Þjóðviljinn - 20.12.1958, Side 9
Laugaxdagur 20. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — $
Skálholtshátíðin 1956.
Minning níu alda bisk-
upsdóms á íslandi. Séra
Sveinn Víkingur sá um
útgáfuna. Bókaútgáfan
Hamar.
„S5ga er komin úr íslandi,
skrivað í bók so breiða.“
Þessa gömlu ritfregn um ótil-
greinda bók tilfærði Jákup
Joensen prófastur, fulltrúi Fær-
eyinga á Skálholtshátíðinni
1956 í kveðjuávarpi, er hann
flutti þar. Og nú er ávarp hans
komið á prent í breiðri bók, sem
hátíð þessari er helguð. Bókin
er 359 lesmáls- og myndasíður,
glæst í sniðum og vönduð að
frágangi.
Nær helmingur hennar er
samantekt séra Sveins Víkings
um undirbúning allan að hátíð-
inai og síðan það sem fram fór.
Eru birtar þar ræður og kveðj-
ur sem fluttar voru, ásamt leik-
þætti Sveins Víkings og verð-
launaljóðum Sigurðar Einars-
sonar, Þorsteins Halldórssonar
og Þorgeirs Sveinbjarnarsonar.
í þessum bókarhluta er fjöldi
mynda frá hátíðinni, sem flest-
ar eru gjörðar af Pétri Thom-
sen ljósmyndara.
Skálholtshátíðin er þúsund-
um manna í svo fersku minni,
að slík samantekt um hana
sætir ekki miklum tíðindum
• nú, þó hún muni hljóta nokkurt
heimildagildi er tímar líða.
Ýmsir munu að vísu lesa sér til
ánægju sitthvað af því, sem þar
va* snjallast flutt, og einhverj-
um kvnni að leika forvitni á
að líta yfir verðlaunaljóð há-
tíðarinnar sem beðið hafa birt-
ingar fram að þessu.
Við lestur þeirra rifjast upp,
að svo var mælt fyrir í önd-
verðu af hátíðarnefnd, að þessi
tækifærisljóð skyldu gjörð til
tónflutnings og vera í 4—5 köfl-
um í lengsta lagi. Munu sumum
skáldum hafa þótt skorðurnar
þröngar; og tvö þeirra verð-
launaljóða sem hér birtast eru
reyndar í 12 köflum hvort, en
þær glefsur úr öðru þeirra, sem
fluttar voru á hátíðinni, auð-
kenndar með skáletri.
A skeiðvelli væri þetta kallað,
að gæðingarnir hefðu hlaupið
upp. og víst á óhemjan Pegasus
vanda til þess. Hitt kemur á ó-
vart. að dómnefnd virðist hafa
faríð jafn léttilega á svig við
fyrirmæli sín eins og folinn
hrökk upp af skeiðinu.
Á prestastefnu 1953 var á-
kveðið að gefa út sérstakt rit
una Skálholt minningarárið
1.956. Þetta fórst fvrir En rit-
gerðir þriggja fræðimanna, er
biskup haíði til fengið að skrifa
urei stað og skóla, eru nú birtar
hér í seinni bókarhluta. Bera
þssr uppi ritið Dr. Jón Jóhann-
esson fiallar þar um upphaf
SkálhoHs og hina fyrstu Skál-
hyltinga Er það stutt mál,
glðggt og efnismikið. Dr. Magn-
ús Jónsson bregður sviðgeislum
sögunnar yfir aldafylkingu
Skálholtsbiskupa. Ljósið er
miK og skírt í hendi hans. Þeir
•stajfida andartak í birtunni hver
af 6ðrum, allt frá ís'eifi Gizur-
arsyni til Geirs Vídalíns, og
’ hverfa aftur í irikkrið. Lengstu
ritgerðina, og þá sem mestur
fengur er að, ritar svo séra
Benjamín Kristjánsson um
Skálholtsskóla. Þar er fjallað
um stórmerkan og vanrækt-
an þátt í menningarsögu þjóð-
arinnar, einstökum atriðum er
að efninu lúta gjörð allýtarleg
skil, og koma þar mörg kurl til
grafar, alltof fáum kunn.
í ræðu forseta íslands á Skál-
þulum, sálmum, Ijóðum og öll-
um góðum skáldskap."
Þetta er orð að sönnu, þó hitt
sé jafnframt rétt, að sagan er
ein, og einstakir þættir verða
þar ekki hver frá öðrum skildir.
Með þessari bólc hefur jafnvel
verið rituð ekki ómerk lína í
hina órituðu kristnisögu þjóðar-
innar, og eilítinn hlut gæti hún
42. páttur
20. des. 1958.
ÍSLENZK TUNGA
Ritstjóri: Árni Böðvarsson
Dömkirkjan í Skálholti í tíð Brynjólfs Sveinssonar
um 1650.
holtshátíðinni segir svo um
kirkjusögu og kristnisögu: „Þó
mikil saga hafi geymzt, þá hefir
og mikil saga gleymzt. Tindarn-
ir blasa við, og íslenzka kirkju-
sögu má rita svo, að vart sé get-
ið nema bisku.pa og höfuð-
klerka. En á sléttlendinu, þar
sem lífið grær, hefir margt það
fegursta gerzt í kristnisögu
þessa lands . . . Vísast verður
þessi saga aldrei skráð, öðruvísi
en hvað á hana glitrar í gömlum
átt í að frægja hinn forna Skál-
holtsstað og hefia hann til vegs
og helgi. Ýmsum þykir það hé-
gómamál. En myndi ekki fær-
eyska þjóðvísan fara þar sönnu
nær:
„Látið ei söguna doyggja,
men goymi hana so væl;
i dreingja sinni og moyggja
hon miki útinna skal.“
Þorsteinn Valdimarsson.
G>-
Jólaltveðjur
Það er líklega heldur seint
að benda fólki á málvillu eem
stundum er skrifuð á jólakort,
því að þeir sem ekki póstlögðu
jólakort sín í fyrradag eiga
nærri því víst að þau verða
ekki borin út fyrr en milli
hátíða. Þessi málvilla er á
þessa leið eða þvílíka: „Gleði-
leg jól, gott og farsælt nýár,
óska ég þér“. Ef þetta orða-
lag er athugað, er Ijóst að
fallið á orðunum „gleðileg
jól“ og „gott og farsælt nýár“
er skakkt, það á að vera
eignarfall, því að við óskum
hvert öðru gleði'egra jóla og
farsæls nýárs; ég óska þér
góðs, en óska þér ekki gott.
Hitt er alrangt að hafa þol-
fall með þessari sögn. Það
væri annars gaman ef unnt
væri að fá einhverja hugmynd
um það hversu margir hundr-
aðshlutar jólakveðja í Reykja-
vík væru á þessa lund, en
ég geri ráð fyrir þeir væru
þó nokkrir. Annars gagnar nú
víst skammt að vera að tala
um þetta í þessum þætti, því
að þeir sem skrifa skekkju á
borð við þessa, lesa yfirleitt
ekki þætti um íslenzkt mál.
Annars ósiðar í sambandi
við jólakveðjur er rétt að geta
hér, en það er þegar fólk seg-
ir hvað við annað eftir að
jóladagurinn er liðinn: „Gleði-
lega rest“. Jólin eru ekki á
enda þótt jóladagurinn 25.
des. sé liðinn, því að þeim
lýkur ekki fyrr en 6. janúar,
á þrettándanum, og því er
dagurinn kallaður svo, enda
var nýársdagur fyrrum nefnd-
ur áttidagur (= áttundi dag-
ur jó’a). Annars er ávarpið
„gleðilega rest“ aldrei nein ís-
lenzka, heldur dönskusletta af
verra tafft, bví orðið „rest“
fyllir ekki neitt skarð í mál-
inu og er því algerlega óþarft.
Við höfum nóg af íslenzkum
-<♦>
10-12 millj. ám gcsmall forlað-
ir maxuikynsxns finnst á Ítalíu
Nú eru hundrað ár síðan
Darwinskenningin kom fram,
og með henni hófst leitin að
forfeðrum þessarar líftegundar,
sam siálf kallar sig „homo
sapiens“, hinn vitra, en réttast
væri að kalla hinn forvitna.
Allcunnir eru ýmsir löngu
liðnir mannflokkar, sem beina-
leifar hafa fundizt af, og fræði-
menn hafa gefið nöfn, eins og
Cro-Magnon menn, Neanderth-
alsmenn, o. fl. En með því varð
þó ekki komizt mik'u nær um
upprunann, og héldu menn
helzt, að hinn sameiginlegi for-
faðir manna og apa hefði verið
einhver óþekkt skepna fvrir
svo sem einni milljón ára. Upp
á síðkastið hafa þó sumir hall-
azt að þvi að leita þyrfti mun
lengra aftur í tímann, og apa-
tegupd. nokkur, sem litilfjör- .
legar menjar höfðu fundizt um
í tíu til tó’f milljón ára gömlum
jarðlögum á Ítalíu, væri forfað-
ir mannkynsins, og þó ekki ap-
anna sem nú eru uppi. Leitað
var af kappi að heillegri bein-
um, en fátt hafði fundizt í heilu
lagi þangað til fyrir fjórum
mánuðum, að svissneskur pró-
fessor, Johaunes Hiirzeler að
nafni, sem var að grafa í mó-
kolalag, 10 til 12 milljón ára
gamalt, á stað sem heitir Gross-
et.to úti við ströndina móts við
Elbu (á Mið-ítaliu), fann strá-
heila beinagrind af uppréttum
apamanni, sem hefur verið lítið
eitt stærri en gibbon en áður
hafði hann fundið neðri kjálka
sem liktíust mannskjálkum í
því, að tennurnar voru í sam-
felldri röð, en ekki bil milli
framtanna og augntanna annars
vegar og jaxla hinsvegar, eins
og er á öpum. Olnbogabein
hafði hann einnig fundið, sem
sýndi, að sá sem það hafði átt,
hlaut að hafa gengið uppréttur,
en ekki stuðzt við hnúana, eins
og mannapar gera.
Það hefur verið hljótt um
þennan gagnmerka fund síðan í
sumar, vegna þess að ítalska
stjórnin, sem áleit ríkið eiga
tilkall til hans, neitaði að senda
hann úr landi til rannsóknar
hjá prófessor þessum. En 10.
des. fékkst leyfið loksins, og
próf. Hurzeler hafði beina-
grindína með sér til Basel dag-
inn eftir.
Hún hefur þegar fengið nafn,
eða réttara sagt tegundin, sem
hún er af, og kallast oreopith-
ecns bamboli, fjallabúinn. Próf.
Húrzeler hefur lofað að ljúka
við rannsóknina á beinagrind-
inni einhverntíma á næstu
fimm mánuðuir, og skila henni
síðan.
Á síðustu árum hafa heyrzt
raddir um það, að stofn manna
og apa hafi greinzt miklu fyrr
en áður var haldið, eða fyrir
10 milljónum ára, og hafi þá
komið fram hiji upprétta vera,
sem síðar varð að manni, en
uppruni mannapa talinn miklu
eldri, eða frá því fyrir 35 til
45 milljónum ára.
Það er gaman að þennan
fund skuli bera upp á 100
ára afmæli þróunarkenningar
Darwins M. E.
orðum sem eru okkur hentari
en það. Almennust þeirra eru
til dæmis leifar, afgangur, það
sem eftir er, eða eitthvað því
líkt. Þeir sem óska „gleðilegr-
ar restar" vita að enn er há-
tíð, þótt hámark hennar sé
hjá liðið, þar sem eru jóla-
dagur og einkum aðfanga-
dagskvöld og jólanótt.
I staðinn fyrir orðasambanol
eins og „þetta er restin" má
segja til dæmis „þetta era
leifarnar, afgangurinn, það
sem eftir er“ eða bví um líkt.
Ilins vegar er orðið leif, hvort
sem er í eintölu eða fleirtölu,
allt of hlutstætt til þess aS
það verði með góðu móti not-
að um tíma. Ekki er oft tal-
að um „restina af ileginum*'
né notuð önnur slík orðasam-
taönd, enda munu þau orka
skoplega á flesta. Það hæfir
illa að nota slík skrípi um
hátíðir, ekki sízt um jó'aliá-
tíðina, sem hefur þó um lang-
an aldur verið mesta hátíð
ársins með Islendingum, bæði
kkstnum og ókvistnum.
Kveðian „gleði’eg jól“ er góð
og gild svo lengi sem við get-
um talað um jól eða jó'aleytið
og eitthvert, tilha’d er í sam-
bandi við hátíðina.
Nú má vera að einhver les-
andi v’lji spyria se”-i svo’
hvort kveðjan „gleð’legt nýár“
sé nothæf nema rétt um ára-
mótin. Þetta er ein bezta
kveð.ja ársins. osr v’(an'ega er
ekkert á móti bvi f>ð nota hana
þótt komið sé e’tthvað fram
á nýja árið, til dæmis eitt-
hvað fram í janúar. Þá er ný-
bvrjaða árið vitanlega „nýtt
ár“ í samanburði við hið
gamla.
Úr því að ég er Ivrjaður
að tala hér um kveðiur al-
mennt, er ekki úr vegi að
minnast á aðra kveðju al-
mennara eðlis sem oft er far-
ið rangt með, en það er þeg-
ar menn segja „gcða kvöld-
ið‘“ í staðinn fvrir „gott
kvöld“ eða „gott kvöUið". E?
sagt er „góða kvöldiö", er
þar með gefið í skvn a'S
kvöldin séu aðeins tvö, ann-
að gott en hitt slæmt („g>óða
kvöldið, en ekki h’ð slæma“).
Það er hliðstætt og ef boðið
væri „gcða daginn“ eða „góðu
nóttina", „gleðilegu jólin“,
o.s.frv. Hins vegar er rétt að
seg.ia „gleði’eg jólin“: þaS
orða'ag mætti h’ig'-a sér sem
styttíngu á setnivm eins og
„gleðileg jólin sem í hönd
fara“, á sama hátt og „góð-
an daginn“ gæti verið stytting
á „ég býð þér gcðan daginn
bann sem nú er“. Annars eír
það sannast sagna að svona
orðasambönd eru almennt ekki
stvttingar á heilum setningun-.,
ekki fremur en ,.ií“ er í siálfcí
sér stvtting á heilli setningu,
)>ó að þetta smáorð geti aS
merkingu oft jafngilt heilii
sétningu.
Ura þessar mundir er mikiS
taiað um „aðfangeiiag“, og
ekk’ veit ég t!' að nnjns stað-
ar sé nú orð’ð tíðkuð sá
gamla merking þessa orðs að
Framhald á 15. siðu.