Þjóðviljinn - 22.08.1958, Page 5

Þjóðviljinn - 22.08.1958, Page 5
Föstudagur 22. ágúst 1958 — ÞJÖ.ÐVILJINN (5 Carolina Siemsen andaðist að heimili sínu 16. ágúst s.l, með henni er faliinn í valinn einn af helztu frumherjum íslenzkr- *ar verkakvennahreyfingar. Hún var fædd í Keflavík 23. des. 1875, dóttir hjónanna Mar- grethe og Hendriks J. Siemsen verzlunarmanns. Þegar Caró- lina var fjögurra ára fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó fyrstu árin í Doktorshúsinu við Vesturgötu, en um 1881 fór fjölskyldan í nýtt hús Vest- urgötu 29 sem Hendrik Siem- sen hafði þá látið byggja, í því húsi átti Carólína síðan heim- ili um 50 ára skeið, þar lifði hún sína æsku og fullorðins- ár, þar giftist hún manni sín- Um Ottó N. Þorlákssynj og þar eignaðist hún börnin sín. Um æskuhejmili sitt segir Hendrik Ottósson svo í bók sinni frá Hlíðarhúsum tl Bjarmalands: ,,Það var hejma, að áhugi minn á opinberum málum vaknaði fyrst. Ég hlýddi á tal fullorðna fólksins og reyndi eftir megnj að skilja það, sem það ræddi um. Heimili foreldra minna var samkomustaður fólks, sem áhuga hafði á þjóð- málum, en þó mest eftir stofn- un Alþýðusambandsins. Á ár- unum 1920 til 1930 má segja, að Vesturgata 29 hafi verið miðstöð róttækara arms verka- lýðshreyfingartnnar. Þar var ■ setið langt fram á nótt og rætt um baráttuaðferðirnar. Margur nýtur félagi í verkalýðshreyf- ingunni fékk fyrstu fræðslu sína þar, „á Vesturgötunni“ eins og heimili foreldra minna var jafnan kallað. Þar var ó- spart veitt kaffi öllum þeim, sem komu.“ AHir þeir sem til þekktu á þessum árum, vita að þessi frá- sögn er sönn, en hins voru líka mörg dæmi að á heimili þeirra Carólínu og Ottós hafi komið ekki aðeins þeir sem leituðu styrks og leiðbeiningar í verklýðsbaráttunni, heldur og fjölmargir hinna sem voru að b°gna undjr byrðum lífsins og áttu þar athvarf í örlátu hjarta og hlýju hugarþeli húsbænd- .anna. Carólína var þannig gerð að hún kunni ekki að gera sér mannamun ef þörfin fyrir >að- stoð og uppörvun var annars- vegar, og gestrisni hennar og góðvild áttu engin takmörk. Það er að sjálfsögðu ekki á mínu færi að meta þann skerf, sem Carólína lagði til baráttu verkakvermanna á fyrstu ár- unum;En öllum, sem til þekkja ber saman um það, að þar hafi hún verið margra manna makj. Hún var ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Fram- sóknar og átti sæti í fyrstu stjórn þess. Hún ferðaðist um og vann að stofnun verka- kvennafélaga, og leiðbeindi og hvatti til baráttu hvar sem hún kom. Það er erfitt fyrir konur í dag að skiija hvílíkan skap- styrk og eldmóð þurfti til þess að standa í sporum þeirra kvenna, . sem höfðu forgöngu um. stofnun verkakvennafélag- anna. Það voru ekki einungis átökin við harðsnúið atvinnu- xekendavald, heldur og þær gömlu venjur sem langvarandi fátækt hafði fjötrað fólkið við. Og oft virtist það óvinnandi ■ verk að fá konurnar til þess að skilja þýðingu samtakanna. MmningarorS Caroline E. R. Siemsen Caroline Siemsen myndin er tekin á áttræðisafmæli hennar. En Carólína var ejnmitt gædd þeim nauðsynlegu eiginleikum forustumannsins, - að gefast aldrei upp. Og hún hafði til að bera þann fágæta eldmóð, sem alltaf hreif þá sem störfuðu með henni. Mörg undanfarin ár átti Car- ólína sæti í stjórn Kvenfélags sósíalista sem varaformaður félagsins og í því starfi kynnt- ist ég henni bezt, fram til hins síðasta sótti hún hvern fund og alltaf var hún mætt fyrst fundarkvenna, því félagi helg- aði hún starfskrafta sína hin síðustu ár og hafði mikinn á- huga á starfsemi þess, sem þýð- ingarmiklum þætti í baráttu ís- lenzkra sósíalista fyrir betra lífi alþýðunnar. Ég minnist þess með hvílíkum áhuga hún gekk til starfa, þegar hér á landi var hafin söfnun til styrktar sovétþjóðunum á styrj- aldarárunum. Þá stofnsetti Kvenfélag sósíalista m. a. nefnd til þess að safna fötum, aðal- lega prjónafatnaði barna. Caró- lína var kjörin formaður þeirr- ar nefndar og' í starfi hennar var hún lífið og sálin og aldrei gleymi ég gleði hennar, þegar fregnir bárust um það að send- ingarnar hefðu náð áfangastað. Fyrir þessi störf hlaut Caro- lína sérstaka viðurkenningu frá fyrsta sendiherra Sovétríkj- anna hér á landi. Það er vissulega margs að minn- ast frá margra ára samstarfi. En það sem rhér þótti séviniega sérstæðast við Carólínu' 'Var það, hversu vel henni- eritist - aldurinn, hversu lifaridi- húri: gekk að hverju því 'verkefni sem hún vann að. Ég vil svo enda þessi orð með því að þakka Caróiínu all- ar samverustundirnar og finnst það mikill ávinmngur að hafa kynnzt svo góðri konu. Elín Guðmundsdóttir. Og munið að ekki var urðin sú greið til áfangans, þar sem vér stöndum, því mörgum á förinni fóturinn, sveið er frumherjar mannkynsins ruddu þá leið af alheimsins öldum og löndum. (Þorst. Erl.) Með Carólínu et fallm frá ein af mætustu konum okkar samtíðar. Caróline Emile Rosa Siemsen fæddist 23. des. 1875 í Kefla- vík, en fluttist 5 ára með for- eldrum sínum til Reykjavíkur og ólzt þar upp. Foreldrar hennar voru Hendrik Sjemsen kaupmaður (af þýzkri ætt) og Anna Margrethe kona hans (fædd Stilling frá Randers í Danmörku). Carólína missti föður sinn, er hún var sex ára gömul, en móðir hennar vann fyrjr upp- eldi og menntun. barna sinna fjögurra, Steinunnar, Sigríðar, Carólínu og Edwards (en þau eru nú öll látin) fyrst og fremst með kennslu í Kvenna- skólanum og með barnakennslu á heimili sínu Vesturgötu- 29. Carólína hlaut góða menntun ; undir handteiðshrmóður sinnar !'og tók próf frá Kvennaskólan- um. ' 'i:. ■' :■-;!•■ Árið 1896 giftist hún Ottó N. Þorlákssyni skipstjóra, sem þá hafði byrjað baráttu sína fyrir því að skipuleggja sjó- mannastéttina í Revkjavík og öðrum verstöðvum', allt austan frá Stokkseyri og vestur til Akraness, Gerðist hún þá þeg- • ar ötull samherji Ottós í braut- ryðjendastarfinu. Þau gerðust snemma meðlimir Góðtemplara- reglunnar og unnu þar rnikið starf, en megin starf þeirra hjóna var frá öndverðu í verkalýðshreyfingunni. Carólína mun hafa verið hvatamaður og stofnandi margra verkalýðsfélaga, meðal annars tók hún þátt í stofnun verkakvennasamtakanna. i Reykjavík, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði. Hún átti um margra ára skeið sæti í stjórn Verkakvennafélagsins Fram- sókn og samninganefndum þess, er kaup og kjör kvenna við fiskverkun voru ákveðin. Þá sat hún mörg þing Alþýðusam- bands íslands og skipaði sér, á- samt manni sínum, fljótt i vinstri arm verkalýðssam'tak- anna og stóð þar til hinztu stundar. Þegar ég rifja upp persónu- leg kynni mín af Carólínu Siemsen, finn ég, að hún mun vera einn þeirra einstaklinga, sem ég sízt mun gleyma. í Kvenfélagi sósralista, þar sem hún gegndi forustuhlutverki lengst af, kynntist ég frábær- um mannkostum hennar. Mér mun ætíð verða hugstæður hinn mikli eldmóður og sannfæring- arkraftur hennar og þó ef til vill einkum persónulegt sjálf- stæði og einurð í málflutningi, hver sem í hlut átti. Það er sannfæring mín, að með fráfalli Carólínu eigi ís- lenzk verkalýðssamtök á bak að sjá einum glæsilegasta og bezta brautryðjanda sínum. Megi minning hennar lifa í vaxandi samtakamætti og fé- lagslegum þroska íslenzkrar al- þýðu. Helga Rafnsdóttir. Eins lengi og við getum, reynum við að verjast þeirri hugsun, að þeir, sem okkur eru kærir kunní einhvern daginn að vera horfnir frá okkur, já, okkur finnst jafn- vel sumir vera svo fullir fjöri og krafti að þei” hljóti að geta boðið lögmálum lífsins byrg'rm. Gvo ver um Carol- ínu p--Tn''^'r, hin" glæsilegu og róðu k~'iu, f=,""n við nú höfum orð;ð að stA á bak. Það er margs að minnast og þakka úr þrjátíu ára sam- starfi, en óglevmanlegust : verður mér minning hennar er hún ris upp úr sæti sínu gædd eldlegum áhuga, til að bera fram sín hjartans mál, ótrauð, óhikandi og djörf, hún segir ef til vill ekki margt, en hún segir þa.ð þann- ig að enginn gleymir, sem heyrt hefur. Og margir heyrðu mál hennar óg' munu hugsa um það og geyma með sínum fegurstu minjum. Vina mín, þú hefur með lífi þínu sýnt okkur hverju hægt er að fá áorkað með einbeittni, áhuga, raunsæi og óbilandi kjarki. Því miður eru sporin okkar flestra fá og smá, okkur brestur einn- ig fórnfýsi þína og þol. Við skulum heldur aldrei gleyma því, að það var vegna ár- vekni og þrautseigju þinnar og annarra forystumanna ísí lenzku verklýðshreyfingarinn- ar að lífið er nú betra á þús- undum íslenzkra heimila og framtíð ungu kynslóðanna bjartari. En þú myndir segja að ekkert stæði í stað og allt, sem fengizt hefði fram, yrði að verja og efla til ham- ingju og heilla öllu mannkvni. Og þetta skulum við einnig reyna að muna. Þakka þér minn skerf af baráttu þinni. Þakka þér líf þitt allt. Dýrleif Árnadóttir. Myndasýningin að Skúlatúni 2 — Minjasaín Reykjavíkur — Byggðasaín á að rísa að Árbæ ÞESSA DAGANA stendur yfir allmerkileg sýning hér í bæn- um, myndasýningin í sýning- arsalnum að Skúlatúni 2, sem Skjala- og minjasafn Reýkja- víkur og Reykvíkingafélagið standa að. Á þessari sýn- ingu eru Ijósmyndir, málverk og teikningar, er geta gefið ungum Reykvíkingum allgóða hugmynd um vöxt og sögu bæjarins þeirra, en auk þess eru þarna til sýnis nokkrir gamlir og merkilegir munir, er á einn eða annan hátt eru tengdir sögu bæjarins. Marg- ar þessara mynda eru mjög skemmtilegar og athyglis- verðar, — sýna okkur bygg- ingar, er á sinni tíð settu svip á bæinn en eru nú löngu jafnaðar við jörðu, merka at- burði úr bæjarlífinu og ýmsa kunna menn. MINJASAFN Reykjavíkur var stofnsett fyrir fjórum árum og hefur forstöðumaður þess. Lárus Sigurbjörnsson, unnið að söfnun hverskonar minja, er varða sögu Reykjavikur. Gefur þessi sýning m.a. að nókkru til kynna, hvað áunn- izt hefur í þessu efni. Var vissulega ekki seinna vænna, að hafizt væri handa um slíka söfnun á vegum bæjarins, því að engum stendur nær en honum sjálfum að varðveita sögu sína, eftir því sem föng eru á, Vafalaust eiga ýmsir Framhald á 2. síðu-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.