Þjóðviljinn - 27.04.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.04.1958, Blaðsíða 11
Stmnudagur 27. ímpríl ilö58; — Þ4ÓSXypifi#J;í?íNi —„ (44i ERNEST GANN: Sýður á keipum 95. dagur. að fá 5 ára fangelsi fyyrir að lenda í illum félagsskap, Connie. Eg aðvaraði þig, en nú skulum við láta það liggja milli hluta. En einhvern tíma þætti mér gaman að vita, hvort ég hef getið rétt til um það hvers vegna þú skrifaðir þetta bréf. Þú skrifaðir meira en þú gerðir þér ljóst, og þess vegna er ég feginn því að ég gerði þér ekki erfitt fyrir. Það var til bátur með nafninu Taage og eigandinn hét Hamil Linder. Fyrirspurnir hjá hafnarstjóra og sjómannafélaginu höfðu leitt í Ijós hagstæðar upplýs- ingar um gamla manninn — hann var virtur af öllum. Fyrsta flokks rneðmæli. frá, öllum sem til bekktu Son- urinn — var ekki eins fullkominn. Fékk dóm fyrir bílstuld fyrir um það bil ári, virtist vera piltungi fullur af orku sem beindist í ranga átt. Þaö var allt og sumt, eða því sem næst. Hann hafði verið náðaður og var í gæzlu gamla mannsins. Og Kelsey, þetta var sami pilturinn og ók Studebakernum, svo að þú varst ekki svo langt frá slóðinni eftir allt saman. Var það heppni eða eðlishvöt? Stundarkorn rifjaði Kelsey upp allar ferðir sínar á bátabryggjuna og hugsaöi með sér að 1 framtíðinni myndi hann leggja meira upp úr hugboðum sínum. Það yröi auðveldara aö vera hreykinn ef hugboðið byggðist á einhverju meira en líkum. Sennilega hafði Felkin tekiö stefnu niður að höfn, vegna þess að hann hafði ekki um aðra stefnu að velja, vegna þess hvernig San Francisco var byggð. Við skulum sjá til, Connie. JÞú gafst þessar upplýs- ingar ekki vegna ósamlyndis elskenda, ekki sjálfrar þín vegna. Og ég gizka því á aö þú og Linder ungi hafið verið farin að uppgötva hvort annaö. Brúnó féll það ekki í geð og kom með hótanir? Nei .... það getur ekki staöizt. Þú ert ekki þannig stúlka, að þú vildir ryöja manni úr vegi til þess að fá annan mann. En Brúnó hefur hótað einhverju á einhvern hátt, og þú máttir til aö koma í veg fyrir það_ Þú varst oröin þreytt á því að leika við villidýr. Þetta er tilgáta mín, Connie. Síminn hringdi og Kelsey tók tólið í skyndi. Það var tími til kominn. Allt annað var klappaö og klárt og þetta var eflaust símtalið sem hann hafði beðið eftir. Nú kæmi Brúnó bljúgur eins og lamb eða með skotvopn á lofti. Það kæmi út á eitt 1 lokin. „Kelsey hér.“ „Þetta er Elwaith lautinant í hafnarlögreglunni.“ „Gott. Hvað er að frétta?" „Báturinn sem þú bíður eftir kemur að bátabryggj- unni eftir svo sem tvo tíma. Þeir voru að tala við okkur um borð.“ „Ágætt. Við förum þangað undir eins Andartak, hvernig stóð á því að þeir töluðu viö jdíkur?>! er það venjan?" ! „Ekki nerna þegar slys hefur ofðiðí ^>j|ð ^.mýi’É^lúr. Þeir misstu mann fyrir borð. Og meðal anirari-a orða, á töflunni okkar hefur veriö lýst eftir manni að nafni Brúnó Felkin í meira en þrjá mánuði.'Er þáð maðurinn sem þú ert að leita að?“ „Já.“ „Það er hann sem drukknaði. Það er ekkert efamál að slysið hefur orðið meö þeim hætti sem þeir segja. Við þekkjum formanninn og honum er óhætt að treysta. Níu aðrir bátar voru í nauðum staddir um svipaö leyti. Vindurinn var yfir 60 mílur á klukkustund á þessu svæði. Eg skal fúslega senda þér veðurskýrslu yfir þetta tímabil, ef þú vilt.“ „Þú ert viss um aö það hafi verið Felkin?“ „Þaö var nafnið sem formaðurinn gaf upp. Auðvitaö verður lát hans ekki tilkynnt opinberlega fyrr en eftir þrjátíu daga. Samkvæmt reglunum; Viltu fá þessa veð- urskýrslu?“ „Nei ... . nei, ég þarf ekki á henni að halda núna. Þökk fyrir, lautinant “ Kelsey lagði tólið varlega á aftur. Hann tók nýjan vindil upp úr vasa sínum, opn- að'i vasahníf sinn og skar endann af honum. Hann stakk honum upp í sig og hélt honum milli tannanna um stund án þess aö kveikja í honum. „ .... lát hans ekki tilkynnt opinberlega fyrr en eftir þrjátíu daga . .. .“ Já, eftir þrjátíu daga manstu varla eftir því að til hafi verið maður sem hét Brúnó Felkin! Þá veröuröu Kelsey fyrrum lautinant .... í nýju húsi í Sacramento. Þú verður komimi á nýja skrifstofu við nýtt skrifborð þakið skjölum og senni- lega verðurðu kominn með nýjar áhyggjur í hlutfalli við nýju launin. Kelsey kveikti í vindlinum og tottaði hann hugsi. Hann horfði á reykinn liðast upp í loftið, sem hafði ekki verið málaö síðan hann kom á þessa skrifstofu fyrir 12 árum. Jæja, Connie litla, ég ætla að gera þér dálítinn greiða. Þsð skiptir engan nema þig neinu máli hvort sem er. Eg ætla ekki aö rannsaka skýrsluna um lát Brúnó-s. Þaö er verkefni strandgæzlunnar og við treyst- um henni. Eg ætla ekki að koma nálægt báti sem heitir Taage .... og ég ætla að gieyma því að þú hafir nckkurn tíma skrifaö mér bréf. Tilgáta mín er sú, að þaö verði þér talsverður léttir. Kelsey tók miðann af skrifborðinu og blés á hann reyk Svo vöðlaði hann honum saman 1 þétta krilu og fleygði honum í bréfakörfuna. Fréttir — þjófnaöur á laxavog, koma nýs báts, lát ættingja, verðlækkun á fiski, fæðing sonar, fundur nýrra túnfiskmiða — bárust fljótt um bátabryggjuna. Og Barney Schriona varð því ekkert undrandi þegar hann sá Hamil ganga hægt eftir bryggjunni í áttina til Capellu. Það var von á honum, það haföi meira að segja verið búizt viö honum í nokkra daga. Þegar Barney sá Taage fyrst við bryggjuna og tók eftir athafnaleysinu um borð, datt honum fyrst í hug að vélin hefði eyðilagzt eða jafnvel aö Hamil væri veikur. Það var engu lagi líkt að liggja svona lengi í höfn, þegar túnfiskurinn var upp á sitt bezta og fréttir bárust um firnin öll af fiski úti fyrir. Hamil var ekki eins og margir hinna, einn þeirra sem veiða vel í eitt skipti og halda síðan heppnina hátíðlega í landi, þar til hver eyrir var uppurinn. Ef nokkur fiskur var eftir í sjónum, þá færi hann strax til baka að leita aö honum. Barney hafði farið um borð í Taage hvað eftir annað fyrsta daginn, þótt hann hefði getað sagt sér það sjálfur að enginn yrði til að svara kalli hans. Ðymar að stýrishúsinu voru lokaðar og læstar. Túnfisklínurn- ar héngu líflausar niður. Hann leit út eins og bátur sem hefur veriö yfirgefinn í flýti. Barney langaði til að spyrja Hamil hvernig honum hefði gengið í storminum — það hafði verið rokhvasst í skjólinu í Drake vík — og hann langaöi til að segja Hamil að hann yröi aö gera einhverjar ráðstafanir með talstöðina sína. Hún Léreft nýkomið 90 sm breitt. Tvær tegundir. Poplineíni, þrír litir. UMBOÐ5* & HEIÚDVERZLUN HVERFISGÖTU 50 * SÍM I 10 4 8 5 ■ - | ■ T A MANUDAG Ný sending Hafnarstræti 4. — Sími 1-33-50. Foreldrafélag Laugarnesskóla heldur aðalfund og jafnframt skemmtifund, þriðjudaginn 29. maí 1858 kl. 8,15 í Laugar- nesskóla. Dagskrá’. 1. Börn úr 8 ára bekk Laug- arnesskóla leika nokkur log á blokkflautu undir stjórn kennara síns, Magnúsar Ein- arssonar. 2. Skýrsla stjórnarinnar: a) Skýrsla formanns. b) Skýrsla gjaldkera. e) Garðyrkjuráðunautur bæj- arins hr. Hafliði Jónsson skýr- ir frá ræktun, tiihögun og framkvæmdum á skólalóðinni. 3. Stjórnarkosning: a) þrír menn i aðalstjórn og fimm j varastjórn. 4. Sýnd verður litkvikmynd um listamanninn Ásgrim Jónsson. Þúlur er Kristján Eldjárn. Myndina tók Ösvald Knudsen. Allir foreldrar og konnarar úr skólahverfinu eru velkomn- ir á fundinn. liapur !ei?:a LÁTI8 DRI-BRITE erfiða fyrir yður. Dreifið þvi á dúkinn. Þurrkið það síðan af, og „bóningin er búin“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.