Þjóðviljinn - 24.01.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.01.1959, Blaðsíða 7
Leikfélag Reyfejavíkur: Deleríum bubonis eítir Jón Múla og Jénas Ámasyni Fyrir nokkrum árum var ieikþáttur með þessu kynlega latneska heiti fluttur í útvarpi og vakti óskipta gleði allra sem heyrðu; skáldin leyndust und- ir nöfnunum Einbjörn og Tví- björn. Það komst brátt í há- mæli að birnir þessir væru engir aðrir en þeir gáfuðu og þjóðkúnnu bræður Jón Múli og Jónas Árnasynir, og nú hafa þeir breytt þaetti sínum í sviðs- leik, aukið hann og bætt með ýmsum hætti, og þurfa sann- arlega ekki að iðrast gerða sinna. ,J)elerium bubonis'* ber þess rauna-r enn greinileg merki að það var aldrei leik- húsum ætláð, það er lítt dramatískt verk og fátækt að leikrænum átökum, og næsta tórvelt að skipa því í ákveð- inn í'lokk gleðileika; helzt rnætti kalla það sambland skopleiks og íslenzkrar revíu. Skáldín hirða lítt um samfellda atburðárás og láta sér nægja að draga tipp skemmtilegar háðsmyndir í stað eiginlegra mannlýsinga; á stöku stað verðá eyður og kyrrstaða, en aldrei nema skamma hríð í eihu; Söngvararnir eru veiga- mikill hluti leiksins og ekki sízt verðir athygli, textarnir vel ortir og víða smellnir og fyndn- ir, óg lög Jóns Múla alþýðleg og hljómfögur. Sum eru dálítið róniantísk og láta kunnugiega í eyrurn, önnur þrungin fjöri og gáska og svo ísmeygilega skemmtileg að þau hljóta að öðlast • álmánnahylli. Höftifidarnir skopast óspart að ýrnsum alkunnum fyrirbær- um íslenzks þjóðlífs, hlátur- mildirj athugulir og giöggsýnir á breati' aamtimang. Örfáir purkunarlausir stórgróðamenn og braskarar ráða lögum og lofum,: hafa flokka og' þing í vasanum, skipa háttsettum ráðamönnum fyrir verkum eins og þýjum, beita ýmist mútum, blíðmæium eða hótunum; það virðist þeim jafnvel leikur einn að slá sjálfum jólunum á frest til þess að mata betur krókinn. Mergjaðar og skoþlegar lýs- ingar ■ féglæfra þessara eru aðal leiksins, en menningunni íslenzku er ekki heidur gleymt: gervilist og innantómur hroki tízkuskáldanna pokalegt og hvimleitt listföndur vissra skáldpresta og þeirra líka, upp- skafningsháttur og fiónska fína fólksjns 1 sem dáist að gutlinu og gervimennskunni — allt er það dregið sundur og saman í háði. Af þessu ófullkomna yfir- liti mætti ætia að hér væii um ihíífðarlausan háðleik að ræða og napra ádeilu, en það er öðrú nær. Það er höfundun- um fjarri skapi að vega að mönnum og særa, þeir eru iil þess komnir að skemmta og gleðjó; þéir leika sér fimlega að léttum vopnum og segja margan beizkan sannleika, en taka öllu með góðlátlegu og græskulausu brosi og sannri Leikstjóri: Lárus Pálsson ró. Þeir búa yfir frjórri kímni- gáfu og nærri óskeikulli hátt- vísi, hugkvæmir á ýmsan hátt og orðhagir, málið er eðliiegt og iifandi og mörg smellin og gagnhittin tilsvör prýða leikinn. Glettni og gamansemi hinna nýju lejkskálda er hejl- brigð og hlý og ratar beint til áheyrenda. Sýningin er einn af ófáum sigrum Leikfélags Reykjavíkur og á mörgum góðum lista- mönnum gengi sitt að þakka. Leikstjóri er Lárus Pálsson og hefur tekizt að færa ólík og fjarskyid atriði leiksins í sam- ræmda listræna heiid; glettnjn og gáskinn njóta sín vel í hönd- um nins smekkvísa, vökula og úrræðagóða stjórnanda. Erik Bidsted ballettmeistari hefur búið söngatriðin forkunnarvel úr garði, kennt túlkendum þeirra skopleg látbrigði og háttbundinn leik; list sem allt of fáir gamanvisnasöngvarar íslenzkir virðast kunna; hér er um ánægjuiega og þarfa nýj- ung að ræða sem skylt er að þakka. Tónljstina flytur fá- menn hljómsveit undir ágætri stjóm Carls Billich, og méð leiktjöldum sínum vinnur Magnús Pálsson ótvíræðan listrænan sigur, Magnúsi tekst hvorttvéggja í senn: að skop- ast að hóflausu tildrí og flúri reykvískra snobbhúsa og sníða leiknum hæfilega umgerð, bjarta, stílhreina og fallega í línum og litum; og breytingin úr skrifstofu í borðstofti er hreint afbragð og mætti verða öðrum til fyrirmyndar. Langflestir leikenda halda vel á sinum hiut, en varla mun ofmælt að einn beri uppi sýn- inguna öðrum fremur, Brynjólf- ur Jóhannesson, sískapandi og yngstur allra. Hann er snar í hreyfingum og fjmur á fæti, eldfijótur að skipta skapi, til- svörin snögg og' hnitmiðuð og iifandi íjör og kraftur í tjlsvör- um hans og söngvum. Og leik- ur Brynjólfs vekur ekki aðeins hressandi hlátuf, honum tekst líka að gera lifandi persónu úr Ægi Ó. Ægi's forstjóra, - skapa skýra og heilsteypta mannlýsingu. Við könnumst víst öll við þennan volduga braskara sem aldrei lætur lystisemdjr heimsins eða fá- nýtt prjái glepja sig frá að græða og bralla, góðlátlegur og blátt áfram að jaínaði, en ó- svífinn og harður í horn að taka þegar því er að skipta. Féiagi og mágur Ægis for- stjóra er vel metjnn þingmað- ur og ráðherra og aðalstarfi hans að blekkja Iandslýðinn með skrumi og hjartnæmum ræðum, en Karl Sjgurðsson reynist því miður ekki vand- anum vaxinn og ógerlegt að trúa á háa stöðu hans, áhrif og vöid. Karl hefur farið laglega með lítil hlutverk, en er allt of tiikomulítill og viðvaningsleg- ur á þessum stað, og munu víst allir sakna Þorsteins Ö. Steph- ensens sem fór snil’darvel með hlutverk þetta í útvarpinu forðum. Jólaræða ráðherrans er sönn gersemi, en verður ekki nógu fyndin og snjöll í meðför- um Karls; í annan stað syng- ur hann snoturlega og' áhuga skortir hann ekki. Forstjórafrú Sigríðar Hagalín er ekki annað en háðsmynd, enda víst til þess ætiast, mjög skopleg og næstum óhugnanleg lýsing spjátrungsháttar for- dildar og' hejmsku, Gervi, lima- burður, látbragð og búningar eru í ágætu samræmi og sum- ar athugasemdir og orðsvör Sigriðar markviss og hlægileg. | Dóttur hennar heimasætuna j leikur Kristín Anna Þórarins- dóttir með ótvíræðum tiiþrif- um og ærnum þrótti, hún er duttlungafull, skapstór og kenjótt og auðsæilega spillt af dekri, en varla nógu aðiaðandi þrátt fyrir ailt og ætti að skipta um búning í síðari hluta leiksins. Áhrifamestur er leik- ur Kristínar Önnu þegar unga stúlkan fleygir álagahamnum undir iokin, og smekkvís og innilegur vísnasöngur hennar vekur verðskuldaða athygli. Steindór Hjörleifsson leikur unnustann skemmtilega og fjörlega, laglegur, giettinn og geðfelldur piltur og sýnilega mannséfni. Túlkun Steindórs Þrír fjármálamenn; Brjnjólfur Jóhannesson, Gísli Ilalldórs- son og Karl Sigurðsson. Laugardagur 24. janúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Forstjórahjónin: Sigríður Hagalín og Brynjólfur Jóliannesson. er ljós og lifandi og ný af nálinni, svipbrigðin tala skýru máli. Keppinautur hans um hylli stúlkunnar er atómskáld- ið Andmar, hátíðlegur og al- skeggjaður náungi og stæri- lætið i öfugu hlutfalli við gáf- urnar. Guðmundur Pálsson leikur gerviskáld þetta af myndugleik og festu, en er þó ekki skemmtilegur að marki — vegna þess eins að efnið er of margþvæit og slitið. Tveir vinsælir ieikarar eru einskonar a’.fa og omega í gamanmálum þessum, upphaf þeirra og endir. Árni Tryggva- son birtist snöggvast i leik- byrjun í ágætu gervi leigubíl- stjóra og fyrrverandi of- drykkjumanns orr er svo spaugi- legur og sannfærandi í öllum háttum að maður vildi feginn kynnast honum betur. Gísli Ha’ldórsson gengur inn á svið- ið í lokin og sópar heldur en ekki að honum, enda er hann öðrum fjármálamönnum snjall- ari, nýríkur og algerlega sam- vjzkulaus glæframaður sem leikur sér að keppinautum sín- um eins og köttur að mús og fer með frægan sigur af hólmi. Túlkun Gísla og gervi hitta beint í mark, hann er glanna- fenginn og ruddalegur í sjón og raun. skeggrótin kolsvört og menningarleysið biöskrunar- legt, glögg skopmynd reist á athugun og mannþekkingu. Loks er Nína Sveinsdóttir ald- urhnigin vinnukona í ísienzk- um búningj, gamansöm og föst fyrir. í salnum ríkti glaumur og gieði og jókst því meir sem á kvöidið leið, unz a!U ætlaði um koll - að keyra, .og leikendum, ieikstjóra 'og höfundum var lengi og innilega fagnað að lokum. Að frumsmíð þeirra Jónasar og Jóns Múla má að sjálfsögðu ýmislegt finna, en þeim er eefin sú auðrya kimni sem leikhúsjn þurfa á • að halda; við væntum þess-fast- iega að þeir iáti ekki hér stað- ar numið. Og svo líklegt er ..Delerium bubonis1* til vin- sælda að þeir bræður ættu, að hafa nægan tíma ti! að semja marga og snjalla gamanlejki áður en bað hefur runnið skeið- ið á enda. Á. Hi. Dagsbrúnarfundurinn Framhald af 12. síðu. þjóðarbusins hefur þvf farið minnkandi. Skerðing samninga- írelsis Þá lagði Eðvarð þunga á- herzlu á að það væri ekki aðeins kjaraskerðingin sem í frumvarpi ríkisstjómarinnar fælist, heldur sú aðgerð ríkis valdsins að skerða með lög- um hinn hefðbundna og laga- lega rétt verkalýðsfélaganna til að semia um 'kjör sín. Slík- um aðgerðum yrði verkalýðs hreyfingin einróma að mót- mæla og berjast gegn. Útreið B-listamanna hin háðulegasta Fyrir A-listann töluðu auk Eðvarðs, Jón Vigfússon, Guð- mundur J. Guðmundsson, Hannes Stephensen, Árni Ág- ústsson, Guðjón Bjamhéðins-1 son. 1 forsvari fyrir B-listann vom einkum þeir Jón Hjálm- arsson (litli klofningur) og Jó- hann verkfallsbrjótur og var frammistaða þeirra hin háðu- legasta og tilraunir þeirra til að verja kjaraskerðinguna hlutu svo óskipta andúð fund- armanna að fá eða engin dæmi munu vera í Dagsbrim um slík- ar móttökur. Dagsbrúnarmenn íóru aí þessum íundi í bar- áttuhug, einhuga um það að senda B-listamennina ívlgislausa heim til föð- urhúsanna, og tryggja A- listanum glæsilegan sig- ur. Bæjarutgerðin í i Hafnarfirði Framhald af 12. síðu full þörf væri fyrir Bæjarút- gerðina að fá fleiri skip, til þess að geta fullnýtt möguleika til saltfiskverkunar og herzlu. Um afkomuna á s.l. ári kvaðst hann ekki enn geta skýrt frá fullnaðartöium, en óhætt væri að fullyrða aff alkoma Bæjarút- gerðarinnar á s.l. iri hefði ver- ið góð, — mjög góð. Þá gat liann þess að samn- ingar væru nú nýgerðir úm sölu- og útflutning- fisks og væru þeir mjög hagstæðir.- J ahnig að fitkverð liækkaði um 105 kr. á lestina, og ætti hað að færa Bæjarútgerðinni hálfri mlllj. kr. meiri tekjiir nú fyrir saina fisliriiagn og í fyrra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.