Þjóðviljinn - 27.09.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.09.1958, Blaðsíða 1
VILIINN Laugardagur 27. september 1958 — 23. árgangur — 217. tbl. „Til hvers er að láta varðskipsmenn ina okkar leggja sig í lífshættu.. Framkoma landhelgisstjórnarinnar i fyrra- 11 -v Fjórir fyrir innan, fimmt- án fyrir utan Samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæzlunni var brezkur veiðiþjófur innan landhelgi út af Patreksfirði í gærmorgun en 13 fyrir ut- an. Við Langanes voru þrir brezkir togarar innan en tveir fyrir utan landhelgis- linu. dag vekur undrun og reiSi um land allt „Til hvers er aö láta varðskipsmetinina okkar leggja sig í lífshættu dag eftir dag, ef sjálf yfirstjórn land- helgisgæzlunnar bannar þeim að gegna skyldustörfum sínum, ef dómsmálaráðherra verndar brezku veiðiþjóf- ana, þegar herskipin eru fjarstödd með fallbyssur sínar og ofbeldi.“ Þannig komst einn af les- endum Þjóðviljans að orði í gær. Hann á son á einu varð- skipanna og sagðist varla skilja í að hann vildi halda. því starfi áfram, ef yfirstjóm landhelgisgæzlunnar ætlaði að halda fast við slíka stefnu. Fleiri aðstandendur varðskips- manna hringdu til Þjóðviljans 5 gær, og lýstu allir sárri reiði yfir þessum atburðum. Einnig var hringt til blaðsins af fjölmörgum vinnustöðum í bænum, og er greinilegt að ekki hefur hitnað eins i íslend- iagum síðan Bretar réðust á okkur 1. september. Alstaðar má heyra sömu afstöðuna: Það á ekki undir nokkrum kringumstæðum að leyfa brezkum herskipum, sem beita okkur ofbeldi, að koma inn í íslenzka land- helgi. Fiskimönnum er sjálf- sagt að hjúkra ef þeir koma á sínum eigin skipum. Verk- efni landhelgisgæzlunnar er að vernda hina nýju land- helgi, og þeirri skyldu ber sannarlega ekki síður að fullnægja þótt herskip for- fallist vegna þess að Breti hafi fengið botnlangakast. Einnig var hringt til Þjóð- viljans frá mörgum stöðum úti um lanid, og alstaðar var sömu sögu að segja; enginn verður til þess að afsaka framferði landhelgisstjómarinnar. Frétta- ritari Þjóðviljans í Keflavík komst þannig að orði, að þar væri hver maður sár og reiður, enginn skildi viðbrögð land- helgisstjómarinnar. Afsökun, sem ekki er tekin gild Aðrir en Þjóðviljinn hafa1 víst fæstir hlustendur hafa orðið varjr við þá reiðiöldu -skilið háttalag hans betur eftir sem gekk yfir allt land þegar fréttist af mistökum yfirstjóm- ar landhelgisgæzlunnar. Her- mann Jónasson dómsmálaráð- herra taldi þanriig nauðsyn- legt að gera þjóðinni grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að skipa íslenzku varðskipsmönn- unum að sleppa brezka veiði- þjófinum sem þeir liöfðu hand- samað Hann flutti greinargerð sína í útvarpið í gærkvöld og munu Ömengaður atvinnurekenda óróður í Alþýðublaðinu Það er til marks um skilning Alþýðublaðsins á kjarabaráttu verklýðsfélaganna að það birti í fyrradag ramma á öftustu síðu, þar sem það ræðst enn á Dags- brúnaVrrienn fyrir að semja ekki um 6% í sumar. „Mtiriu Dagsbrúnarmenn verða 3x/o mánuð að vinna það tap upp“, segir blaðið! — en getur þess ekki hvað gerist eftir 0V2 mánuð! Þetta er nákvæmlega sama af- staðan og alltaf kemur fram hjá málgögnum atvinnu- rekenda, eftir hvert einasta verkfall hafa þau reiknað út hvað verkamenn hafi „tapað“ miklu peningalega .4 því að berjast fyrir rétti sínum og hagsmunum. Sú var tiðin að Alþýðublaðið réðst hart gegn slíkum at- vinnurekendaáróðri — nú hefur það forustu um að flytja hann. 4 ■jr En Dagsbrúnarmenn vita betur. Þeir vita af langri reynslu, að því aðeins hafa þeir sótt fram, því aðeins hafa þeir orðið stórveldi á íslandi, að þeir hafa barizt fyrir kjörum sínum og réttindum. Hið sama veit verka- fólk um land allt sem jafnan hefur notið árangursins af sókn Dagsbrúnarmanna og mun enn gera það nú, ein- mitt þegar miklu skipti að verðhækkanastefnunni yrði svarað á sem eftirminnnegastan hátt. ■fr En leiðtogar Alþýðuflokksing eru miður sin. Þeir höfðu í áætlunum sínum „miðað við sömu hækkun á Dagsbrúnarkaupi og H13farkau|>i“ eins og Gylfi Þ. Gíslason komst að orði. Þeir höfðu ætlað að „koma á heildarsamningum sem byggjast á útreikningum“ eiris og Alþýðublaðið lýsir stefnu sinni í gær. En Dagsbrún hefur sannað nú sem fyrr að hún lætur enga afturhalds- hagfræðinga reikna fyrir sig; hún reiknar sjálf og fær rétta útkomu. en áður. Stöðugar upphringing. a,r til Þjóðviljans að loknum lestri ráðherrans gáfu vísbend- ingu um það. Dómsmálaráðherra rakti fyrst söguna með örlítið breyttu orðalagi frá því sem var á til- kynningu landhelgisgæzlunnar um málið í fyrradag og áður hefur verið birt. Hann sagði það „deguium Ijósara að fram- ferði Breta á fslandsmiðum herfði vakið mikla reiði og andúð fslendinga sem fer eðli- lega vaxandi með hverjum degi Framhald á 2. síðu. Heildarútgáfa á ritum Þorsteins Erlingssonar Tómas Guðmundsson sá um útgáfuna, ísa- foldarprentsmiðja hf. gaf út í dag', á aldarafmæli Þorsteins Erlingssonar, kemur út á forlagi ísafoldai’prentsmiðju hf. fyrsta heildarútgáfan af ritum skáldsins. Ritsafn þetta er í þrem bindum, hvert bindi 315—320 blaðsíður. Taka tvö fyrstu bindin til ljóðmæla skáldsins og eru þar á meðal nokkur kvæði, sem áður hafa ekki komizt á bók, en þriðja bindið hefur að gej-ma dýrasögur Þorsteins, þjóðsagnir, sem hann hefur skráð, og loks úrval af rit- gerðum hans og blaðagreinum. Ennfi-emur fylgir ritunum liin merka og ýtarlega ritgerð dr. Sigurðar Nordals prófessors um Þorstein, ævi hans og skáldskap. Skáldið sjálft talar simi máli Tómas1 Guðmundsson skáld hefur séð um útgáfuna og rit- ar hann formálsorð fyrir hverju bindi um sig, auk eftir- mála við allt ritsafnið. I for- mála fyrsta bindis segir Tóm- as m.a.: „Það hefði að sönnu farið vel á þvi, ef aldarafmæli hins ástsæla skálds hefði ver- ið haldið hátíðlegt með fræði- legri heildarútgáfu, þar sem verkunum væru gerð fyllstu bóksöguleg skil. Slík útgáfa var þó aldrei ráðgerð að þessu sinni, enda hætt við, að mörg- um unnendum höfundarins hefði þótt fulllangt að bíða hennar. Er og mest um það vert, að skáldið sjálft fái að tala sínu máli og rit þess séu almenningi tiltæk í sómasam- legum búningi. Að því hefur umfram allt verið stefnt með þessari útgáfu." Ennfremur; „Um fyrsta bindi þessarar nýju útgáfu er fátt eitt að segja. Auk inngangsritgerðar Sigurð- ar Nordals tekur það til fyrri hluta ljóðmælanna, en það er nánar til greint, Þyrnar eins Framhald á' 6. síðu. Islendingar krefjast a8 Bretar hætti hernaði sínum í íslenzkri landhelgi SagSi utanrikisráðherra á þingi SÞ, en vildi samt ekki ,,sœkja Breta til saka" Þjóðviljanum barst í gærkvöld frá utanríkisráðuneyt- inu útdráttur úr ræðu Guðmundar í. Guðmundssonar utanríkisráðherra í almennum umræðum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í fyrradag. Ræðan fjallaði að sjálf- sögðu aðallega um landhelgismálið og sagði utanríkis- ráöherra í lok hennar að hann vildi „leggja áherzlu á að það er umfram allt krafa ríkisstjcrnar minnar, að þegar í stað verði hœtt hernaöaraðgerðum á íslands- miðum“. En á hinn bóginn hafði hann fyrr í ræðunni tekið fram: „íslendingar hafa ekki viljaö sœkja Breta iil saka á alþjóðlegum vettvangi“. hann um kynþíttamálið í Suð- ur-Afríku og lýsti fylgi ís- lands við jafnrétti allra þ.ióð- flokka án tillits til litarháttar. bandi á ofbeldi það sem ís- lendingar hefðu verið beittir vegna útfærslu fiskveiðiland- Hér fara á eftir meginatriðin í útdrættinum úr ræðu utan- ríkisráðherra: I fyrri hluta ræðunnar vék hann að ýmsmn alþjóðlegum málum eins og afvopnunarmál- inu, málum nálægari Austur- landa, stofnun herliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna o.s.frv. Þá minntist ráðherrann á málefni Alsír og Kýpur sérstaklega og lýsti fylgi íslands við sjálfs- ákvörðunarrétt íbúanna í þess- um löndum. Ennfremur ræddi ,,Myndi bregðast skyldu sinni” I síðari hluta ræðunnar ræddi ráðherrann aðallega um land- helgismál Islands. Ráðherrann sagði að hann myndi bregðast skyldu sinni ef hann minntist ekki í þvi sam- Guðmundur í. Guðnuindsson helginnar. Hann rakti siðan nauðsyn Islendinga á vernd- un fiskimiðanna og gerði ítar- Framhald á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.