Þjóðviljinn - 02.11.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.11.1958, Blaðsíða 6
6) :— ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 2. nóvember 1958 luÓÐVÍÚÍNN ÚtEefandi: Sameiningarflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritgtjórar: Masnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón Bjamason. — Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar K. Jónsson, Magnús Torfí Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 iinur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. s_’________:--------------y Nýjar leiðir í blaði Alþýðuflokksins á Ak- -* ureyri, Alþýðumanninum, er nýlega birt grein um kosning- arnar til Alþýðusambandsþings i og hugleitt það sem framund- an er á þinginu. Telur blaðið 1 líklegt að ef svo fer, að engir < samningar náist um stjórn Al- ■ þýðusambandsins, verðistjórn- arkjör „harla tvíeýnt, senni- i legast svo að á 2—6 atkvæð- um geti oltið, hver stjómar- > forystan verður". Og blaðið heldur áfram: „Má af þessu 1 3jóst vera, að full ástæða sé til, að hinir eiginlegu verka- lýðsflokkar, Sósíalistaflokkur- 1 inn og Alþýðuflokkurinn, at- hugi gaumgæfilega, hvert þessi átök eru að leiða þá. í Mundi ekki þá geta farið svo, að góðgjamir og langsýnir menn í forystuliði þeirra gætu ■ -orðið ásáttir um skynsamlega skipan þessara mála, þannig ■ að flokkssjónarmið yrðu lögð til hliðar, en Alþýðusamband- - inu yrði kosin sterk fagleg stjórn, sem í sætu forráða- menn stærstu forystufélag- anna í Iteykjavík og Hafn- arfirði". TTugmvndir í þessa átt koma ** nú víða fram, bæði opin- berlega og manna á milli í verkalýðsflokkunum. Og sízt • að ástæðulausu. Einmitt kosn- ingabaráttan til þessa Al- þýðusambandsþings hefur sannfært margan um þá hættu sem vofir yfir verka- lýðssamtökunum íslenzku ef verkalýðsflokkarair halda á- fram að berjast um hvert verkalýðsfélag, og leita í þeirri baráttu meira og minna óæskilegra bandamanna. Þetta er þeim mun hörmulegra sem mjög sjaldan kemur fram í verkalýðsfélögunum í seinni tið verulegur og djúpstæður ágreiningur manna úr Alþýðu- flokknum og Sósialistaflokkn- um um hagsmunamálin, þeg- ar slíks verður vart, eins og í árásunum á Dagsbrúnar- •stjórriina í sumar og haust vegna samningsmálanna, er þar um að ræða pólitíska and- stöðu, uppblásna af annarleg- \xm hvötum og í beinu sam- bandi við baráttu Sjálfstæðis- flokksins að ná tangarhaldi á verkalýðsfélögunum. Er lítill 1 efi á að innan verkalýðs- hreyfingarinnar geta Alþýðu- flokksmenn og sósíalistar staðið hlið við hlið í hags- munabaráttunni, og hitt jafn- víst að til þess að verkalýðs- hreyfingin geti háð þá bar- áttu með mikíum og varan- legum árangri, verða verka- lýðsflokkarnir að samfylkja heils hugar í verkalýðsfélög- um landsins og í Alþýðusam- bandinu. egar það tekst gæti það orð- ið fyrsta skrefið til enn víðtækari samvinnu hinna tveggja verkalýðsflokka, til ó- metanlegs gagns fyrir íslenzka alþýðu. Náin samvinna Al- þýðuflokksins og Sósíalista- flokksins í verkalýðsfélögun- um og Alþýðusambandinu gæti orðið upphaf á nýrri og hraðri sókn íslenzkrar alþýðu, er í vaxandi mæli sameinaði krafta sína og tækist að, lok- um að skapa einn sterkan og samhentan sósíalistískan verkalýðsflokk, er væri þess megnugur að leiða alþýðuna á tiltölulega skömmum tíma til úrslitasigra í stjómmála- baráttunni á íslandi. Minna má á, að Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa um tuttugu ára skeið haft mjög svipaða stefnuskrá og lög, enda þótt starf þeirra hafi sjaldnast þótt bera þess merki. Sósíalistaflokkurinn var stofn- aður með þeirri ætlun að hann væri og ætti að verða nógu rúmur til þess að bæði kommúnistar og eósíaidemó- kratar gætu unnið þar sam- an sem flokksbræður. Geta má þess, að í skýrslum Al- þýðuflokksins til alþjóðasam- taka sósíaldemókrata er talið fram á síðustu ár að margir íslenzkir sósíaldemókratar séu flokksmenn í Sósíalistaflokkn- um, enda þótt slík aðgrein- ing hafi aldrei tíðkazt innan þesa flokks og flestir félagar hans kosið að nefna sig sós- íalista, bæði þeir sem upphaf- lega stofnuðu flokkinn og komu annars vegar úr Komm- únistaflokki Islands og hins vegar úr Alþýðuflokknupi, og hinir sem síðar hafa gerzt flokksmenn. lTTinnzt er á þessi atriði varðandi verkalýðsflokk- ana í því skyni að taka undir við Alþýðumanninn og þær raddir úr Alþýðuflokknum sem undanfarið hafa talið nauðsyn bera til þess að sós- íalistar og Alþýðuflokksmenn hæfu samstarf í verkalýðsfé- lögunum og í Alþýðusamband- inu. Tvimælalaust er vilji til slíks samstarfs vaxandi í báð- um íslenzku verkalýðsflokk- unum, og veltur á miklu fyrir framtíð verkalýðshreyfingar- innar á íslandi, fyrir framtíð íslenzkrar alþýðu og íslenzku þjóðarinnar, að þessir flokk- ar, Alþýðuflokkurinn og Sós- lalistaflokkurinn, finni sem fyrst leiðir til farsæls sam- starfs. Vilji af beggja hálfu til að leggja áherzlu á það sem sameinar fremur en hitt sem sundrar, á brennandi þörf íslenzkrar verkalýðshreyfing- ar í nútíð og framtíð freiwur en deilur fortíðarinnar, yrði áreiðanlega til þess að sam- starfsleiðimar yrðu auðfundn- ari. Og ekkert er líklegra en 'að bróðurlegt samstarf í verkalýðsfélögunum og Al- þýðusambandinu efldi gagn- » — -------------——— Skáldaþáttur ____Ritsljóri: Sveinbjörn Beinteinsson_ Brynjólfur Oddsson var eiginlega fyrsta skáld Reyk- víkinga og má þvi teljast fyr- irrennari Tómasar og Matt- hfasar. Að sönnu höfðu skáld einatt búið í Reykjavík en staðurinn eða bæjarbragurinn varð þeim ekki yrkisefni. Brynjólfur var fæddur á Reykjum í Lundarreykjadál árið 1824. Oddur faðir hans var sonur Jóns ísleifssonar í Stómbotni, sem mikil ætt er frá komin. Guðrún Sigurð- ardóttir seinni kona Jóns Is- leifssonar og móðir Odds Var afasystir Jóns Sigurðssonar forseta. Árið 1848 kom CBrynjólfur til Reykjavíkur og hóf bók- bandsnám hjá Agli Jónssyni bókbindara. Vitanlega var Brynjólfur búinn að yrkja margt áður en. hann kom til Reykjavíkur og til em eftir hann lagleg kvæði frá æsku- ámm. En í Reykjavík fann hann sér ný yrkisefni og á fyrstu árum sínum þar orti hann beztu kvæðin sín. Á þessum árum bar margt til tíðinda hér á Islandi: Norð- kvæmt traust og eyddi þeirri tortryggni sem enn rfs allt- of víða milli sósíalista og Al- þýðuflokksmanna, torveldar allt samstarf og skemmtir skrattanum. lendingar fóm fjölmennir í uppreisnarhug til Gríms amt- manns, skólapiltar í Reykja- vík gerðu uppreisn gegn Sveinbirni Egilssyni rektor, danskir hermenn vom sendir hingað, og 1851 var Þjóð- fundurinn. Allt þetta Varð Brynjólfi að yrkisefni. Hann orti einnig um lifnaðarhætti Reykvíkinga og lýsir yfirleitt betri hliðinni á bænum og bæjarbúunum. Þótt íbúar Reykjavikur væru þá aðeins tiu til ellefu hundmð var þ'ar um flesta hluti ólíkt því sem í sveitum gerðist. Svo segir Brynjólfur meðal annars í kvæðinu Reykjavíkurbragur: Sem ég brag með lystugt lag, því ljóðin slík réttvel haga Reykjavík, ei er fagurt dul á draga dæmin gleðirík, fá sem lítum lík. Meistarahöndum húsin vönduð haglega skreytt...... Að Dómkirkjunni drengir kunria dást sem má, snilldar unnið verk þar sjá. . Menntagyðjur óðs við iðju uría sér, skóla styðja störfin hér, eins prentsmiðjan íslandsniðj- um ein sem landið ber næsta nytsöm er. Vom láði Alþing áður elfdi dug, sést hér háð við sævarbug; dómara ráðin reynd að dáðum réttinum stoð öflug veita vörn og hug. Búning skreyta sinn hér- sveitir sjáum ríkt, sumum veitir virðing slíkt; í mörgu breyta að megi heitap, mun það varla ýkt, sið útlendra líkt. Sílgræn túnin svarðardúni sveipuð þétt, blasa núna breið og slétt .. . Á sumum stöðum bjarkar- blöðin blika smá, gullinn röðull geislum þá skúra hröðu skini glöðu skreytir til að sjá húsaþökin há. Skemmtigöngur skemmta löngum skötnum hér, svo staðarins þröng á stræt- um er, hljómía söngvar, sézt á öngv- um sorg, því kæti lér allt sem augað sér. Að Skólavörðu ganga er gjörð að gömlum sið , sést um fjörð og flatlendið; sem bráiðist hjörð um blómg- an svörð Frámhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.