Þjóðviljinn - 16.09.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.09.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. september 1958 jóhann J. E. Kúld, fiskvinnsluleiðbeinandi: Yandamál, sem verður að leysa F rystihúsarekstur og ísframleiðsla Þar sem mestur hluti útflutn- ings okkar Islendinga er fisk- ur.og fiskafurðir, þá er okkur meiri vandi á höndum en öllum öðrum fiskveiðiþjóðum. Og eft- ir því hvort við erum menn til að leysa þann vanda á hverjum tíma, fer afkoma þjóðarinnar. Á árunum sem liðin eru síðan heimsstyrjöldinni lauk, hefur framleiðsluform okkar fiskaf- urða tekið stórbreytingum. Áð- ur var fiskframleiðslan nær eingöngu saltfiskur, eða ísvar- inn fiskur sem seldur var beint úr veiðiskipum á erlend- um mörkuðum. Ef athuguð er fiskframleiðsla ársins 1957, þá kemur í ijós að fiskaflinn skiptist þannig niður á vinnsluaðferðir: Til frystingar 173.731 tonn, til sölt- unar 74.878 tonn og til herzlu 32.271 tonn. Auk þessa hefur svo verið selt ísvarið, á því ári á erlendum mörkuðum rúmiega 15 þúsund tonn. Eins og sjá má af þessari skiptingu aflans, þá fer langsamlega stærsti hluti hans til vinnslu í hraðfrysti- húsunum. Þegar svona ör bylting verð- ur í vinnsluaðferðum eins og hér hefur átt sér stað, þá er mjög eðlilegt, að upp komi ýms vandamál, sem áður voru hér óþekkt á meðan fiskframleiðsl- an var svo til eingöngu salt- fiskur. Eg vil nú benda á nokkur atriði sem vaida skaða í fiskframleiðslunni, vegna þess að ennþá hefur ekki unnizt tími til, að taka þessi vanda- mál réttum tökum. Eitt þessara vandamála er að ísframleiðsla okkar er alltof lítil, þegar haft er í huga ,að meirihluti fiskafl- ans er unninn í markaðsvöru í hraðfrystihúsunum, þá verður að skapa skilyrði til þess að hægt sé að halda aflanum ó- skemmdum meðan á vinnslu stendur, en það verður ekki. gert svo í lagi sé, nema að nægjanlegur ís sé fyrir hendi, því ennþá á það sjálfsagt langt í land, að komið verði upp geymslustöðvum fyrir ferskan fisk, þar sem honum væri hald- ið óskemmdum í niðurkældu vatni, en sú geymsluaðferð tekur að mínum dómi öllum öðrum geymsluaðferðum fram sem ennþá eru til. Fjöldi frysti- húsa búa við algjöran skort á ís, við framleiðslu sína, og þetta veldur að sjálfsögðu miklum skaða árlega. Að dómi sérfróðra manna, þá býr ekki það frystihús við fullkomin rekstrarskilyrði sem vantar ís til geymslu á hráefni sínu. í hinum mikla ákafa við að byggja hraðfrystihús hringinn í kringum landið, þá hefur þetta mikilvæga atriði gleymst, eða setið á hakanum. Það er aðkallandi þörf að úr þessu vsrði bætt. Það er ekki aðeins hætta á að fiskurinn skemmist ef hann bíður óísvarinn, heldur verður þyngdarrýrnun hans talsvert meiri en þess fisks sem ex geymdur vel ísvarinn. Þetta kemur greinilega fram, þó fisk- ur sé geymdur aðeins eina nótt og það um vetrartíma. A þessu sviði býr stærsta verstöð landsins, Vestmanna- eyjar, við mjög erfið skilyrði, sem er vatnsskorturinn. Á þess- um stað, gerði Fiskifélagið til- raun fyrir nokkrum árum um geymslu fisks í niðurkældum sjó og eftir því sem mér hefur verið tjáð, þá tókst þessi til- raun mjög vel. í sambandi við lausn á geymsluvandamálinu hvað Vestmannaeyjar áhrærir, virðist því ekkert álitamál að taka þessa geymsiluaðferð í þágu fiskvinnslustöðvanna þar og miða framkvæmdir við það. Veiðiskipin og ísframleiðslan Með tilkomu fleiri veiðiskipa sem koma til með ,að dreifast til hinna ýmsu staða á landinu, þar sem nú eru komin hrað- frystihús, sem búa við hráefnis- skort, verður uppsetning ís- véla á þessum stöðum ennþá brýnni en áður. Fyrsta skilyrði til þess, að þessi skip svo og þau, sem fyr- ir eru, geti komið með góðan fisk að landi, er að þau eigi greiðan aðgang að góðri og nægilega mikilli ísframleiðslu. Það ber því allt að sama brunní, að uppsetning ísvéla þar sem hraðfrystihús eru starfrækt, en ísframleiðsla er ekki nú, er orðin mjög aðkall- andi, til að fyrirbyggja skaða í fiskframleiðslu okkar. Reynsla sú, sem fengist hef- ur hér við Faxaflóa við að not- aður hefur verið skelís í síld- ina strax eftir að hún hefur verið hrist úr netunum, hefur gefið svo góða raun, að þeir sem reynt hafa, munu ekki hætta þeirri notkun eigi þeir kost á ís til þess. Hinn reyndi útvegsmaður Haraldur Böðv- -arsson á Akranesi telur að sizt beri ,að spara ísinn, í síld eða fisk sem bíður vinnslu, því þau útgjöld sem ísnotkuninni fylgja fáist aftur greidd og vel það í gegnum betri og hag- kvæmari nýtingu á fiskbráefn- inu. Þennan sannleika þurfa hraðfrystihúsaeigendur og út- gerðarmenn að tileinka sér al- mennt. Á karfaveiðunum sem nú eru stundaðar á fjarlægum miðum getur ísnotkunin ein ráðið al- gjörum úrslitum um, hvort, veiðiaðferðin skilar hagnaði eða tapi. Og hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða, þegar fjárhagslegur mismun- ur getur numið á þriðja hundr- að þúsund krónum í einni veiðiferð, hvort farmurinn er hæfur til vinnslu í frystihúsi eða verður að fara í fiskimjöls- verksmiðju. Ef sparaður er ís í veiðiferð, þá er það mjög var- hugaverð ráðstöfun, því það er ekki á annarra færi, en snill- inga við ísun,- að skila á land ó- skemmdum fiskfarmi, ef ísinn er knappur. Það tekur langan tíma og kostar mikla þjálfun að ná slíkum árangri í starfi og þeir menn eru nú því miður, færri um borð í veiðiflotanum heldur en þeir voru einu sinni þó þeir séu til þar ennþá. Gæði ísvarins fisks og umbúnaður í fiskilest Síðan freðfiskframleiðslan varð stærsti hlutinn í fiskfram- leiðslunni, þá veltur á meiru um að fiskilestirnar séu í góðu ásigkomulagi á- hverjum tíma,s>' heldur en þegar stund-aðar voru reglulega fiskveiðar í salt á togurunum og öllum stærri bát- um meirihluta ársins. Saltpæk- illinn kom í veg fyrir myndun kolsýru í kjalsogi skipa og skip sem lengi var búið að stunda veiðar í salt, var vel undirbúið þegar það hafði ver- ið hreinsað og þurrkað undir veiðar í ís, og fiskilestin lakk- borin, Enda er matvælaeftirlit þeirra landa sem keypt hafa og kaupa ísv-arinn fisk það gott, að engu skipi er látið haldast það uppi að koma með fisk- farm í lest, sem ekki fullnægir út í æsar lágmarkskröfum sem gerðar eru. Það er mikill og háskalegur misskilningur ef menn halda, ,að lægri kröfur til útbúnaðar í fiskilest megi gera, þegar skip skilar farmi af ísvörðum fiski í frystihús, heldur en þegar skipið siglir og selur farminn á erlendum markaði. En því miður, þá er þessi misskilningur fyrir hendi sums staðar og hann er þegar búinn að valda okkur talsverð- um skaða, þess vegna ber okk- ur að uppræta hann með öllu. Við verðum að gera strangar kröfur til alls umbúnaðar og allrar umgengni í fiskilest, það skal sagt hér strax, að ýmsir gera hér vel, sem sagt, þeir fullnægja þeim kröfum, sem ger.a verður, um umbúnað all- an í fiskilest sem á að vera fær um að geyma vel ísvarinn fisk. Þessir aðilar láta fara fram allsherjar hreinsun og þurrkun á fiskilestum og lakk- bera þær ekki sjaldnar en á fjögurra mánaða fresti, og skipta þá um öll lestarborð séu þau úr tré og setja um borð í staðinn vel lakkborin borð. Þe-tta eru þær lágmarkskröfur sem uppfylla verður ef ekki á -að stefna í -allt of mikla hættu, öryggi skipanna til að géta á hverjum tíma komið að landi með góðan vinnsluhæfan afla. En því miður, þá er ástandið í þessum efnum ekki allsstaðar svona og skorlir þar misjafn- lega mikið á að brýnustu lág- markskröfum sé fullnægt. Sum- ir eiga ekki lestarborð til skipt- anna og verður að bæta úr því ástandi, því það er algjörlega ófært á meðan skipin hafa ekki algjörlega tekið í notkun alúm- íumborð. Viðskiptabankar veiðiflotans eða forráðamenn þeirra, verða að skilja svo einfaldan sann- leika sem þann, að útbúnaður fiskilestanna verður að vera í fullkomnu lagi á hverjum tíma, að öðrum kosti geta viðkom- andi skip ekkí keppt um verð- mætan afla við þaU skip það er alltof miklu stefnt í hættu ;sé þetta ékki í góðu lagi. og fastari tökum, en verið hef- j með þeirn bátum sem við hana skipta. Þetta getur verið gottl ur til þessa, það er öllum | fyrir beztu. Enda er kominn j tími til, að við gerum í þessum j efnum ekki lægri kröfur, en | gildandi eru hjá öðrum menn- ingarþjóðum er fiskveiðar stunda. Lin tök á þessu sviði valda árlega miklum skaða sem við höfum ekki efni á að greiða. Vegna mjög slæms á- stands á þessu sviði hjá vél- bátaflotanum, hefur Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, séð sig tilneydda að taka upp eftirlit svo langt sem það nær. Hins- vegar er það ekki lausn á1 vandanum, þar þarf meira til. Enda er reynsla annarra fisk- veiðiþjóða sú, að í þessum efn- um dugar ekkert minna en fullkomið opinbert eftirlit. Slagvatnsskemmdir í fiski, er eitt af því allra versta sem fyrir getur komið á okkar freð- fiskmörkuðum og það verður að fyrirbyggja að slíkt geti. komið fyrir. Bréf frá borgara mn lög- o o reglustöðina og fleira í tilefni varnarskrifa Morqunblaðsins Reykjavík, 14. sept. 1958. Þann 4. sept. síðastliðinn sendi ég blaði . yðar grein um heilbrigðishætti á lögreglustöð bæjarins og hefur þessi; grein flogið sem eldur í! sinu manna á milli og allir orðið furðu- lostnir yfir þessum aðbúnaði, sem líkist helzt húsnæði svæsn- ustu rónaknæpu, og hef ég þegar heyrt fólk tala um, að hér eftir hefði það ógeð á að fara inní umrædda byggingu. Nú er ekki meining mín að fara að lýsá húsnæðinu frekar, sem væri þó hægt, en þegar ég hafði lesið grein í Morgun- blaðinu í dag um ómaklega árás á lögreglustjórann gat ég ekki setið á mér, að taka mér penna í hönd og skrifa fáein- ar línur í viðbót og líka vegna þess að ég hef ekki þurft að hafa neitt fyrir því að fá frek- ari upplýsingar um þessa stofnun. Eg vil þá byrja á því, að ég veit að hr. lögreglustjórinn Sigurjón Sigurðsson hefur rætt þetta mál við yfirboðara sína, en ég veit auðvitað ekkert hvað þeim hefur farið á milli, ef til vill hefur honum verið bent á að segja upp starfanum, og hefði ég þá litið á hann sem þroskaðan menntamann hefði hann gert það, ekki þurfti áræðni til þess, þar sem öll lögreglan hefði staðið sem einn maður á bak við hann, og vitað er um mikinn kurr innan lögreglunnar út af þessu. Það mun hverju bæjarfélagi og ríki fyrir beztu, að hafa sinn her með sér, en ekki á móti, ekki sízt ef reynir á. Það er vitað að nokkrir lög- reglumenn hafa kvartað útaf umræddum aðbúnaði, en þeim mun hafa verið bent á, að segja upp starfanum og mun það gert með það fýrir augum að geta haldið áfram óáreittur að búa í þvi húsnæði, sem ég lýstí 4. þ.m. En það sjá allir skynsamir menn, að það er engin lausn á þessu máli að vísa mönnum úr starfi, sem vilja brjóta niður lífshættu- legan aðbúnað. Aðalmótstaðan í þessu máli mun eftir sögn Morgunblaðs- ins, hafa komið frá hr fjár- málaráðherra Eysteini Jóns- syni, ég skal ekkert um það segja, en eitt tel ég fullvíst, að hr. fjárm.r.h. Eysteinn Jónsson hefði samþykkt fjár- veitingu til þess að festa þetta eina áálerni við gólfið í lög- Þessi mál þarf að taka betrireglustöðinni, en það hefur verið laust í lengri t?ma þar- til það brotnaði um daginn. . Eg veit ekki betur en það sé fyrir löngu búið að veita- fjármagn til þess að byrja á umræddri byggingu, en þótt hr. fjárm.r.h. Eysteinn Jóns- son hafi gert það, er ekki hægt að ætlast til þess að hann byrji að grafa fyrir húsinu. Eg er orðinn það 'kunnugur þessum málum, að ég tel það hefði verið meira vit Morgun- blaðsins að nefna þetta mál ekki á nafn, vegna þess, að það gat gert það fyrir löngu síðan, eða þegar umrætt frá- rennslisrör sprakk, já, þá kom blaðamaður frá Morgunblaðimt á stöðina og sá þetta allt með sínum eigin augum og hafði orð um það, að skirfa um þetta og ljósmynda, og mun hafa lof- að þvi einhverjum lilutaðeig- anda. Nú spyr ég, af hverju tók ekki þessi blaðamaður sér penna í hönd og skrifaði, fyrst þetta er að sögn Morgunblaðs- ins allt hr. fjárm.r. Eysteini Jónssyni að kenna, þarna var tækifærið fyrir alla aðila blaðs- ins. Fyrst ég er byrjaður að skrifa langar mig til þess að minnast á eitthvað af þeim tækjum, sem þessi stétt hefur yfir að ráða, því þetta virðist vera al- veg botnlaust eins og stendur. Lögreglustjórinn fékk nýjan bíl fyrir nokkru, en mér er ó- kunnugt um fjárveitingu fyrir þeirri bifreið, já, og svo hefur lögreglan þrjár eða fjórar fólksbifreiðir. Þessir sendi- ferðabálar eru svo lélegir, að varla er hægt að hafa þá 1 umferð, og myndi lögreglan taka þá úr umferð ef hún væri ekki á þeim. Einn bílinn er t.d. 12 ára gamall, en það jafngild- ir að hann væri alltaf 20 ára gamall miðað við notkun. Það sést afar sjaldan til manna, að þeir séu að ýta bílum eftir göt- um bæjarins til þess að koma þeim í gang, en bæjarbúar hafa oft séð það til lögreglunn- ar. Það liefur ekki ósjaldan kom- ið fyrir að lögreglumenn hafa orðið að slökkva öll ljós á eft- irlitsbifreið, til þess að geta kært bifreiðastjóra, með ófull- kominn ijósaútbúnað, en ljósa- útbúnaður eftirlitsbifreiðarinn- ar hefur þá verið verri en þeirrar sem kærð var. Yfir- leitt eru lögreglubifreiðirnar aldrei í fullkomnu lagi, Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.