta gera á .Tólaey á Kyrrahafi innan skamms. í mótmrr'lac''ðsendingu Japana -e.-'ir að japanska stjórnin áskilji sér rétt t:l að krefjast skaðabóta fyrir hvert það tjón, sem þesser sprengingar kunna að valda á mönnum og mánnvirkjum. Öllum japönskum skipumyhef- ur verið skipað að halda sig ut- an hættusvæðisins. Bæjarráð hefur nýlega skip- að eftirtalda menn í hátíða- nefnd 17. júní: • Eirík Ásgeirs- son, forsf jcra sem er formaður nefndarimar, Ólaf Jónsson, fulltrúa lögreglustjó.ra, Böðvar Pétursson, verzlunarmann og Jóhann Möller, bankamann. Af háífu íþróttabandalags Reykjavíkur hafa verið sflrip- aðir þessir menn: Erlenduf Ó. Pétursson, forstjóri, Jens Guð- björnsson, • fulltrúi, Bragi Krist- : ánsso.n, _skrif,stofustjóri- - og jRagnar Þorsteinsson, gjald- kéri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.