Þjóðviljinn - 21.06.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓí>VTLJINN — Laugardagnr 21. júní 1958
ISLENZK TUNGA
16. þáttur 21. júní 1958
Ritstjóri: Árni Böðvarsson.
Dagsbrúnarfundurinn í fyrrakvöld
'Ég var að hugsa um að
spyrja um nokkur fleiri orð
í dag, en hér bíða hjá mér
svör Jóhannesar Ásgeirssonar
við tveimur þáttum, og væri
æskilegt að fleiri væru svo vilj
ugir að svara. Jóhannes seg-
ir m. a. að i 11. þætti (17.
maí) sé orðið geyfa í annarri
merkingu en í Dalasýslu: —
„Þegar hlóð niður miklum
iausasnjó í logni, þá sögðu
menn í Laxárdal, þar sem ég
ólst upp: Það verður æði
geyfa, ef hann hvessir. —
Með öðrum orðum: ,,geyfa“
vp.r þar aldrei notuð nema í
merkingunni „sortabylur“. En
svo var aftur á móti talað
um skafrenning og skafmold:
Það er meiri skafmoldin þetta.
En því aðeins var um slíkt
talað að alveg væri ofankaf-
aldslaust; ef ekki, þá: bylur.
Neðanbyl heyrði ég aldrei
talað um í Dölum, og ekki
'heldur fannakjöt, ey'.i eða
gontu“.
Þessi merking sem Jóhann-
es talar hér um í orðinu
,,geyfa“ er einnig í orðabók
Sigfúsar, eða mjög lík merk-
ing: skafrenningur eða neðan-
bylur, einkum stuttur. Sigfús
kallar þessa merkingu aust-
firzka, og var fengur að fá
hana úr Dölum. — Annað
íróðlegt úr bréfi Jóhannesar
verður að bíða.
í síðasta þætti var minnzt
á orðið grip (hvorugkyns) um
einskonar lopabletti í andliti
fólks. Jóhanna Jónsdóttir
(ættuð úr Borgarfirði, en upp-
álin i Arnarfirði) hringdi til
mín og sagðist ekki liafa
heyrt þetta orð ósamsett,
heldur samsetninguna dauðs-
mannsgrip, og segir hún hafi
verið algeng í Arnarfirði, um
bláa bletti á líkamanum. Þess-
ir blettir voru — eftir nafn-
inu að dæma — taldir spretta
af snertingu dauðra manna,
og taldi Jóhanna líklegt að
beimildarmaður Óskars læknis
Einarssonar hefði bara stytt
orðið dauðsmannsgrip, þegar
hann nefndi þessa bletti á
andbti sínu „grip“.
I 11. þætti var spurt um
óvenjulega beygingu orðsins
veðja: við vöddum um það.
Allt þetta veit ég er til, en
frekari heimildir vantar.
Áður hefur verið spurt um
orðalagið „að hálsa setning-
una“, sém Orðabók Háskólans
hefur heimildir um úr Þing-
eyjarsýslu, en það merkir að
hætta við hálftalaða setn-
ingu. Hverjir þekkja þetta
orðasamband eða annað því
likt ?
Á Suðurlandi að minnsta
(kosti er orðið jastur til um
skán þá sem sezt ofan á sýru,
þegar hún fer að eldast, en
einnig getur það merkt illa
unnið verk, svo sem illa mal-
að korn, einnig skvaldur eða
kvabb. Um þetta orð var
spurt í 12. þættj (24. maí),
en engar upplýsingar hafa
mér borizt enn.
Bréf til þáttarins má senda
ritstjórn Þjóðviljans (merkt
Islenzk tunga) eða heim til
mín (Mánagötu 23, Reykja-
vík), auk þess sem upplýsing-
ar gegnum síma koma oft að
góðu gagni.
Allmiklar upplý“singar hafa
borizt um sum þeirra orða
sem hafa verið tekin til með-
ferðar, og skulu þær þakkað-
ar; öllu þess háttar er ég feg-
inn, hvort sem menn skrifa
mér eða síma. Ég held þó að
ástæða sé til þess að árétta
það einu sinni enn að það
sem bréfriturum kann að
finnast nauða ómerkilegt og
lítils virði í bréfi sínu, getur
engu að síður komið þeim að
góðu gagni sem fást við
rannsóknir á móðurmálinu.
Og umfram allt má'fólk ekki
vera feimið og hikandi við
að láta heyra frá sér. Eink-
um grunar mig að konur
kunni að hafa ýmislegt mál-
far á takteinum sem fengur
væri að komast í; sú hefur
að minnsta kosti orðið raun-
in á um þætti þeirra orða-
bókarmanna um íslenzkt mál
í útvarpinu undanfarna vet-
ur.
Kristín Ólafsdóttir frá Sum-
arliðabæ í Holtum sendir
þættinum gott bréf og segir
m.a.: „Nafnorðið ambindrylla
heyrði ég í fyrsta einn, er
gömul kona kom að heim-
sækja móður mína .... og
sagðist vera orðin eins og
ambindrylla og ekki geta
hreyft sig. Okkur systkinum
þótti orðið skrýtið og hnfðum
orð á því við móður okkar,
en hún sagði að það þýddi að
vera orðin löt að standa og
Eftirfarandi samþykkt gerði
framkvæmdastjórn ISÍ á fundi
í fyrradag, vegna kæru Isfirð-
inga út af II. deildar keppn-
inni 1957:
„Kæran í heild heyrir ekki
undir framkvæmdastjórn ISl
þar sem hún hefur ekki vald
til að úrskurða annað en
móta og keppendareglur og
áhugamannareglur ISl, en
ekki meint brot á lögum KSl
eða ISí.
Varðandi hið meinta brot
á móta og keppnisreglum ISl
telur framkvæmdastjórn ISÍ
hreyfa sig“. Þetta þykja mér
fréttir, að orðið „ambindrylla“
skuli vera til þarna austur i
mínum átthögum, því að
fyrsta og eina heimildin um
það áður var frá Þorsteini
skáldi Valdimarssyni (úr
Vopnafirði eystra, en ekki
Fljótsdalshéraði, eins og ég
mun hafa sagt í 14. þætti),
og væri nú fróðlegt að frétta,
ef fleiri luma á því. — En
upplýsingar um * þetta orð
komu mér fyrst þegar ég var
að spyrja um orðið ambirna,
sem merkir óhagvirka,
lclaufska konu. Það kannast
enginn bréfritarinn við.
Kristín segir ennfremur að
orðin ófáa og frenja hafi ver-
ið notuð i Holtunum „í sömu
merkingu, nefnilega um van-
stilltar konur eða stúlkur.
Bredda var sagt um hnífa
sem ekki Var • hægt að nota
fyrir bitleysi“. En um orðið
,,bredda“ segir Ingimar Ósk-
arsson grasafræðingur: „1
minni sveit, Svarfaðardal, var
orðið gréla ekki notað ein-
göngu um lélega vasahnífa
Ibreddur voru allt of stórir
hnífar til þess að þetta orð
hæfði þeim), heldur miklu
fremur um grannnr og lélegar
spýtur". í Svarfaðardal virð-
ist orðið ,,bredda“ sem sé eiga
öðru fremur við stærð hnifs-
ins, en í Rangárvallasýslu við
bitleysi hans. Þó held ég að
ég mundi ekki kalla t.d. lít-
inn bitlausan pennahníf
breddu; til þess væri hann of
lítill.
Fleira gott er í bréfi Krist-
ínar, en af því skal í þetta
sinn aðeins minnzt á orðið
grélulegur í merkingunni
gugginn eða óhraustlegur út-
lits. Ekki er það til 3 orða-
bókum. Hins vegar er nafn-
orðið gréla til í orðabók Sig-
fúsar Blöndals í merkingunni
mjó eða lítil skepna eða mað-
ur („spædlemmet, spinkelt
Menneske el. Dyr“.). Ekki
man ég eftir að hafa heyrt
þessi orð í Rangárvallasýslu,
og væri eftirsóknarvert að
fregna eitthvað meira um þau.
að það sé ámælisvert að stjórn
KSl skuli ekki hafa haft sam-
ráð við framkvæmdastjórn
ÍSl um niðurröðun landsmóta
árið 1957, en hinsvegar telur
framkvæmdastjórnin ekki rétt
að ógilda í heild knattspyrnu-
mót Islands í II. deild árið
1957, vegna þeirra formgalla,
sem raktir eru í kæru ÍBÍ
varðandi móta og keppenda-
reglur ISÍ enda komu leik-
dagar II. deildar keppninnar
1957 ekki í bága við fram-
kvæmd annarra landsmóta svo
vitað sé“.
Framhald af 1. síðu.
manna væri tryggt, en óbreytt-
ir samningar til slíks tíma
kæmu að sjálfsögðu ekki til
greina. Lýstu fulltrúar Dags-
brúnar sig reiðubúna til að
ræða þær breytingar sem
Vinnuveitendasambandið vildi
láta fylgja með samningum til
svo langs tíma. En atvinnurek-
endur höfðu engar slíkar til-
lögur fram að færa og minnt-
ust ekki frekar á málið.
Um þetta leyti óskaði Dágs-
brún þess við stjórn Fulltrúa-
ráðs verlcalýðsfélaganna í Rvík,
að hún kallaði saman fulltrúa
þeirra félaga sem væru með
uppsagða samningá. Sá fund-
ur var haldinn 11. þ.m. Voru
þar mættir fulltrúar frá svo til
öllum félögum í Reykjavík og
Hafnarfirði nema Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur. A fundinum
var sérstaklega rætt llm 'þánn
hátt á gildistíma samninga,
sem Dagsbrún hafði rætt um
við atvinnureker.dur, og lýsti
fundurinn sig fylgjandi því fyr-
irkomulagi. ,
ílialdsleiðtoginn átti einn
fylgismann!
Umræður á Dagsbrúnarfund-
inum urðu allmiklar og stóðu
fram undir miðnætti. Eins og á
fyrri fundum höfðu íhaldsmenn
sig allmikið í frammi, og for-
ingi þeirra, Jóhann Sigurðsson,
flutti langa ræðu sem var að-
allega bölv og formælingar um
ríkisstjórnina en það er inntak
allra þeirra ræðna sem hann og
sálufélagar hans flytja á Dags-
brúnarfundum. Hvatti Jóhann
til þess í ræðu sinni að Dags-
brún færi þegar í stað í verk-
fall. En þegar tillögur Dags-
brúnarstjórnarinnar, sem birt-
ar voru í heild í blaðinu 3 gær,
Gufubaðstofa
Framhald af 12. síðu.
væru nú liðin síðan fyrirhugað
var að stækka Sundhöll Reykja-
víkur án þess að verkið væri
enn hafið. Það er ekki nóg fyrir
bæjarbúa, sagði Alfreð, að uppi
séu ráðagerðir ár frá ári en
engar framkvæmdir. Taldi ræðu-
maður að eðlilegustu vinnu-
brögðin væru þau, að einbeita
sér að því að koma upp einum
gufubaðstað í einu og æskilegt
væri að gufubaðstofunni yrði
komið upp í sambandi við
stækkun Sundhallarinnar. Alfreð
minnti í lok ræðu sinnar á
heilsuræktargildi gufubaða og
bar síðan fram þau tilmæli að
Sjálfstæðismenn breyttu tillögu
sinni þannig að í lok hennar
stæði að bæjarstjómin sam-
þykkti að fyrrnefndum undir-
búningi yrði hraðað (í stað hald-
ið áfram). Var fallizt á það og
tillagan þannig breytt samþykkt
samhljóða.
voru bornar upp hlaut stefha
félagsstjórnarinnar samþykki
allra fundarmanna — gegit
tveimur. Ihaldsleiðtoginn Jó-
hann Sigurðsson átti aðeins
einn áhanganda annan, og hef-
ur ihaldið sjaldan fýrr farið
aðrar eins hrakfarir á Dags-
brúnarfundi.
Bretar sagðir
Framhald af 12. síðu.
hefur gert þá þröngsýna“. 10.
júni birti Sunderland Echo
svar ifrá A. Martin, sem ber
þennan sérstæða málflutning tii
baka í mjög vinsamlegri grein,
Kveðst hann vera giftur ís-
lenzkri konu og hafa átt heima
á Islandi og hann geti þvi
sagt af eigin raun að því fari •
fjarri að lýsingar blaðsins séú
réttar; „ég komst að því feagn-
stæða, þar sem þeir eru fram-
T]i •
sækin menningarþjóð og miklir
bókamenn.“ Hann sendir myhd'
frá Reykjavík sem biht ,ér f
blaðinu og bendir á að húr. .
„sýni að íslendingar bþa í á-
gætum húsum og lífskjöpin eni
sambærileg við húsnæðið‘;.' :
Leggur hann til að höfundui'
upphaflegu greinarinnár bregði
sér til ísland „þar sem1 flúg-
ferðir um eyjuna eru notaðar
eins og leigubílstjóraþjónusía;'.
Síðan minnir hann á að ,.Á1-
þingi íslendinga sé meira en
1000 ára gamalt, ræðir um ís-
lenzka tungu og minnir á að
Islendingar urðu fyrstir til að
finna Ameríku. Einnig segir
hann;
„Eg skal sannarlega sjá til
þess að grein fréttaritara yð-
ar berist til „landsins þar sent
ólæsi er ekki til“ (sjá Ency-
clopaedia Britanica) og án efa
munu ýmsir íslenzkir vinir mín-
ir — „undarlegir, einmana og
þröngsýnir" — skellihlæja að
henni.“
Ef ekki á að gereyða miðin.
Þjóðviljinn skýrði fyrir
nokkru frá grein í Sunday
Times eftir fiskifræðinginn dr.
Robert Morgan, þar sem hann
lagði til að Bretar beindu
! veiðum sínum á aðrar brautir,
er landhelgi Islands yrði stækk-
uð í 12 mílur. Á sunnudaginn
var birtist önnur grein í sama
blaði eftir Peter Shelton, þar
sem tekið er undir þetta sjón-
armið. Peter Shelton kveðst
hafa starfað á flota þeim sem
annast eftirlit með fiskveiðum
I og segir:
„Ákvörðun íslendinga um að
stækka fiskveiðalandhelgina út
í 12 mílur frá yztu nesjum
kann að valda reiði erlendra
togaraeigenda og skipstjóra
þeirra; en ef ekki á að eyði-
leggja fiskimið Islendinga og
gereyða þau um tíma eins og
brezku miðin þá er það fullvíst
að núverandi þriggja mílna
mörk hrökkva e'kki til.“
Einnig minnir hann á veiði-
þjófnað brezkra togara og seg-
ir hann valda miklu tjóni.
TIL
liggnr leiðin
Hfíðardalsskóli
Hressingarheimilið opið fyrir almenning frá 27. júní
n. k. Svipað fyrirkomulag og undanfarin ár. Nudd-
og baðstofa er starfrækt fyrir gestina (Finnsk böð,
saltböð furunálaböð, Finsen-ljós). Læknar heimilis-
ins eru Kristján Hannesson og Grímur Magnússon.
Gerið pantanir yðar tímanlega. Talið við Huldu Jens-
dóttur, sími um Hveragerði, eða í síma 23744 alla
mánudaga kl. 9.30 til 11 f. h.
Kæra ÍBÍ heyrir ekki undir
kJ
íramkvæindast j órn ÍSÍ