Þjóðviljinn - 23.08.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1958, Blaðsíða 3
Laugardagnr 23. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN (3 \ ÍÞRÓTTIR mrsTsúnh muamh utuaAsae .. -i KE vcmn ¥«1 1:0 í nokktxð föiniim leik Á miðvikudaginn fór fram leikur Vals og KR í íslands- meistaramótinu, fyrstu deild. Nokkur stormstrelíkingur var og spillti það sennilega fyrir því að liðin næðu góðum leík. KR lék undan vindinum í fyrri Mlfleik og lá þá heldur á Val, ■en KRingum tókst ekki að leika eins vel og þeir hafa- gert í mörgum undanförnum leikjum. Leikur þeirra var sundurlaus- ari en maður átti að venjast. Valur varð að leika án þess að hafa með tvo beztu framherja sína en það voru þeir Páll Ar- onsson sem tæpast kemur til með að leika meira í haust vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum við Pram, og Matt- hias Hjartarson, sem lék held- ar ekki með vegna meiðsla úr sama leik. 1 heild var leikur Vals þó heldur betri en leikurinn á móti Fram, en hvorugt liðið náði að sína knattspyrnu sem við verðum að vonast eftir í meistaraflokki. Það var rétt við og við að samleikur bar verulegan árangur. Tilraunir voru þó til að hugsa og reyna að gera rétt, en það var óná- kvæmnin sem. gerði þeim svo erfitt fyrir. Eftir tækifærum sem þeim gáfust gat leikurinn eins endað með jafntefli, en eftir þeirri knattspyrnu sem sýnd var féll sigurinn réttu megin og með heppni hefði Valur getað unn- ið. Fyrsta opna tækifærið átti Reynir, er hann var í byrjun leiksins kominn innfyrir alla en skaut beint á markmanninn, sem kom út og truflaði. Markið sem skorað var í leikn- 'iim kom eftir stundarfjórðung af fyrri hálfleik úr aukaspyrnu, og var um það bil 25—30 m irá marki sem meint brot var framið. Vafalaust hafa ekki margir komið auga á í hverju brotið var fólgið sem á var dæmt, nema dómarinn, en hann sér alltaf rétt þótt hann sjái rangt. Gunnar Guðmannsson tók spyrnuna og skaut lágu og föstu skoti sem fór alveg út við stöng, og hefði mark- manni átt að vera leikur einn að verja ef hann hefði verið viðbúinn. Þegar fáar mín. voru eft- -r af fyrri hálfleik var Elías Hergeirsson kominn inn á milli bakvarða KR, féiík þangað vel hugsaða sendingu og markið opið, en skotið klaufalegt og fór framhjá marki. Síðari hálfleikur var nokkuð jafnari en sá fyrri, bæði var það að heldur lyngdi og svo hitt að sókn KR var harðari en Vals, án þess þó að skapa sér veruleg opin tækifæri. Val- 'Ur rtáði heldur ekki neinum föstum tö'kum á ieiknum und- an vindi, og má kalla ieikinn fremur þófkenndan með ein- fetaka undantekningum þó. KR vantaði Bjarna Felixson í vörnina, en hami meiddist í leiknum á móti írunum, nýliði lék í hans stað. Hörður átti nokkuð góðan leik. Sveinn Jónsson er að kunna betur við sig í stöðu framvarðar, en hann hefur ekki fundið stöðuna sem skyldi, innherjinn hefur oftast fylgt honum til baga fyrir vörnina. Þórólfur átti erfitt með að komast framhjá Halldóri og bar lítið á honum í leiknum. Reynir Þórðarson er betri en hann hefur verið um langan ii ‘ma. Annars lék KR-liðið lakar en það hefur gert og kom þessi jafni leikur því á óvart. Það leikur ékki á tveimur tungum að Valsliðið hefur eflzt mjög við komu Halldórs Hall- dórssonar í vörnina. Árni Njálsson átti miklu betri leik nú en á móti Fram, en hann lék í báðum leikjunum, sem hægri framvörður. Hann gerði margar velheppnaðar iiraunir til þess að byggja upp með stuttum sendingum fram til framherjanna, en það er ein- mitt hlutverk framvarðanna, sem því miður er misskilið af þeim flest'-jm. Elías Hergeirsson hefur ekki tekið þeim framförum í sumar sem hefði mátt vænta, og eru hinar ónákvæmu sendingar j hans honum og liðinu f jötur ; um fót. Framlínan var sundur- . laus en flestir höfðu það sam- eiginlegt að berjast. Gunnar Gunnarsson misskil- ur stöðugt stöðu sina sem út- herji, heldur sig nærri undan- tekningarlaust of innarlega á vellinum, og virðist þetta ó- læknandi. 1 heild lék Valsliðið betur en búizt var við, og þó vant- aðj mikið á að það væri gott. Dómari var Magnús Péturs- son og var ákveðinn og rögg- samur og breiddi það nokkuð yfir smá misfellur. Keflavík — Fram 2:2 Keflavík, Fram og Hafnarfjörður jöfn að stigum Svo virðist sem það ætli að verða „spenningur“ í keppninni í fyrstu deíld bæði um sigurveg- arann og eins þá sem eru í „fallhættunni". Með úrslitunum í leiknum mihi Keflavíkur og Fram er svo komið, að þrjú félög eru jöfn með 2 stig. Fram á eftir að leika við Akranes, en eins og liðið hefur leikið undanfarið eru lík- urnar ekki miklar að Fram vinni Akranes. Keflavík á svo eftir að leika við Val og er ekki ósenni- legt að það geti orðið jafn leik- ur eftir leikjum Keflavíkur við Hafnarfjörð og Fram að dæma, og þó KR ætti að geta unnið Keflavík getur sá leikur farið alla vega. Keflavík hefur því meiri möguleika, svona á papp- írnum, að ná Isér-í stig í .viðbót en Fram og Hafnarfjörður, sem befur leikið alla sína. leikí.. Gæti þá svo farið að Fram og Hafnar- fjörður yrðu að leika á ný. Allt er þetta þó fajlvalt og' erfitt að gera áætlanir um þessa hluti, en víst er að það er „spenfiandi“ hvernig þes.su reiðir af. Leikur Keflavíkilr og Fram vnr j'afnari en maður hafði gert ráð fyrir og úrslit hans 2:2 gefa nokkuð rétta mynd af leiknum. Veður var að vísu vont, norðan rok með Sandfoki og' ryki sem nærri huldi leikmenn í verstu stormbyljunum. Keflvíkingar léku undan vindi í fyrri háifleik og eftir 15 mín. höfðu Keflvík- ingar skor.að 2 mörk en Fram ekkert. Lá allmjög' á Fram. Fyrra markið .kom eftr horn- spyrnu, og var það Högni Gunn- laugsson sem skaut föstu skoti frá vinstri og í markið. Síðara markið kom eftir áhlaup fram miðjan völlinn og endaði með góðu skoti frá Ilóimbert. Mark Fram kom á síðustu mín. hálfleiksins eftir harða sóknar- lotu Framara og var það Karl Bergmann sem skoraði það. Það munaði ekki nema örlitlu að Páll Jónsson skallaði í rnark Fram er 12 mín. voru af síðari hálf- leik, knötturinn fór aðeins fyrir utan. Aðeins 2 mín síðar fær Guðmundur Óskarsson knöttinn og skaut föstu skoti í mark Keflvíkinga. Augnabliki áður hafði Framari sett fót framfyrir fót Keflvíkings, sem ætlaði að sparka knetti, er kom veitandi, og varð því fótur Framarans þar fyrir og Kefl- víkingurinn missti knöttinn. Á þetta er minnzt hér vegna þess að þetta er algeng yfirsjón dóm- ara gagnvart þessum ólöglega og oft hættulega leik. Broti þessu var sleppt líka að þessu sinni. Fram. sótti allfast undan vind- inum, en þeim tókst ekki að skapa sér nein opin tækifæri þótt oft skylli hurð nærri hæl- um .Kefivíkinga og naumlega „væri bjargað. Keflvíkingar áttu oft sókn á Fram móti vindinum og í tvö kipti munaði litlu að illa færi, var framherji kominn innfyrir og fengu varnarmenn naumlega varjð veð rennihindr- un og spyrnu í horn. Um mikið .af góðri knattspyrnu var ekki að .rígða í y.eðrhþessu, en það var. barizt af kappí. enda mikið í húfi fyrir báða og ekki sízt Fram sem í vor átti eitt bezta liðið og efnilegasta, og þvi ótrúlegt að það þurfi að óttast að falla niður í aðra deild. Bezti maður Fram var Rúnar, °g Reynir átti iíka ágætan leik. Markmaðurinn, Geir, virtist ekki alltaf vera á því hreina með hvenær hann átti að hlaupa út. Af Keflvíkingum voru beztir Páll Jónsson, Hafstemn Guð- mundsson og markmaðurinn Heimir Stígsson, Hólmbert sýndi líka nokkuð góð tilþrif, og skot hans var gott. Mikill sigurvilji er í liði Keflvíkinga og spark- vissii- eru þeir. Dómari var Helgi H. Helgason og dæmdi yfirleitt vel. Ljósmyndakeppnin Framhald af 8. síðu. Verðlaun eru veitt fyrir 20 þúsund beztu myndirnar, og eru þar á meðal flugferðir, Ijós- i myndavélar og ýmiskonar út- búnaður til Ijósmyndunar. Efni keppninnar er: „Evrópa, eins og' hún kemur mér fyrir sjónir“, og: skulu myndirnar lýsa að einhverju leyti hugmynd þátttakanda um sameiningu Evr- ópu. Myndirnar skuiu vera svart- hvítar og a.m.k. 9x9 cm., en ekki. stærri en 18x24 cm. Skal þátt- tákandi velja mynd sinni heiti og rita það skýrum stöfum. á myndina ásamt nafni sínu, heim- ! ilisfangi, aldri og þjóðerni. Enn- fremur skal þátttakandi draga saman í stutta setningu (ekki lengri en tuttugu orð) hugmynd sína um sameiningu Evrópu. Myndirnar skulu sendar til „Evrópusamkeppninnar i ljós- myndun“ c.o. Aðalskrifstofa Ríkisútvavpsins, Thorvaldsens- stræti 4, Reykjavik. Atviima Ein elzta tízkusaumastofa bæjarins getur bætt við sig- 1 til 2 saumastúlkum — vönum kjólasaum. —- nú þegar. Umsóknir ásamt ítarlegnm upplýsingum sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m., merkt ,,Vandvirkni“ lilkynning um útsvör 1958. Gjalddagi útsvara í RejkjaVk árið 1958 er 1. septeniber. Þá fellur í gjalddaga 1/4 hluti álagðs útsvars, að frádreginni lögboðinni fyrirframgreiðslu. (helmingi útsvarsins 1957), sem skylt var að greiða að fullu eigi síðar en 1. júní síðastliðinn. Sérreglur gilda um fasta starfsmenn, en ]>ví aðeins, að þeir greiði reglulega. af kaupi. Vanskil greiðslna samkvæmt framanrituðu valda því, að allt útsvarið 1958 fellur í eindaga 15. sept- emher næstkomandi, og verður þá lögtakskræft, ásamt dráttarvöxtum, Boigarritarinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.