Þjóðviljinn - 20.05.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.05.1958, Blaðsíða 10
10) ÞJÓÐVILJINN — Þriöjudagur 20. maí 1958 p Ræða Einars Framhald af 7. síðu. ingu stjórnarinnar, og var því alveg _ sérstaklega fagnað af verklýðssamtökunum og síðasta þingi A.S.Í. Slík heildarstjórn tíðkast í öllum nálægum lönd- um, þótt þau séu ekki sósíal- istísk. Tökum ,t.d, Noreg, Síð- an í stríðslok hefur atvinnu- málum þar verið stjórnað á þann hátt, að gerð hefur ver- ið áætlun um þjóðarbúskapinn fyrir hvert ár í senn og fyrir fangan tíma. Á sama hátt og fjárlög eru lögð fram fær norska þingið til meðferðar á- ætlun um heildarþróun í þjóð- arbúskapnum, þar sem ákveðið er hvernig atvinnulifið skuli þróast, hversu mikið fjármagn skuli sett í þessa og þessa at- vinnugrein, hversu mikið vinnuafl o.s.frv. Það er alveg óhjákvæmilegt fyrir okkur Is- iendipga að koma upp „íáíim. heildarstjórn í þjóðarbúskapn- um, þar sem ákveðíð er hvern- ig atvinnulífið slkuli þróast, hversu mikið fjármagn skuli sett í þessa og þessa atvinnu- grein, hversu mikið vinnuafl o.s.frv. Það er alveg óhjá- kvæmilegt fyrir okkur íslend- inga að koma upp slíkri heild- arstjórn í stað þess glundroða sem nú ríkir. En tillögum yjn það efni hefur ekki verið sinnt. Þegar undirbúnar voru breyt- ingar á bankalöggjöfinni í fyrra flutti ég ýtarlegar tillög- ur um það að Seðlabankinn skyldi semja og framkvæma heiidaráætiun um þjóðarbú- skapinn, bæði fyrir eitt ár í senn og 5—10 ára tímabil. En það fór með þessar tillögur eins og hliðstæðar tjllögur sem Al- þýðufiokkurinn flutti fyrir stríð; Framsókn fékkst ekki til að taka neitt tiilit til þeirra. Svikizt um togarakaup En einnig hin einstöku lof- orð um markvissar aðgerðir í efnahagsmálum hafa verið taf- in og svikin. Því var t.d. heit- ið að kaupa 15 togara erlend- is; Alþýðubandalagið fékk það ákvæði inn í samningana og við vissum fullvel að þau kaup hrykku rétt aðeins til þess ,að bæta úr vanrækslunni á tímabilinu 1949—’56. En það er ekki-enn.farið að gera samn- inga um þessa togara. Málið hefur verið undirbúið til fulln- ustu af núverandi sjávarút- vegsmálaráðherra, lán hafa verið fáanleg — það hefur aðeins ekki fengizt að ganga frá samningunum. Á þessu tímabili er búið að taka er- lend ián sem nema 3—400 millj. kr. Ekki 10% af þessum lánum hafa farið til sjávarút- vegsins, undirstöðunnar í at- vinnulífi íslendinga. Mikið af þessari upphæð hefur farið til iandbúnaðar, mikið hefur far- ið til raforkuframkvæmda — en hver á að endurgreiða þessi lán; þegar sjávarútvegurinn er vanræktur brotnar efnahags- bygging þjóðarirmar undan þeim þunga sem raforkufram- kvæmdir og landbúnaður og annað slíkt verður. Þetta ástand er algerlega óviðunandi. Það er algerlega þýðingarlaust að koma til verkaiýðshreyfingar- innar og segja við hana: nú er erfitt ástand í efnahagsmál- um, það verður að skerða lífs- kjörin, menn verða að fóma — því verkalýðshreyfingin spyr á móti: hvað hafið þið gert til að treysta undirstöðu lífskjar- anna, hvernig hefur Fxamsókn tekið undir kröfur ráðherra Al- þýðubandalagsins og verkalýðs- hreyfingarinnar í þessum mál- um? Þarf að flytja fjármagn úr verzlun- í útgerð Ég veit vel að það þarf að grípa til allróttækra ráðstaf- ana hér á íslandi til að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar rétt. Heildarstjórn á þjóðar- búskapnum er ekki nægileg, það þarf einnig að fram- kvæma þá heildarstjórn, og hún getur vel komið ilia við ýmsa. Ég skal nefna nokkur dæmi um það hvað ég áiít að þyrfti að gera. Tökum t.d. verzlunina, og þá fyrst og fremst heildverzlunina hér í Reykjavík. í þeirri einu út- tekt sem fram hefur farið á þjóðarbúinu, úttekt Rauðku 1934—’36, var komizt að þeirri niðurstöðu, sem er sígild fyrir allt þetta 25 ára tímabil, að það væri of mikið fjármagn í verzluninni og of lítið í sjávar- útveginum, verzlunarfjármagn- ið var ferfalt meira þá. Álykt- un nefndarinnar var sú að þetta hlutfall yrði að breytast, það yrði að reka fjármagnið úr heildverzluninni og knýja það inn í sjávarútveginn, og það er aðeins hægt með einu móti í auðvaidsþjóðféiagi, með því að þjóðnýta svo og svo mikið af innflutningsverzlun- inni, koma í veg fyrir að einka- fjármagn geti hreiðrað þar um sig og knýja það inn í skapandi framleiðslu. Mín skoðun er sú að það hefði þurft að taka svo sem þriðjunginn af innfiutn- ingsverziuninni og þjóðnýta hana. Taka rikisrekstur t.d. á olíu, véium, bifreiðum, raf- magnstækjum og fleiru sliku. Oiían er gott dæmi. A undan- förnum áratug hefur of fjár verið sóað í hringavitiausa fjár- fesfingu í sambandi við olíuna og dreyfingu hennar, Með endi- ieysu svokallaðrar samkeppni milli þeirra olíufélaga sem hér starfa og þannig hefur geysi- iegum fjármunum verið sólund- að. Framsókn verndar verzl- unarauðmagnið Einmitt um þetta atriði hafa orðið átök innan ríkisstjórnar- innar. Þar hefur verið lagt fyrir frumvarp af hálfu ráð- herra Alþýðubandaiagsins um olíueinkasölu ríkisins, en ekki fengizt fram vegna andstöðu .Framsóknar. Einnig á þingi hefur Framsókn staðið gegn hliðstæðum tillögum sem Al- þýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn hafa sameinazt um. Ég held að afstaða Framsókn- ar til olíueinkasölu sé gott dæmi um tillitsleysi þessa flokks til verkalýðshreyfingar- innar og verkalýðsflokkanna, og það eru ekki hagsmunl*! samvinnuhreyfingarinnar semj þarna eru að verki, heldur en það þannig, að ■ þegar á aS höggva i ejtthvað af amðvald-i inu hér í Reykjavík er ein's o@ vissir aðilar í námunda við • Samband íslenzkra samvinnu* félaga kippist við, og það á-< stand er óþolandi. Það verðuii • að vera hægt að gera þær ráð« stafanir sem þarf til þjóðnýt- ingar á vissum sviðum með ■ Framsóknarflokknum, ef hann ætlar til frambúðar að halda. uppi vinstri stjórn með verka^- iýðsflokkunum, þannig að hægt sé ,að skipuleggja í þjóðaí þágu, þótt ýmsum finnist nærri sér höggvið. Það er engum efa bundið, að meðan ekki er hægt að skakka leikinn á milli verzÞ unarauðmagnsins á Islandi annars vegar og framleiðslui auðmagnsins hins vegar, er ekki hægt að reka íslenzkan þjóðarbúskap af viti. (Framhaldið af ræðu Einar® verður siðá'r raícið her V blað- inu). V erzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur aJmennan félagsfund í kvöld kl. 8,30 í Vonarstrætj 4, Fundarefni: Kjaramálin. Verzlunarmannafélag Reykjayikur. NÝ verzlun Höfum opnað nýja verzlun að La.ugavegi 76. Höfum úrval af fegrunar- og snyrtivörum. Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. 1 SNYRTIVÖRUBÚÐIN. • Laugaveg 76. —: Sími 1-22-75. j Málverka- 09 lisfmunauppboð ► Þeir, sem vilja selja málverk á næsta uppboði (síðasta uppboði á þessu vori) þyrítu að láta vita um það sem fyrst. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, Austurstræti 12 — Sími 13715. ÚtbreiðiÖ Þjóðviljann b N Ý K 0 M I Ð uppreimaðir tékkneskir BARNASKÓR með og án innleggs. — Hvítir og brúnir. *... Aðalstræti 8, sími 13775 — Laugaveg 38, sími 18516 — Garðastræti 6, sími 18515 — Snorrabraut 38, sími 18517 — Laugaveg 20, sími 18515. hafa gert þetta? Ekki hafa það verið aparnir." „Ætli þetta standi ökki í einhverju sambandi við skipið, sem hefur verið að flækjast hér í námunda við eyna“, sagði foringinn. „Annars segir hann okkur væntanlega frá því, þegar hann raknar við aftur“ bástti hann við. I stuttu máli Það fréttist í gær að Antoine Pinay, leiðtogi íhaldsmanna, hefði lagt fast að Pflimlin for- sætisráðherra í gær að víkja fyrir de Gaulle. Ritskoðun hefur verið sett í Frakklandi á fréttir um Alsír, einkum fréttir sem koma.frá Al. sír sjálfu. Franska stjórnin hefuT boðið út nokkrum áming'um vara!iðs> ríkislögreglunnar. F.ranska stjórnin veitti í fyrra- dag undanþágu fyrir þrjú skip til að sjgla með matvæli og 1 iyfjavörur til ALsír. Bann er ann- ■ ars við siglingum milli Frakk- lands og Alsír. Þórður sjóari Leiðangur var sendur af stað til þess að rannsaka hvað væri um að vera. Og undrun leiðangursmanna var lítil, er þeir fundu Þórð bundinn undir tré. Hann tneðvitundarlaus og þeir báru hann til búðanna, sem læknir rannsakaði hann vandlega. „Hann nær álveg“, sagðj hann við foringjann. „En hverjír T-i ■> tHHTiT—f^fTÍ"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.