Þjóðviljinn - 25.01.1959, Síða 7
Swmudagur 25. janúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Ertu með eða móti kauplækkun?
Ertu með því að samningsréttur verkalýSsfélaganna sé skertur?
Um það ffrst og fremst er kosið í Dacsgsbrún í dag
Úr ræðu Eðvarðs Sigurðssonar á Dagsbrúnarfundi í fyrradag
Góðir félagar.
Enn stendur stjórnarkjör fyr-
ir dyrum í félagi okkar, og þá
liggur náttúrlega fyrir að meta
störf fráfarandi stjórnar. enda
er um þau kosið hverju sinni,
og þeir sem upp stilla gegn til-
lögum uppstillingarnefndar og
trúnaðarráðs félagsins gera það
sjálfsagt ekki af neinum leik-
araskap heldur í fullri alvöru
vegna þess að margt megi bet-
ur fara og aðrir eigi að stjórna
fétaginu og gera það betur
heldur en þeir sem með stjóm
félagsins hafa farið s.l. ár. Það
eru núna aðeins liðugir þrír
mánuðir siðan seinast var kos-
ið i Dagsbrún. Þá var farið að
félaginu jafnvel með meira
offorsi, og ég vil segja blekk-
ingum en oft áður. Eg þarf ekki
að minna ykkur frekar á þetta,
þetta voru kosningarnar til Al-
þýðusambandsþingsins, rétt að
nýafstöðnum samningum sem
félagið hafði gert, og einkum í
sambandi við þá var sérlega
grófum blekkingum beitt. Upp-
skeran af þessu kosningastriði,
sem háð var með öllum þeim
lækjum sem fullkomnustu
kosningavélar í þessum bæ
hafa yfjr að ráða varð sú að
stjórnin kom sterkari út úr
þessum kosningum heldur en
kosningunum í janúar, og B-
listamennimir komu veikari
heldur en þeir gerðu í kosning-
unum í janúar.
9
KOSIÐ UM KJARASKERÐ-
INGARFRUMVARPIÐ
Dagsbrúnarmenn voru þess
vel vitandi núna fyrir þessa
uppstiilingu, að yfirleitt var ó-
vild rikjandi í liði þeirra B-
listamanna gegn því að fara nú
að bjóða fram aftur, enda eng-
in félagsleg rök tjl þess að
gera það. En þetta eitt dugði
ekki, húsbændurnir á heimil-
inu gáfu sínar skipanir og þá
varð að hlýða; það voru verka-
lýðsforirgar á borð við Birgi
Kjaran og slíka menn sem þvi
réðn. Og hver var þá ástæðan
til þess að nú var stillt upp?
Eg held það sé ekki neinn efi
á þvi, að þar hafi mestu um
ráðið fyrirætlanir Sjálfstæðis-
flokksins 02 atvinnurekenda-
valdsjns að koma fram kaup-
lækkunum, og til þess þurftu
þeir talsmenn inni í verka-
mannafélaginu Dagsbrún til
þess að reyna að blekkja verka
menn til fylgis við þessar fyr-
irætlanir. Og síðan var Al-
■þýðuflokknum skipað að vera
með : rr,— og það stóð að sjálf-
sögðu ekki á honum. Eg held
þess vegna að þessar kosning-
ar núna muni áreiðanlega snú-
ast að miklu -minna léyti um
. félagsmál verkamannafélagsins
Dagsbrúnar heldur én oft áður,
og það muni þess vegna verða
kösið um allt annað en innri
félagsmál Dagsbrúnar, enda
hafa B-listamenn þar enga fót-
féstu. l»að á að kjósa um núna
þá kauplækkunarkröfu Sjájf-
stæðisflokksins sem hann lief-
ur skipað Alþýðuflokksríkis-
stjórn sinni að framkvæma.
Eg ætla þess vegna ekki að
þessu sinni að eyða tima í
það að rifja upp liðið ár, það
er mönnum í fersku minni, og
ég held við höfum gert þetta
af og til, ekkj sízt núna í
haust fyrir Alþýðusambands-
kosningarnar og einnig núna
á fundi eftir að Alþýðusam-
bandsþingið var haldið'. Eg
vil því snúa mér beint að þessu
máli málanna, sem áreiðániega
ér efst á baugi þessa dagana,
og ekki bara Þá heldur næstu
tímana meðan þetta allt saman
er að ganga yfir.
KAUPGJALDSVlSITALAN
LÆKKUÐ UM 27 STIG
Og hvað felst þá í frumvarpi
því sem ríkisstjórnin hefur nú
lagt fyrir Alþingi? Frumvarpið
ber mjög sakleysislegt nafn;
ef ég man rétt, þá er það nið-
urfærsla verðlags, launa og fl.
sem það heitir. í þessu frum-
varpi felst það, að frá 1.
febrúar eigi að greiða vísitölu á
allt kaupgjáld sem er 175 stig.
Eins og þið vitið þá fáum við
núna greitt eftir vísitölu 202
stig og sjáanlegt er að það er
ekkert smáræði sem á að gera
til þess að færa kaupið niður.
Og þessi visitala 202-stig, hún
svarar engan veginn til verð-
lagsins eins og það er núna.
HVERSU MIKIÐ
LÆKKAR KAUPIÐ?
Hvaða áhrif hefur þetta á
kjör manria, áð borga eigi
eftir vísitölu 175? Við skulum
taka það fyrst, hvað kaupið
verður reiknað með þessari
vísitölu. Tímakaup almennra
verkamanna, þ. e. a. s. lág-
markstaxtinn lækkar úr 23,86
niður í 20 kr. 67 aura eða um
3,19 á tímanu. Aðrir taxtar
Iækka samsvarandi, og hæsti
taxti Dagsbrúnar lækkar um
4,49 kr. á liverju klukkustund.
Vikukaup fyrir 8 stunda dag-
vinnu á lægsta taxtanum lækk-
ar um 153,12 kr. eða nákvæm-
lega 7656,00 kr. á ári, einvörð-
ungu núðað við dagvinnu.
Mánaðarkaup almennra verka-
manna, sem eru á mánaðar-
kaupi Dagsbrúnar lækkar um
659,99 kr. á mánuði. kaup bíl-
stjóra lækkar um 705,35 kr.
á mámuði.
10 AlSITÖLUSTIG ÓBÆTT
Hvað á að koma á móti þess-
um kauplækkunum? í frufnv.
sjálfu segir ekkert þar um.
Þar segir aðeins það eitt að
þessa vísitölu eigi að greiða
f-rá og með 1. febr. n.k. í
greinargerð frumvarpsins er
hinsvegar því heitið að 1. marz
skuli framfærsluvísitalan, eins
og hún er mæld núna, ekki
verða yfir 202 stig. Við vitum
að nú þegar er búið að borga
niður. .vöruverð sem nemur
12,6 vísitölustigum, sem þýðir
13 stig í framkvæmd. En til
þess að koma verðlaginu þann-
ig fyrir að vísitalan 202 s'tig
verði spegilmynd af útsölu-
verði' varanna þarf að greiða
niður a. -m. k. 6 stig í viðbót,
en þá falla óbætt 10 vísitölu-
stig, algerlega bótalaust. Þetta.
jafngildir því að 3 til 314% eru
eftir að kauphækkuninni sem
varð í liaust. Og er þá ekkert
tillit tekið til þess að niður-
gi-eiðslurnar liafa að sjálf-
sögðu sín álirif, bæði á kaup-
mátt launanna og eins á þær
byrðar Mem að launþegtrtnir
verða að bera vegna aukins
kostnaðar í rekstri þjóðarbús-
ins.
ÍIEFDU 1TI.JAÐ AFSALA
VÍSITÖLUBÖTUNUM
I E ESEMBER
Okkur er sagt að þetta eigi
að jafngilda kaupmættinum
eins og hann var í október
í haust. Hvað þýðir þetta nú
í raun og veru, að hann eigi
að jafngilda kaupmættinum ,í
október? Það merkir það, að
í október í haust hefðu þessir
meiin, sem nú túlka þessar ráð-
stafanir, verið reiðubúnir til
þess að afsala sér 15 vísitölu-
stigum, gefa þau algjörlega eft-
ir, lækka kaupið sem þeim
nam.
Hvað sögðu nú B-listamenn-
irnjr í október í haust og mán-
uðina þar áður? Sjálfsagt mun-
ið þið það jafnvel og ég. Þá
var nú öðru nær en þeir væru
á þeim buxunum, öll tækifæri
voru notuð til þess að ófrægja
stjórn félagsins fyrir mjög slæ-
lega framgöngu í því að fá
kaup félagsmanna hækkað! Og
þegar kaupið var hækkað um
9J4% þá voru það svo sem
ekki neinir fyrirmyndar samn-
ingar að þeirra dómi, heldur
hefði verið hægt að gera þá
fyrr og betri.
Eða hvað lialdið þið að þess-
ir menn liefðu sagt í sumar,
eða bara í október, ef við
hefðum lagt til að við gæfum
þetta eftir, að menn afsöluðu
sér 15 vísitölustigum? Það ætla
þeir nú að sætta sig við, — og
ekki aðeins sætta sig við held-
ur gerast ákveðnir málsvarar
fyrir.
VITA EKKI UM IIVAÐ
ÞEIR ERU AÐ TAL.4
Önnuf rökin eru þau, að
þetta sé nákvæmlega það sama
og gert var í september 1956.
Er þetta nú rétt? Hvað gerðist
í september 1956? Þá voru felld
niður 6 vísitölustig. En hvers
vegna?’ Vegna þess að það var
vitað að verð á landbúnaðarvör
um átti að hækka örfáum dög-
um siðar, liækka um rösklega
11%. — og þessa liækkun áttu
launþcgarnir enga von til þcss
að fá bætta. Hvers vegna?
Vegna þess að þá voru í gildi
þau ákvæði úr gengislækkunar-
lögunum frá 1950 að ekki
skyldi tekið tillit til þeirrar
hækkunar á verðlagi landbún-
aðarvara sem orsakaðist af
þvi að bændur fengju meira
kaup i sinn hlut, vegna þess að
kaup verkamanna hefði hækk-
að. Þetta hefði þess vegna
fallið niður algerlega^bótalaust.
En hvað kom i móti að 6 stig-
in voru felld niður? Það að
landbúnaðarverð hækkaði ekki
og allt verðlag var sett fast í
4 mánuði, og vitað var að þá
voru miklar hækkanir á leið-
inni.
Þeir menn sem bera þetta,
að afsala sér tíu vísitölustigum
— sem algeru lágmarki — al-
veg bótalaust, saman við það
sem verkalýðshreyfingin gekk
inná að gert yrði í september
1956, þeir vita alls ckki um
hvað þeir eru að tala.
HVERJU FÓRNA AÐRIR?
Sagt er: allir verða að fórna,
allir verða að láta eitthvað af
höndum. Hvað er nú hið sanna
í þessu? Jú, i frumvarpinu er
gert ráð fyrir að bændur láti
að sínum hluta það sem þessi
kauplækkun, sem nemur 10
vísitölustigum, samsvarar í
kaupi þeirra, bæði því kaupi
sem þeim er reiknað í verðlags-
grundvellinum og aðkeyptri
vinnu.
Verzlunin á að fórna. Hverju
á hún að fórna? Hún á að fórna
því sem þessi kauplækkun
svarar í verðlagningu var-
anna — og hagnaði, er sagt, —■
en liver á að meta liagnaðinn?!
Um það er ekkert sagt. Og eins
aðrir sem þjónustu selja. For-
sætisráðherra, Emil Jónsson,
sagði sl. fimmtudag, að allt
þetta, allt það sem aðrir ættu
að fórna, bændurnir, verzlun-
arstéttin, þ. e. kaupmennirnir
og allir sem þjónustu selja,
ætti að neira sem svarar 4 stig-
um i visitölurni. Það þýðir áð
þetta verður vart merkjanlegt
á vörunum.
Eg gæti trúað því að lijá
bændunum myndi þetta
kannski þýða það, að þeir
85 aurar, eða raunar króna
í smásölu, sem beir tóku
ranglega — ég segi ekki
beint stálu — myndi e. t. v.
falla niður. Eg held það yrði
öll þeirra fórn.
ÍIVAÐ KOSTAR ÞETÍA?
Sagt er; enga^ t ný^r, ^þögur
verða lagðar á almenning til
að standa straum af kostnaðin-
um. Það segja kauplækkunar-
postularnir. Við skulum at-
huga hvað þetta raunverulega
kostar. Samkvæmt upplýsing-
um sem forsætisráðherra gaf í
Alþingi á fimmtudaginn kost-
ar þessi lagasetning eftirfar-
andi: niðurgreiísiurnar, þessi
12,6 stig kosta 75,5 millj. kr.
á ári. Ríkissjóður þarf að fá
22,2 millj. til viðbótar. Varð-
andi niðurgreiðslurnar vil ég
segja það, að ef á að síanda
við loforðin um að framfærslu-
vísitalan verði 202 stig 1. marz
þá kostar þetta áreiðanlega
meira, þá kostar það niður-
greiðslu a. m. k. á 6 stigum í
viðbót, og það þýðir sennilega
nær 40 eða 30 millj. kr., svo að
þessi uppliæð á örugglega cftir
að hækka.
Ffamhald á 10. síðu. (