Þjóðviljinn - 25.10.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.10.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Ritstjórl: Ami Böðvarsson. ISLENZK TUNGA 34. páttur. 25. október 1958 Frá Áskeli Snorrasyni tón- skáldi á Akureyri hefur bor- izt. bréf, sem við tökum hér í heilu lagi: „Ég minnist þess ekki, að þeir, sem rætt hafa eða ritað um íslenzka tungu, hafi minnzt á orðtakið hinir ýmsu, 'sem sjá má og heyra daglega í ræðu og riti, jafn- vel lærðra manna. En mér finnst þetta ein hin aumasta rasbaga í íslenzku máli, sett fram upphaflega til þess eins að geta þrælþýtt orðalag danskrar tungu eða annarra eriendra tungumála. Óákveðna fornafnið ýmis , (flt. ýmsir) er hér notað sem lýsingarorð og látið fá veika beygingu lýsingarorða. Nú liggur það í augum uppi, að ef lögmál íslenzkrar tungu leyfir, að eitt óákveðið for- nafn sé beygt á slíkan hátt, þá ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu, að önnur ó- ákveðin fornöfn lúti sömu lögum. Gætu þá sprungið út málblóm (fjólur) eins og til dæmis: hinir nokkru menn, liinar sumu konur, liinar öllu bækur, hinir engu íM'ningar o.s.frv. Ég fæ eigi séð, að t.d. orðin „hinir fjóru stóru“ séu neitt lakari íslenzka en „hin ýmsu mál“. Ef það fær staðizt í ís- lenzku máli, að óákveðin for- nöfn séu beygð sem lýsingar- orð með greini, þá liggur nærri að álíta, að þau taki stigbrevtingum eins og lýs- ingarorðin: hin ýmsu, hinir ýmsari, hinir ýmsustu. Hvern- • ig lízt ykkur t.d. á þessa málsgrein: Hinir einhver ju menn fóru inn í liinar nokkr- ari bókabúðir og kevntu hin- ar ýmsustu bækur fyrir hina öllustu penínga sína. Þessi afleita rasbaga hefur hreiðrað svo um sig í íslenzku máli, að það getur kostað mikla baráttu að kveða hana nlður til fulls. En ef blaða- menn, kennarar, rithöfundar og aðrir menntamenn eru samtaka um það, mun það takast, og þá verður einum ó- hreinkublettinum færra á skrúða okkar fagra og g"f- uga móðurmáls. — Áskell Snnrrason“. Ég er sammála bréfritara um að „hinir ýmsu“ er næsta léleg íslenzka, sjálfsagt þýð- inv 'á dönsku „de forskellige“ eða ensku, eins og hann bend- ir á. Hins vegar er ekki sjálf- sagt að óákveðnu fornöfnin fengju með tímanum stig- bevgingu lýsingarorða, þó að menn fari að láta þau hafa ákveðinn greini með 'sér. Nófru mikil málsniöll þvkja mér að þessu orðalagi samt, þó að ekki fari breytingin svo langt. Rkýringin á þessu fyrirbæri 1 nútímamáli er eflaust sú að óákveðin fornöfn sum hver að minnsta kosti, etanda að merkingu oft nær lýsingar- orðum en öðrum orðflokkum; þau eru oft notuð sem þýð- ingar lýsingarorða í útlend- um málum og staða þeirra ’’ íslenzku er oft nauðalík stöðu og notkun lýsingarorða. Ann- ars er þessi notkun ákveðins greinis með fornafni ýmis eldri en frá síðustu árum, því að í Skími 1906 er talað um „gróðursögu hinna ýmsa landa“. Og þó að ég hafi ekki fundið bein dæmi um þetta frá því fyrir aldamót, er vís- ast að það komi fyrir, eða hliðstæður þess. Að minnsta kosti stendur í Skírni fyrir rúmri öld, eða 1845, m.a.: „hjá enum öðrum vel mennt- uðu þjóðunum“, og fleiri dæmi mun vera að finna víð- ar frá þeim tímum. Þetta er sem sé engin blaðamannafjóla síðustu tíma, eins og sumir hafa raunar verið að gizka á við mig. — Hér þykir mér hlýða að drepa á það að þótt ekki sé talað um annað orð en liinn sem ákveðinn greini í íslenzku, væri ekki síður eðlilegt að .telja ábendingar- fornafnið sá einnig ákveðinn greini, því að það var og er oft notað þannig: sá góði maður, þann góða. mann. Stundum mun þessi notkun að nokkru vera fyrir útlend á- hrif. Annars er ákveðinn greinir í íslenzku almennt of flókið mál til þess að það verði rætt að gagni í þessum þáttum. Látum svo staðar numið að sinni, en næst lítum við aftur á orðalista Halldórs Péturs- sonar. BANDARÍSK VERND. Benedikt Gunnarsson teiknaöi. Að bjarqa bónusmim — Skýrsla til trygging- anna hálít ár á leiðinni — Togstreita milli trygg- inganna og umíerðalaganna. Ef þú skyldir nú hafa staö- ið þig vel í lífinu og öðlazt sáluhjálpartáknið: bíltík, þá skaltu flýta þér að tryggja tíkina hjá Sjóvá og gæta þess síöan vel aö missa ekki af bónusnum. 'A Barnaverndardciigurism Framhald af 12. síðu. ið boðið hingað frægum dönsk- um sálfræðingi, Karen Bernt- sen, til að flytja erindi um þetta mál. Afbrigðileg börn Á næsta ári kemur út á veg- um félagsins bók um afbrigði- leg börn og uppeldi þeirra. Bókina skrifa bæði læknar og sálfræðingar einir 8 talsins, er skrifa um ákveðin efni hver. Það er mannúðarskylda, — og borgar sig ái’eiðanlega fyrir þjóðfélagið, sagði dr Matthí- as, að gera eitthvað í tíma fyriri afbrigðileg böi’n til að gera þau hæfari í lífinu, og almenningur þarf að fylgjast með, skilja og notfæra sér þau tækifæri sem smámsaman bjóð- ast á þessu sviði. Með þessari bók viljum við koma til liðs við það fólk sem að þessu starfar og líka við almenning, sem oft ber þungar byrðar af þessum sökum. Sólhvörf Bai’nabókin Sólhvörf verður seld á götunum i dag. Sigurð- ur Gunnarsson skólastjóri á Húsavík hefur tekið bókina saman og Sigurður Hallmars- son teiknað myndir. Bókin flytur sögur, leikrit og ljóð og er hin gimilegasta til lest- urs fyrir börn. í dag verður einnig selt merki til ágóða fyrir starfsemi barnaverndarfélaganna, en þau eru nú stai’fandi í 10 stærstu bæjum landsins. FISKILEITARTÆKI Framhald af 1. síðu. Þáltjll. þeirri, sem hér er flutt, er ætlað að bæta hér úr, bg er þá haft í huga, að einhverjir þeirra fiskiskipstjóra, sem náð hafa framúrskarandi árangri með notkun fiskileitartækjanna, svo og tæknilega sérfi’óðir menn um gerð þeirra yrðu fengnir til að miðla skipstjórnarmönnum af þekkingu sinni og reynslu. Til frekari áréttingar því, sem hér hefur vei’ið sagt, skulu hér tilfærð ummæli Bjarna Jóhann- essonar, skipstjóra á m.s. Snæ- felli, en hann hefur verið afla- hæsti síldveiðiskipstjórinn þrjái síðustu vei’tíðir í viðtali við vikublaðið Dag á Akureyri 10. sept. s.l, segir Bjarni Jóhannes- son m. a, aðspurður um, hvað helzt valdi hinum mikla afla- mismun skipanna: „Þeir, sem fram úr skara um aflann, munu kunna betur en aðrir að nota hin nýju hjálpartæki. Mér er heldur ekki grunlaust um, að ábótavant sé um niðursetningu þeirra í sumum bátum, og auðvelda þau þá ekki síldarleitina sem skyldi.“ Ekki leikur vafi á, að það, sem hér kemur fram, er almennt á- lit sjómannastéttarinnar. Og ef þú skyldir nú samt sem áður gleyma bónusnum andartak og taka sáluhjálpartákniö ógætilega af stað út í umferöina, keyra beint í hliðina á bíl sem fer um götuna og rispa hann og dala svo myndarlega, að það kosti minnst fimm þúsund kall aö gera við hann, — já, þá skaltu samt gera allt. sem í þínu valdi stendur til aö bjarga bónusnum. Og þa'ö er margt, sem í þínu valdi stendur. Þú getur t.d. sett upp einstakan heiðar- leikasvip, taliö óþarfa aö kalla á lögregluna og sagzt skulu gefa skýrslu, ef sá sem þú keyröir á, er af gamla skólanum og hefur ekki enn lært þau beizku sannindi nútímans, aö þaö er barnaleg ein- feldni aö ti’eysta oröum ókunnugs manns, þá er vel líklegt að þú sleppir með þetta í bili. AuÖvitaÖ dett- ur þér ekki í hug aö gefa skýrslu, þú lofaöir þessu bara til að bjarga bónus- num. Þegar svo sem mán- uður er liðinn, og skýrslan vitaskuld ókomin til tryggingarfélagsins, þá máttu búast viö aö mann- inum, sem þú keyröh’ á, fari aö leiðast eftir henni. Máske kemur hann á fund þinn og spyrst fyrir um þaö, hvað skýrslugerö- inni líöi. Ef maðurinn er sjálfur nógu strangheiðar- legur og ólýginn, þá er vel hugsanlegt, aö þú getir Framhald á 10. siðu. Boris Pssternak Framhald af 6 síðu ak heim nj'lega segja að hann sé síður en svo hnuggirm yfir meðferðinni sem gíva~ó Iæknir hefur sætt í föðurlandi hans. Hann sagði Gerd Ruae, að hann hefði ekkert við það að athuga, að bókin yrði gefin út í endurskoðaðri og styttri út- gáfu í Sovétríkjunum. Máske verður honum hugsað til að hann er í góðum félagsskap; ritskoðun á verkum höfuð- skálda hefur lengi viðgengizf í Rússlandi. Stríð og friiur Tol- stojs fékkst til dæmis ekki gef- in út óstytt í fyrstu. Eitt sinn áður, þegar mikið gekk á hjá sovézkum rithöf- undum út af Pastemak, sagði Ilja Ehrenbúrg: „Það var Pasternak einn sem lagði raunverulega undirstöðu sov- ézkra samtímabókmennta. Þess vegna hefur sköpunarþróttur hans yaldið og veldur enn svo áköfum deilum.“ Af þeim þrern ská’dum, sem settu svip á rúss- neska ljóðlist á fyrstu árum Sovétríkjanna, frömdu tveir, Majakovskí og Esenín, sjálfs- morð fyrir 1930. Majakovskí og Pasternak var vel til vina. Majakovskí vildi gerast rödd byltingarinnar, en bueaðist undir þunga líðandí siundar. Fyrir Pasternak hefur augna- blikið aldrei skipt öllu, heldur runnið saman í órofa heild við fortíð og framtíð. M. T. Ó. Var vísað ut X * Framhald af 12. síðu. læknisfræði áminningu vegna atburðar sem átti sér stað í fæðingardeild háskólasjúkra- hússins. Svertinginn og skóla- bræður hans áttu að vera við- staddir fæðingu,* en prófessor- inn vísaði lxonum út úr fæð- ingarstofunni með þeim um- mælum, að ekki væri viðeig- andi að maður af hans kyn- þætti fengi að horfa á hvita. konu ala bam.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.