Þjóðviljinn - 25.10.1958, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.10.1958, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25. okíóber 1958 IMÓÐVIUINN ÖtKefanai. QMamuimnioUar altUSo - Bóslallstaflokkurtnn. - RltBtJórars Maenús KJartansson áb.). SleurBur Quðmundsson. - Fréttarltstjórl: Jón BJamason. — Blaðamenn: Asmundur Slgurjónsson. Quðmundur Vlgfússon. xvar H. Jónsson. Magnús Toríl Ólaísson. Slgurjón Jóhannsson. Slgurður V. »rtSbJófsson. AuglíslngastJórl: Quðgelr Magnússon. - Rttstjórn. af- greiðsla. augiíslngar. prentsmlðla: Skólavörðusttg 19. - Símt: 17-500 (8 nnurr. - AsJcrtftarverB fcr. 30 á mán. i Reyfcjavík og nágrennl: kr. 27 ann- arsstaðai. — Lausasöluverð fcr. 2.00. — Prentsmtðja ÞJóðvUJan*. Þolir elski ¥ím mánaðamótin síðustu fengu milli 20 og 30 verkamenn sem starfað hafa hjá Hitaveitu Reykjavíkur tilkj'nningu um að þeim vaeri sagt upp vinnunni frá og með næstu mánaðamótum. Það sem gerði þessar upp- sagnir athyglisverðar og tor- trj’ggilegar var sú staðreynd, að í hópi þeirra sem upp var sagt voru allmargir verkamenn sem unnið höfðu hjá fyrirtækinu árum saman, jafnvel allt að 12 ára tíma- hili. Kunnugir töldu og engan vafa á því, að reynt hefði verið að hafa hliðsjón af stjórnmálalegu og stéttar- legu hugarfari starfsmann- anna þegar þessi úrvinnsla og ákvörðun var tekin af ráða- mönnunum. Það sem benti m. a. til þess að forráðamenn Hitaveitunnar og aðrir sem um upnsagnimar kunna að hafa fjallað hefðu haft þetta í liuga var, að tveim mönn- um sem tilkynnt hafði verið uppsögn var síðar sagt að hún hefði verið byggð á misskilningi og væri tekin aftur. Báðir þessir menn höfðu skriflega gefið til kynna stuðning sinn við íhaldið og hægri krata í Dagsbrúnar- kosningunum. Fyrir uppsögn- unum urðu að öðru leyti fyi’st og fremst þeir verka- menn, sem neitað höfðu þátt- töku í þeséari undirskrifta- ■smölun afturhaldsins. fjegar þessum einkennilegu uppsögnum var hreyft á bæjarstjórnarfundi og þess krafizt að þær yrðu rannsak- aðar af bæjarráði brást íhald- ið ókvæða við og tók slíkt ekki í mál. Visaði frá tillögu um rannsókn á uppsögnun- um frá Guðm. J. Guðmunds- syni. Sýnir þetta ljóslega að íhaldið hefur síður en svo hreint mjöl í pokanum, því að öðrum kosti hefði það að sjálfsögðu fagnað tillögu um rannsókn í málinu. Upp- sagnapukur íhaldsins í Hita- veitunni þoldi ekki dagsljósið þegar á reyndi og þess vegna greip meirihluti þess í bæj- arstjórninni til þess ráðs að hindra alla athugun á mál- inu. Síðan hefur íhaldið grip- ið til þess ráðs að reyna að firra sjálft sig ábyrgðinni og gert ítrekaðar tilraunir til að koma henni yfir á aðra. Varð yfirverkstjóri Hitaveitunnar þar fyrst fyrir valinu og að lokum reynt að ljúga afskipt- um af því upp á Tryggva Emilsson, varaformann Dags- brúnar og flokksstjóra hjá fyrirtækinu. Hefur Tryggvi þegar visað þeim ósannindum heim til föðurhúsanna enda mun engum sem hann þekkir koma til hugar að hann eigi hlut að þessum skuggaverk- iím íhaldsins. dagsljósið ■Lfér breytir engu um þótt 1 yfirverkstjóri Hitaveitunn- ar sé fenginn til að gefa um það yfirlýsingu eftir á, að hann hafi átt viðræður við flokksstjóra sína vegna upp- sagnanna og hafi þær viðræð- ur átt að vera' honum til glöggvunar á hæfni verka- manna. Eftir stendur sem áð- ur óhra’kin sú yfirlýsing Tryggva Emilssonar að hann „átti þar engan hlut að máli, hvaða mönnum var sagt upp vinnunni, og hverjum ekki“. Þar voru aðrir til kvaddir og mun ekki grunlaust um að þar hafi nærri komið „félags- málafulltrúi“ íhaldsins og að hér megi greina hans fyrsta afrek í starfi. Ekki mun held- ur ofurást aðalverkfræðings Hitaveitunnar á róttækum verkamönnum eða réttlætis- kennd hans að öðru leyti hafa staðið í vegi fyrir þeirri fram. kvæmd uppsagnanna sem of- an á varð. ¥»að er að sjálfsögðu alltaf viðkvæmt mál og vanda- samt að segja upp starfs- mönnum hjá livaða fyrirtæki sem er. En þó mun það orðin viðtekin regla hjá flestum atvinnurekendum að láta menn njóta starfsaldurs undir slíkum kringumstæðum og halda því lengur þeim mönn- um sem við góðan orðstír hafa lengi starfað hjá við- komandi fyrirtæki. Þetta sjónarmið er heilbrigt og eðli- legt og þeim atvinnurekendum til sæmdar sem það viðhafa. En hjá Hitaveitunni er ná- kvæmlega öfugt að farið. Gamlir og góðir starfsmenn eru fyrstir hraktir í burtu þegar verkefni dragast sam- an af því að ráðamenn íhalds- ins hafa vanrækt þær skyldur sínar að undirbúa í tíma nýj- ar framkvæmdir. Slíkt er sið- leysi sem óhjákvæmilegt er að víta. Og annarleg flokks- pólitísk sjónarmið í uppsögn- um eða mannaráðningar hjá sjálfu bæjarfélaginu eru svo fyrir neðan allt velsæmi að engu tali tekur. 17'ramkoma bæjarstjórnarí- haldsins og handlangara þess í þessu uppsagnarmáli Hitaveitunnar er svo fyrir neðan allar hellur að fátítt er. Verkamenn þekktu að vísu sllkar sorteringar og slíkt tillitsleysi vel á atvinnuleysis- árunum, en sem betur fer eru þvílík vinnubrögð nær óþekkt í seinni tíð. Enn lifir þó þessi óhrjálegi hugsunar- háttur góðu lífi í hugskoti forráðamanna bæjarstjórnar- íhaldsins eins og uppsagnirn- ar í Hitavéitunni sanna. Slík- ir tilburðir þurfa að hljóta svo almenna fordæmingu og fyrirlitningu almennings að í- haldið treysti sér ekki til að endurtaka þá í framtíðinni. - Borís Pasternak SÆNSKU akademíunni er alltaf að fara fram. Veit- ing bókmenntaverðlauna Nóbels í ár sýnir að átjánmenn- ingarnir núverandi eru að vaxa upp úr því viðhorfi fyrirrenn- ara sinna, að ófara Karls tólfta fyrir Pétri mikla skuli hefnt á rússneskum skáldum á tutt- ugustu öld. Ekkert annað en rótgróin óvild í garð erfða- féndanna handan Eystrasalts fær skýrt það að akademían sat sig úr færi að varpa ljóma á Nóbelsverðlaunin með því að veita þau skáldum eins og Tolstoj og Tsékoff, en valdi í staðinn ýmsa bókmenntalega miðlungsmenn frá Vestur-Evr- ópu. Þegar svo loksins kom að því að rússneskt skáld fékk verðlaunin, var gengið fram hjá Gorkí af stjómmálaástæð- um og leitaður uppi Búnín nokkur sem engin bókmennta- afrek liggja eftir, en hafði unnið sér það til ágætis að yfirgefa föðurland sitt af and- stöðu við byltinguna. Nú hefur Boris Pastemak hlotið verðlaunin fyrstur sov- ézkra rithöfunda. Þeim sem kunnugir eru sovézkum bók- menntun ber saman um að hann sé vel að þeim kominn. Eini iandi hans sem nú er uppi og talinn hefur verið verðugur keppinautur hans um verðlaunin er Mikhail Sjólók- off. Báðir hafa ritað miklar skáldsögur um örlög manna í rússnesku byltingunni, borgara- styrjöldinni, íhlutunarstyrjöld- unum og rótinu sem fylgdi þessum stórtíðindum. En Past- ernak hefur það framyfir að hann er almennt viðurkenndur snjallasta núiifandi Ijóðskáld Sovétríkjanna. Rússnesk sagna- list hefur um aldar skeið ver- ið dáð Um allar jarðir, en ljóðlist Rússa hefur átt miklu torsóttara yfir tungumálamúr- fnn til þjóða sem ekki mæla á slavneskar tungur. Mest eru þó vandkvæðin á víðri kynn- ingu skáldskapar manna eins og Pasternaks, sem ryðja braut nýju ljóðmáli og ljóðskynjun. Hann lærði bæði af symbólist- um og fútúristum, þeim skálda- hópum sem hæst bar í Rúss- landi um og eftir síðustu alda- mót, en fann brátt sinn eigin tón. Kvartað hefur verið yfir að ljóð hans séu myrk, en það stafar ekki af því að hann noti torskilin orð eða búi til ný, eins og fútúristarnir gerðu, né færi ljóð sín í nýstárlegt form. Ljóð hans eru einmitt rómuð fyrir kliðmýkt og rím- töfra, eiginleika sem þýðendur segjast með engu móti treysta sér til að leika eftir. Það eru Ijóðmyndir Pasternaks og bygging Ijóða hans sem valda óþolinmóðum lesendum erfið- leikum, Þar er stiklað á stóru, tengiliðum sleppt, hugarflug lesandans verður að leggja þá til, Skírskotað er samtímis til allra skynsviða. Rússnesku- kunnandi aðdáendur Pastern- aks hafa líkt ljóðum hans við Ijóð ensku skáldanna Donne og Dylan Thomas og Frakk- anna Rimbauds og Valéry. Ekki er dregið í efa að ljóð Pasternaks muni halda nafni hans lengst á lofti, en grunur leikur á að þau ein hefðu enzt honum skammt til Nóbelsverð- launa. Þar verður drýgri skáld- sagan Sívagó læknir, eða rétt- ara sagt atvikin að útkomu hennar. Kaflar úr þessari sögu birtust í fyrsta skipti í sov- ’ézka bókmehntatimaritinu Snamja árið 1954. Næsta ár lauk Pasternak við hana, og útgáfa hennar í Sovétríkjunum var boðuð næsta ár. Jafnframt var eintak af handritinu sent ítalska bókaútgefandanum Feit- rinelli, svo að bókin gæti kom- ið út samtímis í Sovétríkjun- um og á Ítalíu. í fyrravor bár- ust svo Feltrinelli boð frá Past- ernak, um að hann þyrfti að fá handritið aftur til að gera á því bréytingar. Útgefandinn vildi ekki skila því. Þá kom Súrkoff, forseti Sambands rit- höfunda í Sovétrikjunum, gagngert til Mílanó til að krefja Feltrinelli um handritið. Hann sat við sinn keip, svo Súrkoff fór tómhentur. Síðan var sagan gefin út í ítalskri þýðingu og er nú sem óðast að koma út á öðrum Evrópumál- um. Hinsvegar sjást þess engin merki að hún verði gefin út í Sovétríkjunum. Haft hefur verið eftir Feltr- inelli, að Súrkoff hafi tjáð ho-n- um að stjórn sovézka rithöf- undasambandsins hafi ákveð- ið að skáldsaga Pasternaks yrði ekki gefin út í Sovétríkjunum eins og hann gekk frá henni, því að þar væri að finna níð um byltinguna. Það hefur auð- vitað vakið meiri athygii á Sívagó lækni en ella myndi, að útgáfu hennar ber að með þessum hætti. Sænska akadem- ían hefur séð sér færi að slá tvær flugur í einu höggi, verð- launa sovézkt skáld og hrella um leið þá sovézka ráðamenn, sem lagt hafa sig fram um að stinga einu helzta verki þess undir stól. Ekki verður annað sagt en .að Súrkoff og þeir sem verið hafa í ráðum með honum hafi lagt sig kyrfilega undir höggið. Pasternak sagði sjálfur í við- tali við þýzka blaðamanninn Gerd Ruge, að hann hefði ekk- ert á móti því að bók hans skyldi hafa verið gefin út á Vesturlöndum, en sér væri illa við tilraunirnar sem þar væru gerðar til að blása upp pólitísku moldviðri útaf henni. Sagan væri alls ekki stjórnmálarit. Um það geta allir verið honum sammála, sem telja að skáld- verk geti fjallað um stjómmála- viðburði án þess að vera inn- legg í pólitíska dægurbaráttu. Pasternak lýsir byltingarmönn- um og andstæðingum þeirra af sömu óhlutdrægni og Sjóló- koff gerði í Lygn streymir Don. Aðalpersóna bókarinnar, Júri ' Andreivitsj Sivagó læknir, verður leiksopnur öldurótsins sem byltingunni fylgir; hann, ástkona hans og barn þeirra færast öll á kaf, en sögunni lýk- Ur á því að tveir eftirlifandi vinir læknisins telja sig sjá fram á betri tíma eftir liðin þreng- ingaár. Að því leyti sem sag- an er ádeila hæfir hún alla sem setja utanaðlærð vígorð ofar sjálfstæðri hugsun, hvar í flokki sem þeir standa. Útistöður Pasternaks við máttarstólpa sovézkra rithöf- undasamtaka eru ekki ný bóla. Hann hefur haldið sitt strik, án þess að hirða um hvaða tízkubólur eru efst á baugi. í ályktun árið 1946 lýsti stjórn rithöfundasambandsins yfir að skáldskapur Pasternaks væri „hugmyndasnauður og fram- andi lífi fólksins11, en þá sjald- an Pasternak les opinberlega upp úr verkum sínum fyllast stærstu samkomusalir. Gestir sem sótt hafa Pastern- Framhald á 7. síðu. Öasternak (t.v.) og Majakovslti.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.