Þjóðviljinn - 25.10.1958, Blaðsíða 4
4) — í>JÖ3>VTLJINN — Laugardagur 25. októ'ber 1958
Réttindi kvenna
Ályktun 4. þings Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna um það efni.
Itölsku fulltrúarnlr á þinginu. Yzt til hœgri er Carmen Zonti,
framkvæmdastjóri alþjóðasambandsins.
4. heimsþing Alþjóðasam-
bands iýðræðissinnaðra kvenna
var haldið í Vín, dagana 1.—
5. júní, sl. sumar. Austurríki
er eitt af þeim löndum sem
eftir síðasta stríð tók upp hlut-
ieysisstefnu. Vín „Du allein
. ■ . .“ á eitt stærsta hand-
ritasafn i heimi, og í músik
það’ stærsta, enda frægt
söngva- og menningarhöfuðból.
Er höfundur „Lilju“ kveður
á 14. öld „Varðar mest til allra
orða að undirstaðan réttlig.sé
fundin“ eru Austurríkismenn
að stofna hjá sér háskóla í Vín.
íslenzkur námsmaður sagði
mér í sumar að annar hver
Vínarbúi væri dr, ef til vilí
hefur hann krítað liðugt svona
að gamni sínu, en þetta þarf
þó ekki að vera alveg talað
út í bláinn.
Það er hamingja kvenna um
allan heim, að konur úr vestri
og austri hafa myndað með sér
svo öflug samtök sem Alþjóða-
samband lýðræðisinnaðra
kvenna er, enda hefur það ver-
ið mikil lyftistöng menning-
armálum kvenna í öllum álfum
og löndum heims.
Þjngið hafði verið vandlega
undirbúið, m.a. hafði á sl.
ári varið haldið námskeið í
Potsdam um jafnlaunasam-
þykkt Alþjóðavinnumálastofn-
unarinnar nr. 100 og tillögu
nr. 103 og 95 um mæðravernd,
og á hvern hátt efla mætti
baráttuna fyrir að ná þessum
rnálum fram.
Þingið sátu á fjórða hundrað
fulltrúar frá 76 þjóðum úr
öiium álfum heims, konur úr
félagsmálahreyfingum kvenna,
þjngmenn, bæjarfulltrúar, op-
inberir starfsmenn, úr öllum
stéttum og atvinnugreinum,
Listamenn, blaðamenn, vísinda-
jnenn, læknar, byggingameist-
arar o.s.frv.
Fyrir íslands hönd sátu þess-
ar konur þingið: Frá Menning-
ar og friðarsamtökum íslenzkra
kvenna: Guðrún Einarsdóttir
erlendur ritari MFÍK, Vigdís
Finnbogadóttir cand mag., Brí-
et Héðinsdóttir stud, mag. sem
er við nám í Vín, og frá Akur-
eyrardeild MFÍK, Steinunn
Bjarman fulltrúi, frá Kvenfé-
lagi Sósíalista Friðrika Guð-
mundsdóttir, og frá Mæðrafé-
laginu varaformaður þess
Ragnheiður Möller.
R. M.
Ályktunin um réttarmál
kvenna fer bér á eftir:
Nefnd, er fjallað hefur um
það efni að skapa aðstæður,
sem geri konum kleift að
rækja hlutverk sitt í þjóðfélag-
inu sem mæður, vinnandi kon-
ur og borgarar, hefur rætt um
þessi vandamál:
Réttinn til vinnu. mæðra-
vernd og jafnan rétt kvenna og
karla varðandi hjónaband, börn
og eignir.
Fjórða þíng WIDF veitir 'því
athyglj með ánægju, að yfir-
lýsingin um réttindi kvenna,
sem samþykkt var á alþjóða-
þingi kvenna í Kaupmanna-
höfn 1953, hefur gegnt mikil-
vægu hlutverki í baráttu
kvenna fyrir réttindum sinum
og stutt þær víða til sigurs í
þeim málum.
Hlutdeild kvenna í stjórn-
málum, fjármálum og félags-
málum hefur aukizt í öllum
löndum að marki, sem óþekkt
var áður.
Þegar hafa 76 riki veitt
konum stjórnmálaleg réttindi,
og konur eru einn þriðji hluti
hins vinnandi fólks i veröld-
inni, og í mörgum greinum iðn-
aðar og akuryrkju eru þær
miklu fleiri en karlmenn.
Nefndirnar frá Asíu og
Afríku hafa sagt frá dæmum,
sem til hvatningar mega vei'ða,
um milljónir kvenna, sem taka
þátt í baráttunni fyrir sjálf-
stæði þjóða sinna og einnig í
uppbyggingarstarfi í ríkjum
þeirra, sem nýlega hafa öðlast
sjálfstæði, en þessi störf hafa
síðan aftur á móti hjálpað tii
þess að bæta aðstöðu kvenna
í þjóðfélaginu og á heimilinu.
Vandamál kvenna eru efni
mikilvægra samþykkta Samein-
uðu þjóðanna. Alþjóða vinnu-
málastofnunin hefur gefið út
Samþykkt 103, sem getur orðið
undirstaða löggjafar um
mæðravemd í hverju riki og
Samþykkt 100, sem fjallar um
sama kaup fyrir sömu vinnu.
í mörgum. ríkjum hefur ver-
ið sett og framkvæmd félags-
málalöggjöf til verndar kvenna-
vinnu og tíl. varðveizlu réttinda
kvenna sem mæðra og vinn-
andi kvenna.
Einkum er það æskilegt,
sem konum hefur orðið ágengt
í löndum þar sem jafnrétti
kynjanna er viðurkennt að Iög-
um og í framkvæmd, og kon-
um þannig kleift að njóta sín
til fulls í fjármálum, stjórn-
málum og félagsmálum.
Þrátt fyrir það sem nú hefur
áunnizt, eru enn óleyst mörg
vandamál, sem koma í veg
fyrir algert jafhréttr.
Enn eru 11 ríki, sem engan
atkvæðisrétt veita konum. I
flestum verndarlendum og ó-
sjálfstæðum ríkjum eru alls
engin stjórnmálaleg réttindi. í
sumum löndum hafa konur
takmörkuð stjórnmálaréttindi.
í öðrum löndum eru ákvæði í
kosningalögum, sem takmarka
kosningarétt kvenna.
Stjórnmálaréttindi eru háð
enn meiri takmörkunum með
því órétti, sem lýðræðisleg
samtök eru beitt í sumum
löndum, og æ fleiri konur eru
fangelsaðar og ofsóttar vegna
þátttöku þeirra í stjórnmála-
baráttunni heima fyrir.
í mörgum löndum verða kon-
ur að búa við ranglæti og við
skarðan hlut um réttinn til
vinnu. Þær hafa þar takmark-
aðan aðgang að almennri
menntun og sérmenntun. Þess
vegna eru þær látnar vinna
störf, sem litla þekkingu eða
enga þarf til og sviptar mögu-
leikum til að hækka í stöðu.
Þá veldur það konurn og
börnum miklum örðugleikum,
að oft eru ónógai eða alls eng-
ar stofnanir til að létta býrð-
ar þeirra mæðra, sem vinna
utan heimilis.
Kvæntum og bamshafandi
konum er vikið úr starfi til
þess að fara í kringum lög urn
mæðravernd og til þess að
halda í það, að vinnuafl
kvenna verði notað sem ódýrt
vinnuafl. Ekki eru í öllum
löndum lög, sem vemda hags-
muni mæðra og bama. Og þar
sem þau eru til, kemur jafnvel
°ft fyi'ir að þau séu ekki frarn-
kvæmd.
Samþykkt 100 frá Vinnumála-
stofnuninni hafa aðeins 26 lönd
fullgilt, og í ■ mörgum löndum
hafa ákvæði hennar ekki verið
framkvæmd.
Það er ekki aðeins ranglæti
gagnvart konum, að hlutur
þeirra er fyrir borð borinn,
heldur hefur það áhrif á lífs-
kjör fjölskyldunnar allrar og
veldur neyð hjá þeim konum,
sem verða einar að framfleyta
sér og sínum.
Vegna aukins atvinntileysis í
mörgum löndum og skorti á
stofnunum til barnagæzlu
vinna konur að iðnaðarstörfum
heima hjá sér og vinna hluta
úr degi. Við þess háttar störf
eru þær látnar hafa verri kjör
en karlmenn og níðzt á þeim á
margan hátt og neitað um full
réttindi, sem verkakonur hafa.
Það er aðeins i fáeinum lönd-
um, sem þær hafa nokkra
vernd.
Lægri laun svipta þær því
öryggi sem almanna trygging-
ar veita : Atvinnuleysis- og
sjúkratryggingar, fjölskyldu-
bætur, el’lilífeyrir og aðrar
bætur eru þeim meinaðar
vegna þess að þess háttar bæt-
ur eru miðaðar við fullt starf.
í löndum, sem hafa dregizt
aftur úr tæknilega, vegna ör-
birgðar og atvinnuleysis, hafa
margar konur neyðzt til þess
að vinna að smáiðju. Frum-
stæðar framleiðsluaðferðir og
skortur á skipulögðum mark-
aði gerir þeim mjög örðugt
fyrir að vinna fyrir sér í þess-
háttar iðju.
Versnandi efnahagsástand í
ýmsum löndum, upphaf fjár-
hagskreppu og atvinnuleysis,
hækkandi skattar og verðlag
og verðbólgan, sem útgjöld til
hermála veldur, ógna 'því nú að
eyða þvi litla, sem unnizt hef-
ur, og valda milljónum fjöl-
skyldna stórfelldum örðugleik-
um
I mörgum hlutum heims eru
konur enn beygðar undir úr-
elt lög, ævaforna siði og
hleypidóma, sem enn er hald-
ið í og hafa mikil áhrif á
stöðu konunnar í fjölskyldunni
og einkalíf hennar. Við þær
aðstæður verða konur að þola
mikla auðmýkingu og sára
neyð og fá ekki að taka út
fullan þroska, og þjóðfélagið
er svipt fullu framlagi kvenn-
anna.
Með hliðsjón af grundvallar-
atriði jafnréttis, sem fram er
tekið í Stofnskrá Sameinuðu
þjóðanna og Mannréttinda-
skránni, hvetur þingið til þrot-
lausrar baráttu gegn hinni
fölsku kenningu að staður kon-
unnar sé heimilið, að tekjur
hennar' séu aðeins til viðbót-
ar og að heimilisstörfin séu
hin eina eðlilega köllun henn-
ar. Þessar skökku hugmyndir
eru til þess ætlaðar að. rétt-
læta hvers konar ranglæti
gagnvart vinnandi konum og
stefna að því að halda við
lægri stöðu þeirra í þjóðfé-
laginu og á heimilinu.
Þingið beinir því til sam-
takanna í hverju' landi, 'að
vinna að fullgildingu stjórn-
málaréttinda-samþykktar Sam-
einuðu þjóðanna, að tryggja
kosningarétt og kjörgengi og
réttinn til þess að gegna op-
inberum störfum til jafns við
karlmenn.
Að berjarst fyrir fullgild-
ingu samþykktarinnar nr. 101)
, Sönut laun fyrir sömu
vinnu“ og tiilögunnar nr. 95,
, uin mæðra- og barnavernd“,
að koma fram löggjöf i lönd-
um, þar sem engin slík löggjöf i
er, og gera allar ráðstafanir
til þess að framkvæmd sé slík
löggjöf, þar sem hún er þegar
til;
að vinna að setningu laga og
reglugerða, sem vernda rétt-
indi vinnandi mæðra, til þess
að vernda giftar og barnshaf-
andi konur, og þegar þau hafa
verið framkvæmd, útfærslu
grundvallaratriða allra alþjóð-
legra samþykkta og gildandi
laga í hverju landi til milljóna
kvenna i landbúnaði;
að vinna að löggjöf, sem
tryggi ellilífeyri öllum konum,
hverju starfi, sem þær gegna;
að vinna að því að útrýma
öllum greinarmun á afstöðu
karla og kvenna, og að tryggja
konum aðgang að almennri
Framhald á 9. síðu
Frá 4. þingi Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna sem hjaldið var ií Víharborg sl. sumar.