Þjóðviljinn - 01.06.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.06.1958, Blaðsíða 12
Þjóöviljinn hefur fengiö þær upplýsingar hjá Alþýðu- sambandi íslands, aö um 40 sambandsfélög hafi sagt upp kjarasamningum sínum og miöaö uppsögnina viö þessi mánaöamót. Félögin innan Alþýðusam- bands íslands, sem sagt hafa upp samningum sínum nú um mánaðamótin eru þessi: A. S. B , félag afgreiðslu- stúlkna í brauða- og mjólkur- búðum. Bókbindarafélag íslands Félag bifvélavirkja Félag blikksmiða Félag íslenzkra kjötiðnaðar- manna Félag íslenzkra rafvirkja Félag járniðnaðarmanna FéJagið Skjaldborg Félag starfsfólks í veitinga- húsum Hið ís^enzka prentarafélag Iðja, félag verksmiðjufólks Málarafélag Reykjavíkur Mjólkurfræðingafélag íslands Múrarafélag Reykjavíkur Prentmyndasmiðafél. íslands Sjómannafélag Reykjavíkur Sveinafélag húsgagnasmiða Sveinafélag pípulagninga- manna Sveinafélag skipasmiða Trésmiðafélag Reykjavíkur Verkakvennafél. Framsókn Verkamannafélagið Dagsbrún Verkalýðsfélag Akraness Bílstjórafélag Akureyrar Félag verzlunar- og skrif- stofufólks, Akureyri Sveinafélag járniðnaðar- manna, Akureyri Verkakvennafélagið Eining, Akureyri Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar Verzlunarmannafélag Isa- fjarðar Iðja, félag verksmiðjufólks, Hafnarfirði Verkakvennafélagið Framtíð- in, Hafnarfirði Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði Verkakvennafélag Keflavikur og Njarðvíkur Verkakvennafélagið Aldan, Sauðárkróki Verkakvennafélagið Brynja, Siglufirði Verkamannafélagið Þróttur, Siglufirði Járniðnaðarmannafélag Ár- nessýslu Verzlunarmannafélag Árnes- sýslu Verkalýðsfélag Stykkishólms. Verzlunarmannafélag Akra- ness, sem er ekki í Alþýðusam-'" bandi íslands, hefur einnig sagt upp kjarasamningum sínum. Atburðirnir í Frakklandi N ámsstyrkur Ríkisstjórn Spánar hefur heit- ið íslenzkum stúdent eða kandí- .da.t styrks til háskólanáms á Spáni frá 1. október 1958 til 30. júní 1959. Styrkurinn nemur 18000 peset- um nefnt tímabil. Ef námsmað- nr sækir, mun honum verða út- vegað húsnæði og fæði í stúd- entagarði gegn venjulegu gjaldi. Styrkþegi þarf hvorki að greiða innritunar- né skólagjald. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrk þennan, sæki um hann til menntamálaráðu- neytisins fyrir 1. júlí næstkom-' andi. Umsókn beri með sér, hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda og fylgi staðfest afrit af prófskirteini, ef til eru. (Frá menntamálaráðuneytinu). H. I. P. frestar vinnustöðvun Hið íslenzka prentarafélag hafði boðað vinnustöðvun á miðnætti í nótt. Á fundi í fé- laginu í gær var samþykkt til- laga frá stjórninni um að fresta verkfallinu og freista jþess að ná samkomulagi um kröfumar, og þá væntanlega fyrir milligöngu sáttasemjara. Framhald af 2. -siðu. innar við málstað lýðveldisins, kann svo að fara að það reyn- ist lífseigara en ætla mætti. líugsjónir lýðveldis og lýðræðis eiga svo djúpar rætur í frönsku þjóðinni, að óhugsandi er að misvitrir, huglausir og svikulir ráðamenn geti lagt það að velli með einni saman þingsamþyltkt. Um gervalit Frakkland hafa verið stofnaðar nefndir til varnar lýðveldinu og af tilkynn- ingum og áskorunum 'þeirra virðist augljóst að þær ætli ekki að horfa aðgerðarlausar á aftöku þess. Það getur því vel farið svo að dagurinn í dag verði upphaf nýrrar byltingar í Frakklandi. f stuttu luáli Uppgjafahermenn sem búsettir eru í Alsír fóru í gær blysför um götur Algeirsborgar til að fagna-valdatöku de Gaulle. ★ Uppreisnarforingjarnir í Alsír segja að komið hafi verið á fót 126 leynilegum „veiferðarnefnd- um“ um allt Frakkland sem reiðu- búnar séu að láta • til sín taka þegar kallið kemur. Útvarpið í Algeirsborg sendir stöðugt út ýmsar ieiðbeiningar til þessara nefnda og eru þær á dulmáli, eins og t.d.: „Hrísgrjónin eru komin í pottinn, búið ykkur und- ir að snæðast", eða „hrísgrjón- in eru soðin“. ur til valda af frjálsum vilja þjóðariunar. Honum hefur ver- ið þvingað upp á þjóðina af uppreisnarfovingjiun hersins í Alsír og á Korsíkn og með ógn- unum um ofbeldi hersins í Frakklandi. Þetta er valdarán og margir þeirra sem átt hefðu að standa vörð um lýðveldíð liafa gefizt upp“. Lífeyrissjóðsfrv. í neðri dcild Frumvarp ríkisstjórnarinnar um lifeyrissjóð sjómanna er nú komið til neðri deildar. Af- greiddi efri deild málið frá sér í gær á tveim fundum. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, lagði heilbrigðis- og félagmálanefnd efri deildar einróma til að frumvarpið yrði samþykkt. Við 2. umræðu máls- ins í gær hafði Alfreð Gíslason framsögu fyrir nefndinni og mælti fyrir þrem breytingartil- lögum hennar, en aðalbreyting- in snertir styttingu starfstíma sem upphæð ellilífeyris er mið- uð við. Allar tillögur nefndar- innar voru samþykktar, svo og tillaga Alfreðs um orðalags breytingar, og frumvarpinu vís- að til 3. umræðu með 15 at- kvæðum gegn 1. Málið var síðan tekið fyrir á öðrum fundi í deildinni strax á eftir og sam- þykkt með 12 atkv. gegn 1 (Páls Zóphoníassonar). Frumvarpið verður tekið fyrir á fundi neðri deildar á morgun. Valgerður Árnadóttir Hafstað opnaði á fimmtudagskvöldið sýn- ingu á verkum sínum j Sýningarsalnum við líverfisgötu. Sýn- ingin er opin daglega til 11. júní íiæstkoniaiuti; í dag kl. 2—7. Þegar fyrsta kvöidið seldust þrjár myndir á sýningunni. Fjölbreytt hátíðahöld í dag - á s j ómannadaginn Hopgaitoa í miðbænum böid viS Jlusiurvöll úiihátiða- Hinn árlegi sjómannadagur veröur hátíðlegur hald- inn um land allt í dag. Aðalhluti hátíðahalda sjómanna- dagsráð’s hér í Reykjavík verða aö þessu sinni við Aust- urvölL Hátíðahöldin hefjast kl. 8 á>’- degis með því að fánar verða dregnir áð hún.á skipum, en kl. Snorri Árin- bjarnar látinn Snorri Arinbjamar listmálari, einn af bezta og kunnustu lista- möimrnn þjóðarinnar, lézt í gærmorgun. Hann hafði átt við langvinna vanheilsu að stríða. Sellótónleikar Kammermúsíkklúbburinn heldur fjórðu tónleika sína á þessu ári annað kvöld kl. 9 í Melaskólanum. ErJing Blöndal Bengtsson leikur þá éinleik á selló: Svítu í D-dúr nr. 6 eftir Bach og sónötu ópus 8 eftir Zolt- án Kodály. M1R Reykjavíkurdeild MÍR sýnir kl. 4 síðdegis í dag í salnum Þingholtsstræti 27 stórmyndina Konsertlist snillinga. Dialy Herald, málgagn brezka Verkamannaflokksins kemst svo að orði: „De Gaulle vin.nur sigur, en hann hefur ekki verið kallað- Belgískur togara- skipstj. dæmdur í fyrradag var skipstjórinn á belgíska togaranum Van Dyck frá Ostende dæmdur í 85 þús. kr. sekt í sakadómi Vestmanna- eyja og afli og veiðarfæri skips- ins gerð upptæk. Varðskipið Þór kom að togaranum að ólögleg- um botnvörpuveiðum í land- helgi í Meðallandsbugt á mið- vikudaginn. Skipstjórinn áfrýj- aði dómnum. HlöÐVllJINN Sunnudagur 1. júní 1958 — 23. árgangur — 121 tölublað Enn neitar Alþýðublaðið að birta landhelgissamninginn Ber nú fyrir sig kuríeisisástæður! Enn í gær birtir Alþýðublaðið ekki samning stjórnarflokkanna um landhelgismálið — enda þótt ráðherrar Alþýðuflokksins hafi undirritað hann fyrir rúmri vikix og því væri hátíðlega lof- að að hann skykli birtur tafar- laust. Þetta brot á samkomulaginu (sem sýnir öllu betur hvernig leiðtogum Alþýðuflokksins er innanbrjósts) reynir Alþýðu- blaðið í gær að afsaka með því að skjóta sér bak við forsætis- ráðherra. Blaðið segir: „er það hlutverk forsætisráðherra að birta niðurstöður máisins orð- réttar og gerir hann það vænt- anlega strax og þeim viðræðum milli þingflokkanna, sem nú fara fram, er lokið. Slíka sjálf- sagða kúrteisi við forsætisráð- herra stjórnar, sem þeir styðja að kalla, kunna Þjóðviljamenn ekki.“ Það er sem sé af kurteisisá- stæðum sem Alþýðublaðið birt- ir sanminginn ekki! En mætti benda Alþýðublaðinu á að sjálft inálgagn forsætisráðherrans, Tíminn, hefur þegar birt samn- inginn orðréttan, og verður það þó varla vænt um að vilja sýna æðsta leiðtoga sínum ókurteisi. Enda er það vægast sagt lítil kurteisi að reyna að fela það fyrir Islendingum og öðrum þjóðum sem hagsmuna hafa að gæta, að þegar hefur verið tekin fullnaðarákvörðun um stækkun íiskveiðiIandhelginHar í 12 míl- ur, um öll efnisatriði nýrrar reglugerðar og landhelgislín- una eins og hún verður. 10 hefst hátíðamessa í Dvalar- heimili aldraðra sjómanna; prest- ur séra Árelíus Níelsson. Kl. 1 safnast sjómenn og aðrir þátttak- endur til hópgöngu. Hálftíma sið- ar leggur gangan af stað með Lúðrasveit Reykjavíkur í íarar- broddi og verður gengið um Skólabrú, Pósthússtræti, Hafnar- stræti, Hverfisgötu, Laugaveg. Bankastræti, Austurstræti og að Austurvelli, en þar mun lúðra- sveitin og fánaborg taka sér stöðu. Kl. 14.00 hefjast útihátíðahöld við Austurvöll. Biskup íslands, hr. Ásmundur Guðmundsson. minnist drukknaðra sjómanna. Samstundis er lagður blómsveig- ur á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði. Guðmundur Jónsson, óperusöngvari syngur með undirleik lúðrasveitarinnar. Síðan flytja ávörp Lúðvík Jós- epsson, sjávarútvegsmálaráð- herra; Þorsteinn Arnalds, skrif- stofustj. Bæjarútgerðar Reykja- víkur og Andrés Finnbogason, skipstjóri. Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur á milli. Að lokum afhendir Henrý Hálf- dánarson heiðursmerki Sjó- mannadagsins. Kl. 15 30 hefst kappróður riiilli skipshafna og keppni í björgun- ar- og stakkasundi við Reykja- víkurhöfn. Sjómannakonur gangast fyrir kaffiveitingum í Sjálfstæðishús- ínu frá kl. 14 og á að verja ágóð- anum til kaupa -á vinnutækjum fyrir sjómannakonur í Hrafnistu. Um kvöldið verða skemmtanir í húsum bæjarins og standa yfir til kl. 2.00. Sjómannablaðið og merki dags- ins verða seld á götum bæjarins í dag. Þjóftviljíum vantar börn til blaöburðar á Seltjarnarnes Talið við afgreiðslmia sími 17-500,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.