Þjóðviljinn - 03.05.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.05.1958, Blaðsíða 3
Höfundur landráðagreinanna i Vísi og hinir brezku samherjar hans Ekki fæst Vísir til þess að segja frá því í gær heldur hver sé höfundur landráða- greinanna um landhelgismálið, þar sem sókn íslendinga til aukinna landsréttinda er nefnd „ævintýri sem gæti orðið mjög hættulegt“, „skref kommúnista" og „fyrirskipun frá Moskvu“, og þar sem blaðið segir að í þessu máli sé hægt að „beygja kommúnista, ef þeim er aðeins sýndur hnefinn“. Hins vegar er greinilegt að höfundur land- ráðagreinanna er mjög miður sín; í gær fyllir hann hálfa forsiðuna af fúkyrðum og lýk- ur henni á þessari setningu: „Barðir rakkar eiga að láta sér skiljast, að þeim er bezt að þegja, því að ella skríða þeir heim með rifinn belg og ærna skömm“. Hinir börðu rakkar eru þeir íslendingar sem bera fram kröfur um taf- arlausa stækkun landhelginnai og það er málstaður íslands sem þeir eiga að þegja um! Það er ekki von að maður sem bregzt þannig við stækkun landhelginnar þori að láta nafn sitt uppi. En höfundur landráðagrein- anna á sér samherja. Þeir eru að vísu ekki hér á landi; þeir eiga heima í Bretlandi. Morg- unblaðið skýrði frá því í fyrra- dag að enn rigndi ofsalegum hótunum yfir íslendinga. Þann- ig komst forseti brezka fisk- kaupe;ndasambandsins fiannig að orði fyrir nokkru: „Ef ís- lenzka ríkisstjómin víkkar landhelgina í 12 mílur með ein- liliða ákvörðun, þá ættu okkar Kappar og vopn í Rvík í fyrrinótt voru þrir piltar úti að aká í bifreið. Höfðu þeir með- ferðis byssusting sér til dægra- styttingar. Stakk ein|n þeirra vopninu niður með buxnastreng sínum, en varð um leið litið á hendina á sér og sá að hún var blóðug. Þóttist hann þá vita að hann hefði stungið sig á hol með vopninu, og óku þeir á slysavarðstofuna í skyndi. Er þangað kom gekk hinn slasaði inn og veifaði byssu- stingnum. Leizt hjúkninarkon- unni, er þar var á vakt ekki á komumann og kallaði á bifreið- arstjórann sér til aðstoðar. Ætl- aði hann að afvopna sjúklinginn, en hann brást hart vjð og kom til átaka með þeim. Fékk bif- reiðastjórinn haft hann undir. í því bili komu félagar hins slas- aða og knúðu dyra, en þær voru lokaðar. Gerði þá annar þeirra sér hægt um hönd og braut gler, er var í hurðinni og ruddist inn og hugðist skakka leikinn. En þá sá hann, að hann hafði skor- izt illilega á annarri hendinni á glerbrotunum og lagaði úr henni blóðið. Varð það honum til bjargar, að hjúkrunarkonan var nærstödd og fékk lagt hann ,á bekk, þar- sem gert.var að sár- um hans. Félagi hans, sá, er með byssu- stinginn. var reyndist 'hins vegar ósár með'öllu, en ,var svo óður að flytja varð hann í -steininn. menn að mega kalla á hjálp flotans. Ef flotinn veitir ekki nauðsynlega hjálp af ótta við, hvað af því myndi leiða síðar, þá gætum við alveg eins farið að viðurkenna að við séum að- eins þriðja flokks stórveldi og þá liljótum við að spyrja til hvers við berum þungar byrðar vígbúnaðarins. . . . Við höfum hlýtt ákvörðun íslendinga frá 1952 um 4 mílna landhelgi, enda þótt við liöfum mótmælt henni. Ef máli þessu hefur nú verið vísað til Allsherjarþings S.Þ.í september n.k., þá er mál- ið enn óútkljáð. Ef íslenzk varð- skip reyna meðan svo stendur á að stöðva togara okkar, sem eru að veiðum utan núverandi fiskveiðítákfnarka; þá áettu herskip • okkar að skerast í leikinn. Eitt fallbyssuskot yfir stafniim myndi stöðva það. . . Sumir Norðursjávarskipstjór- arnir okkar eru harðgerðir karlar. Eg er hræddur um að þeir myndu taka lögin í eigin hendur og stíma beint á hvert það skip, sem reyndi að trufla þá.“ Áreksturinn varð á Suðurlands- brautinni hjá Múla um kl. 2 á fimmtudagsnóttina. Var strætis- vagninn á vesturleið, er fólks- bifreiðin kom á móti honum. Virðist bifi’eiðarstjóri hennar hafa sveigt yfir á öfugan vegar- kant og rekizt á strætisvagninn, en strætisyagnsstjórinn kveðst hafa verið búinn að draga mjög úr hraðanum, er áreksturinn varð, þar sem hann sá að hverju fór. Bifreiðarstjóri fólksbifreiðar- innar, Andrés Guðjónsson, Eikju- vogi 24 var einn í bifreiðinni. Slasaðist hann mjög alvarlega, hlaut höfuðkúpubrot, lærbrot og Flugfélagið 20 ára Framhald af 12. síðu. hafa reynzt mjög vel í hvívetna og hefur farþegafjöldinn, sem ferðazt milli landa á vegum fé- lagsins, stóraukizt við tilkomu þeirra. Sérstaklega er athyglis- vert, hver aukning hefur orðið á áætlunarleiðum félagsins milli staða erlendis, þar sem mjög fátt farþega var áður. Á þessu fyrsta ári sínu í þjón- ustu Flu’gfélags íslands hafa Hrímfaxi og Gullfaxi flutt 19846 farþega milli landa og flogið 1.719.000 kílómetra á 3438 klukkustundum. í sumaráætlun Flugfélagsins, sem nú er fyrir nokkru gengin í gildi, fá þær ærið að starfa, því að áætlaðar eru tíu ferðir í viku milli íslands og útlanda, þegar áætlunin hefur að fullu komið til framkvæmda hinn 29. júní næstkomandi. Hér er nákvæmlega sami tónninn og í Vísi, tryllingslegar hótanir. Það er vert að óska höfundi landráðagreinanna til hamingju með þann félagsskap sem hann hefur valið sér. Enda þótt hann þori ekki að segja íslendingum til nafns síns kem- ur hann sér eflaust á framfæri við hina brezku samherja sína og þeir munu kunna að launa greiðann. Ferðafélag íslands: Keilir - Reykjanes Ferðafélag íslands skipu- leggur tvær skemmtiferðir um þessa helgi. Önnur ferðin er gönguferð á Keili og Trölladyngju, en þangað hafa Reykvíkingar al- mennt ekki átt tíðfarið síðustu árin. Ekið verður suður strönd- ina þar til gönguferðin hefst. Hin ferðin verður suður . á Reykjanes, að Reykjanesvita og á hverasvæðið. — Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 9 á sunnudagsmorgun í báð- ar ferðirnar. fleiri meiðsli. Var hann þegar fluttur á sjúkrahús. Fólksbifreiðin, sem var R-5168, mun hafa nálega gereyðilagst. 1. maíhótíð í Reyðarfirði Reyðarfirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Verkaniannafélag Reyðarfjarðar minntist 25 ára afmælis síns og hélt 1. maí hátíðlegan með fé- lagsfundi og saineiginlegri kaffi- drykkju 1. maí. Tómas Bjarnason setti sam- komuna, en Kristinn Einarsson stjórnaði henni. Ræður fluttu Jóhann Björnsson, Guðlaugur Sigfússon, Sigfús Jóelsson, Helgi Seljan las frumort ljóð eftir Þor- björn Magnússon. Samkór Reyð- arfjarðar söng undir stjóm Jóns Kjerulfs á Hrafnkelsstöðum. Að lokum var dansað. Frá hátíðahöldun- um 1. maí á Húsavík Ilúsavík. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Hátíðahöld verkalýðsfélaganna 1. maí hófust kl. 9 e.h. með sam- komu í Samkomuhúsinu. Á sam- komunni hélt Olgeir Lúthersson ræðu, Njáll Bjarnason las upp, sýnd var kvikmynd, Sigurður Hailmarsson las upp og Hilmir Jóhannesson söng gamanvísur. Að lokum var dans. Fjölmenni -var. Maður slasast alvarlega í árekstri á Suðurlandsbraut Höíuðkúpubrotnaði og lærbrotnaði og hlaut auk þess íleiri meiðsli Aðfaranótt fimmtudagsins varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsbrautinni, en fjögurra manna fólksbifreið og strætisvagn rákust á. Föstudagur 3. maí 1958 — ÞJÓÐVIUINN — <3 35 listamemi taka þátt í almennri listsýningu í dag kl. 2 verður opnuð fyrir boðsgesti (kl. 5 fyrir almenning) sýning Félags íslenzkra myndlistarmanna í Listamannaskálanum, sem kölluð er almenn listsýning vegna þess, að öllum var gefinn kostur á að senda inn myndir hvort sem þeir voru félagsmenn eða ekki. Sýn- ingin stendur til 18 maí. Sýningin er óvanalega fjöl- breytt, enda taka 35 listamenn þátt í henni, 29 málarar og 6 myndhöggvarar.. Verkin grein- ast þannig eftir tegundum: 44 málverk, 14 höggmyndir, 7 vatnslitamyndir, 7 gouache- myndir, 7 teikningar, 3 mál- ver<k á gler og 2 flosofin teppi eða samtals 84 verk.. Þeir sem ekki hafa tekið þátt í samsýningum félagsins áður, eru málararnir Borgþór Jónasson, Einar Pálsson og Margrét Jónatansdóttir, og svo myndhöggvarinn Ólöf Páls- dóttir. Síðasta samsýning ‘félagsins var haldin 1955. En það hefur lengi vakað fyrir félaginu, að gera þessar sýningar að árleg- um viðburði, þar sem fram kæmi þverskurður þess bezta sem framleitt hefur verið á liðnu ári í myndlist, þar sem eldri menn sýndu sín meistara- verk og nýir menn kæmu fram í fyrsta skipti.. Hér er að vísu enginn listaháskóli ennþá, en það er samt engin ástæða til að halda ekki árlega almenna listsýningu eins og á sér stað í öllum menningarborgum. Þörfin fyrir það er orðin enn brýnni vegna þess, hvað það er dýrt að halda sýningu í Reykjavík, svo dýrt að það er orðið fjárhagslegt áhættuspil jafnvel fyrir vel þekkta lista- menn. Plássið er að vísu tak- markað í þessum gamla skála því listamönnunum fjölgar með hverju árinu sem líður. Auk þess er skálinn á fallanda fæti. Nú er það næsta og stærsta viðfangsefni félagsins og ann- arra listamanna, að koma upp vönduðum óg varanlegum sýn- ingarskála, sem hugsaður er allt að því 2—3 sinnum stærri en þessi er. Þegar að því kem- ur væntir félagið fastlega öfl- ugs stuðnings ríkis og bæjar og alls almennings. Þegar sá skáli er risinn af grunni, vonar félagið að þessar sýningar geti orðið að árlegum viðburði, sem eigi sinn drjúga skerf í menn- ingarlifi landsins. . Sýningarnefnd Félags ís- lenzkra myndlistarmanna skipa málararnir Hjörleifur Sigurðs- son, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Sigurður Sigurðs- son og Þorvaldur Skúlason, sem er formaður nefndarinnar; og myndhöggvararnir Ásmund- ur Sveinsson, Magnús Á. Áma- son og Sigurjón Ólafsson. Uk finiist í filafnarfirði 1 fyrradag fannst líkið af Eyjólfi Stefánssyni sem hvarf í Haf na-rfirði aðfaranótt 27. jan. síðast liðinn. Tveir þýzkir söngvarar á tónleikiim Hljómsveitar Rikisótvarpsms f gærdag komu hingað til lands tveir þýzkir óperu- söngvarar, Kerstin Anderson sópran og Julius Katona tenór, sem munu syngja á tónleikum Hljómsveitar Rík- isútvarpsins í Þjóðleikhúsinu Hljómsveitinni stjómar Hans- Joachim Wunderlich, en við- fangsefni eru einvörðungu úr óperum og óperettum. Á fyrri hluta efnisskránnar eru aríur og dúettar úr óperunum Aida, La Traviata, Othello og Vald örlaganna eftir Verdi og Cavall- eria Rusticana eftir Mascagni. Á síðari hiuta tónleikanna verða fluttir þættir úr ýmsum óperett- um, þ.á.m. Leðurbiökunni eftir Strauss, Betlistúdentinum og Die Dubarry eftir Millöcker og Pag- anini eftir Lehár. Einsöngvarar með hljómsveit- inni eru fjórir; Guðrún Á. Símonar, Guðmundur Jónsson og hinir þýzku gestir sem fyrr eru nef ndir. Kammersöngvarinn Julius Kat- ona er mjög þekktur söngvari í Þýzkalandi, þar sem hann syng- ur nú við ríkisóperumar í Ham- borg og Berlín. í viðtali við blaðamenn í gær, kvaðst Katona hafa sungið með Einari Kristj- ánssyni í óperum í Stuttgart og Hamborg, en aðallega færi hann með hlutverk í óperum Mozarts. . Kerstin Anderson stundaði á morgun.. söngnám í Svíþjóð um sama leyti og Guðmundur Jónsson var þar, en hún er einkum kunn fyrir Julius Katona söng sinn í útvarp víða í Þýzka- landi. Hún hefur sungið í ýms- um kunnum óperum: Aidu, Rigoletto, Carmen, Cavailéria Rusticana o.fl. Hinir þýzku gestir eru hing- að komnir fyrir milligöngu sendi- ráðs Sambandslýðvelds Þýzka- lands í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.