Þjóðviljinn - 16.09.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.09.1958, Blaðsíða 6
j6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. september 1958 HlÓÐVIUINN {heefandl: BameUUniarflokknr albýBn - SöslaUstaflokkuiinn. - Bltstiórars Maanús KJartansson (4b.). BlaurCur OuCmundsaon. - Préttarltstiórl: Jón fiiamason. — BiaAamenn: Asmundur SlgurJónsson, OuCmundur Vlgfússom var H. Jónsson. Masnús Torfl Olafsson, SigurJón Jóhannsson. Sigurður V. ■^CWÓfsson. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn. af- AreiðsU, ausrlýsingar, DrentsmiðJa: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 Unur). — Askriítarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- arsstaðat. — Lausasöluverð kr. 2.00. - Prentsmiðja DJóðvilJan*. íslenzk viðhorf Tilöðin ræða í fyrradag för < íslenzku sendinefndarinn- ar á allsherjarþing Samein; þjóðanna og Tíminn, málgagn forsætisráðherra, kemst m.a. svo að orði: ,,Frá sjónarmiði ísiands kemur ekki til greina, að rætt verði um landhelgis- mái þess sérstaklega á þingi S.Þ. eða neinum öðrum vett- vangi. Takmarkið er að ná allsherjarsamkomulagi um þetta mál. Og innan þess ramma munu fslendingar ekki sætta sig við minna en að þeir fái þá fiskveiðalandhelgi sem önnur ríki hafa mesta . . . . er það hins vegar víst, sð landhelgismál fslands verð- ur ekki tekið sérstaklega til meðferðar á þinginu. Á það mun aldrei fallizt af hálfu íslands, enda myndi felast í þvj, áð fsland efaðist um rétt sinn til að ákveða tólf mílna fiskveiðilandhelgi.“ Og Alþýðublaðið segir (þvert of- an í fyrri frásagnir sínar og Morgunblaðsins): „Það kem- ur auðvitað ekkj til mála, að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna setji neinar sérstak- ar reglur uin fiskveiðiland- helgi fslands, enda er slíkt a.SIs ekki á dagskrá þess.“ Þarmig hafa þessi tvö blöð nú staðfest á afdráttarlausan hátt það sem Þjóðviljinn hef- ur áður sagt um stefnu ís- lendinga. T?n enda þótt Islendingar " sætti sig ekki við að stækkun landhelginnar hér rið land verði tekin fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna, hlýtur liana að bera á góma út frá öðru sjónarmiði. Við erum ekki neinir sakborning- ar á þingi Sameinuðu þjóð- anna, heldur ákærendur. Brezka stjórnin hefur beitt hervsldi til árása á Island, reynt með ofbeldi að koma í veg fyrir framkvæmd ís- lenzkra laga, rænt íslenzkum löggæzlumönnum við skyldu- störf og fangelsað þá, og nú síðast einnig skert stjóm- málalandhelgi Islands á ó- svjfnasta hátt í skjólf fall- byssuvalds. Enda þótt ekki hafi enn verið hleypt af skoti er hér um ótvíræðar hem- aðaraðgerðir að ræða, árás á vopnlausa smáþjóð, ský- laust brot á sáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Og að sjálf- sögðu getur ísienzka rikis- stjómin ekki unað slíku á- standj án allra þeirra gagn- aðgerða sem tiltækar em, jafnt að því er varðar sam- búð Islands og Bretlands og á alþjóðavettvangi þar sem við getum rekið réttar okk- ar gegn árásarríkinu. þió jóðviljinn liefur spurzt fyr- ir um það hvemig utan- ríkisráðherra hugsi sér að halda á þessari gagnsókn Is- lendinga. Ráðherrann hefur verið að þvi spurður hvert sé viðhorf hang til þeirrar tillögu, sem fram hefur kom- ið í einróma samþykktum bæjarstjórna og félagasamt. um land allt, að sendiherra Islands í Lundúnum verði kvaddur heim, en hann hefur engu svarað. Og um fram- komuna á þingi Sameinuðu þjóðanna hefur hann sagt það eitt í samtaii við Al- þýðublaðið að ekki megi „nota þetta alvarlega mál til að vekja óþarfar deilur og úlfúð á alþjóðlegum vett- vangi.“ Á öllu algerari hátt mun varla hægt að umturna málavöxtum en gert er með þessari yfirlýsingu utanrík- isráðherra. Þegar við íslend- ingar emm að ákæra Breta fyrir lögleysur þeirra og of- beldi, emm við sannarlega ekki „að vekja óþarfar deil- ur“ — við erum að snúast til nauðvarnar til þess að tryggja líf okkar og fram- tíð. Að nokkur Islendingur skuli kalla slíka nauðvörn ,,úlfúð“ af okkar hálfu er vægast sagt stórfurðulegt. 1 Hðbrögð almennings í land- * helgismálinu vom ánægju- legur vottur um það að heil- brigð íslenzk viðhorf lifa enn góðu lífi, svo mjög sem þó hefur verið reynt að fá menn til að meta alla hluti út frá viðhorfum kalda stríðsins, hreykja „vestri“ og „austri“ ofar augljósum íslenzkum hagsmunum. En eins og um- mæli utanríkisráðherf'a sanna eiga sumir menn þó enn erf- itt með að sjá atburðina af íslenzkum sjónarhóli. Sama viðhorfið birtist einnig í leið- ara Vísis í gær, og hefur það blað þó verið mjög afdrátt- arlaust í stuðningi sínum við 12 mílna landhelgina. En í gær uppgötvar það allt í einu að nú ætli „kommúnistar“ að draga Island úr samfélagi „frjálsra þjóða“ og því reyni þeir að efla sem mest úlfúð- ina við Breta! En það eru hvorki ,,kommúnistar“ né aðr- ir íslendingar sem hafa hafið ófrið við Breta,, heldur hafa Bretar ráðizt á okkur. Þeir hafa ráðizt á o'kkur án þess að Atlanzhafs-,,varnarbanda- lagið“ gerði nokkuð til að vernda okkur. Þeir hafa ráðizt á okkur án þess að það ,,vam. ariið“ sem hér dvelst hreyfði legg eða lið. Þetta eru stað- reyndir sem þjóðin hlýtur að meta út frá lífshagsmunum síhurn, en þeir menn sem enn láta stjómast af annarlegum erlendum sjónarmiðum munu án efa eiga erfitt uppdráttar á næstunni. Gamla ljónið (Svo hét saga er ég las i æsku og rifjast hún nú upp fyrir mér að nýju, af sérstök- um ástæðum.) „Þetta gamla og grimma villi- dýr var orðið farlama og veik- burða og gat ekki stundað veið- ar sem fyrrum, en þarfnaðist ei að síður nýrra fómar- dýra til þess að viðhalda líf- inu. Samkvæmt eðli sínu þráði það að hlusta á kvalaóp fóm- ardýranna meðan það drakk blóð þeirra og muldi beinin; það var hinn sætasti söngur i eyrum óargadýrsins. En nú var hin gamla við- bragðsharka og flýtir horfin, en skapið var hið sama og þrá- in að sýna yfirburði og drottna var köld og miskunnarlaus. Það var viðurkenndur kon- ungur dýranna og það vissu allir, en tennur þess voru ei svo hvassar sem fyrr og klærn- ar lausari á taki. Það bjó sér bæli í skúta við alfaraveg merkurdýranna og boðaði þau á sinn fund — sérstaklega þau máttarminni — til skrafs og ráðagerða, en þau sem voru svo fávís að gegna kalli, urðu auðfengin og ljúffeng bráð gamla vemd- arans, en allt voru þetta fyrr- verandi vinir og skjólstæíþng- ar á opinberum vettvangi." Vel má vera að þessi saga sé ekki í öllum atriðum sam- kvæm þeirri er ég las fyrxum, en mér virðist hún táknrænni á þennan veg og eiga betur við ýmsa atburði er sagan geym- ir frá liðnum tíma og eru .að gjörast enn í dag í okkar vá- lyndu veröld. Hreinræktuð og harðvítug landvinningaþjóð — hvert nafn sem hún ber — hefur jafnan þann háttinn á að gjöra sig allsstaðar og ævinlega heima- komna sem hinn eina sanna útvalinn verndara allra smæl- ingja, hvar sem er um víða veröld. Nái þessi óboðni og ó- velkomni gestur fótfestu í ein- hverju kotríki verður reynsl- an ofurlítið á annan veg. Hnefarétturinn verður hæsti- réttur í hverju máli; gefin loforð ætíð svikin ef það borg- ar sig ekki fjárhagslega að hafa þau í heiðri; skaflajárnuð reið yfir öll andleg og efnis- leg verðmæti smælingjans; engu er þyrmt. Slík þjóð er ekki smástíg, hún. stiklar á heimsálfum hafi hún grun um einhver verð- mæti, sem væru þess virði að klófesta, t. d. olíu, kol, málma, dýra steina og jafnvel fisk; það er lítið sem rándýrstungan finnur ekki. Fyrr á tímum var tíðum ráð- ist inn í hinar dökku heims- álfur, fjarri alfaraleið, auðvit- að undir því yfirskini að þar byggi fátæk og fáfróð þjóð sem endilega þyrfti .að manna og mennta; en þezt að hafa biblí- ur og brennivín með í förinni, til þess að koma ekki alveg . tómhentur. En þegar þessum heimsókn- um lauk og öll verðmæti voru uppétin og engu leift, v.ar hin viðkomandi vesæla þjóð fá- tækari en nokkru sinni fyrr, að því undanskildu að hún hafði öðlast rándýra þekkingu á falsi, grimmd og fáfræði hinna svokölluðu siðmenntuðu hvítu manna, sem höfðu rænt og stol- ið öllu sem nokkurs var virði, að því viðbættu að þeir oft og einatt höfðu á brott með sér hina vöskustu landsbúa sem nauðsynlegt fallbyssufóður á væntanlegum arðránsvígvöllum, eða ánauðuga þræla í heima- landinu. Þjóð með slíka sögu að baki, er þegar fræg að endemum. Nafn hennar skiptir ekki máli, allir þekkja hana 02 verk henn- ar tala betur en nokkur orð fá skýrt. Blóðug spor hennar liggja um víða veröld og verða ekki afmáð meðan heimurinn stendur. Hin óbrot- gjama saga geymir þau trú- lega, engu er þar gleyrnt. Þar geymast jafnt dyggðir sem ó- dyggðir, stærri sem smærri, þjóða og einstaklinga. Sagan sjálf er óhlutdræg, hvort sem hinum- eða þéssum líkar betur eða ver; hún er æðsti dómari hér megin grafar, en handan hennar er ekkert vopnavald og ofbeldi til að skera úr málum og hagga stað- reyndum. Hinn einkennilegasti fífla- leikur sem sagan getur um, er nú háður af hálfu Breta, á fiskimðum íslands þessa dag- ana, en x gegnum skrípalætin blasir við ægileg stálgríma þess svartasta. íhalds sem nokkru sinni' hefur byggt þessa jörð. Á söguöldinni voru rán og þjófnaður á sjó og landi, all- vænlegur atvinnuvegur, en með vaxandi siðmenningu friðelsk- andi þjóða var slíkt fordæmt og lagt niður með öllu. ,En nú virðist þessi iðngrein vera að ryðja sér til rúms á nýjan leik, þó með þeirri breyt- ingu að áður fyrr leituðu gömiu kappamir venjulega jafningja sinna, en þótti sví- virðing að ráðast á lítilmagn- ann. En nú er sá háttur hafð- ur á, að ráðist er á lægsta garðinn, þar sem vopnlaus er valin sem tilraunadýr. Það ér hættuminna fyrir árásarmann- inn og ef til vill fáir til eftir- máls. Einn Þrándur er Þó í Götu ójafnaðarmannsins, og það e'r hinn óumflýjanlegi dómur al- þjóðar, um hvað sé siðmennirig' og hvað siðleysi í þjóðavið- skiptum. Þeim dómi verða nll- ir að svara, nauðugir viljugír,' fyrr eða síðai', hanii verður ekki umflúinn. Nú eru engir felustaðir fyrir ræningjaflokka, engin leyni- vogur að skýla sér í. Kains rnerkið er augljóst öll- um heimi, en sannleikurinn ér sá, að það rnunar ekki mikið' um einn háðungarblettinn enn, það sér ekki á svörtu þar. Þessa dagana ber okkar frægu fiskimiðalögregíu hæst allra. Allir dá þá að verðleik- um og .aliir þakka þeim. Þeir eru hægt og bítandi að draga tennur úr kjafti óarga- dýrsins. Þeir eru sverð og skjöldur okkar allra í dag. J. G. JÓN KRISTÓFER: Að oefnu tilefni „Ó, grœna jörð, par Shakespeare forðum fór“, sem flón og dólga elur pér á barmi, sjá, niðrun pín og smán er nœsta stór og nístir margan fornan vin pinn harmi. Þin saga greinir margt um dýra dáð — um dug og por, er börn pín sýndu í verki. Þó verður hverri œttslóð íslands tjáð um alla smán, sem tengd er pínu merki. Þú hefur margan skœðan óvin átt, og eflaust finnst pér skipta litlu máli, pó ennpá gangirðu á gerða sátt fyrst gnœgtir áttu af föntum, blýi og stáli. Sá dagur rennur — roðar pegar ský — er reiknisvörin birta pér hið sanna: Við sverjum öll að álíta pitt „V“ sem einslags kennimerki blauðra manna. Hið rétta sigrar — sanna bara til! — VOR saga gleymir aldrei klækjum pínum, Hvert íslenzkt barn skal á peim kunna skil og aldreí gleyma hefnirétti sinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.