Þjóðviljinn - 22.01.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.01.1959, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN -— Fimmtudagur 22. janúar 1959 þlÖÐVILJINN ÚtRefandi: SamelnlnKarflokkur alþýöu — öósíailataflokkurlmi KltstJóra?: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Préttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vlgfússon. ívar H Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson. Sigurður V. Friðbiófsson. Auglýsingastióri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn. af-* crelðsla. auglýsingar. prentsmHJa: Skólavörðustíg 10. — Sími: 17-500 <5 línur. — Askriftarverð kr. 30 á mánuði - Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Kjaraskerðingarfrumvarpinu hrundið áður en það birtist! Ojómenn í Vestmannaeyjum, stærstu og mikjlvægustu verstöð lnadsins, hafa svarað kjaraskerðingaráformum ríkis- stjórnar Alþýðuflokksins á eft- irminnilegan hátt. Eftir að þeir höfðu fengið vitneskju um það hversu mikið ætiunin væri að skerða kjör bátasjómanna, neit- uðu þeir einróma* að sætta sig við kjarskerðinguna. Þeir boð- uðu siðan verkfall og eftir eins dags stöðvun höfðu þeir tryggt sér nýja samninga um kjarabætur, sem jafngilda fullkomlsga kauplækkun þeirri sem ríkisatjómin ætlaði að binda með lögum. Sjómenn í Vestmannaeyjum hafa þannig sagt: Við sættum ckkur ekkx við að kjör okkar verði skert — á sama tíma og atvinnurek- endur fá stóraukið fé í sinn hlut — cg þeir liafa staðið við yfirlýsingu sína í verki með mætti samtaka sinna. Þeir hafa tryggt sér óskert kjör áður en ríkissjórnin kom því í verk að bera fram niðurskurðar- frumvarp sitt; þegar það birtist hafa kjaraskerðingarákvæðin verið ógilt fyrirfram að því er sjómenn í Vestmarnaeyjum varðar. Þetta er rösklega að verki staðið, eins og vænta mátti af sjómönnum í Vest- mannaeyjum og forustu þeirra. essi samningur sjómanna í Vestmannaeyjum, þar sem frumvarpi ríkisstjórnarinnar er hrundið áður en bað kom fram, mun vekja mik’a athygli meðal verkafólks um land allt en nið- urskurðarsveðja ríkisstjórnar- innar er nú reidd að kjörum þess. Ekki sízt mun samningur- inn vekja athygli meðal sjó- manna við Faxafióa, en þeir hafa víða goldið svikullar og óstéttvísrar forustu síðustu vikumar. Þegar samningar hóf- ust um áramótin hafði verið tryggð full samstaða sjómanna, og Alþýðubandalagsmenn og Alþýðuflokksmenn sátu saman í samninganefnd, höíðu sam- eiginiegan skilning á samn- ingum þeim sem undirritaðir voru og höfðu heitið fullu sam- ráði um framkvæmd þeirra. En þegar ríkisstjórnin einsetti sér að svíkja samningana, brugðust Alþýðuflokksmennirn- ir Jón Sigurðsson og samherjar bans félögum sínum og sjó- mönnum öllum á lítilmótleg- asta hátt og gerðust málsvar- ar; ríkisstjórnar og atvinnurek- enda. Þeim tókst að svíkja samningana inn á sjómenn 1 ýmsum verstöðvum, áður en menn áttuðu sig á að ætlunin ^væri að rifta þeim fljótlega aftur. Annarsstaðar beittu þeir bo’abrögðum eftir að búið var1 að fellá samningana, eins og í Hafnarfirði og hér í Reykjavík, þar sem ætlun Jóns Sigurðsson- ar virðist vera að undirritá samningana upp á sitt ein- dæmi, þvert ofan í fyrfi á- kvörðun sjómanna. Sjómenn í öllum þessum félögum hafa nú fengið eftirminnilega reynslu af því hversu alvarlegt það er að trúa mönnum á borð við Jón Sigurðsson fyrir hagsmun- um sínum, og sú staðreynd mun birtast þeim enn skýrar þegar frumvarp ríkisstjórnar- innar er orðið að veruleika og fiskverðið hefur verið lækkað til mikilla muna. Sú saga sem gerzt hefur á þessu sviði sannar verka- fólki að það er vissulega -meg- inatriði hvemig trúnaðarmenn i veljast til starfá í verkalýðs-‘ félögunum, forusta félaganna getur einatt ráðið úrslitum um kaup og kjör, þegar um er að ræða flókna samninga og bak- tjaldamakk sem ekki er á allra vitorði. Þess vegna er stjórnar- kjör í verkiýðsfélögunum einn- ig ákvörðun um afkomu og lífs- kjör félagsmanna, en ekki nein pólitísk listakosning eins og sumir vilja vera láta. Sjaldan hafa stjómarkosningar í verk- lýðsfélögunum verið mikilvæg- ari en einmitt nú, þegar aftur- haldsöflin eru að herða sig upp í mjög alvar’egar og af- drifaríkar ársir á verklýðssam- tökin. Hvort sú árás bar árang- ur eða henni verður hrundið er komið undir verkafólki sjálfu í kosningum þeim sem nú eru framundan. í hverju einasta félagi verður kosið milli þeirra sem vilja halda fast á rétti óg hagsmunum verkafólks og hinna sem reiðubúnir eru til að beygja sig fyrir valdboði ríkisstjórnar og atvinnurek- enda. Nú þegar hefur kjara- skerðingarmönnum verið sópað til hiiðar í fyrstu stjórnarkosn- ingunum í Reykjavík, í vöru- bílstjórafélaginu Þrótti sem verið hafði eitt öflugasta vígi íhaldsins um iangt árabil. Þau úrslit spá góðu um áíramhald- ið, og vissulega þyrfti að tryggja það að kjaraskerðingar- agentar komist ekki til forustu í einu einasta verklýðsfélagi í landinu. Ttflj’álalokin í Vestmannaeyjum sanna svo hvers efnhuga verklýðsfélög með traustri for- ustu eru megnug. Á slíkum samtökum brotna árásir ríkis- valds og atvinnurekenda. veiour vfmcgum i í einni viku hafa fjórir ís- lenzkir togarar se't afla sinn í Grimsby. Þetta eru fyrstu sölur íslenzkra fiski- skipa í Bretlandi síðan fisk- veiðilandhelgin við ísland var færð út í 12 mílur og brezka stjórnin hóf sjóhernað sinn gegn okkur fyrir áeggjan tog- araeigenda og yfjrmanna á brezka togaraflotanum. Land- anirnar íara fram samkvæmt samningi sem brezkir og ís- lenzkir togaraeigendur gerðu með sér í París 1956. Með hon- um var endir bundinn á fjög- urra ára löndunarbann, sem togaraeigendur höfðu sett til að reyna að svelta íslendinga til að hverfa frá útfærslu land- helginnar í fjórar mí’.ur, og kveðið svo á að íslénzk fiski- Það fór ekki fiiamhja ensku blöðunum að þríj- slíipsmenn á Fylki liöfðu konur sínar með sér í ferðinni til Grimsby. Sum sögðu að íslenzkar konur fylgdu mönnuin sínum á sjóinn að staðaldri, og þótti mikið til harðfengis þeirra koma. Þessi mynd af sjóinannakonunum við borðstokkinn á Fylki birtist í Yorkshire Evening Post. ,.eins og stendur“ myndi staðið við samninginn frá 1956 um landanir íslenzkra fiskiskipa í Bretlandi, en að öðru leyti vildi það ekkert segja um verkfallsboðun yfirmanna fyrr en rætt hefði verið við þá. Pet- er Henderson, framkvæmda- stjóri fiskimannadeildar flutn- ingaverkamannasambandsns, verkalýðsfélags togaraháseta, var hinsvegar ómyrkur í máli. Hann sendi öllum félögum í deildinni bréf, þar sem lagt er tími þegar að öliu eðlilegu er lítið um fisk, og fiskurinn sem íslenzku skipin leggja á land er kærkomin búbót fyrir þjóð- ina. Starf húsmæðranna er nógu erfitt, og það situr sízt á okkur að torvelda það“.-. A uðvitað vakir það ekki fyr- * ir yfirmönnunum á ' brezk'u togurunum að fara í verkfail, þá dauðlangar í nýtt löndunar- bann og telja sig hafa aðstöðu til að knýja það fram. Skýrt hefur verið frá því í Bret- landi að fulltrúar yfirmanna muni ganga á fund John Hare, landbúnaðar- og fiskveiðaráð- herra, 29. janúar, og þann dag og hinn næsta verður haldinn fundur í Þjóðarráði togaráút- gerðarinnar, þar sem sæti eiga fulltrúar félaga háseta, yfir- manna og togaraeigenda. Á þeim fundi verður ákveðið hvort hafið verður nýtt lönd- unarbann, sem af hálfu togara- eigenda væri skýlaust brot á gerðum samningi. Sem stendur er skortur á fiski í Bretlandi, og fiskkaupmenn gleypa við afla íslenzku skipanna. „Ég fæ ekki skiiið, hvaða gagn neinn getur haft af því að ég hafni fiski sem íslendingar hafa veitt, þegar grátbeðið er um hann í fiskbúðunum“, .sagði einn fisksalinn í Grimsby við fréttaritara Sunday Times. Yfirmenn gera sér vafalá.ust vonir um að framboðið verði orðið meira um miðjan febrú- ar, svo að þá reynist auðveld- ara að koma á löndunarbanni. skip mættu landa ákveðnu magni af íslenzkum fiski í Bretlandi á hverjum ársfjórð- ungi. Y andanir íslenzku togaranna í Grimsby hafa nú orðið til þess að þeir aðilar í Bretlandi sem fjandsamlegastir eru ís- lendingum hafa lent í innbyrð- is deilum. Þegar Ingólfur Arn- arson lagðist að bryggju í Grimsby fyrstur íslenzkra tog- ara . síðan landhelgisdeilan síð- ari hófst, tilkynnti D. Welch, framkvæmdastjóri félags tog- arayfirmanna þar í borg, að fé- lag hans myndi stilla sig að sinni um að grlpa til gagnráð- stafana og sjá hverju fram yndi. Næstu daga sigidu Fylkir og Karlsefni í kjölfarið, og þá var stillingin úti. Á ráðstefnu fulltrúa yfirmanna í Grimsby, Hull og Fleetwood var sam- þykkt að þeir skyidu hefja verkfail 12. febrúar, ef landan- ir á afla íslenzkra skipa í Bretlandi hefðu ekki verið stöðvaðar áður eða íslendingar sýnt að þeir væru fúsir til að „fallast á málamiðlun varðandi tólf mílna landhelgina". Sam- tökin sem að þessari samþykkt standa hafa innan sinna vé- banda um 700 yfirmenn á tog- urum, og skipin sem þeir stýra afla 70 til 80% af þeim fiski sem berst á land í Bretlandi. Samband brezkra togaraeig- enda lét frá sér heyra næsta dag. Það lýsti yfir, að fyrir háseta að taka engan þátt í flasfengnu, og ábyrgðar- láusu“ verkfalli yfirmanna. Henderson segir: „Hvað sem öðru líður stendur nú yfir sá V/’fÍrmenn á brezkum togurum. og eigendur þeirra vilja ekki einungis fá að stunda rán- yrkju upp í landsteina við ís- land, fyrir þeim vakir einnig Framhala á 11. siðu. Sam Bee uppboðshaldnri býður upp fyrstu kassana af þorski sem landað var úr Fylki 1 Grimsby. Fiskurinn var „rifinu út“, segja ensku blöðin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.