Þjóðviljinn - 03.05.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1958, Blaðsíða 4
'A’ i .) • 'i/'U.J I j‘\ii 'é) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 3. maí 1958 - - ^---- Enginn mun standa frárrl vörð um frelsi fslands en verklýishreyfíngin Ræða Snorra Jónssonar, formanns Félags járniðnaðarmanna, á Lækjartorgi 1. maí Reykvísk alþýða. í dag eru liðin 35 ár síð- an fyrsta kröfuganga var farin á Islandi. Þá var 1. maí ekki samningsbundinn frídagur verkalýðsfélaganna eins og nú. Það má segja að með þessari fyrstu kröfu- göngu verkafólks í Reykjavík hæfist baráttan fyrir því að hann yrði frídagur verkalýðs- samtakanna hér á landi. Marg- ar af þeim kröfum, sem þá voru bornar eru nú orðnar að veruleika sem samningsbund- in réttindi verkafólks. Krafan um 8 stunda vinnudag, sem þá var borin í fyrsta sinni, varð ekki að veruleika fyrir með- limi verkalýðsfélaganna al- mennt fyrr en um 20 árum seinna. Þannig hefur bað ver- ið með mörg af þeim rétt- indamálum, sem samtökin hafa borið fram til sigurs, að það hefur tekið áratuga bar- áttu að ná þeim fram. Starf verkalýðssamtakanna á fyrstu áratugum fóni að mestu leyti i baráttu um að bæta launa- kjörin og skiptist bará sókn kjörin og skiptist þar á sókn og vörn eins og löngum síðan. Það hefur undanfarið verið og er enn, stefna verkalýðsfélag- anna að dýrtíðinni sé haldið í skefjum og kaunmáttur •launa aukinn. Verkalýðssam- •tökin láta síg ekki einvörð- ungu varða hið beina kaup- gjald heldur einnig öll þau mál. er varða kjör meðlim- anna. Á þeim vettvangi er mikið óunnið ennþá þó að margt hafi þar færzt í betra horf frá því sem áður var, en það er fyrst og fremst að þakka verkalýðssamtökunum sjálfum. Nú er það t.d. orðið almennara að mannsæmandi kaffistofur, og í sumum tilfell- um allmyndarlegir matsalir, séu á vinnustöðum. Þetta var fyrir exki ýkjamörgum 4rum lítt þekktur aðbúnaður, og í fyrstu voru kröfur um slíkt taldar allf jarstæðukenndar eins og fleiri hagsmuna- og menningarmál, sem samtökin hafa knúið fram, en í dag þykja sjálfsagðir hlutir. Veigamikill þáttur í stefnu og starfi verkalýðsfélaganna hefur verið að hafa áhrif á það að efla atvinnulífið til að tryggja meðlimum samtak- anna næga atvinnu. Þau líta svo á að það sé höfuðnauð- syn að iðnaði landsmanna séu sköpuð heilbrigð vaxtarskil- yrði, og að hann njóti af hendi ‘hins opinbera sömu fyrir- greiðslu og aðrir undirstcðu- atvinnuvegir þjóðarinnar. Eitt af baráttumálunum í dag er, að auk þess sem láns- fé sé tryggt til íbúðarbygg- inga, verði hafin bygging hentugs leiguhúsnæðis fyrir þá, sem ekki hafa efni á að eignast eigið húsnæði. fÞrátt fyrir miklar íbúðábyggingar hér í Reykjavík á undanföm- um árum er það staðreynd að um 400 fjölskyldur búa hér enn í bröggum þ. e. um 1500 2000 manns. Auk þess býr fjöldi fólks í öðru heilsuspill- andi húsnæði, aðallega göml- um rakakjöllurum, sem álitnir eru einhverjar hættulegustu vistarverur sem til eru fyrir höm. — Samkvæmt lögum á heilbrigðiseftirlitið að láta gera skrá yfir óíbúðarhæft húsnæði í bænum, það hefur ekki birt neinar tölur í þessu sambandi í langan tíma, en t^lið er að í óíbúðarhæfum kjöllurum búi fleira fólk en í bröggunum. Það ber því brýn nauðsyn til að ríki og bær bregðist vel við þeirri kröfu reykvískra verkalýðssamtaka að gerðar séu fljótvirkar ráð- stafanir um byggingu leigu- húsnæðis, sem leigt verði með það hagstæðum kjörum að að efnalítið fólk, sm býr í ónot- hæfu húsnæði eigi þess kost að taka þær á leigu. Snorri Jónsson Eins og sagt var hér áðan þá hefur meirihluti útvarps- ráðs beitt heildarsamtökin — Alhvðusamband Islands — því misrétti að neita þeim um rúin í útvarpinu í kvöld. Alþýðu- sambandið hafði farið fram á það fyrir nokkru, að fá um 1 x/% klukkustund til umráða til þess m.a. að rifja upp þann sögulega viðburð að í dag eru 35 ár liðin síðan fyrsta kröfuganga var farin á íslandi. Alþýðusambandið ætlaði að nota umræddan tíma í útvarp- inu fyrir eftirtalið efni: 1. Ávarp forseta sambandsins. 2. Samfelld dagskrá þar sem þess væri minnzt að 35 ár eru liðin frá 1. maígöngu verka- manna á íslandi. Segja átti stuttlega frá sögu 1. maí er- lendis, og upphafi 1. maígöng- unnar á Islandi og rekja lítil- lega helztu kjörorð, sem markað hafa daginn hér á landi. Einnig átti að lesa nokkur kvæði og kvæðisbrot. Á milli atriða átti að vera söngur og tónlist, er valin væri í samráði við tónlistar- deild útvarpsins. Samfelldu dagskrána höfðu þeir sagnfræðingarnir Sverrir Kristjánsson og Björn Þor-- steinsson tekið saman fyrir Alþýðusambandið. Það væri máske hægt að skilja afstöðu meirihluta út- varpsráðs ef engin félagasam- tök fengju tíma fyrir dagskrá í útvarpinu, en svo er ekki. Á þeim 4 mánuðum, sem liðnir eru af þessu ári hafa 7 fé- lagasamtök fengið til ráðstöf- unar tíma í útvarpinu, en þau eru þessi: Samband bindindis- félaga í skólum, Slysavarna- félag felands, Félag ísl. stúd- enta í Kaupmannah., Bræðra- lag, félag kristilegra stúd- enta, Blaðamannafélag Is- lands, Háskólastúdentar og síðast en ekki sízt: Bænda- samtökin. Það er því augljóst, að meirihluti útvarpsráðs hefur beitt Alþýðusamband Islands herfilegu misrétti miðað við önnur félagasambönd og þann- ig lítilsvirt fjölmennustu sam- tök landsins. I útvarpinu í kvöld mun því enginn koma fram á vegum Alþýðusam- bands íslands: Islenzk alþýða og alþýða allra annarra landa berst fyr- ir friði, frelsi og bræðralagi allra þjóða. Friðarhugsjónin hefur verið eitt af aðals- merkjum verkalýðssamtaka um gervallan heim. — Kröf- urnar um frið og allsherjar afvopnun hafa aldrei verið brýnni en nú, sem og algjört bann við tilraunum með kiarn- orkuvopn, ef mannkynið á ckki að tortíma sjálfu sér. — Þess vegna tekur íslenzk al- þýða undir kröfurnar um frið, allsheriar afvopnun, bann við kjarnorkutilraunum, oer bann við framleiðslu ægivopna kjamorkunnar. Islenzk verkalýðshreyfing tók virkan bátt í sjálfstæðis- baráttu þióðarinnar, og átti driúaan hlut að bví að landið öðlaðist siálfstæði. — Eins er það nú, að verkalýðshreyfing- in krefst þess að herinn verði látinn hverfa af íslandi, strax og herverndarsamning- urinn leyfir. — Það mun eng- inn standa trúrri vörð um frelsi fslands en verkalýðs- hreyfingin, enda óskar hún einskis fremur en að hver þjóð megi lifa frjáls í landi sínu, án íhlutunar annarra þjóða. Verkalýðssamtökin krefjast 12 mílna fiskveiðilandhelgi nú þegar — þau gera kröfu til að útrýmd verði herskálum og öðru heilsuspillandi húsnæði. Treystum eininguna í verka- lýðssamtökunum — Lifi sam- tök alþýðunnar — Lifi Al- þýðusamband Islands. Skíðamót Norður- lands hefst í dag Akureyri. Frá fréttarit- ara Þjóðviljans.. Skíðamót Norðulands verður háð í Hlíðarfjalli við Akureyri nú um helgina.. Skíðaráð Ak- ureyrar annast allan undirbún- ing og framkvæmdir við mót- ið. Keppendur verða um 50 tals- ins frá Siglufirði, Ólafsfirði, Þingeyjarsýslu, Fljótum, Ak- ureyri og Eyjafirði. Ennfrem- ur nokkrir gestir frá Reykja- vík og ísafirði. Keppnin fer fram í námunda við skíðahót- elið sem er í byggingu í Hlíð- arfjalli og yerða veitingar seld- ar þar báða mótsdagana. Mik- ill snjór er nú í fjallinu og ágætt skáðafæri. Bílfært er frá Akureyri langleiðina upp að skíðahótelinu. Mótið verður sett kl. 4 i dag, laugardag, af formanni Skíðasambands Islands Her- manni Stefánssyni. Keppni í stórsvigi og göngu fer fram strax að setningu lokinni.. Mótsstjóri er Svavar Ottesen. Nýtt dilkakjöt, Hangikjöt, Nautakjöt f buff og gúllash, Niðurskorið álegg. Kjötbúðir Skólavörðustíg 12, — Sími 1-12-45, Barmahlíð 4, — Sími 1-57-50, Langholtsvegi 136, — Sími 3-27-15, Borgarholtsbraut, — Sími 1-92-12, Vesturgötu 15, — Sími 1-47-69, Þverveg 2, — Sími 1-12-46, Vegamótum, — Sími 1-56-64, Fálkagötu, — Sími 1-48-61. ö Hlíðarvegi 19, Kópavogi. Borðið ódýran hádegisverð og kvöldverð í fallegu umhverfi Miðgarður, Þórsgötu 1. Nýreykt hangikjöt, Alikálfasteik, snittur, nautakjöt í BúrlelL Shjaldborg við Skúlagötu Sími 1-97-50. TRIPPAKJÖT, reykt — saltað og nýtt Svið — Bjúgu Létt saltað kjöt Verzlunin Hamraborg Hafnarfirði Sími 5-07-10. HtíSMÆÐUR gerið matarinnkaupin hjá okkur Kaupfélag Kópavogs Álfhólsvegi 32 Sími 1-96-45 Jarðarberjaplöntur af tegundinni Abundance, höfum við nú til sölu, eins og undanfarin vor. Verða afgreiddar í dag klukkan 13. Atvinnudeild Háskólans. Höfum opnað húsgagnverzlun að Laugaveg 66 Þar sem áður var húsgagnavcrzlun Gunnars Mekkinóssonar. Rekum einnig áfram liúsgagnaverzlun á Snorrabraut 48 HÚSGÖGN AÐEINS UNNIN AF FAGMÖNNUM Laugaveg 66 — Snorrabraut 48 Símar 16975 og 19112 KvensÉúdent- ar fefóúa kaffl Kvenstúdentafélag Islands gengst fyrir kaffisölu í Sjálf- stæðlshúsinu á morgun kl. 2. Kaffisala þessi er til ágóða fyrir sjóð félagskvenna og á að verja honum til styrktar íslenzkri menntakonu. — Kven- stúdentafélagið hefur nýlega veitt enskri !konu styrk, Úr- súlu Brown, lektor frá Ox- fordháskóla, sem hér dvelur nú um tveggja mánaða skeið og vinnur að Edduútgáfu. Flogfim á Natofund Utanríkisráðherra, Guðmund- ur I.. Guðmundsson, fór í gær utan til þess að sitja utan- ríkisráðherrafund Norðuratl- anzbandalagsins, sem haldinn verður í Kaupmannahöfn dag- ana 5.—7. þ.m. 1 för með ráðheúranum er Hinrik Sv. iBjörnsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins (Frá utanríkisráðuneytinu)..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.