Þjóðviljinn - 27.09.1958, Síða 4
($) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 27. september 1958
J
múÐyiuiNHl
Útgefanðl: Bamalnlnvarfloklrar albýða - BÓBlallstaflokkurlnn. ~ RltatJóran
MaKnúe KJartanaaon (áb.), Slffurður Guðmundsson. — FréttaritstJóri: Jón
?;Jarnason. — QlAðamenn: Asmundur Slgurjónsson, Guðmundur Vigíússon.
var H. Jónsson. jyíagnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V.
F^iðbJófsson. — AuglýslngastJóri: Guðgelr Magnússon. — RitstJórn, af-
areiðsla, auglýslngar. prentsmiöJa: Skóla.örðustíg 19. — Síml: 17-500 (ð
linur). — Askriftarverð kr. 30 ó món. i Reykjavík og nógrenni; kr. 27 ann-
arsstaðai. — Lausasöluverö kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóðvilJana.
» ------------------- *
Alvarleg mistök
Tslendingar hafa fylgzt með
störfum landhelgisgæzlunn-
ar af miklum áhuga, átökum
hennar við ofureflið, og hver
maður á varðskipunum hefur
vitað að hann hafði með sér í
starfi sínu einbeittan samhug
hvers ísiendings. Einmitt vegna
þessa lifandi áhuga þjóðarinn-*'
ar komu fregnimar í fyrradag
eins og reiðarslag, mönnum
íannst að vonum yfirstjórn
landhelgisgæzlunnar hafa
bmgðizt bæði sjómönnunum á
hafi úti og þjóðinni lallri með
óskiljanlegri undanlátssemi.
Islendingar vissu að þótt þá
skorti fallbyssur og þjálfað-
an her til þess að verja rétt
sinn og framtíð, áttu þeir önn-
ur vopn sem bitu með tíman-
um. Þeir vissu að það er ekki
hægt að stunda veiðar við fs-
iand án þess að hafa samband
við land, vegna sjúkleika og
af margháttuðum öðrum á-
stæðum. En í fyrradag Iætur
yfirstjórn, landhelgisgæzlunnar
allt í einu þetta vopn af hendi
með því að heimila togara að
senda sjúkan mann í land með
herskipi; —• og honum var
kastað upp í fjöru í Patreks-
firði, umhirðulausum af hálfu
landa sinna; íslendingar voru
ekki of góðir til að annast
hann meðan herskipið æddi út
aftur til þess að halda áfram að
hóta að sökkva íslenzkum
varðskipum og drekkja íslenzk-
um sjómönnum. Það er ekki
ofmælt að þetta leyfi yfir-
stjórnar landhelgisgæzlunnar
hafi vakið reiði um land allt;
þess hefur Þjóðviljinn greini-
lega orðið var. Svo -sjálfsagt
sem það er að íslendingar
hjúkri sjúkum mönnum af
fiskiskipum sem koma hingað
til hafn.ar, er hitt fráleitt að
tekið ’sé í mál að herskip séu
notuð til að kasta sjúklingun-
um í okkur. Herskip þau sem
stunda ofbeldisverk í íslenzkri
liigsögu, hernaðaraðgerðir, eiga
að vera óalandi og óferjandi af
íslendinga hálfu. Þau eiga ekki
undir nokkrum kringumstæð-
um að fá heimild til þess að
koma inn í íslenzka landlielgi.
Þessu hefði yfirstjórn land-
helgisgæzlunnar átt’að lýsa yf-
ir þegar í upphafi, og þess er
að vænta að hún láti hin al-
varlegu mistök í fyrradag sér:
að kenningu verða.
/"kg síðari atburðirnir vöktu
ekki minni reiði. Varðskips-
menn á Óðni og Maríu Júlíu
höfðu tekið brezkan togara,
þrátt fyrir ofbeldi brezku
skipshafnarinnar, og voru á
ieið til hafnar með hann. Þá
fá þeir alt í einu fyrirmæli um
það frá stjórn landheigisgæzl-
unnar að hætta við allt sam-
an, sleppa veiðiþjófunum og
iögbrjótunum. Og í skýringum
yfirstjórnar landhelgisgæzlunn-
ar er sagt að hætt hafi verið
við að taka togarann, vegna
þess að herskipið sem átti að
vemda hann gegn íslenzkum
lögum hafi verið fjarstatt:
Með þessum viðbrögðum er yf-
irstjórp landhelgisgæzlunnar
hreiniega að viðurkenna rétt-
mætí þess að brezka hemuin sé
beitt á íslandsmiðum til
þess að koma í veg fyr-
ir framkvæmd íslenzkra laga.
Eða með hvaða móti er hægt
að rökstyðja það, að forföll
herskipa, sem eru að brjóta
fullveldi íslendinga, séu rök-
semd fyrir því að við hættum
að gæta íslenzkra laga? Er það
ekki skylda yfirstjómar ís-
lenzku landhelgisgæzlunnar að
gæta íslenzkra laga og reyna
að tryggja friðhelgi landheig-
innar, jafnvel þótt einhver
Breti á miðunum fái botnlanga-
kast? Þrátt fyrir hið fráleita
leyfi sem herskipinu var gef-
ið í fyrradag, var hitt enn frá-
leitara að öll landhelgisgæzla
skyldi felld niður á meðan! Ef
þannig á að halda áfram er
vandséð til hvers við erum að
halda uppi landhelgisgæzlu, til
hvers við erum að leggja sjó-
menn okkar í lífshættu dag eft-
ir dag, ef þeim er bannað að .
vinna skyldustörf sín þegar
þeir fá tækifæri til þess.
A ð sjálfsögðu er Það vanda-
**• verk að hafa með höndum
yfirstjórn landhelgisgæzlunnar,
auðvitað er hætta á því að
mönnum geti orðið mistök á
þegar þeir þurfa að taka á-
kvarðanir á skömmum tíma. Þó
hefði átt að vera hægt að kom-
ast hjá iað gera þau alvarlegu
mistök sem gerð voru í fyrra-
dag, ef ráðamenn landhelgis-
gæzlunnar hefðu verið búnir
að leggja nógu vandlega niður
fyrir sér fyrirfram þau við-
fangsefni sem við yrði að etja,
því einmitt sjúkieiki og forföll
herskipa voru alla tíð fyrirsjá-
anlegir atburðir. Þó skiptir
mestu að atburðir þeir sem
gerðust í fyrradag endurtaki
sig aldrei framar, heldur verði
víti til varnaðar, að Hermann
Jónasson dómsmáiaráðherra
hafi framkvæmd landhelgis-
gæzlunnar í samræmi við þær
skeleggu yfirlýsingar sem hann
hefur margsinnis bjrt um iand-
helgismálið.
-----------------------------
Mjólkursamsalan
Framhald af 8. síðu.
injólkurbúin hlutist til um að
hin lélega mjólk, 3. og 4. flokks
sein framleiðendur fá mun
minna verð fyrir, fari í vinnslu
en aðeins góð mjólk á almenn-
an neyzlumarkað.
Þess skal getið að öil mjólk,
sem Mjólkursamsalan fær, er
gerilsneydd, þ.e.a.s. allir gerl-
ar í henni drepnir. Þriðja og
fjórða flokks mjólk er því
gerilsneydd á sama hátt og 1.
og 2. flokks mjólk, þó að gæði
hennar séu lakari.
HAUST
eítir Kristján Alfaertsson
Leikstjóri: Einar Pálsson
Það er oft talið til málsbóta
lélegum leikritum íslenzkum að
gefa verði leikhúsunum kost á
að túlka innlent þjóðiíf, en sú
afsökun á ekki við „Haust“
Kristjáns Albertssonar, hins
þjóðkunna höfundar. Verk þetta
er saga um hræðilega glæpi,
uppistaðan ósvikinn reyfari um
múgmorð og aftökur saklausra
manna og kvenna og gæti sem
betur fe-r ekki gerzt hér á
landi; það er réttnefnt „Hönd
dauðans" eins og það hét i
fyrstu. Morðinginn heitir Arno
og er einræðjsherra i einhverju
voldugu ríki í Evrópu — „úrval
þjóðarinnar hefur verið flæmt
í útlegð, þrælkað til bana eða
hreinlega myrt“, enginn landi
hans er óhultur um líf sitt,
hvorki innanlands né utan.
Mark Elmar, hugvitsmaðurjnn
ungi á sem fjölmargir aðrir um
sárt að binda af völdum þessa
morði aukna harðstjóra, hon-
um tekst að ræna Lydíu einka-
dóttur hans sem dvelst í sum-
arleyfi í Sviss og halda í gisl-
ingu, og ætlar sér með því að
frelsa föður sinn úr ævilangri
dýbiissu. Þau fella hugi sam-
an Mark og Lydía, en rétt-
lætið sigrar ekki í þessari
glæpasögu, leikurinn fær
hörmulegan enda. Einvaldan-
um tekst að myrða fjölskyldu
sína og samverkamenn með vá-
legum svikum og stendur að
lokum aleinn uppi, blóðugur
upp til axla með brjálæðis-
glampa í augura.
Margt er æsilegt í leiknum
sem að líkum iætur — ótal
skammbyssur á lofti hlaðnar
eða óhiaðnar, ósýnilegur fanga-
klefi og rafmagnsleiðslur gerð-
ar af því hugviti sem kynnast
má í ieyniiögreglusögum, þar
eru menn gripnir unnvörpum
og leiddir til gálgans. Veðra-
brigðin eru ærið snögg þegar
svo ber undir og áhorfendum
ætlað að svifa miili vonar og
ótta, það bregzt ekki að þegar
hjálpin virðist næst er voð-
inn mestur. En hætt er við
að kunnáttiTnenn hafi margt
við söguna að athuga og telji
röklegt samhengi atburða og
framkomú söguhetjanna í
hæpnasta lagi, og óneitaniega
dregur það nokkuð úr áhrif-
únum er þau Mark og Lydía
ganga í greipar morðingjans
af fúsum vilja, enda þótt þau
hljóti að vita að þau komist
ekki lífs úr þeirri för. Kristján
Albertsson er ekki orðinn neinn
Edgar Wallace eða Agatha
Christie þrátt fyrir góðan vilja.
Höfundurinn ætlar sér ekki
cS»
heldur að rita venjulega æs-
andi morðsögu, ívafið í leikriti
hans er eldheit prédikun um
frelsi og mannúð ásamt heim-
spekilegum og trúarlegum
vangaveltum um eðli einræðis-
ins, hann segir kúgun og harð-
stjórn stríð á hendur. Ætlan
hans er sannarlega lofsverð, en
skeytin geiga hjá markinu,
tvístrast út í veður og vind.
Hann kannar ekki viðfangsefni
sitt að neinu gagni og er
hvorki hægt að trúa persónum
Frii Kaspar og Arno (Keg-
ína Þórðardóttir og Valur
Gíslason).
né atburðum. Átökin eru að-
eins til að sýnast — alvaldur
harðstjóri slátrar varnarlausu
fólki, það er í raun og veru
allt og sumt. Einræðisherrann
og þjónar hans virðast ekkert
skynbragð bera á stjórnmál
eða stefnur og eru gersamlega
varnarlausir og rökþrota í
samræðum, þeir flýja óðara á
náðir biblíunnar og æðri mátt-
arvalda, reyna að hylja sig í
moldviðri trúarrugls og vaðals
um hin hinstu rök Samræðurn-
iar eru í rauninni eintal skálds-
ins sjálfs, en alls ekki orra-
hríð andstæðra skoðana og við-
horfa eins og heimta verður
í slíkum leik. Sumt í samtöi-
um þessum gseti eflaust orðið
til sóma í blaðagreinum, en
þau eru ódramatísk með öllu
og óhæf á leiksviði. Þrátt fyr-
ir það dylst ekki .að höfundur-
inn er vanur leikhúsmáium,
verk hans er þokkalega byggt
og gerist á skömmum tíma á
aðeins tveimur stöðum. Hann
ritar gott mál þótt út af bregði
og vel gerðar setningar er
hægt að finna; en sum eru til-
svörin nokkuð óeðlileg og stirð
og orðalag á stöku stað af er-
lendum toga.
Svo langdregnar og þreyt-
andi eru hugleiðingar skálds-
ins og söguhetjurnar lífvana
að loks stendur víst flestum á
sama hvað um þær verður;
sýningin fellur máttvana tii
jarðar. Ef til vill munu sumir
kenna leikstjóra og ieikendum
um ófarirnar, en það væri lítt
sanngjarnt að mínum dómi.
Einar Pálsson er ekki öfunds-
verður af stjórn þessa verks,.
en hann hefur skipað vel í
hlutverk og reynist sem fyrr
ötull og athugull leikstjóri, og
sjálfur mun höfundurinn hafa
fyigzt með æfingum og haft
vakandi auga á hverjum hlut.
Sýningin er of hátíðleg og þung
í vöfum, satt er það, margir-
leikenda spenna jafnan hverja
taug til hins ýtrasta, slöngva
orðræðum sínum fram í sal-
inn af öllum kröftum líkama
og raddar, átökin verða of auð-
sæ á stundum. Hóf er bezt í
hverjum hlut og eðlilegri og
einfaldari túlkun myndi okk-
ur flestum meir að skapi, en
hinn íburðarmikli leikstíll er
skiljanlegur á þessum stað og
eflaust nijög í anda skáldsins.
Um leikgleði eða lifandi áhuga
er iítt að ræða og þarf engum
á óvart að koma.
Valur Gisiason leikur sjálfan
höfuðpaurinn blóðhundinn
Arno af þrótti og festu, mynd-
Valur Gíslason sem harðstjórinn Arno.
Framhald á 6. síðu,