Þjóðviljinn - 03.01.1959, Side 10

Þjóðviljinn - 03.01.1959, Side 10
2) — Óskastundin Óskastundin — '(3 1 Skritlur Kennarinn: „Hvað eru mörg grömm í kíJó- grammi? Tumi: ,,Það fer nú eft- ir því í hvaða búð maður verzlarí‘. Faðirinh: „Því ertu alltaf neðstur í bekkn- u.m, Jói? Það er skamm- „Jæja, Jens. Ertu bú- inn með Jistann yfir tíu merkustu menn verald- ar?‘! . spurði kennarinn. „Mig vantar bara einn“, svaraði Jens. „Eg get ekki munað hvað hægri innherjinn heitjr“. Frúin: „Ætlarðu að baða barnið úr þesu, það er ekki nærri því 30 siga heitt?“ Vinnukonan: „Hvað gerir það til. Eg held að barnunginn hafi Jítið vit á hitastigum.“ Kennarinn: „Getur nokkur ykkar sagt mér hvernig silunganet er?“ (Ein hönd er rétt upp). „Jæja, Siggi, hvernig er það?“ Siggi: ..Það eru mörg lítil göt, bundin saman með spotta“. „Pétur, þú kennir páfa- gauknum ljót orð“. „Nei, mamma, ég er bara að segja honum, hvaða orð hann megi ekki segja.“ arlegt að vera alltaf neðstur í röðinni“. Jói: „Það er alveg sama, pabbi, þeir kenna báðum endum það sama“ Unglingmm hér í Reykja- vík þótti mikið tjl koma er danska parið Nína og Friðrik komu hingað til að skemmta með leik og söng. Myndin er tekin skömmu áður en þau héldu aftur til Danmerk- ur. Þau fullyrða bæði tvö að þau myndu koma aftur til fslands ef þess c*> værí nokkur kostur Lygalauparnir Misjútka og Stasik sátu á bekk í listigarði og voru að tala saman. Þetta var bara ekki venjulegt samtal, svona eins og strákar eru van- ir að tala saman, þeir voru að búa til sögur, segja hvor öðrum lyga- sögur, eins og til að vita hvort ekki væri hægt að yfirganga hinn. „Hvað ertu gamall?" spurði Misjútka. „Níutíu og fimm. En þú?5' „O, ég er hundrað og fjörutíu ára. Veiztu, einu sinn var ég stór, eins stór og Borja frændi, en svo minnkaði ég“. „Og ég“, romsaði Stas- ik, „var fyrst lítill, síð- an stór, svo minnkaði ég, og nú verð ég bráðum aftur stór“. „Þegar ég var stór gat ég synt yfir fljótið“ sagði Misjútka. „O, það er ekkert, Eg gat synt yfir sjóinn!“ „Iss, sjóinn! Eg synti yfir hafið“. „Og ég var líka vanur að fljúga“. „A? Láttu mig sjá það“. „O, ég get það ekki núna, ég er búinn að gleyma hvernig ég fór að því“. „Jæja, veiztu hvað kom fyrir mig?“ spurði Misjútka. „Einu sinni synti ég Jangt út á sjó og hákarl kom og réðist á mig. Eg gaf honum svaka högg, en hann opnaði kjaftinn og beit af mér höfuðið“. „Þú ert að skrökva“- „Nei, upp á æru og trú“ „En hvers vegna dóstu ekki?“ „Því hefði ég átt að gera það? Eg synti aftur til lands og fór heim“. „Höfuðlaus?“ „Auðvitað. Til hvers ætti ég að hafa höfuð?“ „En hvernig gaztu þá gengið“. „Hvers vegna ekki? Maður gengur ekki með höfðinu“. „En hvernig stendur þá á því að þú' ert núna með liöfuð?“ „Það óx aftur“. Þessi var ágæc, fannst Stasik. Hvernig I ósköp- unum átti hann að Ijúga upp annarri betri? .„iUiss, þetta er ekki neitt“, sagði hann. „En ég, einu sinni var ég í Afríku og fcrokódíll gleypti mig“. „En sú haágalýgi!‘f sagði Misjútka og hló. „Nei, nei, þetta er dag- satt“. „Hvernig getur þú bá verið lifandi?“ „Nú, hann skirpti mér út úr sér: aftur“. (Framhald)1 Frúin: „Þú kemur seint. Heirðirðu ekki að ég var ða kalla á þig?“ Vinnukonan: „Eg heyrði það ekki fyrr en í þriðja skipti. Húsbóndinn hoppar æp- andi um allt húsið, og heldur um þumalfingur- inn. Húsfreyja: Þú berð á þumlafingurinn á þér, góði minn, í hvert ein- asta skipti, sem þú rek- ur nagla. Húsbóndinn; Hvernig á ég að varast Það? Húsfreyja: (rólega)' • Með því að halda báðum höndum úm hamars- skaftið. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 3. janúar 1959 Erlend tíðindi tJr ávarpi forseta Islands Framhald af 7. síðu. ir Fidelo, og hélt til búða bróður síns. Þeir bræður eru af borgaralegum ættum og vel menntaðir, en sá er mun- urinn að Raul hefur fastmót- aðar stjórnmálaskoðanir. -— Hann kom til Kúbu úr ferða- lagi um Austur-Evrópu og fékk sannfært bróður sinn um að eina leiðin til að bera uppreisnina fram til eigurs væri að setja henni róttæka stefnuskrá sem haldið væri fast við. Þegar leyniblöð og leyniútvarpsstöð uppreisnar- manna höfðu borið boðskap Rauls um þjóðfélagsumbætur útum landið, tók fólk aftur að etreyma undir merki Cast- ros. Jafnframt þvarr baráttu- kjarkur manna Batista. byrjun síðasta mánaðar var svo komið að uppreisnar- menn voru hvarvetna í sókn. Skærusveitir gerðu her og lögreglu fyrirsátir, lögðu eld í sykurplantekrur, sprengdu brýr og rifu upp járnbrautar- teina. Ljóst var að ætlun uppreisnarforingjanna var að sjá svo um að sykuruppsker- an kæmist ekki á markað, en það hefði riðið stjórn Batista fjárhagslega að fullu. Sömu- leiðis sýndi sóknin gegn syk- uruppskerunni bamJarískum stuðningsmönnum einræðis- herrans, bæði kaupsýslumönn- um í New York og ríkisstjóm- inni í Washington, að hann var ekki lengur fær um að gæta hagsmuna þeirra. Sykur- uppskeran á Kúbu fer fram. í þessum mánuði. Kæmist sykurreyrinn ekki til vinnslu- stöðva og útflutningshafna vegna vopnaviðskipta og sam- göngutruflana af þeiira völd- um, hlutu bandarísk fyrirtæki að verða fyrir stórtjóni og viðbúið að sykurskortur yrði um austanverð Bandaríkin. Snemma i desember kom Earl Smith, sendiherra Bandaríkjanna í Havana, ó- vænt til Washington og hóf viðræður við embættismenn í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu. Fréttamenn fullyrtu að umræðuefnið væri horfurnar í borgarastyrjöldinni á Kúbu og hvort Bandaríkjastjórn þýddi lengur að styðja Batista. Af því sem siðan hefur gerzt er ljóst að bandarískir ráða- menn hafa komizt að þeirri niðurstöðu að skjóistæðingi þeirra væri ekki við bjargandi. Nú hafa uppreisnarmenn unn- ið algeran sigur á Kúbu, en að svo stöddu fær enginn um þáð ságt, hvern ávöxt sigur- inn ber, hvor Castrobræðr- anna það verður sem mótar stefnuna. Hvað sem því líður er fall Batista enn eitt áfall fyrir stefnu Bandaríkjastjórn- ar gagnvart ríkjum rómönsku Ameriku, þar sem menn eins og Jiménez í Venezuela og Trujillo í Dóminikanska lýð- veldinu og margir aðrir slíkir hafa rikt eða ríkja enn með fulltingi Bandaríkjastjómar og bandarískra auðfélaga. M. T. ó. Framhald af 3. síðu. amboðum. Ríðandi fólk er nú jafn fáséð og bílarnir voru fyrir fjörutíu árum. Leifarnar af því, sem við ólumsf upp við fyrir hálfri öld, eru nú tíndar saman á byggðasöfnum. Vöxtur kauptúna og kaupstaða er að sama skapi hvað hið ytra snertir og um alla útgerð. Þang- að hefur fólksfjölgunin safnast, og á skömmum tíma verður að sjá fyrir miklum félagsþörfum, kirkjum, samkomuhúsum, sund- laugum og fleiru. Margt er enn ógert, en áfram heldur með ó- mótstæðilegu afli — og má þó ekki hraðar fara en fjárhagur og vinnuafl leyfir á hverjum tíma. Það er eitt höfuðviðfangsefni stjórnmálanna á síðari árum, og mun reynast fullerfitt meðan flokkskappið er rikara en sam- vinnulipurðin. En mikill þjóðar- arfur safnast komandi kynslóð- um á þessum árum. Það hafa miklar breytingar og snögglegar orðið á síðustu ára- tugum. Öll aðbúð batnað um fæði og klæði, hús og heimili. Vélarnar margfaldað mannsaflið — og hafa næstum útrýmt hest- aflinu, þó enn sé það mælikvarð- inn. ísland er endurnumið til lands og sjávar, og byrjun stór- iðju hafin, í áburði áður og sementi á síðasta ári, og enn verður haldið áfram. í sjálfsstjórnar- félags- og mannréttindamálum eru ..stór- sigrar unnir.. Viðfangsefpin- eru gerbreytt. „Ekki Hst mér á þetta“, sagði gamall þingmaður við mig fyrir mörgum árum, „áður ræddum við um frelsi og mannréttindi, en nú er eingöngu talað um kjör og kaup, brýr og vegi“. Bréytingin er eðlileg en svo snögg, að vér höfum ekki enn náð föstum tökum á þeim lögmálum hófs og jafnvægisi, sem liggja bak við hin miklu afskipti ríkisvaldsins af öllum þjóðarbúskap í fjárfesting, end- urgreiðlsum, niðurgreiðslum, verðlagsákvörðunum o. s. frv. En þetta verður óhjákvæmilega að lærast. Fullveldið gerir oss djarfa, en gætni og forsjá þarf jafnframt í öllum hlutum til að fullveldið fái staðizt til lang- frama. Vér lifum á erfiðum tímum, og er það bæði margsagt og margskýrt á ýmsa vegu. En býsna ósnortið hefur land vort og þjóð verið af þeim hörmung- um, sem víða hafa gengið yfir, heimsstyrjöldum, borgarastyrj- öldum, kúgun, pyntingum og landflótta. Mættum vér fyrir því halda jafnvægi og heilbrigðri hugsun. Þróun atvinnuveganna hefur verjð ótrufluð, og hin ytri lífskjör eru í bezta lagi. Og þó liggur eitthvað í ioftinu sem truflar. Mér kemur í hug, að það megi líkja heimsástandinu við iífið í Álftaveri, þegar von er á Kötlugosi. Óhemju orka, sem er hvorki góð né vond í sjálfu sér, hefur verið leyst úr læðingi, og það er undir mannlegrj. .náttúru, sem getur verið ýmist góð eða ill, komið, hvert þessu ógnarafli er stefnt. Aldrei höfum vér átt meir undir mannlegum þroska, vitsmunum og drenglund þeirra, sem með æðstu völd fara. Von- ina höldum vér því eins fast í og nokkru sinni áður, og göngum að þeim störfum og viðfangsefn- um, sem næst liggja, og þjóðin á framtíð sína og farsæld undir. Mér er kunnugt um að þeir fara svo að í Álftaverinu, og leggja ekki árar í bát, þó þeir eigi blind náttúruöfl yfir höfði sér. Oss er falinn þessi reitur til umönnunar, sem heitir hinu kalda nafni ísland, sem hlýjar oss þó um hjartarætur, hvenær sem það er nefnt. Nýi tíminn hefur leitt í 1 jós, að landið er betra og björgulegra en talið var um langan aldur. Vér höfum og tekið mjkinn arf í þjóðlegum verðmætum, bæði andlegum og stjórnarfarslegum. Kynstofninn er kjamgóður. Er það þá ofætlun að íslend- ingar geti orðið öndveglsþjóð um lífskjör, stjórnaríar og alla and- lega menningu? Þetta er ?purn- ing Fjallkonunnar til barna sinna. Allt frá tímum Eggerts Ólafssonar, er Fjállkonan Madonna íslands, ýmist jarð- nesk móðir, „sem á brjóstum borið og blessað hefur mig“, eða Fjalladrottningin með ,*við- kvæmt og varmt hjarta þó vat’* irnar fljóti ekki í gælum“. Og með þeim orðum vil ég ljúka máli mínu, að Fjalikonan hefur ríkulega blessað sin bom, og ■ ætlast til nokkurs af þeim. j Að svo mæltu kveð ég með beztu nýársóskum.“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.