Þjóðviljinn - 16.09.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.09.1958, Blaðsíða 9
Þnðjudagur 16. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN •— (9 # ÍÞRÓTTIR gnsrJCKh mttAMn utusAStat Haustmót meistaraflokks: KE vann Fram 2 : 0 í daufum leik Valur Þróttur 1:1 Heldur var baráttuviljinn meiri í KR-liðinu og voru Ársþing HKSl haldið 18.—19. okt. Hið árlega þing Handknatt- leikssambands íslands verður að þessu sinni haldið dagana 18. og 19. október hér í Reykja vík. Fundarstaður verður fund- arsalur . íþróttasambanidsins á Grundarstíg 2. Sennilegt er að aðalmál fund- arins verði um þátttöku íslands í næsta Norðurlandamóti í handknattleik, en það verður næsta ár. Gert er ráð fyrir að mörg fleiri mál komi fram á þinginu, og þurfa þau að hafa borizt stjórninni fyrir 1. okt. n.k. Ritari sambandsins gaf í- þróttasíðunni þær upplýsingar að sennilega mundi formaður eambandsins fara á þing Al- þjóðasambandsins sem haldið verður í Suður-Þýzkalandi bráðlega, en ef hann hefur ekki möguleika til að fara mun Birgir Þorgilsson fulltrúi, sem er í Kaupmannahöfn, fara þangað sem fulltrúi Islands. Taldi hann að fulltrúar allra Norðurlandanna mundu hittast þar og þá um leið ræða um framkvæmd Norðurlandamóts- ins. Með þátttöku allra fimm Norðurlandanna finnst mönnum mótið orðið of langdregið og taka of langan tíma. Um þetta munu þeir sem sagt ræða, er því nauðsynlegt að ísland eigi þar fulltrúa. þeir Sveinn Jónsson og Eilert Schram þar bezt með. Þórólfur Beck var ekki með og hefur það sín áhrif, þvi að í kring- um hann skapast oft góður leikur, en' þetta. var einn með lakari leikjum KR í sumar. Bezti maður KR-liðsins og e.t. v. vallarins var Garðar Ánia- son. Hann átti ekki margar rangar sendingar og flestar þannig að það var gott að taka á móti þehn, hann stöðvaði líka margt áhlaupið, með skemmtilegum hindrunum. Hann er einn af þeim fáu sem yfirleitt lítur upp áður en hann spymir, . og kynnir sér leikstöðuna. Hörður Felixson var sterkasti maður varnar- innar. Framliðið fann ekki ,,tón- inn“ í leik þessum og ailur leikur þeirra því meira og minna lijáróma og þó eru þarna góðar „raddir“ sem ættu að geta myndað góðan ,.kór“, eða svo líkingamáli sé sleppt, gott lið, sem berst og skynjar skipt- ingar og staðsetningar þegar upp að marki andstæðinganna kemur, en þar er það fyrst og fremst sem allt fer úr reip- unum. Bezti maður varnarinnar var Rúnar Guðmundsson, og Hauk- ur Bjarnason átti líka allgóð- an leik. Grétar Sigurðs, Guðm. Óskarsson og Björgvin í fyrri hálfleik voru sæmilegir. Dómari var Einar Hjai-tar- son og sem nýr dómari i meist- araflokki slapp hann nokkuð vel enda var þetta sériega ró- legur leikur. Veðrið var ekki sérlega hlið- hollt Þrótti og Val í fyrsta leik haustmótsins, það hafði hellirignt og völlurinn renn- blautur og það rigndi þegar leikurinn byrjaði. Gera má ráð fyrir að þetta hafi spillt leikn- um til muna og bæði liðin hafi við góð skilyrði náð betri leik. I hei!d var leikurinn fremur til- þrifalítili, og það merkilega skeði að í fyrri hálfleik var leikur nýliðanna i fyrstu deild með heldur 'betri tilþrifum, en aftur á móti gaf leikur Va.s fleiri tækifæri í seinni hálfleik. Þeir voru þvi nær því að sigra, en fóru klaufalega með tæki- færin. Valur .var nokkurskonar til— raunalið að þessu sinni sem ekki féll vel saman, og þrátt fyrir slæma aðstöðu hefðu þeir átt að sýna meira ef litið er á getu hvers einstaks. Allt voru þetta ungir menn og það svo, að Gunnar Gunnarsson var eini „gamlinginn” í liðinu, og er þó aðeins 24 ára. Þó var aðeins einn sem ekki hafði leikið áður í meistaraflokki, hægri útherji Helgi, frískur og efnilegur. En það er svo algengt hér hjá okk- ur að ungu mennirnir verða ekki nema efnilegir, þeir staðna er þeir koma í meistaraflokk. Hvað Val snertir má benda á, að fél. hefur s.l. nær 10 ár átt annan flokk sem hefur venju- legast barizt um titilinn í þeim flokki, en á sama tíma hefur meistaraflokkur aldrei verið verulega leikandi, og ekki er því að kenna að ekki hefir verið gripið til annars flokks mann- anna. Þetta er íhugunarefni fyrir félagið. Höfuðgalli leikmanna var sá að þeir hreyfðu sig án þess að athuga af hverju þeir hreyfðu sig og hvert þeir fóru. Þeir hreyfa sig líka oftast hraðar en hugsun og leikni leyfir. Þá vantar líka leikni til að geta gert það sem þeir jafnvel hugsa rétt. Staðsetningar sem miða að samfelldum leik voru þeim sem lokuð bók, og því fór sem fór, að þeir náðu ekki saman. Eng- I inn átti góðan leik, en það voru þeir Árni, Matthías, Björn Júl. og markmaðurinn Björgvin sem maður veitti helzt athygli. Þetta var fyrsti leikur Þrótt- ar eftir að þer komu í fyrstu deild og má segja að þeir liafi sloppið furðuvel, að ná jafn- tefli við Val má kallast all- gott. I þeim var líka allmikill baráttuvilji og það var sama um Val, og því Var leikurinn liflegur og spennandi allan tím- ann. Enn eiga Þróttarar mikið ó- lært og er þeim margt evipað áfátt og Valsmönnum, en mun- ur í leik þessum var ekki mikill, en það verður báðum þessum liðum að vera ljóst að þau verða að krefjast meira, af sér sem fyrstu deildar liða en þau sýndu í þessum leik. Beztu menn Þróttar voru Bill og markmaðurinn Guðjón sem varði óft vel. Marteinn, Grétar, Jón og Helgi unnu líka oft vel. Þróttur lék fyrst á móti vind- inum og skoraði fyrsta markið eftir gott áhlaup og var það Helgi Árnason sem það gerði. Valur jafnaði ekki fyrr en á 8. mín. í síðari hálfleik að Býörg- vin skorar eftir horn. Valur fékk vítaspyrnu á Þrótt en Hjálmar skaut beint á mark- manninn sem varði örugglega. Dómarinn sleppti tveim víta- spyrnum sitt á hvort lið, ann- ars dæmdi Hörður Óskarsson vel. Fullmikillar hörku gætti í leik Valsmanna. Bæði liðin áttu stangarskot. Það verður ekki sagt að það hafi verið mikill baráttuvilji í liðum KR og Fram, og þó voru þau það heppin að sól- skin kom þegar þau voru að byrja. I heild var leikurinn jafn og 2:0 er of stór sigur fyrir KR eftir gangi leiksins að dæma. Fyrsta verulega hættulega skotið áttu Fram- arar þegar Guðmundur Óskars- son skaut en Heimi tókst að verja sem líka var mjög vel gert, Björgvin Árna átti að ná knettinum er Heimir hálf- varöi, en liikaði og missti knöttinn. Fyrra mark KR kom er 2Ö min. voru af leik og var það Sveinn Jónsson sem skoraði eftir sendingu frá Óskari. Sveinn skoraði einnig síðara markið og var það líka eftir sendingu frá Óskari, en það hefði markmaður Fram átt að verja. Leikurinn var yfirleitt þóf- ‘kenndur og fjörlaus, og ekki mikill meistaraflokksbragur á honum, til þess voru flestar sendingar of ónákvæmar, stað- setningar manna óákveðnar og of mikil kyrrstaða leikmanna, sem olli því að allt slitnaði í sundnr. Við og við brá þó fyrir samleik sem svolítið var. gaman að. Náinn skilningur á því hvað vel leikinn knatt- sþyrna er kom of sjaldan franí hjá liðunum. Það var undra oft, eins og góður knattspymu- maður sagði eftir leikinn, að þessum mönnum þyrf'ti að kenna byrjunaratriði í knatt- spyrnunni, það virtist sem þeir kynnu ekki einföldustu undir* stöðuatriði í leiknum. Það virð~- ist sem þeir hugsi ekki um hvað er eðli leiksins. Þetta var nokkuð rétt hjá mannnum. Listasafn 1 i Framhald af 12. siðu. Þessi starfsemi félagsiirs á lo£ skilið, en enn sem komið er eru, aðeins örfár menn, sem standa að félaginu. Ef það á að ná til- gangi sínum, þurfa sem flestir að ganga til liðs við brautryðj- endurna, þannig að við getum i framtíðinni átt gott safn lista- verka erlendis frá. Formaður fé- lagsins er dr. Gunnlaugur Þórð- arson. Járnbrautarslys við New York Mikið jámbrautarslys varð skammt frá New York í gær. Farþegalest fél] út af brú í New- ark-flóa . og fórust a.m.k. 40 menn. Eimreiðarnar tvær og\_ þrír fremstu vagnarnir féllu af brúnni. 15 lík höfðu fundist í gærkvöld. i „ÞaÓ hlýtur að vera startarinn" — Bílaviðgerðir — Biíreiðaeítirlit ekki nógu strangt. „ÞAÐ HLÝTUR að vera start- arinn“, sagði verkstæðisfor- maðurinn og leit þannig á við- stadda, eins og hann vildi segja þeim, að þeir kæmu varla til hans með svo þrælslega bilað- an bíl, að hann sæi ekki sam- stundis hvað að væri. Og svo var startarinn rifinn í sundúr og, það tók heilan dag, af því að það er svo vont að komast að startaranum í sumum bíl- um. Og svo var startarinn sett- Ur saman aftur, reikningurinn greiddur: — Vinna við start- ara, 6 tímar, 42 krónur á tím- ann, plús verkstæðisálagning, söluskattur og guð veit hvað fleira, —• og allt var klappað og klárt; — nema eitt: BíIIinn komst ekki af stað, vélin fór ekki í gang. Startarínn "nývið- gerði var óvirkur. „ÞAÐ HLÝTUR að vera geym- irinn,“ sagði verkstæðisformað- urinn óskeikuli. Og svo var keyptur nýr geymir, af því að sérfróðir menn töldu ekki svara kostnaði að gera við þann gamla. Og nýi geymirinn var settur í samband og allt var i himnalagi, —nema eitt: Start- arinn tók einhverra hluta vegna ekki við sér. En svo var guði, — eða í þessu tilfelli öllu heldur hinum erlendu framleiðendum þessarar bíla- tegundar, — fyrir að þakka að það var sveif í bílnum og meira að segja þannig útbúin, að það var hægt að trekkja hann í gang eins og halitrukk- inn, sem strákurinn heima fékk í afmælisgjöf í fyrra. En verk- stæðisformaðurinn vildi ekki láta það spyrjast, að einn bil- aður startari hefði reynzt kunnáttu hans ofurefli, og þess vegna var startarinn rifinn sundur á nýjan leik, og nú tók það meira að segja styttri tíma en áður: Sennilega hafa skrúf- járnin og skiptilyklarnir verið farin áð rata um völundarhús- ið. Auðvitað gat þetta ekki endað nema á einn veg: Hann kenjótti starlari varð að láta undan kunnáttusamlegum handtökum og gera svo vel og komast í lag. Má rétt gera sér i hugarlund hvernig startaran- um hefur líkað að fá ekki óá- reittur að vera bilaður eins lengi og honum sýndist. Sem sagt: Nú var hægt að starta bílnum í gang, og sveifin þess vegna sett á sinn stað aftur i farangursgeymslunni; reikn- ingur greiddur öðru sinni og bilnum ekð heim. Og nú hefði allt verið í lagi, ef eiganda bílsins hefði ekki dottið í hug að setja gamla geyminn við aftur. Og guð sé oss næstur; startarinn tók við sér, vélin rauk í gang. Þetta hafði þá eftir allt saman alltaf verið startaranum að kenna en ekki geyminum; en auðvitað er miklu öruggara að eiga nýjan geymi á lager, enda kosta þeir ekki nema skitnar 7—8 hundr- uð krónur. — EG VEIT ekki hvað bifreiða- verkstæðin eru mörg hér í bænum, en hitt veit ég, að það getur tekið daga og vikur að komast að á einhverju þeirra, ef þarf að fá gert við bíl. Og þegar billinn er loks- ins kominn inn á verkstæði, getur brugðið til beggja vona með viðgerðina,- eins og kemur lítillega í Ijós í frásögninni hér að framan. Eg þykist vita, að bifvélavirkjar séu, a. m. k. margir hverjir, prýðilega færir í sínu fagi, og þó er það stað- reynd, að bílaviðgerðir eru mjög misjafnlega vel fram- kvæmdar. Vafalaust er þar mörgu um að kenna: Sjáífsagt er oft mikið rekið á eftir þeim, menn vilja fá bílana sína sem allra fyrst í lag, til þess að verða ekki fótalausir af göngu um aldur fram. Hér eru og alltaf að koma nýjar og nýjar tegundir bíla, og eflaust er margt ólíkt í þeim og bifvéia- virkjarnir ekki strax búnir að átta sig á hverju smáatriði í samsetningu hverrar tegundar fyrir sig. Þá ber þess að geta, að sum bifreiðaumboðin virð- ast ekki gera sér grein fyrir því, að flytja þurfi inn vara- hluti í bifreiðarnar. Þess vegna verða bifvélavirkjar oft að reyna að „mixa“ þá hluti, sem kann að vanta, og skiljanlega gefst það misjafnlega. Ekki finnst mér það ólíklegt, að á þessari bíladelluöld, þegar allir strákar reyna að komast jrfir þó ekki sé nema hálfónýtar beyglur, freistist margur til að gefa sig út fyrir bílaviðgerðar- mann, þótt þá skorti kunnáttrt*- og hæfni til þess. Strákling- arnir eru hvort sem er ánægð- ir, ef beyglurnar þeirra komast stórslysalaust um „rúntinn“ nokkur kvöld milli þess sem þær eru á verkstæði. Síðast en ekki sízt held ég að bifreiða- ■eftirlit sé ekki nóg'u strangt hér, hvorki hvað snertir þær bifreiðir, sem eiga að heita gangfærar, né heldur eftirlit með viðgerðum á bifreiðum, sem settar eru á verkstæði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.