Þjóðviljinn - 21.06.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.06.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagiir 21. júni 1958 Sigurðnr Guðnason sjötugur Framhald af 7. síðu. einn í hópnum og allir hjálpast að. Eða með öðrum orðum, meðan maður svíkur ekki mál- staðinn, sem manni er trúað fyrir. — Hefur þú aldrei reynt það? — Neij. það'held ég ekki. — En er þetta nú svona ein- falt? Hafa ekki verið deilur og átök innan Dagsbrúnar, jafn- vel í þinni stjórnartíð? Hefur þú ekki þurft að standa í alls konar stímabraki við menn? ---Neí, ekki man ég nú eftir því. Það getur alltaf verið deila um það í jafnfjölmennu félagi og Dagsbrún, að stjórn félags- ins þyki ekki nógu framtaks- söm, því að hver einstaklingur krefst mikils af henni. Innan félagsins eru mismunandi sterkir og fórnfúsir hópar og einstaklingar; Ég hef orðið var við það eftir ýmis verkföll, að mörgum hef- ur ekki þótt nógu langt gengið og ekki baldið nógu fast á mál- unum, en aðalatriðið er að vera glöggur á það, hvað mátu- legt er að fara langt, hvað heildin þolir, svo að hún standi einhuga saman. Það má jafnan stiga næsta skref áfram síðar, ef grunnurinn er traustur, en verra er með framhaldið, ef stígið er fram af. Það hefur jafnan verið okkar starf í Dagsbrún að hafa grunninn traustan. Það gerir ekki svo mikið, þótt stundum sé misst af strætisvagninum, eins og menn segja. Verra er að flana fyrir hann. — Hvað hefur haft mest á- hrif á þig í starfi þínu í verka- lýðshreyfingunni? — Mest áhrif á mig hafði baráttan á atvinnuleysisárun- um. 9. nóvember var mér mik- ill reynsludagur, og réttarhöld- in þar á eftir. Ég lenti í slagn- um og sagði þeim fyrir réttin- um, að ég hefði ekki gert ann- að en það, sem ég mundi gera, ef ég sæi mann vera að drukkna. Ég kastaði til hans kaðalspotta og reyndi að bjarga honum. Ég var einn í hópnum — hópi þeirra, sem voru að farast, og var að reyna að bjarga mér og öðrum, sem var líkt ástatt fyrir. En tekjur mínar voru vinna í þrjár vikur á mánuði, -— 54 kr. á viku, en nú átti að lækka það kaup um þriðjung eða láta mig vinna í þriðjungi lengri tíma fyrir Þessu kaupi. Ég sagði þeim, að hefði ég getað forðað öðrum frá því að liða það, sem ég og aðrir liðum á þessum timum, þá var vel til- vinnandi að leggja sig í þá hættu, sem þama var. — Létu þeir nú sannfærast af þesum rökum þínum? — Nei, en einn þeirra sagði: ,,Já,, þeir, hugsa öðruvísi, sem hafa brauðið, en þeir, sem vantar það“ ,— en hefði bæj- arstjórninni dottið það í hug, áður en fundurinn var haldinn, þá hefðu aldrei nein slagsmáí orðið. — Þetta er ekki hugleitt, fyrr en í óefni er komið, af því verða átökin, og þegar órðin þrjóta, þá byrja handalögmál. — En hverja telur þú nú helztu árangra af starfi Dags- brúnar? — Því er ekki gott að svara. En helztu árangrarnir, sem venjulega er talað um eru t. d. '1906 er stigið var geysistórt spor með ákvörðun vinnutím- ans, sem áður hafði verið ó- takmarkaður, og setningu á- kveðins kaupgjalds, þótt lágt væri. 1913 fékk félagið hækkað kaupið í fyrsta sinn. Þá vanh það fyrsta fimmeyringinn. Það var eldskírn félagsins í kaup- gjaldsbaráttunni. 1930 var afnumin næturvinna og vinnudagurinn styttur um eina klukkustund og kaupið hækkað meira en svaraði stytt- ingu vinnudagsins. — Hvað var vinnudagurinn langur eftir styttinguna? — 9 klukkustundir. Síðan var vinnudagurinn styttur niður í 8 klukkustundir 1942. Og þá hófst það, að Dagsbrún og verkalýðshreyfingunni tókst að þvinga fram alls konar félags- lega umbótalöggjöf. Orlofslögin 1942, — fjölskyldubætur 1952, og síðast var samið um at- vinnuleysistryggingar 1955 og lengingu orlofs úr 12 dögum upp í 18 daga. Atvinnuleysis- tryggingarnar eru stærsti sigur okkar, komist þær viðunandi í framkvæmd. — Ekki er afrekaskráin lítil, en hvað getur þú sagt okkur um bardúss þitt í Dagsbrún þessi 12 ár, sem þú hefur verið formaður, Hvernig finnst þér þetta hafa gengið- Dagsbrúnarstarfið öll þessi 12 ár einkennist af því, hve rnanni hefur virzt lítið miða á- fram. Flest hefur unnizt með fómfrekum átökum. Það er skaði fyrir þjóðina að sóa efn- um og eignum í baráttu, sem ætti að vera óþörf, því að þeg- ar sigur er unninn, eru lang- flestir á einu máli um að kjarabæturnar hafi verið sjálf- sagðar. Manni finnst alltaf, að þetta hafi gengið seint. — Þú hefur þá stundum haft áhyggjur af þjóðarhag. Ég hef aldrei heyrt það borið á þig. — Ég hef alltaf talið mig vera að vinna fyrir þjóðarhag. Sannfæring mín er, -að þjóðar- hagur byggist á því, að menn- irnir, sem vinna og framleiða, búi við sæmileg lífskjör, og fái að vinna fyrir þeim. Þeir verða meiri og styrkari þáttur í framförum og uppbyggingu þjóðfélagsins, ef þeir lifa við góð kjör. Og ég tel það kannski vera fyrsta skilyrði fyrir ör- uggum þjóðarhag, að lífsorka mannanna fari meira í skap- andi starf og uppbyggingu þjóðfélagsins en áhyggjur út af atvinnuleysi og örbirgð. — En hafa ekki kauphækkan irnar stundum að þínu áliti orðið atvinnuvegunum ofviða? — Nei, hver kauphækkun hefur búið okkur betra líf og verið öflugasta lyftistöng át- hafna og framfara og kippt á- fram menningu þjóðarinnar og máð kotungsbraginn af íslend- ingum. — Heldur þú þá, að það sé eitthflert samband milli kaup- hækkana og aukinnar fram- leiðslu? — Já, ein afleiðing af hækk- uðu kaupi og kröfunni um mannsæmandi Jíf eru stækkuð tæki í höndur manna og vinnu- aflið er betur nýtt. —• Það skaparmeira líf. — Kaupgjalds- barátta okkar er eitt mesta menningarátak þjóðarinnar. — Menning hverrar þjóðar hlýtur að miðast við tekjur lægst launuðu stéttir þjóðfélagsins og hvað þ’ær geta veitt sér. — Telur þú þá, að kjarabar- áttan sé aflvaki allra helztu framfaranna? — Já, líttú í kring um þig, Sjáðu byggingarnar, vegina, göturnar, skipin, heilbrigði fólksins, eða mennina, sem þú mætir á götunni eða ; börnin, sem eru að fara í skólann. Ef sæir mannlíí'ið hérna í Reykjavík, þegar Dagsbrún var stofnuð, þá sæir þú, hvað við höfum gert. Og afleiðingin er: góður og traustur Dagsbrúnai- félagi er góður þjóðfélagsþegn. Rússar unnu Englendinga Framhald af 9. síðu. Aukaleikur nr. 2 Norður-írland vann Tékkósló- stóvakíu 2:1 eftir tvífram- lengdan leik. Blöðunum kemur saman um það að úrslit þessi hafi verið sanngjörn. I hálfleik stóðu lei'kar 1;1. Það voru Tékkar sem skoruðu fyrsta markið og gerði Zikan það með skalla. McParland jafn- aði. Rétt fyrir fullan leiktíma var einum Tékkanum vísað af leikvelli fyrir að finna að dómi, og telja bíöðin það vera í strangasta lagi. Tékkar héldu þannig áfram 10 í þeim tveim framlengingum sem til þurfti og vakti úthald þeirra og sókn í fyrri framlenging- unni athygji og furðu. Það var McParland sem skoraði sigurmarkið. Irar hafa í tveim síðustu leikjunum sýnt að þeir eru að harðna í sókninni og leika betur og betur, og þó urðu þeir að leika án Greggs sem ekki var heill og markmaðurinn sem kom inn meiddist líka í byrjun leiks og lialtraði það sem eftir var. Náðu írar oft góðum leik þar sem knötturinn gekk frá manni til manns. Tékkar áttu einnig ágæt áhlaup og oft munaði ekki miklu. Þeir urðu líka fyrir því óhappi að mið- herji þeirra meiddi sig og var haltrandi það sem eftir var, en þeir héldu áfram að berj- ast af kappi og leikgleði þrátt fyrir þetta, og kalla blöðin það ,,góðan anda“ í liðinu. Áhorfendur voru aðeins rúm 6 þúsund. Aukaleikur nr. 3. Wales vann Ungverjaland 2:1 Úrslit þessi komu á óvart, því að gert var ráð fyrir að Ungverjar mundu vinna, en Wales-liðið í heild lék betur en áður og nú var John Char- les virkur í leiknum en það hefur hann ekki verið í tveim undanförnum leikjum, og sum blöðin sögðu að hann hefði þá tæpast. verið 50 króna virði. Ungverjunum tókst ekki að ráða við Charles og gátu þeir ekki fundið út hvernig ætti að taka hann. Ungverjar léku góða knattspyrnu úti á vell- inum en þá skorti skotin. Vörnin var betri helmingur liðsins. í síðari hálfleik fóru þeir út í hörku og það með þeim afleiðingum að einn þeirra var rekinn útaf. Tichy skoraði mark Ungverjanna. Allchurch jafnaði fyrir Wal- es eftir að hafa fengið góða sendingu frá John Charles, en Medwin skoraði síðara mark- ið. Waleg náði bezta Ieik sín- um í keppninni til þessa. — Leikuriim var aldrei skemmti- legur eða fjörlega leikinn, og aðeins , 2800 manns horfði á þessa viðureign. 17. júnífagnaður í Odtlfelow- húsinu í Gautaborg Hér var mikill mannfagn- aður í gærkveldi þar sem sam- an var kominn stór hópur ís- lendinga og sænskumælandi manna sem hafa mikið sam- an við íslendinga hér að sælda. Voru það íslenzki kon- súllinn hér herra Gullbrand Sandgren og frú hans sem stóðu fyrir hófi þessu. Voru þar flutt ávörp, sungin ís- lenzk lög og dansað. Fyrir minni íslands talaði konsúllinn Sandgren og bað menn rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir Islandi. — Aðrir sem fluttu þarna ávörp voru Peter Hallberg, Guðm. Pálsson og Bjarni Sigurðsson. Þá söng kona sem gift er ís- lenzkum manni hér sænskar þjóðvísur og fleiri lög Og var það hin bezta skemmtun. Góðar veitingar voru fram bornar og mikið spjallað og rætt um samvinnu Svía og Islendinga og þá ekki sízt Gautaborgar og Reykjavíkur. Stóð skemmtun þessi nokkuð fram yfir miðnætti. Frímann. Þegar þeir höfðu siglt heint yfir flakið, þá hófu þeir rannsóknir sínar. Sterkir geislar frá kvöld- sólinni vörpuðu birtu alveg niður að flakinu. Þeir komu niður á brúna og sáu, að skemmdir voru þar miklar. Enn einu sinni stóð Brighton í brúnni, þar sem hann hafði staðið í mörg ár. Brighton leit á brotna gluggana, ónýtan björgunarbátinn og fisk- ana sem skutust þar um. „Það er bezt að huga að áttavitanum", hugsaði hann. Islaodsmóíið Framhald af 9. síðu. Sóknarlínan átti nú sinn bezta leik á sumrinu, enda var leikið meir á báða út- herjana en áður. Beztir í framlínunni voru þeir Þórður Þ„ Ríkharður (sem þó gat ekki leikið af fullum krafti vegna meiðsla) og Þórður Jónsson (sem nauðsynlega þarf að æfa upp að spyrna með hægra fætinum). Lið Hafnfirðinga er nú mun jafnara en í fyrra, enda hafa verið gerðar á því talsverðar breytingar. Liðið vann vel sem heild og reyndi að út- færa þá leikaðferð (taktik) sem þjáifari þeirra og fyrir- liði, Albert Guðmundss., hafði lagt á ráðin um fyrir leikinn. Verður ekki annað sagt, en að þeim hafi tekizt það frem- ur vel. Vörn Hafnfirðinga stóð sig sæmilega, einkum þó Theodór v. bakvörður, sem er mjög efnilegur nýliði. Fram- verðirnir Einar og Kjartan voru vel virkir, sérstaklega Einar, en Kjartan virtist skorta úthald er á leið leik- inn. í framlínunni bar Albert af, enda var hann alveg í sér-. flokki. Stjórnaði hann liði sínu af röggsemi, jafnframt því sem hann átti nú sinn bezta leik í lengri tíma. Einn- ig voru þeir Sigurjón og Ás- geir með bezta móti og virð- ast þeir vera í stöðugri fram- för. Bergþór er enn sem fyrr mjög fljótur, en skortir knatt- meðferð. Guðbjörn miðframh, var mjög breytilegur, mátti sín lítils gegn Kristni. Dómarí var Helgi Helgason og átti 'hahn fremur lélegan dag. als.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.