Þjóðviljinn - 03.05.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.05.1958, Blaðsíða 10
2) óskastundin * n t ■ ’crrr^ *wgs ^ •.wrjp^w—p» pp^ öskastundin — (3 'Þótt Keli sé alinn upp á þessu ágætá heimili og hafi tekið sæmilegri döngun nú um tíma, er ekki hægt að ganga alveg framhjá því að nýlega hefur komizt á kreik orð- rómur, sem veldur manni áhyggjum um framtið nans. Það er ekki hægt fara að líta eftir krakk- anum, en prestur leit á hana allbrattur, sló spor- anum í gólfið og rumdi eitthvað sem líktist blóts- yrði, svo hættu þau sér lengra inn á gólfið en þau voru vön, bara til að sýna Kela sínum að þau væru nú aldeilis ekki Halldóra B. Björnsson: kel> RÆFILLINN að loka augunum fyrir því að hann líkíst mömmu sinni meira og meira með hverjum deg- inum, að henni ólastaðri þó. En það gæti tafið fyrir því að koma honum til manns. Þetta stutta stél og þetta vaggandi göngulag þykja órækar sannanir fyrir því að prestur verður hann aldrei. Sumir jafnvel farnir að spá að það verði hann, sem verpi undir baðherbergisglugg- anum að vori, ef hann lifir! En mikið yfirtak voru prestshjónin stoltaraleg og upp með sér í morg- un, þegar þau komu inn í eldhús með Kela ræfil- ínn í humátt á eftir sér, tístandi af hræðslu. Maddaman vildi helzt hætta við þetta þegar bau voru komin á móts við miðjan skápinn og smeik, þetta væri nú ekki mikið. En ræfillinn bældi sig fyrir innan þröskuldinn og dritaði af hræðslu á nýskúrað gólfið, áður en SKRÍTLUR Bjössi: Mamma, viltu gefa mér fimmkall handa fátækum dreng? Móðirln (klökk) :Hvar er hann drengur minn? Bjössi: Hann er hérna úti að selja aðgöngumiða að íþróttavellinum. Bóndi (við vinnumann- inn): Þú liggur hér enn og sefur í staðinn fyrir að vera að vinna. Þú ert ekki þess verður að sól- in skíni á þig. Vinnumaðurinn: Þess vegna lagðist ég hérna í forsæluna. hann færi lengra. Og þá gat ég auðvitað ekki stillt mig um að taka í lófa minn þennan yndislega gráa hjartslátt. En það hefði ég ekki átt að gera, því með þessu braut ég lögmál gistivináttunnar og brást trausti þessara nágranna minna. Ég mátti bara horfa á Kela. Því nú þustu presthjón- in framhjá mér og út með fjaðrafoki og hiksta, í stað þess að snúa sér að Kela sínum með virðulegu fasi, eins og þau voru búin að hugsa sér að gera þegar ræfill- inn væri kommn hæfi- lega langt inn fyrir þröskuldinn og segja eitt- hvað á þessa leið: Jæja Keli minn, þá ertu nú loksins kominn inn í þetta forláta kokk- hús, sem við höfum svo oft verið að segja þér frá. ENDIR Hagamus Samtalsþáttur þessi er gerður eftir samnefndri sögu í bókinni Bláhattur. Axel Thorsteinsson sneri sögunni úr ensku. Þið ættuð að spreyta ykkur á því að snúa einhverri sögu í samtal eða stutt leikrit. Hér hafið þið fyr- irmynd. Hagamúsin trítlar fyrir utan hús, hún gægist inn um kjallaraglugga. Þar fyrir innan stendur húsa- mús og horfir út. Hagm.: Af hverju kem- ur þú ekki út, hvað ertu að gera þarna inni? Húsam.: Af því ég er húsamús, og mér þykir gott að búa í húsi. En ég gæti nú skroppið út sem snöggvast og skoðað mig um úti í haganum. Hagam.: Já, gerðu það, við skulum koma og horfa á tunglið, það er að koma upp. Húsam.: Hæ, hæ, hér kem ég. Hagam.: Komdu, nú skulum við hlaupa. Fyrst af öllu ætla ég að sýna þér tré. Ekkert jafn veg- iegt og fagurt birkitré hefurðu séð innan fjög- urra veggja, það er ég viss um. Húsam.: Ójú, það er stór klukka, sem nær hér um bil frá gólfi til lofts. Og hún gengur allan sólarhringinn og segir tikk takk, tikk takk. Hagam.: Ekki finnst mér neitt til um það, húsamús hvers virði er stofu- klukka í samanburði við tré í skógi? Húsam.: Hún gefur fólkinu til kynna hvað tímanum líður. Hagam.: Iss, komdu við skulum hlaupa yfir græna grundina. Ekkert er til svona grænt og mjúkt og fallegt. Húsam.: Ábreiðan i setustofunni. Hagam.: Vitleysa, held- standist nokkum saman- burð við græna grund- urðu að gólfábreiða ina? Húsam.: Hún er ekki vot. Hagam.: Komdu með mér að þessum fallegu hagablómum, það er af þeim svo dásamleg ang- an. Andaðu að þér, hví- líkur ilmur. —■ Hvað skyldi vera í húsi, sem ilmar eins? Húsam.: Vatn, sem kemur í flöskum, og ef tappinn er tekinn úr berst anganin um alla stofuna. Hagam.: Heyr undur mikil. Húsam,: Já, og ef menn hella nokkrum dropum í fötin sín ilma þau langa lengi. Hagam.: Jæja, en líttu á tunglið. Hvað hefurðu í húsinu þínu svo fagurt og glæsilegt? Húsam.: Ost. Hagam.: Heyrðu nú, þú ætlar þó ekki að reyna að telja mér trú um að ostur standist samanburð við tunglið? Húsam.: Hann er ætur, og meira að segja lost- ætur. Hagam.: Það er víst bezt, að hver uni við sitt. Ég í haganum mín- þínum. Farðu heim heill- in, og haltu þar kyrru um og þú í húskofanum fyrir, þar er þinn heim- ur. Húsam.: Já, það geri ég, og það þegar í stað, og vertu sæl. Hagam.: Já, vertu sæl, En ég ætla að una í hag- anum mínum alla mína daga, hér er svo margt fagurt á að horfa. Orðsending Því miður gat Óska- stundin ekki komið út síðast vegna veikinda ritstjórans, þess vegna hefur dregizt að birta úr- ,?litin í skriftarsamkeppn- inni, en þau munu koma í næsta blaði. Við þökkum öllum sem hafa sent sýnishom af skrift sinni í þessa keppni. SKRÍTLUR Móðir: Ég er mjög óá- nægð með vitnisburðinn, sem þú færð í skólanum, Jón minn. Jón: Þetta hélt ég alltaf og ég sagði það líka við kennarann, en ég gat ómögidega fengið hann til að breyta hon- .um. 20) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 3. maí 1958 ISLENZK TUNGA Framhald af 7. síðu um (ítölskum), t.d. molto vivace mjög fjörlega, prestiss- inio mjög hratt. Vitanlega er mögulegt að þýða slík orð á íslenzku, enda hefur það stundum verið gert, en þá verður sá vandi óleystur hvernig á að tákna hinn fín- gerðari merkingarmun orð- anna, því að stundum yrði að þýða fleiri en eitt þessara orða með sama íslenzka orði. En meðal þess flokks ítalskra tónlistarorða sem táknar ann- en að hraða eru orð eins og piano veikt, í hástigi pian- issimo; forte kröftulega, í há- stigi fortissimo. Ekki skal því neitað að venjulega er æskilegast að geta notað íslenzk orð um þá erlendu hluti og hugtök sem berast að okkur, en þessi ítölsku tónlistarorð eru miklu fremur tákn til að sýna ýmis blæbrigði tónlist- ar en þau séu notuð sem tökuorð í venjulegum skiln- ingi. Þau eru sem sé að sínu leyti eins og táknmál metra- kerfisins, en þar hafa mistek- izt allar tilraunir að festa mæliorðakerfi af íslenzkum uppruna (stika = metri, röst = kílómetri, o.fl.), ogtáknmál metrakerfisins er allt útlent og alþjóðlegt; sentímetri er rétt að rita svo, en stutt táknun þess orðs er samt cm (ekki sm.), isem er ekki skammstöfun í venjulegum skilningi, heldur fremur al- þjóðlegt táknmál, enda er venjulega ekki settur punktur á eftir þessum skammstöfun- um eða táknunum metrakerf- isins. Þá eru ýmsir titlar sem tákna nám og próf, einkum við háskóla. Um þá gildir svipað og um tónlistarorðin, að þetta eru orð úr alþjóð- legu kerfi, flest af latneskum uppruna. Eitt hið algengasta þeirra er stúdent, sem merkir ekki annað en nemandi. Orð- ið kandídat merkir venjulega mann sem er brautskráður úr háskóla. Síðan eru skamm- stafanir þessara orða settar framan við fræðigreinarheitin, sem einnig eru skammstöfuð, en þá er skammstöfunin stud. venjulega látin merkja studi- osus = nemandi. T.d. merkir stud. theol. (studiosus theo- logie) = háskólanemi í guð- fræði,en cand. theol. = braut- skráður guðfræðingur, því að theología = guðfræði. Cand. med. er maður brautskráður úr læknadeild, stud. jur. — lögfræðinemi, en cand. jur = brautskráður lögfræðingur. Magister er kennari, meistari, kemur einnig fyrir stytting- unum mag. art. og cand. mag., sem hvorar tveggja merkja svipuð próf, þó að stigsmun- ur sé þeirrra nokkur við flesta háskóla. Miklu fleiri námstitla mætti telja, en hér verður staðar numið. Embætt- isheiti háskólakennara, lektör, hjá okkur æðsta lærdóms- frama manns við háskóla) og rektor (skólastjóri), eru öll latnesks uppruna, og er eng- in ástæða til að amast við þeim; þau hafa unnið sér þegnrétt í tungunni. —. Hins vegar er ágætt að eiga orð eins og háskólakennari, af inn- lendum uppruna, og geta gripið til þess í viðlögum. Aíli Sandgerðisbáta Framhald af 12. síðu. arnir geta ekki flutt nema 3 tonn af salti, en saltið verður að sækja til Reykjavíkur. . Vegamálastjóri hefur verið beðinn um undanþágu meðan á aflahrotunni stendur en þeirri málaleitun verið neitað. Hefur þetta valdið erfiðleikum í sam- bandi við hagnýtingu aflans og ■er almenn óánægja hér út af þessum undirtektum vegamála- stjóra. Þess má getá að vegurinn er þurr eins og stendur og ætti því ekki að verða fyrir skemmd- um þótt lagður yrði á hann meiri þungi en 8 tonn. 1. maí á Siglufirði Framhald af ,12. síðu. maður Þróttar. Karlakórinn Vís- ir söng undir stjórn Páls Er- lendssonar, Söngfélag Siglufjarð- ar söng undir stjóm Sigursveins D. Kristinssonar og Lúðrasveit Siglufjarðar lék undir stjórn Sjg- ursveins. Kvikmyndasýningar voru kl. .5 og 9. Ávarp 1. maí nefndar var borið um bæinn og seld voru merki dagsins. Veður . var me& Stal 12 þús. kr af félaga sínum Sl. þriðjudag stal maður 12 þúsund krónum úr hótelherbergi hér í bænum. Átti kuimingi hans peningana og höfðu þeir setið saman að sumbli um daginn. Tildrög þessa atburðar voru þau, að um daginn höfðu tveir piltar komið tH bæjarins af vetrarvertíð í Vestmannaeyjum. Var annar þeirra norðan af landi og leigði ,sá sér herbergi á hóteli. Hafði hann meðferðis um 12 þúsund krónur í pening- um og stakk hann þeirn undir koddann sinn. Þeir félagar fóru síðan út og hitti Norðlendingurinn þá kunn- ingja sinn að norðan. Náðu þeir í vín og fóru síðan allir þrír upp á herbergi Norðlendingsins og settust að drykkju. Um kvöld- ið fóru þeir út og á dansleik, en þar urðu þeir viðskila. Þegar Norðlendingurinn kom heim í herbergi sitt voru peningarnir horfnir og kærði hann þegar þjófnaðinn til lögreglunnar. Kom það brátt í Ijós, að það var kunningi hans að norðan, er hafði tekið peningana. Var hann búinn að eyða nokkru af fénu, er hann náðist, en hefur nú staðið skil á allri fjárhæðinni. 1. maí á Akureyri Jakobs Tryggvasonar. Lúðra- sveit lék í fundarbyrjun og milli atriða. Síðdegis ■ var barnaskemmtun og dansleikur um kvöldið í Al- þýðuhúsinu. Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu. menn til dauða úr beinkrabba og hvítblæði. Sagði hann að Teller og samstarfsmenn hans í Kjarnorkunefnd Bandaríkj- anna reyndu eftir megni að stinga staðreyndum um hætt- una af tilraunasprengingum undir stól og hræða aðra vís- indamenn frá því að skýra al- menningi frá þeim. Pauling, sem er lífeðlisfræðingur, telst svo til að um milljón manna muni deyja tíu til fimmtán ár- um um aldur fram úr hvít- blæði og krabbameini af völd- um helryks, sem stafar frá kjarnorkusprengingum sem þegar hafa átt sér stað. essir vísindamenn og margir aðrir hafa alls enga samúð með föðurást Tellers á vetnis- sprengjunni, þeir láta sér ann- ara um mannanna böm. Dr. Al- bert Schweitzer gerði ljósa grein fyrir viðhorfi þeirra í þrem er- indum, sem flutt voru í norska útvarpið fyrir skömmu. Hann ræddi þar um skaðvænleg á- hrjf helryksins á erfðaeigin- leika mannsins, líkamlega og andlega, og sagði síðan: „Þeir einir, sem aldrei hafa verið við- staddir fæðingu vanskapaðs barns, aldrei þurft að horfa upp á áfallið sem móðir þess verður fyrir og hlýða á kvein- stafi hennar, geta dirfst . að halda því fram að eins og mál- um sé.nú háttað verði að sætta sig við áhættuna, sem er. sam- fara ■ því að halda. áfram .til- raunum með kjamorkuvopn". M.T.Ó. ►sent, prófessor, einnig orðinlbezta móti- hægur andv.a.ri; Þátt- ►ktor ,(sem venjulega merkirtaka ) hátíðahöldiinum yar .ágæt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.