Þjóðviljinn - 03.01.1959, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 03.01.1959, Qupperneq 12
Kúbuher gengur Castro á hönd Bafista og félagar hans komu til Banda- rikjanna ránsfeng sem nemur milljörSum Skæruher Fidels Castro, 32 ára gamals uppreisnarfor- ingja, hafð'i í gær alla Kúbu á sínu valdi, og í dag mun Castro halda innreiö sína í höfuðborgina Havana. í gær voru framsveitir upp- reisnarhersins komnar inn í Havana og kom sumstaðar til árekstra milli þeirra og áhang- enda Batista einræðisherra, sem flýði land á gamlársdag með nokkrum nánustu samstarfs- mönnum sínum. í verzlunar- hverfinu háðu uppreisnarmenn tveggja klukkutíma bardagavið liópa úr lífverði og leynilög- reglu Batista, sem höfðu búizt þar um. Allsherjarverkfall Verkalýðssamtökin á Kúbu lýstu yfir allsherjarverkfalli til stuðnings við Castro og segja fréttamenn að það hafi verið algert í Havana. Þegar Batista flýði fól hann völd sín þrem herforingjum, sem í fyrstu hugðust lialda á- fram vopnaviðskiptum, en þeir fengu ekkert við herinn ráðið. Fengu þeir völd sín í hendur fyrrverandi hermálafulltrúa Kúbu i Washington, sem lýsti jdir að herinn væri reiðubúinn að taka við skipunum Castro. Bráðabirgðastjórn Castro hefur lýst Santiago á austurenda Kúbu bráðabirgða- höfuðborg og myndað þar bráðabirgðastjórn undir forsæti Manuels Urutia, dómara sem Batista hrakti í útlegð. Hann sagði í gær að fyrsta verkefni bráðabirgðastjórnarinnar væri að efna til lýðræðislegra þing- kosninga. Castro hefur skipað svo fyr- ir að handtaka skuli alla her- foringja og lögregluforingja, sem gerzt hafa sekir um ill- virki á stjórnarárum Batista. Helzta baráttuaðferð leynilög- reglu hans þau tvö ár sem upp- reisnin undir forustu Castros hefur staðið var að lífláta gisla úr hópi pólitískra fanga og myrða aðstandendur þeirra sem gengu í skæruherinn. Fréttamenn i Havana segja að þar sé vitað að Batista og samstarfsmenn hans þurfi ekki að kvíða. útlegðinni. Frá því einræðisherrann hrifsaði völdin í annað sinn 1952 hefur hánn og fylgifiskar hans gert sér Kúbu að féþúfu og komið fengnum jafnóðum úr landi. I Havana segja menn að þeir kumpánar eigi frá 500 til 600 milijónir dollara í erlendum bönkum, unum. aðallega í Bandarikj- Flugvélar með landflótta stuðningsmenn Batista hafa Fidel Castro streymt til Miami í Bandaríkj- unum síðan á gamlársdag. Búizt er við því í Havana að Castro verði landvamaráðherra í bráðabirgðastjórninni sem nú tekur við völdum. Hann getur ekki boðið sig fram til forseta fyrir sakir æsku, kjöraldur for- seta á Kúbu er 35 ár en Castro er aðeins 32 ára. Sameiginlegi markaðurinn Samningur um sameiginlegan markað sex Vestur-Evrópu- ríkja, Frakklands, Italíu, Vest- ur-Þýzkalands og Beneluxland- anna, gekk í gildi um áramótin. Voru þá tollar á vörusölu milli ríkja þessara lækkaðir um 10 af hundraði. Næsta skref til framkvæmdar sameiginlegs markaðar verður tekið eftir rúmt ár. þlÓÐVIUIHN Laugardagur 3 jauúar 1959 — 24. árgangur — 1. tolublað. Verðlaunum úthlutað úr Rit- höfundasjóði ríkisútvarpsins Haiutes Sigfússon og Guðmundur Ingi hlutu verðlaunin að þessu sinni Á gamlársáag var úthlutað úr Rithöfundasjóði Ríkis- útvarpsins og hlutu verðlaun þeir Hannes Sigfússon og Guðmundur Ingi Kristjánsson. Drenpr mlssir aup v!8 ú kveikja í sprengju Bjöm Pálsson flaug eftir honum til Hólma- víkur sl. þriðjudag • Seint að kvöldi dagsíns fyrir gamlársdag flaug Björn Pálsson norður á Hólmavík til að sækja 12 ára dreng sem hafði misst annað augað er hann var aö fikta viö heimageröa sprengju. — Drengurinn er nú úr hættu. Tveim eða þrem dögum áöur hafði annar drengur á Hólmavík misst framan af þrem fingrum af völdum slíkrar sprengju. Enginn í lami- Iseigi I gær var enginn togari að ó- löglegum veiðum hér við land. Brezku togararnir 4, sem í fyrrad. hófu ólöglegar veiðar útaf Langanesi, eru nú hættir þeim,, en herskipið er samt enn á þess- um slóðum ásamt birgðaskipi. Þá voru brezku tundurspillarnir HOUGE og SOLEBAY útaf Austfjörðum í dag, en brezkir togarar voru að veiðum á nokkr- um stöðum utan 12 sjómíln.a markanna í námunda við her- skipin. (Frá landhelgisgæzlunni). Það var kl. 9 að kvöldi 30. f.m. að Björn var beðinn að koma í skyndí norður á Hólma- vík. Guðmundur Þórðarson, 12 ára drengur hafði verið að fikta með sprengju og sprakk hún þannig að lenda í andliti drengsins, hlaut liann mildð sár á andlitið og missti annað augað alveg. Mæddi drenginn blóðrás, og engar aðstæður til að gera að sárum hans nyrðra. Björn flaug þegar norður. Veður var gott um kvöldið, nema éi gerði um það bil er hann var að lenda ,en hann slapp inná flugvöllinn, sem var lýstur upp með blysum sem menn héldu á. Tók hann dreng- inn og flaug með hann suður og kom til Reykjavíkur um tólfleytið um nóttina. Systir drengsins, sem er lijúkrunar- kona í sjúkraskýli á Hólmavík fylgdi honum suður. Drengur- inn er nú úr hættu. Tveim eða þrem dögum áð- ur hafði ann,ar drengur á Hólmavík misst framan af 3 fingrum, Hann var einnig að fikta við heimagerða sprengju. Flutti tvo á gamlársdag. Á gamlársdag flutti Björn Pálsson 2 sjúklinga. Fiutti hann annan þeirra heim til sín eftir uppskurð; fór hann með hann vestur i Eyjahrepp, og tók í sömu ferðinni 26 ára gamlan mann frá Eyjarholti, hafði hann fengið heilablæð- ingu og lamazt. Sjúkraflug Björns urðu þannig 141 á árinu, eða noklcru færri en í fyrra, en þá voru þau 155. Á þessu ári flutti Ak- ureyrarflugvélin nokkra sjúk- linga, svo heildartala sjúkra- flugferða varð svipuð á siðasta ári og því næsta á undan. Verðlaunaafhendingin fór fram í Þjóðminjasafninu. Út- hlutunarnefnd er skipuð 2 full- trúum frá rithöfunafélögunum og 2 frá Rikisútvarpinu en for- maður hennar er stjórnskipaður. Formaður ' úthlutunarnefndar, dr. Kristján Eldjám þjóðmjnja- vörður afhenti verðlaunin með stuttri ræðu. Hannes Sigfússon var viðstaddur til að taka á móti verðlaunum sínum, en Guð- mundur fngi Kristjánsson, sem býr vestur á Kirkjubóli, gat ekki komið til að taka á móti þeim. Villijájmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri flutti einnig stutta ræðu 296 handteknir í Arabalýðveldinu Fréttaritari Reuters í Kairó skýrir frá því að undanfarna daga hafi yfir 200 kommúnistar verið handteknir í Sambands- lýðveldi Araba. Blöð í Bretlandi og Banda- ríkjunum ræða mjög um atlögu Nassers gegn hinum bannaða kommúnistaflokki í Arabalýð- veldinu og segja að nú sé tæki- færi fyrir Vesturveldin til að vingast við Nasser. og kvað útvarpið leggja áherzlu á mikinn flutning bókmennta ár- lega. Þetta er í þriðja sinni að verð- launum þessum er úthlutað. ,í fyrsta sinni lilutu þeir verðlaun- in Snorri Hjartarson og Guð- mundur Frímann, en í f.yrra þeir Jónas Arnason og Loftur Guð- mundsson. Frakkar drápu 136 Serki ir á fib Franska herstjórnin i Alsír skýrir frá því að harður bardagi hafi verið háður suður af Algeirsborg á nýjárs- nótt. Bardaginn var háður í Atl- asfjöilum. Segjast Frakkar hafa beitt þar þotum og hrakið sveitir skæruliða Serkja á flótta hærra upp í fjöilin eftir harðan bardaga. Frakkar segjast hafa fellt þama 136 Serki, en geta ekki um manntjón í eigin liði. Þá segir franska herstjórnin að hersveitir hennar hafi á þessum slóðum getað eyðilagt miklar vopnabirgðir Serk ja, vopnaverksmiðju þeirra og aðr- ar birgðir. Viðbúnaður við bólusótt Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð, Danmörku og Noregi hafa hvatt ferðamenn sem hyggjast ferðast til Vestur-Þýzkalands til að láta bólusetja sig við bólusótt áður en þeir leggja af stað. Óttazt er að bólusótt sem kom upp í Heidelberg kunni að breiðast út. 'tfh stfmrmm í fánmiM 1 dag undirritar Eisenhower yfirlýsingu um upptöku Alaska í Bandaríkin. Verður það 49. fylkið og hið langstærsta. í gær ákvað íEisenhower nýja gerð bandaríska fánans með 49 stjörnum. Síðast voru fylki tek- in í Bandaríkin 1912, Nýja Mexíkó og Arizona. Ful'lyrt er í París að de Gaulle muni gera Michael De- bré að eftirmanni sínum í emb- ætti forsætisráðherra. de Gaulle j tekur við forsetaembættinu 8. þ.m. f gær ræddi Gaulle við Mollet, foringja sósíaldemó- krata, og lagði að honum að vera kyrrum i stjórninni. Guðmundur Iugi Kristjánssan Maðiir verður bráðkvacklur á vinmistað Siglufirði... Frá ifréttar. Þjóðviljans. Á mánudaginn var varð Mátthías Ágústsson fisksali bráðkvaddur í fiskinið sinni. Hann hafði farið heimanað frá sér í búðina um morguninn en þegar samstarfsmaður hans kom í fiskbúðina var Matthías þar. látinn. — Matthias var maður á bezta aldri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.