Þjóðviljinn - 24.01.1959, Page 10

Þjóðviljinn - 24.01.1959, Page 10
'/.) — óskastundin l ■ Alfkonurnar Framhald af 1. síðu fyrir því, að þær ættu unnusta og urðu seinast ásáttar um að gifta sig 1 álfakirkjunni sama dag- inn og vera báðar í fag- urrauðum kyrtlum. ,.Og þegar við erum orðnar húsmæður, skul- um við alitaf vera góðar grannkonur,“ sagði Lín- ey. Þegar þser voru orðnur húsmæður, sóttu þær oft vatn í ána og spjölluðu saman um leið. En þær þrættu aldrei. Einu sinni var Líney heldur döpur og sagði við Sóleyju: „Eg fór í kaupstaðinn í gær og keypti vaðmál í föt handa manninum mínum.“ „Jæja,“ svaraði Sóley enn daprari. „Eg var líka 1 kaupstað.“ Þær settust niður á ár- bakkann og fóru að tala um káupstaðarferðina. „AÍlt var því að kenna, að ég lærði ekki að reikna og nennti aldrei að lítá í bók,. þegar ég var lítii," sagði Líney. „Hvað ertu að segja," rpurði Sóley. „Hvað Rem- ur það ferðalaginu við. ‘ „Jú, það er nú einmitt það. Eg kom í búð og bað um tíu mílur af vað- máli í föt handa mann- inum mínum. Kaupmað- urinn varð eitthvað svo skrítinn á svipinn^ e.n s&gði samt kurteislega, að hann ætti ekki . vo mikið vaðmál. Það voru margir í búðinni og ég sá, áð öllum var skemmt. Seinast sagði kaupmaður- inn, að flestir kæmust af með tíu álnir í föt. Svo niældi hann tíu álnir af vaðmálinu og ég snaraðj mér á hestbak. En ég heyrði ekki betur en fóln væri að hvíslast á og hlæja. Þú átt gott, Sól- ey, að vera eins lærð og þú ert. Það er ekki hleg- ið að þér.“ ..O, ég veit ekki,“ sagði Sóley raunalega. „Eg fór í kaupstað eins og þú eg ég bað um tíu álnir i föt handa manninum mínum, eins og rétt var. Og ekki var ég lengi að reikna, hvað það kostaði. Mér var fjarskalega vel tekið í kaupstaðnum og það leyndi sér ekki, „ð allir höfðu gaman af að ræða við mig. Þegar ég kom heim fór ég að sníða. Eg hef a’drei sniðið föt, en eg nélt, að það væri vanda- Iaust. Eg vildi að ég væri eins myndarleg í verkuni' óg þu, Lineý," sagði Sóley og andvarp- aði.. „Hvernig fórstu að sníða fötin,“ spurði Lín- ey. „Eg breiddi vaðmálið á gólfið. Síðan lét cg bónda minn leggjast endilangan ofan á fa.a- efnið og sneið eftir hon- nm. Mér fannst það ein- faldasta aðferðin, úr því fötin áttu að vera hanía honum. Skelfing þykir mér leiðinlegt, að ég s'kyldi eyðþleggja vað- málið.“ „Nú skyldi ég hlæja, ef ekki hefði verjð hlegið að mér í gær,“ sagði Lín- ey. — Þær töluðu lengi um raunir sínar, Sóley og Líney, og þeim kom sam- an um, að bezt væri fyr- ir litlar stúlkur að vera duglegar að lesa bækurn- ar sínar og læra verk lika. Það er eins og hvor- cgt megi vanta. SkrítÍur Faðirinn: Við hvern var mamma þín að tala úti á tröppum á annan I klukkutíma. Sonurinn; Við Mundu, hún mátti ekki vera að því að koma inn. Söngvarinn: Tókuð þér eftir því hvernig rödd mín fyllti salinn í gær- kvöldi? Gagnrýnandinn: Já, ég sá þó nokkra ganga ýt til að gefa hennj rúm. Sigurður Alfonsson, Digranesvegi 22, Kópa- vogi sendi myndina. Henrik Pontoppidan: Flótti drnarins O. G. pýddi. Þetta er saga um arn- arunga með gult nef, sem nokkrir drengir fundu og fóru með heim á gamalt prestssetur. Hann lenti þar í góðra manna hönd- um og varð svo vinsæil, að enginn gat fengið sig til að sleppa honum. Hann ólst upp eins ug „andarunginn • ljóti“. meðal gargandi anda, hænsna og jarmandi kinda. Og hann undi <ér vel, varð stór og feitur — „fékk blátt áfram ístru“. ejns og presturinn sagði. Arnarunginn hafði að- setur sitt uppi á gamalli timburgirðingu við svína- stíuna og þaðan sá hann, þegar eldhússtúlkan fieygði út matarleifum. Þegar hann sá að Dóra kom, mikil á velli, út úr eldhúsinu, fleygði hann sér niður á hlaðið og slaúiaðist' að matártTOg- inu. Þó kom það stundum fyrir, einkum þegar stormur var, að einhver óljós þrá vaknaði í brjósti hans, sem kom- jnn var af flugsnillingum. Og þá var hann vanur að sitja allan daginn graf- kyrr með nefið á kafi í óhreinu brjóstfiðrinu, án þess að bragða mat. Stundum breiddi hann allt í einu út vængina, eins og hann lagaði til að faðma að sér loftið og svífa burt. En hann gat ekki grip- ið flugið. Hann var vængstýfður. Arnarung- inn flögraði til beggja hliða, réttj síðan fram hálsinn og skreið í fei- ur, eins og hann skamm- aðist sín. Þannig liðu tvö ár. -------Óskastundin — j(3 Þá veiktist gamli prest- urinn og dó. Eftir það varð óreiða á mörgu á prestssetrinu, og arnar- unginn „Kláus", eins og hánn var nefndur, gleymdist. Hann skjögraði meðal alifuglanna, friðsamur og nærri því óttasleginn, því að prestsdæturnar höfðu stundum gefið hon- um utan undir, þegar lionum varð það á að beitá meðfæddum yfir- burðum gegn alifugla- hyskinu. (Framhald). Gáta eftir Erlu* Hver er sá, er gaum ég gaf með ginið víða, halur stuttur, harla gildur, hörundsblakkur, laus við tildur. Hann er vinsæll heiðursþjónn á hverju býli. Vinni’ liann gagn í sinu sæti, s-ízt liann drepur niður fæti. Þetta’ er mesti kynjakarl og lzostum búinn, ýviist kaldur eða heitur, útúr fullur, hálfur teitur. . />‘‘T'.á-yrv • ■< rrri" Þolir bœöi frost og funa furðanlega, svangur lielju, fullur funa, fœst sig lœtur nokkru muna. Sefur upp á eyrun bœði oft og tíðum, ef ’hann hvílist yfir nœtur upp í loft hann sperrir fætur. Einatt piggur karlinn klapp af kvenna ef pær hann á eyrum teygja [mundum, eftir vill pað löngum segja. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Lauglardagur 24. janúar 1959 Lögreglustjóri misbeitir valdi SÓLAR - KAFFI fagnaður Isfirðingafélagsins, verður lí Sjálfstæðis- liúsinu sunnudagskvöld 25. þ.m. kl. 8:30 s.d. — Bæjarins beztu skemmtikraftar — Aðgangur aðeius 50. kr. Aðgöngumiðaslala, og borðpantanir í dag kl. 2—4 og á morgun kl. 5—7. Isfirðingafélagið. Framh. af 4. síðu reglustjóra eftir starfandi lög- reglumann í Reykjavík, og er Þjóðviljanum fullkunnugt um að hann sagði þar hug fjöl- margra starfsbræðra sinna. Viðbrögð lögreglustjóra urðu ekki þau að svara fyrir sig, eins og þó er skylda manna sem gegna opinber- um störfum í þágu almenn- ings, heldur lét hann undir- búa undirskriftarlista þar sem Iögreglumönnuin var skipað að votta lögreglu- stjóra hoflustu sína og mót- mæla allri gagnrýni á emb-j ættisstörf hans! Sendi hann trúnaðarmenn sína með list- ana til lögreglumanna, og heittu þeir sumir hótunum og hver.s kyns þvingunum til þess að knýja menn til undir- skrifta. Tilgangurinn með þessari furðulegu ráðstöfun var auðvitað ekki sá að svara gagnrýni þeirri sem birt hef- ur verið liér í blaðinu, heldur þóttist lögreglustjóri sjá þarna leik á borði að framkvæina njósnir um afstöðu lögreglu- matinanna; þá sem neituðu að undirrita átti síðan að of- sækja og fjarlægja úr etarfi við fyrstu hentugleika. Með þessu hefur lögreglustjóri gert sig sekan um freklegustu mis- beitingu á valdi sínu, og sann- að að hann hefur ekkert lært síðan hann gekk undir haka- krossinum um götur Reykja- víkur. Tilraunir lögreglustjóra til njósna og skoðanakúgunar meðal lögreglumanna mistók- ust. Árangurinn af tilraunum hans birtast hins vegar 1 yfir- lýsingu hér að framan, sem er undirrituð af fimm lög- reglumönnum í stjórn Lög- reglufélags Reykjavíkur. — Óþarft er að ræða hana sér- staklega; verkin eru ólýgnust um árangurinn af „hinni beztu forgöngu“ lögreglustjór- ans, og allir vita hvað það merkir þegar gagnrýni er svarað með því einu að hún sé „ekki svaraverð“- S. 6. ©g undcr- heimarnir Ég get ekki orða bundizt yfir smekkleysi því, sem ein- kenndi síðasta „Viðtal vikunn- ar“ í Ríkisútvarpinu, en þann þátt annast sem kunnugt er Sigurður Benediktsson. Virð- ist hann harla óvandur að vali þess, sem hann ber á borð fyrir hlustendur. Okkur ís’endingum er illa farið, ef ekki fyrirfinnast meðal okkar mætari menn til spjalls í Út- varpið, en ábyrgðarlausir götustrákar, eins og sá, sem rætt var við í ofangreindum þætti. Ég fæ ekki séð tilgang S.B. í því að draga þennan skósvein sinn að hljóðneman- um. (Umræddan pilt mun S.B. hafa til snúninga á upp- boðum sínum). Þátturinn í heild var algerlega misheppn- aður, en þá beit drengurinn höfuðið af skömminni, er hann tók að fjasa um eitur- lyfjanotkun hér í bæ. Flest- um mun kunnugt um, að slíkt er að einhverju leyti stundað hér, en að fá ungling vart af gelgjuskeiði, því ekki leyndi eér ungæðishátturinn í öllu tali hans, sem heimild- armann þessa ber vott um slíkt siðferðisleysi, að vart munu slíks dæmi í sögu Ut- varpsins og er þá vægast mik- ið sagt. Mun fæstum þykja til fyrirmyndar, hvernig þessi ungi ,,undirheimaspekúlant“— var hafður að fífli í Útvarp- inu umrætt skipti. Annars sýnir þetta undirheimatal pilt- ungsins ljóslega, hversu grátt glæframyndir og eorpblöð geta leikið ímyndunarafl veikgeðja unglinga. En ekki er við drenginn að sakast í þessu máli, því eðli- legt er, að það stigi honum og hans líkum til höfuðs að fá að láta gamminn geysa við hljóðnemann. S.B. ber hér alla skömm og fær nú vart lengur dulið úr- ræðaleysi sitt um meðferð þessa þáttar, og má það raun- ar furðulegt heita, að jafn aðgengilegu útvarpsefni skuli ekki vera gerð betri skil. Vegna þessa gefna tilefnis ætti útvarpsstjóri að sjá sóma sinn í að sýna hlustendum ofurlítinn vott af virðingu og tillitssemi, með því að hlutast til um, að slíkur kjánaháttur endurtaki sig ekki. Rejaiir S. Jónsson. Háskólatónleikar: Níunda sinfónía Beetliovens Tónlistamefnd Háskólans heldur áfram kynningunum á sinfóníum Beethovens í hátíða- sal Iiáskólans á sunnudag 25. þ.m. kl. 5 e.h. Röðin er nú komin að níundu sinfóníunni í d-moll, síðustu og stórfeng- legustu sinfóníu Beethovenfe. Dr. Páll ísólfsson mun kynna verkið fvrir áheyrendum og flytja skýringar. Níunda sin- fónían er lengri en svo, að hún verði flutt öll í einu með skýringum, og verður henni því skipt á tvo sunnudaga og síðari -hlutinn fluttur sunnu- dag 1. f'ebrúar. Hljómsveitin Philharmonia leikur verkið á hljómplötunum, sem, notaða-r verða; stjómandi er Herhert von Karajan. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Þorraþraut Naustsins Þorrinn byrjaði t gær. Og Naustið lét heldur ekki á sér standa með þorramatinn. Nú geta menn spreytt sig þar á að leysa þorraþrautina og fengizt við ,,verðlaunatrogið“. Hin nýja þorraþraut Nausts- ins er mjög ánægjuleg þraut — aðeins að eta útmældan skammt af þorramat úr verð- launatroginu. Menn fá 2 klst. til að ljúka úr troginu. Jafn- framt mega þeir drekka hvað sem þá lystir af þeim drykkj- arföngum sem Naustið hefur yfir að ráða. Þeir sem ijúka fá mat þann og dryklc ókeyp- is. A.m.k. tveir geta spreytt sig á þessari þorraþraut frá kl. 7—11 á kvöldin út allan þorr- ann. Hinir sem ekki leggja S þorra. þraaitina geta vitanlega fengið að eigin vild allan venjulegan islenzkan þorramat í Naustinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.