Þjóðviljinn - 14.05.1958, Blaðsíða 9
Mlðvikudagur 14. mai 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Heimsókn handknattleiksliða H. I. F.
Gestirnir sýndu mikla yfir-
burði og sigruðu F.H. 33:24
Þeir sem álitu að karlalið
HIF hafi farið fulla ferð í leik
sínum móti KR, munu hafa
sannfærzt um að svo var ekki
eftir að hafa séð leik þeirra
við FH. Það var eins og það
væri annað lið og þó voru
þetta, sömu mennirnir sem
léku. Vera kann að þeir hafi
eitthvað venð farnir að venj-
ast húsinu, en hitt var samt
það sem méstu réði að nú tóku
þeir fram liraða sem rétt brá
fyrir í fyrri leiknum. Var oft
unun að horfa á leikni þeirra í
sendingum og hvað þeir voru á
mikilli hreyfingu. Gekk slíkt oft
i lengri ti.ma svo að Hafnfirð-
ingar fengu ekkert að gert.
Þetta hafði þau áhrif á FH-
liðið, að það va.rð um of miður
sín og missti undarlega oft
sjónar á leiknum. Það var eins
og þeir hugsuðu lítt um ann-
að en að við hinn endann á
vellinum var mark og þangað
ætti knötturinn að fara, og það
án tafar. Þeir létu sér oftast
nægja að láta hann ganga milli
2-3ja manna og svo varð ein-i
hver að skjóta, og það þótt allt
væri lolcað. Hraðar sendmgar
og skiptingai’ á st^ðum maima,
sem miðuðu að því að opna
vörn HIF, framkvæmdu þeir
illa og het'ði leikur þeirra far-
ið allt öðruvísi ef þeir hefðu
náð upp samleik, en ekki mið-
að við skót í tíma og ótima,
og það gerði leikinn líka af
‘þeirra liálfu áferðarljótari og
ekki eins góðan og jákvæðan
og þeir annars geta ef þeir
ieika eins og þeir kunna bezt.
Það var heldur ekki sterkilr
leikur að skipta um markmann
á því augnabliki sem gert var,
því að Hjalti varði betur en
Kristófer (nema Hialti hafi
verið meiddur), er Hjalti orð-
inn einn snjallasti markmaður
okkar nú. Á móti svona hröð-
um mönnum og vel leikandi
urðu Hafnfirðingar að taka
leiknina og samleikinn eins í
þjónustu sína og þeir frekast
gátu, og það vár þeirra óhapp
í þessum leik að svo var ekki
gert.
Danirnir skoraðu fyrsta
markið og höfðu forystuna all-
an tímann og jókSt hún stöð-
ugt. í hálfleik. stóðu mörkin
15:11 og virtist aldrei liggja
nærrí að FH næði Jeiknum í
sínar hendur.
Hafnfirðingar virtust ekki
hafa eins gott úthald og gest-
irnir, sem skoruðu 5 mörk á
síðustu 6 mínútunum en FH að-
eins 1.
Beztir gestanna voru Theil-
man sem lék oft meistaralega,
bæði sem þátttakandi í sam-
leiknum og eins var leikni hans
skemmtileg og fullkomin. Steen
Petersen, stjórnandi liðsins á
velli, var og ágætur. Ame Sör-
ensen og Cramer áttu góða
leiki. Markmaður liðsins Bent
Mortensen varði líka af mikilli
prýði. I heild sýndi lið þetta
e.t.v. betri leik en hér hefur
sézt áður.
í liði Hafnfirðinga var Einar
Sigurðsson bezti maðurinn og
sá sem reyndi mest að leika
handknattleilcinn eins og þurftí
gegn þessum mönnum, og einn-
ig Hjalti meðan hann var með
Sjálf skotliarka Hafnfii’ðing-
anna var sírt lakari en HIF
og hraða áttu þeir líka, en
hann var notaður á rangan hátt
í leik þessum. Ekki er ólíklegt
að FH, eins og raunar fleiri,
hafi gert ráð fyrir styrk Dan-
anna eins og liann birtist
í leiknum við KR, og við það
hafi verið miðað, en jafn leik-
réyndir menn og FH-ingar enx,
hefðu ekki átt að gera sömu
villuna allan leikinn út.
Þeir sem skoruðu fyrir FH
voru Ragnar 9, Birgir 8, Ein-
ar 3, Sverrir 2 og Pétur og
Hörður 1 hvor.
Fyrir Dánina skoruðu Theil-
man 13, Arne Sörensen 8, Steen
Petersen 6, Ci-amer 4 og Ja-
cobsen og Bender l hvor. Dóm-
ari var Frimann Gunnlaugsson
og hefur oft tekizt betur upp.
Áhorfendur voru margir eða
svo áð heir komust ekki fyrir
á áhorendasvæðum óg voru
þeir komnir inn á leikvanginn
sjálfan, ýmist standandi eða.
liggjandi. Fór það líka svo að
leikmaður úr' liði géstanna skall
endilangur er hann hrasaði um
áhorfanda sem sat inná gólfinu.
Virðist sem það hlióti að vera
eðlilegt að selja ekki meir inn
í hús’ð en rúmast á áhorfenda-
svæðum, en að ekki sé stefnt
í hættu með að yfirfylla húsið
eins og gert hefur verið á þéss-
um tveim leikjum sem búnir
eru í heimsókn þessai’i.
Kn aftspyrnufrétíir:
Skotar og Ungverjar gerðu
jafntefli, 1:1, í leik sem fram
fór í Glasgov 7. maí. Skotar
skoruðu sitt mark í fyrri hálf-
leik. Skotar voru með 7 nýja
menn í liði sínu frá því að
þeir léku við England og töpuðu
4:0 sællar minningar.
England vann Portúgal 2:1
heima í London, og máttu
þakka sínu sæla að vinna.
Portúgalar-nir komu þeím al-
gjörlega á óvart og áttu mörg
tækifæri sem þeir misnotuðxi.
Portúgalaniir gei’ðu vöm Bret-
anna mjög erfitt fyrir, og
sýndu mjög góða knattspymu.
Lúxemborg vaim Þýzkalaml
lí 4:1 í leik sem nýlega fór
fram. 1 liði Þjóðverjanna vom
margir af þeim sem líklegir em
taldir að keppa í Svíþjóð og
vei’ja l>ar titilinn í júni! Leik-
ui’inn varð þvi mikil vonbrigði
fyrir Þjóðverjana og Herberger
hefur sætt gagnrýni.
Ýmsir Ieilcir sem hafa farið
fram nýlega:
Ungverjaland — Rúmenía
5:1 — Austur-Þýzkaland B-
Ungverjaland B 3:1 — Þýzka-
land A-lið — Unglingalandslið
2:2 — England — Skotland,
skólalandsleikur 3:1, Áhorfend-
ur á þessum skólaleik voru
90.000! Albanía — Austur-
Þýzkaland 1:1 — írland —
Holland (áhugamenn) 1:1. —
Lúxemborg — Holland B 0:0.
Barcelona — London 6:0 —
Grasslioppers, Sviss óg Wolver-
hamton, England 3:1.
Svíþjóð vann Sviss í lands
leik sem fram fór í Gautaborg
fyrir stuttu, og skomðu Svíar
3 möi-k en Svisslendingar tvö.
Sviss skoraði fyrsta marlcið og
í hálfleik stóðu leikar 2:2, en
Sviar skoraðu á fyrstu mínút-
um síðari hálfleiks og var sig-
urimi verðskuldaður.
Söluböni —
Sölubörn!
Mætið í G.T.-húsinu kl. 5
til 7 í dag eða á morgun
frá kl. 10 og seljið merlci
fyrir sumamámskeiðið að
Jaðri. — Góð sölulaun
og verðlaun.
Nefndiit,
Félag&líf
. Þjóðdansafélag
Reykjavíkur
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í kvöld kl. 20.30 í
Edduhúsinu við Lindargötu.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjómin.
Ferðafélag
íslands
fer tvær skemmtiferðir á
fimmtudag (uppstigningadag).
Önnur ferðin er göngu- og
skíðaíerð á Hengil. Lagt af
stað kl. 9 um morguninn frá
Austurvelli. Hin ferðin er
gönguferð um Heiðmörk. Lagt
af stað kl. 1.30 frá Austur-
velli. Upplýsingar i skrifstofu
félagsins, Túngötu 5 sími 19533
Stutt námskeiÖ
í handknattleik
í fyrramálið kl. 11 mun þjálf-
ari danska handknattleiksliðs-
ins Helsingör I.F. sem hér er á
ferð í boði KR efna til smá-
námskeiðs í tækni og leikað-
ferð.. Námskeið þetta fer fram
í íþróttaliúsi KR við Kaplaskjól
og er öllum meistaraflokks-
mönnnm i handknattleik heim-
il þátttaka. Er ekki að efa. að
þeir munu notfssra sér þetta
tækifæri.
AuglýsiS
í Þjóðviljanum
sem endisf lengst
vegna þess að hún er smíðuð úr nikkel-
stáli, sem síðan er innbrennt og hert —
þannig að það myndast harður
slitflötur en
SEIGUR KJARNI
sem skapar
AVKIÐ
BURÐARÞOL
Bíðjið því ávalit um
KiN
ftEGISTEREO TRADE MARW TIMKEN. Liccnsed user BrMlsh Tlmk.n Ltd.
KEILULEGUR
FBAMLEIDDAB AF
BRITISH TIMKEN LT D
DUSTON — NORTHA3VIPTON — ENGLAND
Aðaluxnboð á íslandi: STÁL HF, — Reykjavík
SÖLUUMBOÐ:
FÁLKINN HF.
VÉLADEILD
SÍMI: 18670 — LAUGAVEG 24
REYKJAVÍK