Þjóðviljinn - 11.01.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.01.1959, Blaðsíða 6
ð) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. janúar 1959 ÞlÓÐVILIINN ÚtKefandi: Bameiningarflokkur alþýVn — Sósiallstaflokkurlnn. RltstJórar. Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar E Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. Sigurður V FriðÞJófsson. — AuglýsingastJóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af* greiðsla. augJýsinear. prentsmfðia: Skólavörðustíg 19 - Sími: 17-500 (ö línur. — Áskriftarverð kr. 30 á m&nuði — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. v---------------------------------------------------------------------------------- Fjórir dýrir stólar F^egar Alþýðublaðið einmitt þessa dagana er að drótta bví að Alþýðubandalaginu að sá fiokkur vilji flest til vinna að fá að eiga menn í ráðherra- stólum, þá er vægilega sagt að það sé að nefna snöru í hengds manns húsi. Svo mik- ið hefur Alþýðuflokkurinn nú til unnið að fá að manna ráð- herrastólana, að óvíst er hvort annar flokkur hefur greitt hærra verð. Ásakanir í garð Alþýðubandalagsins sanna ein- ungis hve iítið er af kímni- gáfu á bæ Alþiýðublaðsins og ritstjórunum förlast nú sýn, fyrst þeir siá ekki bjálkann í auga Alþvðuflokksins; sýn- ist jafnvel flís í auga grann- ans þar sem engin er. ■T|ó er ef til vill enn snaufr'- * legra að sjá Morgunblaðið prenta upn þennan vífilóm Al- þýðub’aðsins, ems og Biarni Benediktsson vilii segja: Hvað þa rf framar vitnanna y'ð. Vinir vorir oa samstarfsmenn í Albýðuflokknum fullyrða að Alþýðubandalaaíð vilii aht til v'nna, bara það fái að vera 5. ríkisstiórn! Það truflar hvorki eálarró né röksemda- færslu ritst.ióranna við A1- þýðublaðið eða Morgunblaðið að bæði þessi blöð hafi löng- tim undanfarið haldið fram fullyrðingum sem alveg stang- ast við nýju fullvrðinguna. Þeir sem em lesa A’þýðublað- ið hafa sjá'fsagt tek’ð eftir að þar er a’veg fallizt á þá ,..skýringu“ Tímans á stjórn- arslitunum, að Alþýðubanda- lagið hafi gert ,.óraunhæfar“ efnahagsmálatillögur Alþýðu- sambandsins að sínum og lát- irj stjórnarsamstarfið stranda á því, að h’nir flokkarnir vildu ekki fara að vilja' alþýðusam- takanna. TT’kki virðist sú fullyrðing *** koma vel heim við nýju kenninguna, þá að Alþýðu- bandalagið vilji allt til vinna íái það einung’s að hafa menn í ráðherrastólum. Væri sú sameiginlega speki Alþýðu- blaðsins og Morgunblaðsins nokkuð annað en vesæl afsök- ’.martilraun fyrir ávirðingar eigin flokka, liefði ekkert ver- ið hægara fyrir Alþýðubanda- lagið en fara eins að og Al- þýðuflokkurinn, samþykkja heiðarlegar tillögur á Alþýðu- sambandsþingi en láta svo ráðherra sína og þingflokk fallast á kauplækkunarkröfur Eysteins Jónssonar eins og ékkert væri. Þáð gerði Al- þýðuflokkurinn, væntanlega af „ábyrgðarti'finningu", en euðvitað ekki vti<rna hins að Alþýðuflokkurinn hefði áhuga á því að eiga menn í ráð- herraembættum! Iþessu sem öðru sést skýrt munurinn á Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalag- inu. Alþýðubandalagið segir ekki eitt á Alþýðusambands- þingi og annað á Alþingi og í ríkisstjórn. Þegar fulltrúar nær allra verkalýðsfélaga landsins samþykkja efnahags- málatillögur á Alþýðusam- bandsþingi, taka ráðherrar og þingmenn Albýðubandalagsins ekki undir við öskurkór aftur- haldsins, sem alltaf hefur haldið þ.ví fram að ráðstafan- ir í efnahagsmálum séu „ó raunhæfar" ef þær taka fullt tillit til hagsmuna alþýðu. Og þegar afturhaldsöflin í Framsókn fá því ráðið að krafa er sett fram um að hafa að engu vilja verkalýðssam- takanna í landinu, og reyna að berja það fram með frekju í ríkisstjórn, sem einmitt hafði lofað að ráða efnahags- málunum til lykta í náinni samvinnu við verkalýðssam- tökin, þá vildu ráðherrar og þingflokkur Alþýðubandalags- ins að sjá'fsögðu ekki ganga til þess verks, — Alþýðuflokkurinn var hins vegar reiðubúinn. ■JVTokkru síðar átti Alþýðu- i-’ bandalagið þess aftur kost að senda menn sína í ráð- herrastóla, og nú með hús- bændum Morgunblaðsins. Væri kenning Alþýðublaðsins og Morgunblaðsins rétt, að Al- þýðubandalagið vilji allt til vinna fyrir ráðherrastóla, bauðst þarna enn e;tt tæki- færi. En Morgunblaðið hefur sjá'ft skýrt frá, hvers vegna ekki varð af þeirri stjórnar- myndun. Alþýðubandalagið hélt fast við „óraunhæfar" tillögur Alþýðusambandsþings í efnahagsmálunum, að sögn Morgunblaðsins. Sé þetta þýtt af Morgunblaðsmáli á venju- lega íslénzku verður ljóst að enn ber að sama brunni: Það sem þarna og alltaf er úr- slitaatriði fyrir Alþýðubanda- lagið er málstaður alþýðunnar í landinu, í þessu tilfelli tillit- ið til þeirra samþykkta sem fulltrúar nær allra verkalýðs- félaga landsins höfðu gert á Alþýðusambandsþingi. Þær tillögur voru algerlega raun- hæfar, miðað við þarfir verka- lýðsins og styrk aíþýðusam- takanna. Hitt eem Alþýðu- flokkurinn gerði, að mynda ríkisstjórn með stuðningi Sjálfstæðisflokksins til þess að framkvæma afturhaldsárás á alþýðu landsins, mun reyn- ast vera óraunhæfasta af- staða sem hægt var að taka. Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn hljóta að læra, að það er ekki hægt að stjóma gegn verkalýðnum á Islandi. Það tekst ekki einu sinni að misnota aðstöðu Al- þvðuflokksins í sjómannafé- lögunum til að greiða afborg- anirnar til íhaldsins fyrir Skáldaþáttnr ____Ritsljóri: Sveiribjörn Beinteinsson__ Því má ég varla vísu slá, veit ég það til sanns, þegar að rekkar rímu fá reist er hún upp við dans. Þessi alkunna vísa er úr fornum Sörlarímum en þær eru sennilega frá 14. öld. Rím- an er annars með ferskeyttum hætti, en í gömlum rímum er aðgreining hátta ekki evo glögg sem síðar varð. Ofangreind vísa er með þeim bragarhætti sem síðar nefnd- ist stefjahrun og eru vísur með þessum hætti á strjálingi í gömlum rímum, en úr þessu varð sjálfstæður rímnaháttur á 17. öld eða fyrr. Óvíst er um uppruna nafnsins stefjahrun, en Guðmundur Bergþórsson kallar háttinn þessu nafni og kann að hafa gefið honum nafnið þó sennilegra þyki mér -------__—,—;-----—.— -----.—< stuðninginn við ráðherrastól- ana. Alþýðuflokkurinn, þeir misvitru forystumenn sem hafa rekið hann út í þá ó- raunhæfu aðstöðu að ætla að stjórna landinu gegn alþýð- unni, munu finna að meira að segja fjórir ráðherrastólar voru þar keyptir of dýrt. að það sé eldra. Kolbeinn Jöklaraskáld gerir ekki fullan greinarmun á stefjahruni og skammhendu í Sveinsrímum Múkssonar, en þær munu ort- ar um miðja 17. öld. Það var löngum siður að yrkja stefja- hrun frumframhent eins og þessi vísa sýnir en hún er úr Völsungarímum Árna Böð- varssonar: Óma góma veit ég vín varla öðlast hrós, ljóð þó bjóða lyst er mín lundi mána sjós. Annars er hátturinn alltaf heldur fátíður í rímum, og eést varla í rímum 18. og 19. aldar nema hjá þeim sem taka upp forna hætti í fræðilegum tilgangi: Árni Böðvarsson og Jón Ólafsson sem nefndur var Jón langur. Stefjahirun er lík- ara dansaliáttum en aðrir rímnabragir. I Sörlarímum er getið um þann sið að dansa eftir rímum, en einmitt í þeim vísum sein frá þessu greina er notað Stefjahrun, enda þótt ríman sé að mestu með ferskeyttum hætti. Það er eins og hugmyndin um dansinn hafi orkað á skáldið: Nú skal væna vísu slá og venda orð í brag. Því að mig fýsir fremd að tjá af fornra manna hag. Stuttkvæðir hættir eins og stefjahrun, dverghenda, val- henda og stúflienda liurfu að mestu úr rimunum í lok 17. aldar en aðrir hættir urðu vin- sælli, svo sem skammhenda og langhenda. Og um það bil sem þessir fornu liættir voru að víkja komu fram ýmsar ný- ungar, þ. á. m. liringhenda, en hún varð ekki rímnaháttur fyrr en á 18. öld. Sérkenni- legt afbrigði etef jahruns er að finna í svonefndum Belgsbrag eftir Illuga Einarsson skáld í Bárðardal norður, d. 1816. Þar ríma allar ljóðlínurnar saman eins og í samhendu. Belg einn missti burðastór Baldurs elda Þór: hann var vist úr hörðum bjór, hratt sem víða fór. Ymist loftið upp í fló eða niður á mó, lengi stundúm lúrði þó lágt í köldum snjó. Belgsbragur er prentaður I Hafurskinnu 1. h. útg. 1944. Hér er ekki svigrúm til að Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.