Þjóðviljinn - 07.11.1958, Qupperneq 9
Föstudagur 7. nóvember 3958 — ÞJÓí>VILJINN
(9
% ÍÞRÓTTIR
HrrsTJöKit rniuAKt* utuGAsaas
Mál á þingi Frjálsíþróttasambands íslands:
Komið verði á
og Reykvíkinga
Á Jiingi Frjálsíþróttasamb-
ands íslands komu fram marg-
ar tillögur og mál sem fengu
afgreiðslu. XJrðu um mörg
þeirra miklar umræður sem
aliar einkenndust af því, live
málefnalega var á þeim tek-
ið og með því einu hugarfari
að það mætti verða. íþrótta-
greininni til gagns og fram-
, fara.
Mikið var rætt um það,
hvort efna ætti til landskeppni
á komandi sumri, en öllum
var ljóst, að það mundi kosta
mikla peninga. Allir voru sam-
mála um að það væri mjög
þýðingai-mikið fyrir framgang
frjálsra íþrótta að hægt væri
að hafa þessi föstu samskipti
við aðrar þjóðir í landskeppni.
Brynjólfur Ingólfsson vildi
fara að öllu með gát þó æski-
legt væri að hafa sambönd um
landskeppni. Kvaðst hann vilja
leggja á komandi ári meiri
rækt við uppbyggingarstarfið
mnávið, og í því sambandi
benti hann á að Iþróttasam-
band Islands ætti að hafa
miklu meira samband við hér-
aðasamböndin úti um la'nd en
verið hefði. Það ætti að senda
framkvæmdastjórnnn og láta
hann hafa á hendi erindrekst-
Ur almennt fyrir iþróttamálin
i heild,
Brynjólfur benti á að íþrótta-
hrejrfingin væri meira en unp-
alandi hlaupavéla og hástökks-
véla. Þær eru fyrst og fremst
fyrir fjöldann. Sigrarnir eru
«1 þess að vekja. athvgli á
störfum hrevfingarinnar. Við
verðum nð athuga, að við eig-
um í höggi við marga óvin-
veitta menn og það eru marg-
ir sem ekki telja það fínt að
vera góður íþróttamaður eða
stunda íþróttir. Það þvkir fínna
að vera „stælgæji" eða ,,rokk-
ari“. Við þetta verðum við að
ber.jast og við verðum að vinna
málefni okkar f.vlgi.
Eftir langar umræður var
samþykkt að fela stjórninni
að vinna að því af fremsta
megni að koma á landskeppni
í frjálsum íþróttum næsta sum-
ar.
Kom.íð verði á keppni utan-
bæjarunglinga og Reykvík-
inga.
Samþykkt var að unnið
skyldi að því að næsta sumar
fari fram keppni á milli ungl-
inga utan af landi og jafnaldra
þeirra í Revkjavík. Var það
einróma. samþykkt og var mik-
ill áhugi fyrir því. Kom fram
á þinginu að mál þetta hafði
keppni utanbæjarmanna
— Bréíaskóli
verið athugað í Frjálsíþrótta-
ráði Reykjavíkur á mjög já-
kvæðan hátt. Var talíð að slik
keppni yrði mjög jöfn og
skemmtilég, ef allir gætu
mætt til liennar.
Bréfaskóli uin dómaramál.
Samþykkt var einróma till.
um það að fela væntanlegri
stjórn að efna til bréfanám-
skeiðs fyrir frjálsíþróttadóm-
ara úti um landsbyggðina, og
að hafizt yrði lianda um þetta
þegar á næsta vori.
Það kom fram, að víða úti
um land er mikil vöntun á
dómurum og þvi mjög erfitt
að framkvæma mót svo vel
fari. Slíkur skóli ætti að geta
verið til mikils gagns fjnir
dreifbýlið, og yrði auk þess
til að auka áhuga almennt
fyrir frjálsum íþróttum.
Þá var samþykkt enn önnur
tillaga, sem snerti dómaramál,
og það var áskorunartillaga til
FÍRR um að endurvekja dóm-
arafélagið sem á sinum tíma
var starfandi og hafði með
að gera öll dómaramál og sá
um dómaranámskeið. Siðan það
hætti störfum dofnaði mjög
yfir dómaranámskeiðum fyrir
f r j ál síþróttadóma ra.
Mörg önnur mál.
Á þinginu komu fram mörg
önnur mál en hér hafa verið
nefnd að framan og eru þessi
helzt:
Ársþingið samþykkir að þeim.
íslendingum, sem Ijúka mar-
aþonhlaupi skuli veitt sérstök
viðurkenning fyrir afrek sín. og
var stjórninni falið að sjá um
framkvæmd á því máli.
Ársþingið lítur svo á að
stjórn Laugardalsvallar verði
að vanda mjög til tækja og
áhalda er þar verða. staðsett,
einkum að skeiðklukkur séu af
beztu fáanlegri gerð. Ennfrem-
ur vill þingið ítreka það að
mjög er æskilegt að mark-
myndavé! — photo finish —
verði til á vellinum.
Skorað var á alla þá sem
sjá um mót á komandi tim-
um að senda skýrslur til
stjórnar FRÍ eigi síðar en mán.
uði eftir að mótið hefur farið
fram.
Skorað var á stjórn FRÍ að
safna skýrslum um það, hve
margir vellir væni til i land-
inu, löglegir, og birta um það
opinbera skýrslu.
Samþykkt var, að í fram-
tíðinni skyldi afrekaskrá FRÍ
ná til 20 manna í hverri grein.
Þess má geta í þessn sambandi
að fynr þinginu lá afrekaskrá
sem náði til 10 beztu í hverri
grein.
Reglugerð um gnrpsmérki.
Fyrir þinginu lá reglugerð
um Garpsmerkh FRÍ, þar sem
metið er í stigum viss afrek
sem beztu menn vinna. Eru
þar nefnd t.d.: Verðlaun á
Olympíuleikjum, Evrópumótum,
Norðurlandam., landskeppni,
Islandsmeistaramóti og met.
Er þetta mikill bálkur sem
gerir stjórn FRl á hverjum
tíma auðveldara að hafa sam-
ræmi í viðurkenningum sín-
um en áður. Var reglugerð
þessi samþykkt einróma.
Fréttamenn heiðraðir.
í þinglok fór fram afhend-
ing heiðursmerkja til ýmissa
manna sem þingið taldi að
hefðu unnið frjálsum íþrótt-
um mikið gagn á umliðnum ár-
um. Voru það gull, silfur, og
eirmerki sem voru veitt. Með-
al þeirra sem fengu viðurkenn-
ingu voru þeir Sigurður Sig-
urðsson útvarpsfréttamaður og
Frímann Helgason íþrótta-
fréttaritari Þjóðviljans, og var
þess getið að það væri fyrir
dygga fréttaþjónustu, þar sem
frjálsar íþróttir hefðu notið
mjög góðs í frásögnum og
gagnrýni ætið verið visamleg,
þótt engu hafi verið hlíft.
Þeir sem heiðursmerki fengu
voru:
GuU.
Þorgils Guðmundsson Reykja-
vík.
Ármann Dalmannsson Akur-
eyri.
Silfur.
Stefán Runólfsson, Reykjavik
Þórir Þorgeirsson Árnessýslu.
Jóhann Jóhannsson Reykjavík.
Gunnar B. Sigurðsson Reykja-
vík.
Ingimar Elíasson Strandasýslu.
Eir.
Hennann Guðmundsson Hafn-
arfirði.
Björn Jónsson Seyðisfirði.
Sigurður Sigurðsson Reykja-
vík.
Jón Stefánsson Eyjafjarðar-
sýslu.
Guðmundur S. Hofdal Reykja-
vík.
Sigurður G. Gunnarsson Kjós.
Frímann Helgason Reykjavík.
Þetta þing FRl var jákvætt
fyrir frjálsu íþróttirnar og hef-
ur sjaldan kveðið jafn mikið
að þeirri skoðun innan þings-
ins, að það væri hin innri
uppbygging sem vinna þyrfti
að af alúð. Það var greini-
legt að liinum yiigstu er nú
gefinn meirj gaumur en verið
befur, og það er eins og bjarm-
inn af ,,stjörnunum“ sé notað-
ur til þess að vísa þeim ungu
leiðina fram á við, í stað þess
að láta bjarmann blinda svo
að annað sjáist varla.
Brvnjólfur Ingólfsson sagði
líka í kveðjuræðu sinni til full-
trúa m.a., að verkefnið væri
það að leiða æskuna til betri
vegar, ekki aðeins til afreka
íi íþróttum, lieldur og til að
hafa góð álirif á hana.
Stökkbreytingar í efnahagsmálum
Framhald af 7. síðu.
•því fólgið, að aldrei hefur á-
ætlun um framleiðsluþróun
verið samin með beinni þátt-
töku svona margra mill.ióna
manna, og sumpart í því að á-
ætlunin er víðtækari og um-
fangsmeiri en nokkru sinni
fyrr, að það eru verulegar lík-
uí' á því að með sjö ára áætl-
uninni verði íiáð því marki
sem allir ræða nú um: að ná
háþróuðustu ríkjum í fram-
leiðslu og neyzlu á íbúa á öll-
um sviðum, sem máli skipta,
svo sem þegar ,er orðið á sum-
um sviðum. Það myndi þýða að
markinu væri náð miklum
inun fyrr cn á þeim 10—15 ár-
um sem reiknað liefur verið
með til þessa.
Hvað veldur?
TJkki þarf maður að um-
gangast lengi verka-
rnenn í verksmiðjum til þess að
skilja hvað það er sem veld-
ur því að nú er hægt að ræða
um nýtt þróunarstig og talið
fært að gera svo ævintýraleg-
ar áætlanir. Það sem fyrir
tæpu ári var aðeins vísir er
nú að ná fullum þroska:
verkamenn hafa öðlazt skiln-
ing á því að þeir ráða yfii
verksmiðjunum. Þeir finna
beinlínis að þeir eiga verk-
smiðjurnar og geta því stjórn-
að þeim og verða raunar að
gera það.
Hækkun á fasta-
kaupi, en ekki
aflahlut
Þjóðviljanum barst í gær eft-
irfarandi frá Félagi ísl. botn-
vörpuskipaeigenda:
„I sambandi við fréttir dag-
blaðanna um kauphækkun tog-
arasjómanna, er rétt að benda
á eftirfarandi: Sagt er að tog-
arasjómenn hafi fengið 22%
kauphækkun. En sú hækkun
kemur aðeins á fastakaup, ekki
á aflahlut, sem er svo til ó-
breyttur.
Aflahlutur nemur hinsvegar
um og yfir helmingi launa tog-
arasjómanna. Er því í-aunveru-
leg hækkun á kaupi þeirra 9-
11% eftir aflabrögðum.
Þá ber að benda á það, að
þegar samið var við togarasjó-
menn í júní s.l. fengu þeir ein-
göngu lögboðnar hækkanir (þ.
e. 5% auk lífeyrissjóðs), en
síðan hafa flest stéttarfélög
önnur fengið allmiklar kjara-
bætur umfram þær er lögboðn-
ar voru.“
Verður yfir-
verkfræðingur
Bæjarráð samþykkti á fundi
síntim 4. þ. m. að Rögnvaldur
Þorkelsson deildarverkfræðing-
ur, verði eftirleiðis yfirverk-
fræðingur grjótnáms, eand-
náms, malbikunarstöðvar og
pípugei’ðar bæjarins.
Um langt skeið duldust þessi
sannindi verkamönnum Sovét-
rikjanna. Nú eru þau aftur lif-
andi og færa árangur sem fer
fram úr vonum þeirra bjartsýn-
ustu. Engir vita betur en Rúss-
ar ajálfir, að þetta er aðeins
upphafið, að enn tekur sinn
tíma að þessi nýi — og gamli
— andi gagnsýri allt, að hinar
nýiu meginreglur verða aðeins
hagnýttar til fullnustu þar sem
verkamenn og leiðtogar þeirra
i kjaramálum og stjórnmálum
hafa fullan skilning á hlutverki
sínu.
Forsendurnar
„rkásemdir morgundags-
ins“, sem boðaðar eru
með því að kalla saman fiokks-
þingið nýja, eru auðvitað ekki
það eina sem Moskvubúar ræða
sin á milli. Þeir hafa sín dag-
legu viðfangsefni. Skólaárið er
nýhafið og það hafa verið_
haldnar hátíðir fyrir skóiabörn
í görðum og menningarhöllum.
Ferðamannastraumurinn hefur
verið mikill, og þótt hann sé
nú að fjara setur hann enn
sinn svip á götumj'ndina:
finnskir og enskir langferða-
bílar keppast við sovézka Intúr-
ist-bíla og einkabíla með ferða-
langa frá Englandi, Bandaríkj-
unum, Vesturþýzkalandi o.s.
frv.; hvarvetna má sjá ferða-
mannahópa frú Júgóslavíu, ai-
þýðuríkjunum og mörgum lönd-
um öðrum. Þar við bætast fjöl-
margir heiðursgestir: banda-
ríski auðmaðurinn Cyrus Eat-
on, enski sósíaldemókrataleið-
toginn Conni Zilliacus, söngvar-
inn Paul Robeson, listamanna-
flokkar frá Júgóslavíu, Aust-
urþýzkalanch, Skotlandi, Búlg-
aríu og Póllandi. Og loks etu
sendinefndir frá verkalýðs-
hreyfingunni í fjölmörgum
löndum sem vitnisburður um
samhug hinnar alþjóðlegu
verkalýðshreyfingar með Sovét-
ríkjunum. Alstaðar heyrir mað-
ur orðin „friður og vinátta",
vinátta milli allra þjóða.
Friður og vinátta eru for-
sendur þess að allar hinar
miklu áætlanir, allir hinir
fögru en raunsæu draumar í-
búa Sovétríkjanna verði að
veruleika. Spennan í alþjoða-
málum er því eins og myrkt
óveðursský í v.itund fólksins.
Oft verður maður var við
nokkra beiskju. Ilvers vegua
er það látið viðgangast að her-
veldi eins og Bandaríkin og
England leiði mannkynið út á
yztu þröm styrjaldar aftur og
aftur, í nálægari austurlönd-
um og í fjarlægari austurlönd-
um? Hví er alltaf umsvifalaust
hafnað öllum tillögum Sovét-
ríkjanna og annarra um frið-
samlega og eðliiega sambúð?
En jafnframt beiskjunni birtist
einnig sú fullvissa, að faii^
striðssinnar feli of langt í ögr-
unum sínurn muni þeir mæta
einhuga mótstöðu ahs hins
sósíalistíska heims og afleið-
ingin getur ekki orðið önnur
en endalok heimsvaldastefn-
unnar,
Kaupið miða i Happdrætti Þjóðviljans