Þjóðviljinn - 07.11.1958, Side 6

Þjóðviljinn - 07.11.1958, Side 6
56) — >JÓÐVILJINN — Föstudagur 7. nóvember 1958 þlÓÐVIUINN Úturefandi: Samelningarflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritst.iórar: Maanús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon. fvar K. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðb.iófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- grciðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 Iínur>. - Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- ar6staðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiöja í>jóðviljans. Látum ekki kúga okkur V úðvík Jósepsson sjávarút- vegsmálaráðherra skýrði frá því á þingi í fyrradag að cnn sem komið er hefði ekki tek- izt að afla neinna lána í hin- um „vestræna heimi“ til þeirra 15 stóru togara sem ríkisstjóm- in hét að kaupa fyrir tveimur árum. Um skeið voru horfur á því að lán myndu fást í Bret- landi og Vesturþýzkalandi, en þeir iánsmöguleikar virðast nú algerlega vera úr sögunni. Hafa vestrænir fjármálamenn ekki farið neitt dult með það að á- stæðan er stefna íslendinga í landhelgismálinu, sú aðgerð ríkisstjómarinnar að stækka fiskveiðilandhelgina í 12 míl- ur. Hér er sem sé um efna- hagslegar refsiráðstafanir að ræða, tilraun til þess að kúga okkur til undanhalds í landhelg- ismálinu; því aðeins skulum við fá nýja togara að útlending- ar fái að ræna og rýja fiski- miðin við strendur okkar! Kostimir sem hinir vestrænu vinir bjóða okkur eru að við höfum annað tveggja næg skip og engin fiskimið, eða engin skip og næg fiskimið! Tjanig reyna bandamenn okk- *■ ar og samningsbundnir vin- JlT að nota fjármagn sitt til þess að níða af okkur sjálfstæði okkar og ákvörðunarrétt. Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því hér í biaðinu hvemig á- formin um byggingu þunga- vatnsverksmiðju hefðu verið hagnýtt á sama hátt. Okkur -stóð verksmiðjan til boða ef við hættum við að endurheimta auðlindir okkar á miðunum umhverfis landið, en fyrst við sóttum rétt okkar skyldu okk- ur allar bjargir bannaðar eihn- ig að þessu leyti. Hið ypphaf- lega „vinarbragð“ reyndist til- raun tjl að fjötra okkur og kúga. 17'kkert af þessu þurfti að -*--J koma íslendingum á óvart, því einmitt þannig hafa auð- valdsríkin hagnýtt fjármagn sitt til þess að reyna að segja smærri og fátækari þjóðum fyrir verkum. Allir muna hvern- ig reynf var að beita efnahags- legum refsiaðgerðum við Eg- ypta af því að þeir vildu ekki una því að erlent auðíélag réði yfir Súezskurðinum, og loforð um stórlán til virkjunarfram- kvæmda voru umsvjfalaust svikin. Menn muna einnig hvernig reynt var að kúga Ind- verja á sama hátt með því að setj.a stjómmálaleg skilyrði fyr- ir lánveitingum. En bæði þessi ríki neituðu að beygja sig; þau tóku stórlán í Sovétríkjunum til hinna lífsnauðsynlegu fram- kvæmda og Vesturveldin biðu ósigur. \[ið íslendingar þekkjum einn- " ig af eigin raun að eina svarið við efnahagslegum kúg- unartilraunum er að fylgja ó- háðri og sjálfstæðri stefnu. Árið 1952 reyndu Bretar að kúga okkur til þess að falla frá stækkun landhelginnar úr 3 mílum i 4, Viðskipti okkar voru þá algerlega bundin við hinn vestræna heim, samkvæmt marsjallfyrirætlununum, og Bretar ætluðu að nota þá að- stöðu til þess að svelta okkur til hiýðni. Þeir settu viðskipta- bann á allar afurðir okkar og ímynduðu sér að við myndum þá fljótlega gefast upp. En þá- verandi ríkisstjóm, samstjórn ihalds og Framsóknar, valdi þá þann eina skynsamlega kost að brjótast undan vestrænum fyrirmælum og semja við Sov- étríkin um kaup á afurðum okkar. Þannig biðu Bretar al- geran ósigur, hin nýju við- skipti reyndust á skömmum tíma miklu hagkvæmari en nin fyrri, þannig að viðskiptastríð- ið snerist okkur til góðs, og fjórum árum síðar gáfust Bret- ar upp skilyrðislaust. Sigur okkar stafaði af því að við ris- um gegn pólitískum fyrirmæl- um Vesturveldanna; en ef við hefðum viðurkennt þá kenni- setningu að hvergi mætti nota markaði nema í kapítalískum löndum, hefðu Bretar ekki ver- ið lengi að koma okkur á kné. Þetta er sama reynslan sem Egyptar, Indverjar og fjölmarg- ar fleiri þjóðir þekkja af eig- in raun. í sama hátt ber okkur að **■ bregðast við hinum nýju efnahagslegu refsiaðgerðum Vesturveldanna. Okkur er það lífsnauðsyn að eignast nýja, stóra togara. Enginn getur bor- ið okkur á brýn að við höf- um ekki leitað nógu fast eftir lánum hjá samningsbundnum vinum okkar og bandamönn- um, en þegar „vinátta" þeirra birtist í ósvífnustu kúgun, ber okkur að leita annað í stað þess að gefast upp. Við vitum að möguleikar eru á lánum til togarakaupa í Sovétríkjunum, hagstæðum lánum til langs tíma sem hægt er að greiða í afurðum. Þá möguleika ber að hagnýta án tafar. Ef við heykj- umst á því að láta smíða tog- ara höfum við beðið ósigur fyrir fjárkúgunarmönnum Vest- urveldanna, auk þess sem við höfum beðið ósigur í sókn okk- ar til bættra lífskjara. Sama máli gegnir um stóriðju. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að einhverjar stór- iðjuframkvæmdir, t.d. þunga- vatnsverksmiðja, séu þjóðinni nauðsyn og lyftistöng kemur auðvitað ekki til mála að ein- hverjir auðdrottnar setji okk- ur stólinn fyrir dyrnar. Okkur ber einnig í því dæmi að leita lána þar sem þau fást án pólitískra skilyrða. Aðeins með því að fylgja óháðri og sjálf- stæðri stefnu og neita að lúta boði og banni erlendra aðila náum við árangri og vinnum sigur í sókn okkar til fulls sjálfstæðis. Úlfhildur frá Efsfabœ: II. Fræðileg rök og ílóttamenn Fræðileg rök andsósíalista. Þau er hvergi að finna, þó að leitað sé. Kannski er ósann- gjamt að krefjast þejrra sér- staklega, því að í íslenzkri stjórnmálabaráttu nútímans eru rök yfirleitt ekki lögð fram, þó hefur Sósíalistaflokk- urinn hér gert fáeinar undan- tekningar. Hinir flokkarnir ekki árum saman. Almenna bókafélagið hefur án alls efa þann tilgang frá hendi höfunda sinna og upphafsmanna að styðja að bóklestri og veita lesendum fræðslu í þjóðfélags- málum. Ef til vill ekki hlut- lausa fræðslu, en þá fræðslu, sem forráðamenn félagsins telja nauðsynlega samkvæmt þeirra skoðunum Þetta er útx af fyrir sig þakkarvert. En fræðilegum rökum beita þeir ekki, sem sjá má á því, hver fræðslan er. Hún er í því^> fólgin, að tveir innlendir flóttamenn á pólitískum vett- vangi, Sigurbjöm og Sigurður Einarssynir, eru fengnir til að tala og skrifa. Rökin sem að því liggja, eru þau, að báðir hafa þeír skrifað og talað nokkuð á annan veg en þeir gera nú. Sigurbjöm prófðísor spyr í ræðunni um gerzka stjómarhætti: „Hvort lýgurðu nú eða laugstu áður?“ Já, það er einmitt það, herra Sigur- björn. Fræðslan er að örðu leyti fólgin í því að gefa út bækur eftir flóttamenn frá kommún- istaríkjunum svokölluðu Er úr miklu að velja, því að þesskon- ar bækur skipta þúsundum. Það getur legið á milli hluta hér, hversu áreiðanlegar heim- ildir þessar bækur eru. En þær, sem komið hafa út á ís- lenzku og nokkrar fleiri, sem ég hef séð, hafa eitt sameigin- legt og þær hafa það sameig- inlegt með því, sem hinir ís- lenzku flóttamenn segja einn- ig. Öll hersingin vikur stöðugt ádeilum sínum að mönnum, en aldrei að málefnum. Það er ráðist á óstjórnina, grimmdina og mannúðarleysið, sem í svo- kölluðum járntjaldslöndum á að ríkja. Ekki ein einasta rödd gefur aðra skýringu á þessum fyrirbrigðum, en að stjórnend- ur þessara landa séu vondir menn, grimmdarseggir, blóð- hundar og einræðisherrar. Það er að vísu tæpt á því stundum, að skipulagið fæði þetta af sér, en rök fyrir þeirri fullyrðingu fyrirfinnast ekki, enda munu þau nokkuð þokukennd hjá flestum. Skýringar á þessari undarlegu mannvonzku er heldur ckki leitað. Það er ekki von. Væri hennar leitað af samvizkusemi, gætu fáar flótta- mannabækur komið út í lýð- ræðisrikjunum. Þær yrðu ekki keyptar. Rökin verða sem sagt að vera á þessa leið og það má ekki skyggnast dýpra. Væri það gert myndu þeir t-d. verða færri hinir mörgu vinir okkar hér á Efstabæ, sem spurt hafa skelfdum hugum, hvernig í ósköpunum stæði á því að við svona gott og fteint fólk gæt- um tilbeðið einræðisherrana og blóðhundana þarna austurfrá. Ég vil úr því ég er farin að skrifa á annað borð gefa skýr- ingu á þessu. Hún er mjög stutt og afar einföld. Fyrst er þá það að segja, að við til- biðjum cnga þar eystra og trú- um heldur ekki á óskéikuíleik nokkurs manns Þar frémur- en annars staðar í heiminum. Fréttir þaðan að austan koma okkur sjaldan óvænt, þó að við hefðum stundum kosið, að þær væru öðruvísi. Það er vegna þess að við vitum töiuvert meira en sumir ncnna að vita og aðrir vilja vita. Frá Sovét- ríkjunum rná . alltaf við ýmsu? fréttnæmu búast og það er vegna þess að allan þann tíma, sem þau hafa staðið, hefur eiginlega ríkt þar sífellt styrj- aldarástand vegna utanaðkom- andi afskipta. Þar, sem styrj- aldarástand ríkir, má við ýrnsu búast. Sovétríkin hafa verið umset- in óvinum alla tíð og hafa með fullum rökum getað búizt við vopnaðri árás þá og þegar, enda orðið fýrir nokkrúm, All- ar innanlandsdeilur þar, allar réttarrannsóknirnar, sem fræg- ar hafa orðið, aftökumar, hreinsanirnar og endurreisnirn- ar hafa átt upptök sín í hjnu sama: Óttanum við árás og heiftugum deilum um það, hvernig verjast skitli. í rúm fjörutíu ár hefur stjórn Sóvét- Framhald á il, stðu Umgengni á almenningsstöðum — Rúður brotn- ar — Klámvísur skriíaðar á veggi — Biðskýli notuð sem náðhús. PÓSTURINN hefur stundum skammast dálítið yfir umgengn- inni á ýmsum stöðum, sem al- menningur hefur aðgang að, t. d. biðskýlum á straetisvagna- ieiðum. Langoftast er þeim, sem sjá um rekstur slíkra staða, kennt um ef einhverju þykir ábótavant, en auðvitað er fjarri sanni að ruslaraleg umgengni þar sé þeim að kenna. Eg þekki persónulega til á einum slikum stað; biðskýli, sem jafnframt er einskotiar söluturn, og það er hörmung að sjá, hvernig sumt fólk geng- ur þar um. Það fleygir bréfa- rusli hvar sem er (það eru nú meiri ósköpin, hvað sumt fólk er alltaf með mikið af bréfa- rusli í vösunum), dreifir sígar- ettustubbum á gólfið, og gerir yfirleitt eins ruslaralegt í kring um sig og það frekast getur. Um tíma mátti það heita við- burður, ef allar rúður í um- ræddu biðskýli voru heilar daglangt, hálffullorðnir strák- ar léku sér að því að brjóta þær og mikluðust af framtaks- seminni. Þegar skýlið var mál- að, þótti einhverjum ungling- um tilvalið að láta ljós sitt skína og krotuðu bjagaðar klámvísur og rustamunnsöfn- uð á veggina. Nokkrar tilraun- ir voru gerðar með að setja upp frostmæli og loftvog þarna, en margt fólk, einkum eldri menn, hefur gaman af að fylgj- ast með því, hvað loftvogin sýnir hverju sinni. En þessi tæki fengu nú ekki aldeilis að vera í friði; nei, ónei, það var varla fyrr búið að koma þeim fyrir cn þau voru mölvuð, ekki óvárt, held- ur að yfirlögðu ráði, af ein- skærri eyðileggingarfýsn. Það er varla hægt að lá mönnum, þótt þeir trénist upp á því að gera eitt eða neitt fyrir þá staði, sem almenningur gerig- ur þannig um. Eg talaði einhvern tíma um að umgengnin og shyrti- mennskan í Nésti væri mjög til fyrirmyndar, en mig grun- ar, að einnig þar hafi margt fólk lengi vel haft tilhneiging- ar til að fleygja bréfaruslinu sínu og öðru drasli þar sem því sýndist, hingað og þang- að um planið. Og ég hygg, að það hafði kostað ærna þolin- mæði og talsverða fyrirhöfn að vinna bug á þessari draslara— náttúru fólksins. Það er alkunna, að sums- staðar eru strætisvagnabiðskýl- in notuð fyrir náðhús, og mér er nær að halda að slíkt sé ekki gert í því skyni að mót- mæla hinum tilfinnanlega skorti á almenningssalernunv heldur fyrst og fremst af ó- dámshætti, þótt ekki sé kanpski loku fyrir það skotið að fólk grípi til þessa örþrifaráðs til að bjarga brókum sínum. Það er auðvitað sjálfsagt að kref.i- ast þess, að þeir sem takast á hendur að reka svona almenn- ingsstaði, geri það sómasam- lega, en það er jafnsjálfsagt að krefjast þess að fólk gangi um slíka staði eins og siðuð- um mönnum sæmir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.