Þjóðviljinn - 01.06.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.06.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudag-ur 1. júni 1958 Lifeyrissjóður togarasjéEnanna MiksS hagsmunamál s]6manna og nauSsynleg þjóSfélagsleg umbóf PIÓÐVILJINN Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- lngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 ó mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja ÞJóðviljans. Sjómannadagurinn T Tm alllangt skeið hefur sjó- mannastéttin helgað sér fyrsta sunnudag í júnímánuði sem hátíðisdag. Oftast hefur bó þannig til háttað að þorri sjómanna hefur þennan dag verið að starfi sinu á fiski- miðum eða í siglingum milli 'anda. Þeir hafa því átt þess lítinn kost að taka virkan þátt í hátíðahöldum dagsins, enda hefur málum oftast verið þannig f.yrir komið, að sjó- menn hafa lítils haft að sakna. f ræðustól á sjómanna- daginn var ár eftir ár hreykt að meiri hluta fulltrúum at- vinnurekenda sem sungu sjó- mönnum hástemmda lofsöngva og færðu þeim hátíðlegar nafngiftir, oft nýkomnir frá samningaborði þar sem þessir sömu menn höfðu lagt sig alla fram til að gera hlut sjómanna sem rýrastan. 4sjómannadaginn í árverða sjómenn almennt við störf si.n eins og að ven.ju. Skyldu- störfin í þágu lands og þjóð- ar sitja fyrir og yerða rækt af sömu trúmennskunni og ó- sérhlífninni og aðra daga árs- ins. En sjómannastéttin'getur þó í dag glaðzt yfir því að síðustu tvö árin hefur margt áunnizt sem verður til efling- ar íslenzks sjávarútvegs og ■bætir kjör þeirra manna sem helga sjómennskunni krafta sína. Viðhorfið til sjávarút- vegsins og sjómannsstarfsins er nú annað og heillavænlegra en verið hafði um langa hríð, enda mátti þar sannarlega breyting á verða. Með tilkomu núverandi rí.k- isstjórnar má segja að al- ger umskipti hafi orðið hvað þetta snertir. 1 stað þess að sjávarútvegurinn hafði verið hornreka í tíð íhaldsstjórnar Ólafs Thórs setti núverandi ríkisstjórn, fyrir atbeina Al- býðubandalagsins, eflingu hans, vöxt og virðingu efst á stefnuskrá sí.na. I stað end- urtekinna framleiðslustöðv- ana, sem fylgdu íhaldsstjórn- inni eins og skugginn, og ieiddi árlega stórfellt tjón yfir framleiðsluna og þjóðina 5 heild, hefur núverandi rikis- stjórn tryggt stöðuga fram- ieiðslu. Síðan Lúðvík Jóseps- son tók við forustu sjávar- útvegsmálanna hefur enginn veiðidagur glatazt vegna þess að vanrækt hafi verið að semja við sjómenn eða útvegs- menn í tíma. Með þessum f"stu og öruggu tökum á vandamálunum hefur stór- felldum verðmætum verið bjargað fyrir þjóðina alla, sem árlega fóru í súginn í valdatíð íhaldsins. Sjómannastéttinni hafa einn- ig verið tryggðar veruleg- ar nýjar kjarabætur siðan í- haldinu var velt frá völdum, bæði í formi eðlilegrar fisk- verðshækkunar og þar með kauphækkunar og með aukn- um skattfríðindum. Þessar kjarabreytingar áttu fyllsta rétt á sér. Það er þjóðarnauð- syn að laða sem flesta starf- andi menn að sjálfri fram- leiðslunni en það verður ekki gert nema þeim sem að henni starfa séu tryggð jafn góð og helzt mun betri kjör en þeim sem í landi vinna. Að þessu hefur verið stefnt með þeim kjarabótum sem sjómenn hafa fengið síðustu tvö árin og liér má í engu á slaka. Að þessu sama marki er stefnt með lögfestingu lífeyrissjóðs tog- arasjómanna, sem fyrst var hreyft á Alþingi af þingmönn- um sósíalista 1955 og nú er að ná fram að ganga fyrir atbeina Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn og á Alþingi. Samhliða þessu er svo unnið að aukningu fiskiskipaflot- ans og stækkun landhelginnar ákveðin, enda beinlínis lífs- nauðsyn eigi að vera unnt að halda núverandi lí.fskjörum eða bæta þau. Þjóðin hefur ekki á öðru að byggja en af- rakstri fiskimiðanna. Grund- völlur lífskjara hennar og allra framkvæmda í landinu er því aukin framleiðsla sjáv- arafurða og sú verndun fiski- miðanna umhverfis landið fyr- ir ásókn útlendinga sem að- eins verður trvggð með út- færslu fiskveiðilandhelginnar. Sigurinn í þessu stórmáli hef- ur nú unnizt með einbeittri afstöðu Alþýðubandalagsins, sem studd var af Framsóknar- flokknum, þrátt fyrir hótanir erlendis frá og stuðning for- kólfa Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins við þær kröfur að helgur réttur Is- lendinga í landhelgismálinu yrði gerður að samningamáli við þær yfirgangsþjóðir sem áratugum saman hafa rænt fiskimiðin við ísland. 1 þessu máli stóð þjóðin sjálf svo einhuga að undanhaldsvilji nokkurra forustumanna var dæmdur til að bíða ósigur. Tólf mílna landhelgin gengur í gildi 1. september í haust. Með þeim málalokum hafa Is- lendingar skotið einum traust- asta homsteininum undir framtíð sína og efnahagslegt sjálfstæði. Aþessum hátíðisdegi sjó- mannastéttarinnar árnar Þjóðviljinn öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra heilla og velfamaðar. Þennan dag og alla aðra þarf þjóðin að vera þess minnug að hún á alla afkomu sína undir dugn- aði og árvekni sjómanna og að fiskveiðarnar em sú at- vinnugrein sem er undirstaða sjálfstæðs íslenzte þjóðarbú- skapar. Áður en Alþingi verður slitið að þessu sinni mun það afgreiða stármál, frumvarp ríkisstjórnar- innar um lífeyrissjóóð togarasjómanna. Áður hefur verið gerð grein fyyrir frumvarpinu og forsögu þess hér í blað- inu, en málið var sem kunnugt er upphaflega flutt á þingi af þremur þingmönnum Sósíalista- flokksins, Einari Olgeirssyni, Sigurði Guðnasyni og Gunnari Jó- hannssyni. Er frum- varpið kom til 1. um- rœðu í efri deild nú, mœlti Hannibál Valdimars- son félagsmálaráðherra fyrir því og komst í upphafi ræðu sinnar svo að orði: ★—---------------- Frujnvarp það, sem hér liggur fyrir um lífeyrissjóð togarasjómanna, er stjórnar- frumvarp. Það var samið af nefnd, sem sjávarútvegs- málaráðherra Lúðvík Jóseps- son skinaði hinn 10. maí 1957 til þess að semja frumvarp til laga um lífeyrissjóð togara- sjómanna. Nefndina skipuðu þessir menn: Ólafur Jóhann- esson prófessor, sem var for- maður, Guðmundur J. Guð- mundsson fjármálaritari verkamannafélagsins Dags- brúnar, Eyjólfur Jónsson, lög- fræðingur, Jón Sigurðsson rit- ari Sjómannafélags Reykja- víkur og Tryggvi Helgason, formaður Sjómannafélags Ak- ureyrarkaupstaðar. Þess er þó skylt að geta, að ríkisstjórn- in var sammála um nokkrar minni háttar breytingar á frumvarpinu, frá því sem nefndin lagði til, þegar hún skilaði því, og er gerð nánari grein fyrir þeim breytingum í athugasemdum, sem prent- aðar eru með frumvarpinu. I flestum meginatriðum er þetta frumvarp sniðið eftir lögum um lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins. Nefndin naut sérfræðiaðstoðar Guðjóns Hansens tryggingarfræðings og gerði hann margvíslegar athuganir og útreikninga fyr- ir nefndina, m.a. útreikninga til stuðnings við mat á því, hver iðgjöldin þyrftu að vera, miðað við þær bætur, sem líf- eyrissjóði togarasjómanna er ætlað að greiða. Eins og al- þingismenn sjá, er álitsgerð tryggingafræðingsins prentuð með frumvarpinu sem fylgi- skjal. Þeir lífeyrissjóðir, sem hingað til liafa verið lögboðn- ir, hafa verið vegna starfs- manna i opinberri þjónustu, aðallega vegna starfsmanna ríkisins. Sérstakir lífeyris- sjóðir annarra starfsstétta hafa hins vegar byggzt á frjálsum samningum milli at- vinnurekenda og launþega. Það má því segja, að farið sé nú inn á nýja braut með þvi að lögbjóða lífeyrissjóð fyrir togarasjómenn. Tel ég það ánægjulegt nýmæli og í alla staði eðlilegt, að byrjað sé á togarasjómönnum, eða hvers vegna skyldi þeim ekki vera tryggð sams konar kjarabót og öryggi, sérstak- lega öryggi, sem opinberir starfsmenn hafa lengi notið vegna lífeyrissjóðs síns. Auðvitað er ekkert sjálf- sagðara, en þar við bætist svo, að hér er um þjóðfélags- ráðstöfun að ræða, til þess að reyna að laða unga menn til að gerast togarasjómenn. Með auknu öryggi fyrir þá og líannibal Valdimarsson þeirra nánustu og bættum kjörum mætti a.m.k. vænta þess, að fleiri röskir menn gerðu sjómennsku að lífsstarfi sinu. Það er livað eftir ann- að vikið að þessu sjónarmiði í athugasemdum, sem fylgja með frumvarpinu. Þar segir t.d. svo á einum stað: „I öllum umræðum um sjóð- stofnun þessa hefur verið lögð áherzla á, að hún ætti að fela í sér verulega kjara- bót fyrir togarasjómenn og ætti auk þess m.a. að stuðla að því, að ungir og dugandi menn sæktust fremur eftir störfum á togurunum". Á öðrum stað í greinargerð frumvarpsins er einnig vikið að þessu sjónarmiði, þessum þjóðfélagslega ávinningi við stofnun lífeyrissjóðs togara- sjómanna á þessa leið: ,,Á það má benda, að vafa- laust hefur útgerðin og reyndar þjóðfélagið í heild óbeinan hag af stofnun þessa lífeyrissjóðs. Það er líklegt að hún leiði til þess, að menn vinni meir að staðaldri á tog- urum en áður, en það er al- kunnugt, að afköst eru miklu meiri hjá vönum togarasjó- mönnum heldur en hjá óvön- um mönnum. Og líklegt er einnig að lífeyrissjóðurinn geti leitt til þess að færri út- lendinga þurfi að ráða á tog- araflotann en nú“. Tryggvi Helgason,, einn af höfundum frumvarpsins, vík- ur líka að þessu sjónarmiði í athugasemdum sínum, sem prentaðar eru hér með frum- varpinu, én þar er hann raun- ar um leið að ræða um það, að hann táldi ekki óeðlilegt, að ríkissjóður borgaði 2% af þeim hluta iðgjalda, sem sjó- mönnum er samkvæmt frum- varpinu ætlað að greiða, en í tilefni af þessari tillögú sinni, sagði Tryggvi Helgason ann- ars: „Ég áleit, að þótt stofnun lífeyrissjóðs sé mikið hags- munamál togarasjómanna og stefni að efnalegu öryggi þeirra, sem gera vilja sér sjó- mennsku á togurum að lifs- starfi, þá beri einnig og ekki síður að skoða það sem alvar- lega tilraun til þess að leysa erfitt þjóðfélagslegt vanda- mál, þ.e. að greiða fyrir því að nægilega margir dugandi íslenzkir sjómenn vilji starfa á togurunum að staðaldri. Sé því réttmætt að þjóðfélagið styðji þessa sjóðstofnun og starfsemi hennar. Togararnir hafa skilað á land um það bil þrefalt meiri afla fyrir hvern mann, sem á þeim starfar, en önnur fiski- skip og bátar okkar að með- altali. Þessi fáu skip, með um 1200 sjómenn að starfj, leggja til afla sem gefur þjóðinní um það bil þriðja hluta af gjaldeyristekjunum. iSío'kkur undanfarin ár hafa ekki fengizt nægilégá rnr.rgir landsmenn til starfa á togur- unum. Hefur verið réynt að mæta þeim vándá með því að ráða útlenda sjómenn á skip- in og til þess orðið áð fórna stórum fjárhæðum árlega í erlendum gjaldeyri. Er slíkt ástand hvorki hag- kvæmt né traust til að byggja á til frambúðar rekstur af- kastamestu framleiðslutækja landsins, og þeim atvinnuveg- inum sem öðrum fremur er undirstaða þeirra lífskjara, sem þjóðin býr við og vill ekki rýra“. Þetta var umsögn Tryggva ■Helgasonar um þetta atriði sérstaklega. Þetta finnst mér vissulega vera þungbær rök fyrir réttmæti þess að lög- bjóða einmitt nú lífeyrissjóð fyrir togarasjómenn og má vafalaust mörgum rökum við þau bæta. Hitt er svo vitað mál, að e‘kki munu langir tímar líða, þar til sjálfsagt þykir að lögfesta lífeyrissjóð fyrir sjómenn almennt, og í framhaldi af því má svo síð- ar búast við, að ráðizt verði i stofnun lífeyrissjóðs fyrir fyrir fleiri og fleiri vinnu- stéttir þjóðfélagsins og væri raunar æskilegt, að það gæti orðið sem fyrst. Félagsmálaráðuneytið mun, samkvæmt ályktun seinasta Alþingis, skipa milliþinga- nefnd til að rannsaka, hvort ráðlegt sé og tiltækilegt að koma á fót almennum líf- tryggingarsjóði vinnandi fólks til sjávar og sveita, en slík þingsályktun var á síðasta þingi flutt af prófessor Ólafi Jóhannessyni, og er í athug- un hjá ríkisstjórninni, hvem- ig vinna skuli að framkvæmd hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.